Morgunblaðið - 09.12.1980, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
Grímnir sýn-
ir Markólfu
eftir Dario Fo
Stykkishólmi. 5. des. 1980.
LEIKFÉLAGIÐ Grímnir í Stykk-
ishólmi er nú að æfa gamanleik-
inn Markólfu, eftir Dario Fo, en
Signý Pálsdóttir, kennari hér,
hefir snúið honum á íslensku.
Leikstjóri þessa gamanleiks er
Jakob S. Jónsson. Ætlunin er að
frumsýna verkið í félagsheimili
Stykkishólms, laugardaginn 20.
des. nk. og síðan sýna hann áfram
bæði i Hólmmum og eins víðar,
eftir því sem tækifæri bjóðast um
jólin og eftir áramót.
Leikarar eru 7, Elín Jónasdóttir,
Svanhildur Jónsdóttir, Guðrún
Hanna Ólafsdóttir, Jóhannes
Björgvinsson, Vignir Sveinsson,
Björgvin Guðmundsson og Guð-
mundur Agústsson.
Ágætt færi er nú um allt
Snæfellsnes. Mjólkurbílar hafa
haldið sinni rútu í allt haust og
svo er einnig um áætlunarferðirn-
ar. Baldur fer nú yfir Breiðafjörð
einu sinni í viku, og fer hann frá
Stykkishólmi á föstudögum kl. 9
um morguninn. Er Baldur nú
nýkominn úr slipp þar sem ýmis-
legt var lagfært. Þótt nú sé ekki
langt til jóla vantar hér mest
allan jólasvip, og ef til vill hafa
menn ekki áttað sig á hversu jólin
eru nærri. Þó er jólavarningurinn
farinn að berast og með hverjum
deginum sem líður eykst vöruúr-
valið og þá koma skreytingarnar
og helgisvipurinn færist jafnóðum
yfir.
Fréttaritari
Guðbjörg frá ísafirði
með 576,5 tonn i nóvember
GUÐBJÖRG frá ísafirði kom að
landi með 576,5 tonn af fiski í
siðasta mánuði og er það óvenju-
lega mikill afli. Guðbjörg var
aflahæst Vestfjarðatogaranna í
mánuðinum, en í nóvember i
fyrra var Páll Pálsson frá Hnífs-
dal aflahæstur með 354,2 lestir.
Guðbjörg landaði fjórum sinn-
um í nóvember í 4 eða 5 túrum.
í yfirliti frá skrifstofu Fiskifé-
lags íslands á ísafirði um afla-
brögð og sjósókn í Vestfirðinga-
fjórðungi í nóvember kemur
fram, að Ólafur Friðbertsson frá
Suðureyri var aflahæstur línu-
bátanna með 165 lestir í 21 róðri,
en í fyrra var Orri frá Isafirði
aflahæstur í nóvember með 214,5
lestir í 20 róðrum.
í yfirlitinu segir, að tíðarfar
hafi verið fremur hagstætt til
sjósóknar í nóvember miðað við
árstíma og afli yfirleitt góður.
Heildaraflinn í mánuðinum var
7.889 lestir, en var 7.330 lestir í
fyrra. Heildaraflinn á árinu er þá
orðinn 88.176 lestir, en var 83.728
lestir á sama tíma í fyrra.
19
Guðlaugur Bergmann:
Slíðrið sverðin —
sættist heilum sáttum
— ef þið gerið það ekki...
Þar sem nafn mitt hefur
komið fyrir almenningssjónir á
síðum Morgunblaðsins í sam-
bandi við boð um ráðherrastöðu
í núverandi ríkisstjórn, byggt á
heimildum úr bókinni „Valdatafl
í Valhöll", finnst mér rétt að
upplýsa minn litla þátt í þessu
ógeðfellda (svo ekki sé meira
sagt) sjónarspili.
Ég hef ekki lesið umrædda
bók. Þess þarf ég eðlilega ekki til
að upplýsa eftirfarandi, þar sem
ég á sjálfur í hlut. Ég er
sjálfstæðismaður, einn fjörutíu
— fimmtíu þúsund Islendinga.
Ég hef mjög takmarkað starfað
við flokksstarfið. Til þess hafa
valist aðrir menn. Ég hef litið á
Sjálfstæðisflokkinn, sem eina
aflið í þessu landi til að berjast
við höfuðóvin okkar (og alls
heimsins) „kommúnismann".
Þegar „r'úblu“-leiðarinn frægi
birtist í Morgunblaðinu, daginn
eftir að ljóst var, að Gunnar
Thoroddsen vildi reyna stjórn-
armyndun, fannst mér, sem og
fjölmörgum öðrum sjálfstæðis-
mönnum að þessi leiðari og síðan
samskonar leiðarar og skrif í
Morgunblaðinu, málgagni Sjálf-
stæðisflokksins (allra sjálfstæð-
ismanna), væru ótímabær og til
þess eins fallin að hella olíu á eld
og gætu orðið flokknum og
framtíð hans stórhættuleg.
Varaformaður flokksins vildi
reyna stjórnarmyndun og sóttist
eftir fulltingi. Það var allt og
sumt.
Ég fór á fund annars ritstjóra
Guðlaugur Bergmann.
þessa blaðs, Styrmis Gunnars-
sonar, og lét mörg þung orð falla
í hans garð. Ekki urðum við á
eitt sáttir, en viðræður okkar
urðu til þess, að við vildum
reyna sættir milli stríðandi afla.
Ég er málkunnugur Gunnari
Thoroddsen og frú og syni
þeirra, Ásgeiri. Það er skemmst
frá að segja að þessi tilraun
okkar bar engan árangur, enda
til hennar stofnað af mér, meira
af kappi en forsjá, þar sem ég
telst vægast sagt leikmaður á
pólitískum vettvangi. Ég varð
reynslunni ríkari. Pólitísk sið-
fræði er öðruvísi en ég hélt.
Þetta voru mín einu afskipti af
þessu máli. Sverri Hermanns-
son þekki ég ekki. Við hann hef
ég aldrei taíað og nóg um það.
Ekki get ég sagt að það gleðji
mig, þótt ég geti í dag sagt að
hrakspár mínar hafi reynst rétt-
ar. Gunnar Thoroddsen og sam-
ráðherrar úr Sjálfstæðisflokkn-
um eru komnir út í horn í vinstri
ríkisstjórn. Kommúnistar vaða
uppi. Það sem þeir þorðu áður
aðeins að segja á „sellu“-fundum
segja þeir nú á Alþingi Islend-
inga. Innan Sjálfstæðisflokksins
eiga sér nú stað flokkadrættir á
hæsta stigi. Barist er um völd á
öllum hugsanlegum sviðum.
Lágkúran í algleymingi og
stefnuskráin fallin í gleymsku.
Hinn almenni kjósandi Sjálf-
stæðisflokksins horfir á þá
menn, sem kosnir hafa verið til
forsvars í flokknum, til baráttu
fyrir lýðræði, til baráttu við þau
öfl sem vilja fótum troða lýð-
ræðið í landinu, berast á bana-
spjótum og nota flokkinn í eig-
ingjörnum tilgangi í valdabrölti
og metingi.
Mér finnst ég tala fyrir hönd
flestra almennra kjósenda Sjálf-
stæðisflokksins, þeirra sem
skapa flokkinn, er ég segi: Slíðr-
ið sverðin. Sættist heilum sátt-
um. Ef þið gerið það ekki höfum
við ævarandi skömm á ykkur og
munum beita því eina valdi sem
þið skiljið, atkvæði okkar.
Alpa kemur mjúkt
inn úr kuldanum
Veistu aö
Alpa kemur mjúkt inn úr kuldanum? Þess
vegna er auðvelt að smyrja því á brauðið,
beint úr ísskápnum.
Veistu að
Alpa er einstaklega gott til að
steikja og baka úr? Við steikingu
og bakstur kemur hið Ijúffenga
Alpabragð vel fram, og gerir
matinn sérlega bragðgóðan og
girnilegan.
Veistu aö
á botni hverrar Alpa-
öskju er uppskrift? Þú
getur safnað uppskriftum
af gómsætum réttum og
kökum. Með hverri öskju
færö þú nýja uppskrift.
Veistu aö
litarefniö í Alpa er B-karotin?
Það er unnið úr gulrótum og þrungið A-vítamíni
Aö auki er svo D-3 vítamíni, bætt í Alpa.
Nú veistu
að allt þetta og meira til, gerir Alpa
ómissandi á brauðið, í baksturinn, á
pönnuna.
4
4
t «4Ay
• smjörlíki hf.