Morgunblaðið - 09.12.1980, Síða 10
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
10
Mím fyrstu bók skrifaði ég
eiginlega í vestisvasanum
GuAmundur L. Friðfinnsson
rithöfundur er sjötíu og fimm
ára í daK. Hann er fæddur að
EkíIsA, Noröurárdal. Skaga-
firði, 9. desember 1905, ólst þai
upp <m hefur búió þar alla sina
tíð. Guómundur stundaði nám
við héraðsskólann að Laujjar-
vatni ok tók próf frá hænda-
skólanum á Ilvanneyri 1931.
Hann gerðist bóndi að Ltdlsá
1932 og er það enn. Kona
Guðmundar er Anna S. Gunn-
arsdóttir. Þau ráku um skeið
barnaheimili um sumartímann
að Lirilsá <m var þá stundum
man't í heimili, um hundrað
manns þegar mest var.
Guðmundur hefur jafnan
stundað ritstörfin jafnframt
húskapnum. Ilann hefur skrif-
að skáldsöKur, smásöKur, leik-
rit ok Ijóð. Framhaldsleikrit
eftir hann hafa verið leikin í
útvarp ok sjálfur hefur hann
lesið eina skáldsoKU sína, Mátt-
ur lífs ok moldar. upp í útvarp.
Blaðamaður MorKunblaðsins
ra ddi við Guðmund er hann var
á ferð í Reykjavík fyrir
skömmu. Við hófum samtalið á
því að ræða þær samfélaKs-
breytinKar sem orðið hafa á
íslandi undaníarna sjö áratUKÍ.
— Ég hef í raun lifað tvær
aldir, kyrrstöðuöld og tækniöld,"
sagði Guðmundur. „Kyrrstöðu-
öldin var alls ekki breytingalaus,
þó ég nefni hana svo, en þá voru
allar breytingar ákaflega hæg-
fara. Að vísu hefur margt farið
úrskeiðis við aldahvörfin en þær
breytingar, sem leiddu til þeirra,
fela í sér viðleitni til að bæta
heiminn og vissulega hafa orðið
framfarir á mörgum sviðum.
Maður verður alltaf að lifa í
nútíðinni og þegar hlutlaust mat
kemur til finnst mér heimurinn
hafa batnað. Nú er meiri sam-
hjálp og að sjálfsögðu hefur fólk
meira af öllu. Áður þurftu menn
til dæmis að greiða fyrir sig hjá
lækni og ef þeir fóru á sjúkrahús
— það var oft mjög erfitt því
flestir höfðu svo lítil auraráð.
Fólk fór ekki á sjúkrahús fyrr en
í seinustu lög og ég man að það
að lenda á sjúkrahúsi þótti
ganga næst því að deyja.
Þrátt fyrir þetta get ég ekki
neitað að ég sakna margs sem
horfið er. Baðstofulífið hafði
sinn sjarma og það eru hugljúfar
minningar sem tengjast kvöld-
vökunum. Það var mikið tjón
fyrir íslenzkt menningarlíf að
þær lögðust af. Ég man að
stundum stóðu kvöldvökurnar
fram á nótt, oft var til dæmis
lesið eða sagðar sögur eftir að
fólk var háttað og komið upp í
rúm.
Menn gáfu sér betri tíma þá.
Ég man að það var nokkuð
algengt að sveitungar okkar
komu og gistu, sérstaklega fyrri
hluta vetrar. Þeir gerðu sér
venjulega eitthvað til erindis en
voru fyrst og fremst að þessu sér
til gamans. Skepnurnar áttu líka
stóran þátt í þessu samfélagi,
þær voru meira en bara atvinnu-
tæki. Fólkið leit á þær sem
félaga og vini. Hundinn, köttinn,
hestinn og kindina svo ég tali
ekki um blessaðar kýrnar. Þó
verð ég að játa að maður horfir
ef til vill um of á gamla tímann
gegn um rómantísk gleraugu —
gleraugu sem maður vill þó helzt
ekki taka ofan.
Með fólksfækkun í sveitum
brast mikilsverður hlekkur í
þjóðlífinu. Sjóndeildarhringur-
inn var furðanlega breiður hér
áður fyrr. Menn töluðu um
bækur og menningarstrauma,
meira að segja heimspólitík,
fóru með ljóð og sögðu sögur.
Búmenningin var hins vegar á
lægra plani, kannski jafnvel
ekkert aðalatriði. Þar hefur
fiestu farið fram a.m.k. tækni-
lega. — Það getur vel verið að
finna megi framleiðsluform sem
gefur fleiri fljótandi krónur. En
það er menningarlegt viðhorf að
halda öllu landinu í byggð.
Frekari byggðaröskun en orðin
er fyrirgefur framtíðin aldrei.
Það er ég viss um. Það er fleira
en gömul hús sem ber að varð-
veita.
En trúarbrögðin — hafa þau
ekki líka tekið breytingu?
— Jú, þau voru dálítið öðruvísi
á þessum tíma, bókstafstrúin
gamla var á undanhaldi en það
er eins og hún sé að sækja á
aftur núna. Það var mikil virð-
ing borin fyrir trúarbrögðum og
bænrækni var innrætt börnum.
Menn voru yfirleitt trúaðir, að
ég held, og efuðust fáir eða engir
um framhaldslíf. En gagnvart
eilífðarmálunum- verður mann-
legur skilningur líklega ávalt
þröngur. Ég trúi á Guð og Island
það máttu hafa eftir mér.
Þú ert semsé enginn kreddu-
trúarmaður, Guðmundur?
— Nei, mér er illa við allar
kreddur. Það þurfa að sjálfsögðu
að vera reglur og form en formið
getur orðið aðalatriðið áður en
menn vita af. Innihaldið er hins
vegar það sem skiptir máli
fremur en umbúðirnar. Frelsið
til að leita og skoða er aðall
manneskjunnar. — Leitin að því
óhöndlanlega hefur leitt okkur
út úr frumskógum og hellum. Ég
virði trúarbrögð og skoðanir
annarra og ætlast til þess sama
af öðrum gagnvart mér. Kristur
segir: „Það sem þér viljið að
aðrir menn gjöri yður, það skulið
þið og þeim gjöra." Þetta var ég
að reyna að segja krökkunum
mínum á barnaheimiiinu þegar
ég las með þeim bænirnar á
kvöldin. En ég tók líka fram að
vegna ófullkomleika okkar væri
ekki að vænta skjótfengins ár-
angurs. En betra væri að vita en
vita ekki og viðleitnin leiddi þó
oftast til einhvers árangurs ef
ekki væri gefist upp. Kannski
eru þau búin að gleyma þessu
núna — þau voru svo ósköp lítil.
Mér þótti alltaf vænt um börnin
og þykir enn, og óska þess af
alhug að þeim vegni vel. Sama
vil ég segja um starfsfólkið —
þetta var oft ströng vinna en
samstarfið yfirleitt mjög gott.
Konan mín, Anna Gunnarsdótt-
ir, stóð við hliðina á mér í þessu
sem öllu öðru. Nú erum við hætt
með barnaheimilið enda hefur
hún misst heilsuna. Mér finnst
ég verði að nota þetta tækifæri
til að senda öllum þessum börn-
um og fólki kveðju okkar með
þakklæti fyrir samveruna.
Þú vilt semsé að menn beiti
sig sjálfsgagnrýni jafnt í trú-
málum sem öðru?
— Sjálfsgagnrýni og leit, þetta
tvennt er móðir allra framfara
— ef manneskjan hefði aldrei
farið að grufla út í hið ókunna
byggjum við sjálfsagt enn í
hellum. Og það er áreiðanlega
margt sem maðurinn á eftir að
uppgötva ekki síst í sambandi
við sjálfan sig. Maðurinn þekkir
ekki nema brot af heiminum og
enn minna af sjálfum sér —
sennilega erum við enn að grufla
einhversstaðar á grunnslóð.
Áttu þá við þessa dulrænu
hæfileika sem sumir virðast
hafa til að bcra?
— Bæði og. Mannshugurinn
býr sennilega yfir mikilli orku —
í Biblíunni stendur að trúin geti
flutt fjöll.
En er það ekki máttur Guðs
sem Kristur átti við?
— Að sjálfsögðu. Einar á
Einarsstöðum, sem landskunnur
er fyrir huglækningar sínar,
hefur alltaf tekið það skýrt fram
að sá máttur, sem hann notar til
huglækninga, sé ekki frá sér
kominn, heldur sé hann aðeins
verkfæri í höndum Guðs. Því
skyldum við ekki líka vera verk-
færi hins yfirskilvitlega máttar.
Það er oft komist svo að orði að
Guð sé á bak við allt — en ætli
ekki sé óhætt að segja að hann
sé í öllu. Ég trúi alveg skilyrðis-
laust á Guð sem einhverja
ókunna stærð. En að skilgreina
þá stærð, ja, það er náttúrlega
manninum eiginlegt að glíma
- Rætt við
Guðmund L.
Friðfinnsson
í tilefni
af sjötíu
og fimm ára
afmæli hans
stöðugt, hversu stórt sem verk-
efnið er — en ef hann væri
eitthvað sem hinum mannlega
heila með sinum takmörkunum
og aftur takmörkunum, væri
unnt að skilja — þá væri það alls
ekki Guð. Maðurinn er örlítill
hlekkur í lífkeðjunni. í því er
ábyrgðin fólgin.
Við Guðmundur höfðum alveg
gleymt okkur í umræðum um
andann og eilifðarmálin þegar
ég minnist þess um síðir að ég
hafði ætlað að tala við hann um
ritstörf hans.
Ilvað varð til þess að þú
byrjaðir að fást við ritstörf?
„Ég veit það eiginlega ekki en
þetta hlýtur að hafa verið ein-
hvern veginn í manni. Sem
unglingur iifði ég í hálfgerðum
draumaheimi og það kom af
sjálfu sér að ég fór að pára niður
það sem ég var að hugsa — mér
kom þá alls ekki til hugar að ég
yrði nokkurn tíma rithöfundur.
Mína fyrstu bók skrifaði ég
eiginlega í vestisvasanum, enda
bar handritið þess glögg merki.
Ég hef ævinlega haft mikið að
starfa. Það var ekki um annað að
ræða en sameina ritstörfin öðr-
um störfum þannig að ég var að
hripa hjá mér þegar ég var við
gegningar og önnur verk hvenær
sem hlé varð á. Ég brenndi þessu
fyrsta handriti mínu — það er
ekki laust við að ég sjái dálítið
eftir því.
Hvers vegna brenndirðu því?
— Já, það kom þannig til, skal
ég segja þér, að ég sýndi það
kunningja mínum sem var bók-
menntamaður. Hann sagði að
sér þætti tvennt athyglisvert við
þetta handrit — hvað málið væri
gott og svo hvað það væri
óskaplega skítugt. Mér þótti
lofið að sjálfsögðu gott en
skammaðist mín svo fyrir síðari
einkunnina að ég brenndi hand-
ritinu. Það var reyndar ekki
furða þótt blöðin væru velkt. Ég
gekk með þau í vestisvasanum,
skrifaði við alls konar störf og
var þá ekki alltaf hreinn á
höndunum eins og þó skilur.
En þú hélzt áfram að skrifa?
— Já, fáeinar vetrarvikur sem
oft hafa þó verið úrgangssamar.
Viðfangsefni mín hafa fyrst og
fremst verið sveitalífssögur því
það umhverfi þekki ég bezt. Mest
hef ég fengist við skáldsöguna en
einnig skrifað smásögur, leikrit
og ljóð. í rauninni veit ég varla
hvernig eða ég hef stolið tíma í
þetta — ég hef alltaf haft margt
að sýsla og verið svo margskipt-
ur. Menn þurfa líka að eiga sér
mörg áhugamál til að vera
almennilega lifandi, ertu ekki
sammála því?
En þú hefur samt gefið þér
tlma til að sinna þessu.
Á veturna hægðist alltaf dálít-
ið um. Það er ekki ótrúlegt að
bækur mínar hafi goldið þess
hve ég hef haft lítinn tíma.
Annars þarf vissa hörku til að
ráðast í að skrifa skáldsögu.
Maður þarf eiginlega að skipta
yfir á aðra bylgjulengd og það
getur tekið alllangan tíma. Ég
hef ævinlega verið fanginn af
vorinu og aldrei getað setið við
ritstörf eftir að komið er framá
vor — ég efast um að ég hefði
getað setið inni við ritstörf að
sumarlagi jafnvel þá ég hefði
getað leyft mér það. Það fylgir
því svo mikið frelsi að fara út í
vorið. Þá er líka svo margt sem
togar í mig. Ég hef alltaf haft
gaman af ræktun og skógrækt,
— og trén hafa sprottið vel hjá
mér, hvort sem það er vegna
þess að ég hef hugsað ve! til
þeirra eða út af einhverju öðru.
Hvað vilt þú segja um bók-
menntir nú til dags?
— Ég les nú ekki nema brot af
þessu, hef hreinlega ekki tíma,
því miður. í raun er tíminn það
eina sem maður á og þess vegna
fylgir því nokkur ábyrgð hvernig
með hann er farið. Menn hafa
alltaf verið að þreifa fyrir sér á
þessu sviði sem öðrum. Eins og
ég hef þegar sagt virði ég leitina
og breytinguna. Kyrrstaða er
sama og dauði — ef hún er þá
nokkur til. En það er engum
greiði gerður þegar „sérfræð-
ingar" taka einhverja slíka til-
raun fyrir og segja að þarna sé
sjálfur fullkomleikinn kominn.
Það sem er nýtt í dag verður
orðið gamalt á morgun og í
staðinn komnar nýjar breyt-
ingar. Lífið er síbreytilegt og
þannig er allur góður skáldskap-
ur — eins og sífelld endurfæð-
ing.
Endurfæðing — trúirðu að
menn fæðist aftur?
— Hvort við fæðumst aftur og
aftur hingað á jörðina? — Já,
það getur svo sem vel verið. Ég
hef ekki hugmynd um það. Sjálf-
ur hefði ég anzi gaman af því að
fæðast aftur og myndi jafnvel
gera mér að góðu þó það væri
bara á þessa fallegu jörð. Og ég
myndi snúa á aldurinn ef ég gæti
það, en það er ekki svo auðvelt.
Ég er viss um að vel er séð fyrir
öllu, hvort sem við fæðumst
aftur hér eða í einhverjum
öðrum heimi. Það eru allstaðar
lögmál í náttúrunni og að brjóta
lög náttúrunnar — það er áreið-
anlega synd. Kannski er þetta
allt nokkurs konar hringur.
En þetta er allt í góðum
höndum — því treysti ég full-
komlega.
— bó.