Morgunblaðið - 09.12.1980, Síða 24

Morgunblaðið - 09.12.1980, Síða 24
51 24 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 Sigurlás skoraði 17 mörk gegn Þór Þorbergur Aðalsteinsson keni Sigurlás brýst í gegn og skorar. Ljósm. Sigurgeir. SIGURLÁS Þorleifsson, landsliðskappinn í knattspyrnunni, var heidur betur i essinu sínu á laugardaginn þegar hann lék með félagi sinu Tý gegn Þór Ak. i 2. deildinni í handboltanum. Að skora mörk er sérgrein Sigurlásar. ekki síður í handboltanum en knattspyrnunni og hann gerði sér lítið fyrir kappinn og skoraði 17 mörk gegn Þórsurum. Ekki iítið afrek því Týr sigraði i leiknum 25—21. Þórsarar gerðu engar sérstakar ráðstafanir til þess að stöðva Sigurlás og má það teljast all furðulegt því Lási skoraði 10 mörk í f.h. Svo er að sjá sem Þórsarar séu þegar lagðir af stað niður í 3. deildina, alla vega verður liðið að taka sér ærlegt tak ef það á að eiga sér viðreisnar von. Leikur þessi var lengst af nokk- uð slakur en fyrir brá þó nokkrum góðum köflum hjá báðum liðum en þeim fleiri frá Týrurum. Þórsarar komust yfir í byrjun en síðan jafnaðist leikurinn og í lokin á fyrri hálfleiknum sigu Týrarar framúr og höfðu yfir í hlénu 15—12. Þórsarar náðu að minnka muninn niður í eitt mark á fyrstu mín. s.h. en Týrarar hleyptu þeim aldrei of nærri og náðu að halda 3—4 marka forskoti út leikinn. Lokatölurnar sem fyrr segir 25— 21 og þriðji sigur Týs í röð var innsiglaður. Þórsarar hírast enn einir á botninum með aðeins eitt stig og horfa eflaust með nokkrum hrolli til næstu mánaða. »TÉ Ak 25-21 Sigur Týs var öruggur en þrátt fyrir það lék liðið ekki sérlega vel að þessu sinni. Sóknarleikurinn var nokkuð góður og framlag Sigurlásar var stórkostlegt. Varn- arleikurinn var ekki nægilega sannfærandi og því ekki mikið varið hjá markvörðunum. Sigurlás Þorleifsson átti sannkallaðan stórleik, ekki árennilegur þegar hann er í þessum ham. Olafur Lárusson átti góðan leik en var óheppinn með skotin. Þórsarar mega heldur betur taka sig á ef þeir ætla að forða sér frá falli. Leikur liðsins var ákaf- lega óöruggur og einhæfur. Liðið byggir nærri eingöngu á einstakl- ingsframtaki og ekki er því að neita að liðið á skyttur góðar þar sem þeir Sigurður Sigurðsson og Sigtryggur Guðlaugsson og áttu þeir báðir nokkuð góðan leik en besti maður liðsins var samt línumaðurinn snjalli Árni Gunn- arsson. Mörk Týs: Sigurlás Þorleifsson 17 (6 víti), Ólafur Lárusson 3, Logi Sæmundsson 2, Davíð Guð- mundsson 2, Magnús Þorsteinsson 1. Mörk Þórs: Sigurður Sigurðsson 6, Árni Gunnarsson 5, Sigtr. Guðlaugsson 4, Guðmundur Skarphéðisson 3, Einar Arason 1, Sigurður Pálsson 1, Davíð Þor- steinsson 1. Góðir dómarar leiksins voru Rögnvald Erlingsson og Guð- mundur Kolbeinsson. — hkj. • Heimir Karlsson Víkingi og Atli Hilmarsson Fram berjast um boltann. Fram« glætu { - og staða li Víkingur var ekki í erfiðleikum að tryg íslandsmótinu i handknattleik og eftir sama. að því leyti, að Fram situr enn blý er á grænni grein, lang efst í deildinni. verið erfiðari og er veruiega farið að syn aldrei glætu gegn Víkingi, þrátt fyrir a< og þeir best geta. Lokatöiur leiksins urði staðan í hálfleik hafði verið 14—9. ÍA tapaði í Eyjum ÞÓR í Vestmannaeyjum vann sigur á Akranesi i 3. deildinni 20—19 í leik sem fram fór í Eyjum á föstudagskvöldið. Sigur Þórs var á tæpasta vaði í lokin, því Skagamenn ruddust upp í hraðaupphlaup þegar innan við 10 sek. voru eftir af leiknum en góður markvörður Þórs, Einar Birgisson, varði og tryggði félagi sínu sigurinn. Annars var það merkilegt útaf fyrir sig að þetta varð svo knappt í lokin því Þórsarar höfðu haft algjöra yfir- burði i öllum leik fram í miðjan hálfleik hinn síðari og komust mest i sjö marka forskot. En þá kom enn einn slæmur kafli liðs- ins sem hefur svo mjög plagað liðið að undanförnu og Skaga- menn, sem höfðu fram að því KR: Pétur Hjálmarsson 3 Jóhannes Stefánsson 5 Konráð Jónsson 4 Haukur Ottesen 3 Björn Pétursson 2 Friðrik Þorbjörnsson 4 Árni Stefánsson 5 Þorvarður Guðmundsson 2 Ragnar Hermannsson 2 Haukur Geirmundsson 4 Brynjar Kvaran 3 Valur: Ólafur Benediktsson 8 Brynjar Harðarson 9 Gunnar Lúðvíksson 6 Jón Pétur Jónsson 6 Stefán Halldórsson 6 Jón H. Karlsson 4 Steindór Gunnarsson 7 Þorbjörn Jensson 6 Gísli Biöndal 4 Þorbjörn Guðmundsson 6 Þorlákur Kjartansson 5 verið ákafiega slakir, náðu að minnka muninn niður í aðeins eitt mark og höfðu svo tækifæri á að jafna i lokin. Albert Ágústs- son átti bestan leik Þórsara og skoraði 4 mörk en þeir Ásmund- ur og Andrés skoruðu einnig fjögur mörk. Einar varði vel í markinu. Draumur Skagamanna um sæti í 2. deildinni truflaðist veru- lega við þetta tap þó sjálfsagt sé að viðhalda voninni. Leikur liðs- ins var lengst af mjög ráðleysis- iegur og ómarkviss. Eini maður- inn sem stóð uppúr i liðinu var Kristján Hannibalsson sem skor- aði 7 mörk hvert öðru glæsilegra, Haukur Sigurðsson skoraði 5 mörk öll úr vitaköstum. — hkj. Lið Víkings: Kristján Sigmundsson 5 Páli Bjorgvinsson 8 Árni Indriðason 6 Steinar Birgisson 6 Þorbergur Aðalsteinsson 7 ólafur Jónsson 7 Guðmundur Guðmundsson 5 Stefán Halidórsson 4 Gunnar Gunnarsson 5 Brynjar Stefánsson 4 Heimir Karisson 5 Lið Fram: Sigurður Þórarinsson 4 Egill Steinþórsson 6 Axel Axelsson 6 Atli Hilmarsson 6 Erlendur Davíðsson 5 Hermann Björnsson 4 Björgvin Björgvinsson 4 Hannes Leifsson 4 Jón Árni Rúnarsson 4 Theodór Guðfinnsson 7 Jóhann Kristinsson 5 Egill Jóhannesson 4 Einkunnagjöfín islandsmötlð 2. delld Breióablik kom á óvart og sigraði -stórtap hjá Þór Akureyri UBK - UMFA 20-19 (9-8) HIÐ UNGA og efnilega lið Breiðabliks í handknattleik sem vann sér rétt til þess að leika i 2. deild i fyrra, kom mjög á óvart er liðið sigraði lið UMFA 20-19 að Varmá í Mosfellssveit á laugardag. Sigur Breiðahliks var sanngjarn. Allan leikinn hafði liðið frumkvæði í leiknum og lék mun betur en Afturelding gerði. Það veikti lið UMFA verulega að Einar Magnússon puttabrotnaði illa í ieiknum og óvíst mun vera hvort hann leikur meira með í vetur. Breiðablik náði strax yfirhönd- inni í leiknum og hafði eitt mark yfir í hálfleik 9-8. Björn Jónsson átti mjög góðan leik og dreif félaga sína með sér. Af sjö fyrstu mörkum UBK skoraði Björn sex. Allur síðari hálfleikur var mjög spennandi og hart var barist. Hinir ungu og efnilegu leikmenn UBK létu þó engan bilbug á sér finna og börðust ótrauðir til sig- urs. Afturelding náði að jafna metin 18- 18 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Ólafur kom UBK aftur yfir 19-18, og spennan var í hámarki. Afturelding jafnaði met- in, og var þar Gústaf að verki 19- 19. Lokaorðið í leiknum átti svo Breiðablik er Ævar skoraði glæsi- lega með þrumuskoti. Sanngjarn sigur var í höfn. Vonbrigði UMFA voru mikil, enda minnka mögu- leikar þeirra á sigri í 2. deild verulega við þetta tap. Bestu leikmenn Breiðabliks í leiknum voru Björn og Ævar báðir stórskemmtilegir leikmenn. Þá átti Benedikt Guðmundsson ágæt- an leik í markinu. Lið UBK barðist vel allan leikinn og gaf hvergi eftir. Lið UMFA hefur oft leikið betur. Baráttan var í lágmarki í varnarleiknum og sóknarleikurinn ekki nægilega beittur. Sigurjón var einna bestur og skoraði 10 mörk í leiknum. Gústaf og Steinar áttu ágætan leik. Mörk Breiðabliks: Björn 8, Ævar 7, Júlíus 2, Aðalsteinn, Ólafur og Brynjar eitt mark hver. Mörk UMFA: Sigurjón 10, Gústaf 4, Steinar 3, Björn og Magnús eitt hvor. - þr. HK — Þór Akureyri 29-19 (14-8) HK SIGRAÐI Þór frá Akureyri með miklum yfirburðum í 2. deiid á sunnudag er iiðin léku að Varmá. Sigur HK var bœði ör- uggur og síst of stór miðað við gang leiksins. Svo til allan leik- inn var um algjöra einstefnu að ræða hjá HK. Er ljóst að Þórsar- ar verða að taka sig verulega á ef liðið ætlar ekki að faila niður i 3. deild i ár. Liðið er mun lakara en oftast áður. HK náði strax forystu í leiknum og lék mun betur. Sex marka munur var á liðunum í hálfleik. Og þegar upp var staðið hafði HK 10 marka forskot. Besti maður í liði HK var Hallvarður en Sig- tryggur var skástur í liði Þórs. Mörk HK: Sigurður 8 6v, Hall- varður 5, Jón 6, Gunnar 3, Krist- inn 3, KRistján 2, Hilmar 2. Mörk Þórs: Sigtryggur 5, Guð- mundur 4, Davíð 2, Sigurður 3, Einar 2, Rúnar 2 og Árni 1. - þr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.