Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
Fyrsti dagur fyrsta bankamannaverkfallsins:
Ein gjaldeyrisundanþága
vegna slyss veitt í gær
VERKFALLSVARZLA félaKa í
Samhandi íslenzkra hanka-
manna hófst í Karmorjíiin
klukkan 08.30 með því að verk-
fallsverði hankamanna ma ttu á
öllum vinnustöðum. Settu
hankamenn upp límmiða á allar
dyr hanka og sparisjóða. þar
sem þeir skýra sin sjónarmið
fyrir viðskiptavinum hank-
anna. sem huKsanlejca kæmu að
læstum dyrum.
Á miðanum stendur: „LOKAÐ
— vegna verkfalls bankamanna.
Við biðjum viðskiptavini velvirð-
ingar á þeim óþægindum, er þetta
kann að valda þeim. Verkfall
reyndist óumflýjanlegt til þess að
knýja fram leiðréttingu á kjörum
okkar. Starfsfólk."
Samkvæmt upplýsingum Jóns
ívarssonar, fulltrúa í verkfalls-
nefnd bankamanna þótti rétt að
setja slíka miða á dyr allra
vinnustaða bankamanna til þes3
að milda sjónarmið viðskiptavin-
anna, sem kæmu að lokuðum
dyrum. Verkfallsverðir gengu síð-
an inn í þær stofnanir, sem
verkfallið náði til og fylgdust með
því, að þar ynnu ekki aðrir en
þeir, sem rúmuðust innan þess
ramma, sem leyfilegt er. Jón kvað
ekkert hafa verið um verkfalls-
brot, en til slíkra brota teljast
aðeins þau tilvik, að framkvæmd-
ar yrðu einhverjar afgreiðslur,
sem væru ekki heimilar sam-
kvæmt samningi við bankana.
Ágreiningur var um hvaða fólk
mætti vinna og mættu nokkrir
aðilar í vinnu, sem máttu ekki
vinna samkvæmt skilningi SIB.
Þá bárust í gær þrjár formlegar
undanþágubeiðnir, nokkrar bár-
ust símleiðis og voru væntanlegar
skriflegar og einnig bárust
bankamönnum bréf, þar sem lýst
var hugsanlegum undanþágu-
beiðnum, sem myndu berast og
var þá jafnframt farið fram á að
þeim yrði tekið með velvilja. Ein
þessara undanþágubeiðna, sem
barst var frá Póstgíróstofunni,
þar sem óskað var eftir sérstök-
um gögnum, sem unnin hafa
verið í reiknistofu bankanna,
tölvuvinnsla, og óskaði Póstgíró-
stofan eftir að fá þessi gögn
afhent. Var beiðninni hafnað, þar
sem að mati SÍB var ekki unnt að
flokka beiðnina til neyðartilvika.
Þá barst undanþága almenns
eðlis frá Félagi íslenzkra stór-
kaupmanna um innflutning á
lyfjum og varahlutum. Henni var
hafnað, þar sem bankamenn
töldu hana of almenns eðlis, en
kváðust myndu skoða hvert ein-
stakt tilvik, er það kæmi upp.
Loks barst undanþága um gjald-
eyrisyfirfærslu vegna læknis,
sem fylgja átti slösuðum Græn-
lendingum til Kaupmannahafnar.
Var það eina undanþágubeiðnin,
sem bankamenn samþykktu.
Þessi undanþága var vegna
brunaslyss, sem varð í Scoresby-
sund á austurströnd Grænlands í
fyrradag og voru hinir slösuðu
fluttir til Reykjavíkur á Land-
spítalann. Samkvæmt mati lækn-
is á gjörgæzludeild voru líflíkur
mannnanna meiri, ef unnt væri
að koma þeim í sjúkradeild, þar
sem væri fólk sérþjálfað í með-
ferð brunasára.
Á laugardag hófst sáttafundur i deilu bankamanna og bankanna og fylktu hankamenn þá liði við
„Karphúsið“, hús sáttasemjara ríkisins i Borgartúni. Þurftu samningamenn að ganga inn milli
bankamannanna, sem vildu með þessu sýna samstöðu sina i deilunni. - Ljósm.: Emilia.
Bankamenn að verkfallsstörfum í húsakynnum SÍB.
LOKAÐ
VEGNA VERKFALLS BANKAMANNA
Við biðjum viðskíptavini velvirðingar á þeim éþægindum
er þetta kann að valda þeim.
Verkfalt reyndist óumtlýjaniegt til þess að knýja fram
leiðréttingu á kjörum okkar.
Starfsfólk.
Limmiðinn, sem bankamenn limdu á byr banka og sparisjóða
árdegis i gær.
Bankamenn notuðu tæknina til
hins ítrasta við verkfallsvörzlu
sína og voru á talstöðvarbílum á
ferli í bænum. Jón ívarsson kvað
marga bankamenn vera með tal-
stöðvar í bílum sínum og væru í
Félagi farstöðvaeigenda. Buðu
þeir strax sína þjónustu að þessu
leyti „og þáðum við hana, þar sem
hún skilar miklum og góðum
árangri," sagði Jón Ivarsson.
Hann kvað margt fólk hafa kom-
ið á skrifstofu SIB í gær og boðið
aðstoð sína. „Verðum við seint
uppiskroppa með starfsfólk, sem
vill vinna að okkar málum. Það er
greinilega mikill einhugur meðal
bankamanna um þetta verk-
fallsmál og þeir standa mjög vel
saman."
Samkvæmt samningi bank-
anna og bankastarfsmanna um
kjaradeilu aðilanna mega 5%
starfsmanna vinna að öryggis-
vörzlu og við afgreiðslu á erlend-
um skuldbindingum bankanna
sjálfra og ríkisins. Þannig unnu
aðeins 6 menn í Seðlabankanum í
gær auk bankastjóra og aðstoðar-
bankastjóra og forstöðumanns
hagdeildar Seðlabankans.
Búnaðarbankinn i fyrsta verkfalli bankastarfsmanna, aðeins
dyravörður er í salnum. - Ljósm.: ói.K.M.
Tómlegt var um að litast i Landsbankanum i gærdag.
Afgreiðslusalur Landsbankans um miðjan dag i gær.
Hjappcflrætfió
„Islenzk listaverk 1980“
Muniö gíróseölana. Greiöa má þá í peningastofnunum eöa pósthúsum, sem næst þér eru eöa koma
greiöslu til skrifstofu Sjómannadagsráös aö Hrafoistu í Reykjavík.
Sjómannadagsrád