Morgunblaðið - 09.12.1980, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
25
Ljósm. Kristján E.
iur á fullri ferð í gegn um vörn Fram og er ákveðinn í að skora.
átti aldrei
gegn Víkingi
ðsins er nú
gja sér tvö stig Kegn Fram á
leikinn er staða liðanna hin
fast við botninn, en Víkingur
En staða Fram hefur aldrei
ta i áiinn hjá liðinu. Liðið átti
) meistararnir iéku ekki eins
1 25 —17 fyrir Viking, eftir að
Það var reyndar Fram sem gaf
tóninn fyrstu mínúturnar og þá
lék liðið betur. Víkingarnir virk-
uðu þá þreyttir. En forysta Fram
varð aldrei slík að einhverju tali
tók, liðið var aðeins á undan til að
skora allt upp í 3—2. En síðan
ekki söguna meir, utan hvað Fram
komst einnig í 5—4, eftir að Árni
brenndi af úr vítakasti. En þegar
hér var komið sögu, skoruðu
Víkingarnir sex mörk gegn tveim-
ur og breyttu stöðunni í 10—6.
Þrjú gegn einu í viðbót breytti
stöðunni í 13—8 og var þar með
útséð hvort liðið myndi ganga með
sigur af hólmi, þrátt fyrir að
leikurinn væri ekki hálfnaður. Þó
að Fram léki á köflum þokkalega,
benti ekkert til þess að liðið myndi
veita Víkingi keppni, Víkingsliðið
virtist svo miklu, miklu betra. í
síðari hálfleik dró síðan enn í
sundur með liðunum og bætti ekki
úr skák, að fjórir Framarar voru
reknir af leikvelli með skömmu
millibili. Gerðu þeir ekki annað af
sér á meðan, en Víkingar bættu
mjög við sig undir lokin, eins og
liðið gerir jafnan, þegar draga
tekur af andstæðingnum.
Víkingur hafði umtalsverða yf-
irburði í leiknum, eins og marka-
Staðaní
2. deild
Afturelding — Breiðablik 19-20
Týr - Þór, Ak. 25-21
HK - Þór, Ak. 29-19
HK 6 3 2 1 126-104 8
KA 5 4 0 1 111-89 8
Breiðahlik 6 3 1 2 125-134 7
Aftureiding 6 3 0 3 120-116 6
Týr 6 3 0 3 111-112 6
ÍR 5 13 1 97-91 5
Ármann 5 2 1 2 94-95 5
Þór, Ak. 7 0 1 6 135-178 1
vonlítil
Fram - OE
Víkingurlf—
talan gefur til kynna, en engu að
síður lék liðið alls ekki eins og það
getur best. Einhver þreyta hefur
áreiðanlega setið í leikmönnum
eftir erfiða leiki að undanförnu og
lái þeim það enginn. Steinar átti
ágætan leik, einkum þó í vörninni,
þar sem hann var þó full harð-
hentur. Var hann útilokaður frá
leiknum áður en yfir lauk. Þor-
bergur var kröftugur framan af og
fyrsta markið sem hann skoraði,
fyrsta mark Víkings, var með
fallegri mörkum sem sést hafa,
þrumufleygur sem þaut þrívegis á
milli stanganna áður en hann
hafnaði í netinu. Annars voru þeir
bestir hjá Víkingi, Páll Björg-
vinsson og Ólafur Jónsson. Ungu
mennirnir fengu töluvert að
spreyta sig og þeir Gunnar og
Heimir komust vel frá sínu.
Það var fátt um fína drætti hjá
Fram. Theodór Guðfinnsson gat
þó vel við frammistöðu sína unað,
hann lék mjög vel í hægra horn-
inu. Atli átti góða spretti, einnig
Axel og Egill Steinþórsson varði
þokkalega í síðari hálfleik. En
hlutskipti hans var ekki öfunds-
vert, vörnin fyrir framan hann í
molum.
í stuttu máli:
íslandsmótið í handknattleik, 1.
deild: Fram — Víkingur 17—25
(9-14)
Mörk Fram: Axel Axelsson 7, 5
víti, Theodór Guðfinnsson 5, Atli
Hilmarsson 4 og Erlendur Dav-
íðsson eitt mark.
Mörk Víkings: Páll Björgvinsson
7, 3 víti, Þorbergur Aðalsteinsson
6, 2 víti, Ólafur Jónsson 5, Steinar
Birgisson 3, Gunnar Gunnarsson
2, 1 víti, Heimir Karlsson eitt
mark, Árni Indriðason eitt víti.
Brottrekstrar: Steinar Birgisson í
4 mínútur plús útilokun, Þorberg-
ur Aðalsteinsson, Axel Axelsson,
Jóhann Kristinsson, Hannes
Leifsson og Erlendur Davíðsson í
2 mínútur hver.
Víti í súginn: Árni Indriðason
brenndi tvívegis af í fyrri hálfleik.
-gg-
Valsmenn gersigruóu
slaka KR-inga ^ 17-34
„VIÐ heimtum endurgreiðslu“, hrópuðu reiðir áhangendur KR í
Laugardalshöll á laugardaginn, þegar Valsmenn gersigruðu ömur-
lega lélegt KR lið i 1. deildinni i handbolta með ótrúlegum
yfirburðum, 34 mörkum gegn 17. Þetta er leikur sem verður
Valsmönnum og þá sérstakiega Brynjari Harðarsyni minnisstæður en
KR—ingar vilja örugglega gleyma þessum leik sem fyrst, framistaða
þeirra var hneykslanlega léleg.
Valsmenn mættu mjög ákveðnir
til þessa leiks og þeir tóku strax
forystuna. Mótstaðan var engin
hjá KR—ingum alveg frá fyrstu
mínútu. Sóknarleikur þeirra var
mjög einhæfur, sem sterk vörn
Valsmanna réð auðveldlega við.
Þau skot sem fóru í gegn lentu
mörg í öruggum höndum ólafs
Benediktssonar markvarðar, sem
var í miklu stuði og varði alls 20
skot. En það skal reyndar haft í
huga að mörg skotin voru máttl-
aus og því auðveld viðfangs.
Ósjaldan misstu KR—ingarniur
boltann í hendur Valsmanna, sem
brunuðu upp í hraðaupphlaup og
skoruðu auðveldlega. í sókninni
sýndu Valsmenn sínar beztu hlið-
ar og gengu út og inn um afspyrn-
ulélega vörn KR. Markvarzla KR
var líka í molum, markverðir
liðsins vörðu aðeins 5 skot sam-
anlagt í leiknum en markverðir
Vals vörðu 25 skot. I stuttu máli
má segja, að Valsmenn hafi verið
mörgum gæðaflokkum betri en
KR—ingar á öllum sviðum hand-
knattleiksins í þessum leik.
Valsmenn tóku strax forystuna
í leiknum og þeir juku hana
stöðugt þegar á leikinn leið.
Valsmenn komust í 3:0, 6:2, 13:6,
16:7 og í hálfleik var staðan 18:9.
Ótrúlegar tölur. KR skoraði tvö
fyrstu mörkin í seinni hálfleik og
staðan varð 18:11 en þá tóku
Valsmenn mikinn sprett og
breyttu stöðunni í 27:12. Lokatöl-
urnar urðu 34:17, helmings munur.
Valsmenn léku eins og þeir sem
valdið hafa að þessu sinni. í heild
lék liðið vel en engir betur en
Brynjar Harðarson og Ólafur
Benediktsson. Brynjar hefur lítið
leikið með í vetur en er kominn í
Valsliðið að nýju og blómstraði í
þessum leik, skoraði alls 15 mörk.
Voru mörk hans skoruð á hinn
margvíslegasta hátt, utan af velli,
með gégnumbrotum, af línu, úr
horninu og úr vítaköstum.
Um KR liðið er bezt að hafa sem
fæst orð. Það lék langt undir getu
og leikurinn á laugardaginn hlýt-
ur að verða alvarlegt umhugsun-
arefni fyrir leikmenn og þjálfara.
Mörk KR: Konráð Jónsson 4(2
v), Jóhannes Stefánsson 3, Þorv-
arður Guðmundsson 3(2 v), Hauk-
ur Ottesen 2(1 v), Árni Stefánsson
2, Haukur Geirmundsson, Björn
Pétursson og Friðrik Þorbjörnss-
on eitt mark hver.
Mörk Vals: Brynjar Harðarson
15(4 v), Steindór Gunnarsson 6,
Jón Pétur Jónsson 3, Gunnar
Lúðvíksson 3, Þorbjörn Jensson 2,
Þorbjörn Guðmundsson 2, Stefán
Halldórsson 2 og Gísli Blöndal eitt
mark.
Brottvísanir af velli: Þorbjörn
Guðmundsson 6 mínútur(útilokað-
ur) og Þorbjörn Jensson 2 mínút-
ur.
Misheppnuð vítaköst: Konráð
Jónsson skaut í þverslá úr einu
vítakasti og yfir markið úr öðru.
Brynjar Harðarson skaut yfir.
-SS.
Armenningar voru eins
og börn í höndum UMFN
NJARÐVÍKINGAR unnu sinn tí-
unda leik í röð í úrvalsdeildinni i
körfuknattleik, er liðið gersigr-
aði Ármann 131—78 í Hagaskól-
anum á laugardaginn. Var þetta
jafnframt auðveldasti sigur liðs-
ins í vetur, enda Ármenningar
heillum horfnir. Þá hjálpaði það
ekki upp á sakirnar. að James
Breeler lék ekki með Ármanni, er
sagður meiddur í baki. En hann
sat ekki einu sinni á bckknum
hjá Ármenningum.
Stjórnlausir voru Ármenning-
arnir eins og börn í höndunum á
UMFN, sem sýndi sig vera mörg-
um gæðaflokkum betra lið. En
hvorugt liðið verður í raun dæmt
af þessum leik, sérstaklega ekki
lið UMFN. Liðið komst í 19—0 og
33—5. Voru yfirburðirnir svo
óheyrilegir, að engu tali tók. Bilið
jókst smám saman, staðan í hálf-
leik var 66—36 og loks 53 stiga
Kðrluknattlelkur
V-------------------------
Einkunnagjöfin
Lið Ármanns:
Guðmundur Sigurðsson 3
Valdemar Guðlaugsson 5
Hörður Arnarson 5
Davíð Ó. Arnar 4
Atli Arason 5
Bogi Franzson 3
Hannes Hjálmarsson 3
Kristján Rafnsson 6
Kári Schram 3
Lið UMFN:
Jón Helgason 4
Brynjar Sigmundsson 5
Guðsteinn Ingimarsson 7
Gunnar Þorvarðarson 7
Jónas Jóhannesson 9
Valur Ingimundarson 6
Þorsteinn Bjarnason 6
Július Valgeirsson 7
munur er upp var staðið. Njarð-
víkingarnir léku við hvern sinn
fingur að þessu sinni og fengu
allir að spreyta sig.
Jónas Jóhannesson sýndi snilld-
artilþrif í liði UMFN, hirti hann
hvert frákastið af öðru og skoraði
margar glæsilegar körfur. Þá var
Shouse góður, en aðrir mjög jafn-
ir, sem einmitt er styrkur UMFN.
Kristján Rafnsson var bestur hjá
Ármanni, Atli þokkalegur, en aðr-
ir slakir.
Stig Ármanns: Kristján Rafns-
son 18, Valdemar Guðlaugsson 15,
Hörður Arnarsson og Atli Arason
13 hvor, Davíð Ó. Arnar 8, Hannes
Ármann - UMFN
78-131
Hjálmarsson 5 og Bogi Franzson 4
stig.
Stig UMFN: Danny Shouse 32,
Jónas Jóhannesson 24, Guðsteinn
Ingimarsson 16, Júlíus Valgeirs-
son og Gunnar Þorvarðarson 14
hvor, Þorsteinn Bjarnason 12,
Valur Ingimundarson 10, Brynjar
Sigmundsson 7 og Jón Helgason 2
stig.
—gg
Úrvalið af
íþróttatöskum
er hjá okkur
Ódýrar íslenzkar töskur m/Fram, K.R. og Valsmerkj-
um.
v—Sundtöskur
léttar og fallegar næl-
ontöskur frá Puma
mjög hentugar fyrir
sundfötin og ýmislegt
fleira. Verð aöeins kr.
4.800,-
Höfum •innig fyrirliggjandi
mikiö úrval af allskonar
íþróttatöskum frá Puma í
mörgum stsarðum.
I vöryiwrslpiim
Inqolf/ Ó/korf/Ofusr
KLAPPArtSTIG 44
SIMI 11 783
r