Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 11
Galeiðan Ný bók eftir Ólaf Ilauk Símonarson GALEIÐAN, ný bók eftir Ólaf Hauk Símonarson. er komin út hjá Máli (»k menningu. Þetta er þriðja skáldsaga Ólafs Hauks, en áður hefur hann sent frá sér sögurnar Vatn á myllu Kölska og Véjarbilun i næturgalanum. Á bókarkápu segir um efni bókarinnar: „Galeiðan er nútíma- skáldsaga ... Lesandinn slæst í hóp nokkurra stúlkna, sem vinna í dósaverksmiðju, og lifir með þeim súrt og sætt fáeina daga. Hann kynnist aðstæðum þeirra heima fyrir og á vinnustað og einnig yfirboðurum þeirra, hærri sem lægri.“ Galeiðan er 193 bls. Sigrid Valtingojer myndskreytti bókina og gerði kápumynd. Bókin er sett og prentuð í Prentsmiðjunni Odda. Sveinabókbandið annaðist bókband. Bókaforlagsbækur: Salómon svarti og þrenning BÓKAFOIiLAG Odds Björns- sonar hefur sent frá sér tvær bækur, aðra eftir íslenzkan höfund, Hjört Gíslason. Bók Hjartar heitir Salómon svarti og er saga handa börnum. Þetta er önnur útgáfa bókar- innar. Myndir gerði Halldór Pétursson. Hin bókin, sem blaðinu hefur borizt frá Bókaforlagi Odds Björnssonar, heitir Þrenning og er eftir Ken Follett, en Her- steinn Pálsson íslenzkaði. Þetta er önnur skáldsaga Folletts sem kemur út á íslenzku, hin fyrri var Nálarauga. Á bókarkápu er sagt að Þrenning sé njósnasaga og í henni sé reynt að ímynda sér raunverulega ástæðu þess að Sadat, forseti Egyptalands, sótti heim forna fjandmenn, ísraela, í Jerúsalem. Leyniþjón- usta Israels hafi 1968 komizt að því, að Egyptar muni innan nokkurra mánaða eignast kjarnorkusprengju með aðstoð Sovétríkjanna -r og þyrfti þá ekki að spyrja að leikslokum, ef ekki yrði að gert. Um þessi efni fjallar sagan. MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 11 Ein í þessari fjölskyldu er Við eigum auðvitað við Philco, - vegna þess að Philco þvottavélarnar hafa unnið sér þýðingar- mikinn sess í fleiri þúsund íslenskum fjölskyld- um. Þess vegna er Philco talin til fjölskyldunnar. tökubam Philco er sþarneytin á vatn og orku. Hún tekur inn á sig þæði heitt og kalt vatn og sparar þannig tíma og rafmagn sem annars færi í upþhitun vatnsins. Að auki þvær hún jafnvel erfiðustu þvotta með einstöku jafnaðargeði dag eftir dag, - skólaföt, vinnuföt, spariföt og hvers konar þvott, jafnt grófan sem fínan. Philco - ein af fjölskyldunni heimilistæki hf HAFNARSTR/ETI 3 - 20455 — SÆTÚN 8 — t5655 Forysta í f ramförum SEGULL HF. Einkaumboð á Islandi Nýlendugötu 26 Sími: 13309-19477

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.