Morgunblaðið - 09.12.1980, Side 26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
26
Fólk og fréttir í máli og myndum
• Flestum varnarmönnum þykir ekki árennileKt að eiga viö enska
landsliðsframherjann Tony Woodcock. Verra væri öruKKleKa við hann
að eiga ef hann mætti leika þrælvopnaður eins og á þessari mynd.
Myndu þá miðverðir ok bakverðir hugsa sig um tvisvar áður en þeir
nálKuðust hann. Telja má þó nokkuð vist, að Woodcock skilji
skammbyssuna eftir heima, ef hann þá á slikan Krip á annað borð.
A.m.k. á hann ekki byssuna sem hann ber á myndinni, þannÍK stilltu
þýskir ljósmyndarar honum upp er hann heimsótti lystÍKarð nokkurn
i Köln, sem færður hefur verið upp á villta vestrið ...
Allt frá fyrstu tíð hefur körfuknattleikur verið talinn íþrótt hinna
hávöxnu.
Hin eilifa barátta í körfuknattleik er baráttan milli hæðar og
hraða. Eitt frægasta lið allra tima, Kullaldarlið Boston, Celtics lék
mjöK hraðan körfuknattleik. í því liði Iék þó Bell Russel 2,07 m, sem
af mörgum er talinn mesti snillinKur allra körfuknattleiksmanna.
Frægasti leikmaður allra tíma er
er 2,12 m á hæð og var fádæma
maður á sínum tíma.
Einn frægasti körfuknattleiks-
maður Bandaríkjanna nú er Jabb-
ar, sem er 2,19 m að hæð. Hann
hefur besta nýtingu úr skotum,
sem þekkist í NBA eða 56% um
ævina.
Rússneska landsliðið í körfu-
knattleik er ef til vill hávaxnasta
lið frá upphafi. Hæstur í því liði er
Tsakenko 2,20 m, en Zigili er 2,19
og Belostenny 2,16 m. Þeir eru
allir vel þekktir körfuknattleiks-
menn. Hæsti landsliðsmaður
Rússa var hins vegar „skógar-
höggsmaðurinn frá Rigi“, Krum-
insk, 2,24 m, sem lék 1961. Hann
þótti seinn og hvarf fljótlega úr
liðinu.
Kínverjar eru oftast taldir lág-
vaxnir. Þó mátti sjá 4 liðsmenn
um og yfir 2 metra í landsliði
Alþýðulýðveldisins Kína, sem
heimsótti okkur á dögunum.
Hæsti leikmaður þeirra var þó
þó án efa Wilt Chamberlain. Hann
lipur og snöggur, enda yfirburða
ekki í þeim hópi, hann heitir Mu
Tijeli Cu og er sagður 2,24 m á
hæð.
Á þennan hátt má iengi telja.
Leikmenn sem eru 2,10 metrar að
hæð eða hærri eru ekki sjaldséðir
á alþjóðamótum. Hæstu leikmenn
allra tíma eru þó ekki að ráði
hærri en 2,20 m.
Þjálfun þessara stóru manna
hefur gjörbreyst síðustu ár. Þeir
eru nú oftast snöggir og liprir í
hreyfingum og hafa góðan
stökkkraft.
Pétur okkar Guðmundsson, 2,18,
m er þó í hópi allra stærstu
leikmanna. Hann er gott dæmi um
stóran mann sem er lipur og getur
skorað af færi jafnt og undir
körfu.
Leikmenn, sem eru svona stórir
og hafa fengið rétta þjálfun, er
erfitt að stöðva, enda má fullyrða
að síðustu 2—3 ár hafi einungis
einn norrænn leikmaður átt
möguleika á að verjast Pétri í
sókn, ef hann fékk knöttinn, e
það er Svíinn Steen Feldreich, 2,13
m, sem er frábær varnarmaður.
Úr viðureign þeirra á Polar Cup
1978 fór Pétur þó með sigur af
hólmi.
Flosi Sigurðsson, 2,13, m er stór
leikmaður, en nær þó ekki hópi
þeirra allra stærstu. Hann er 3 cm
hærri en Cosic, sem er talinn einn
besti leikmaður Júgóslava. Flosi
er í hraðri framför, en hefur ekki
leikið hér heima í 2% ár.
Þeir Pétur, Flosi og Steen samt
Birni Rossov frá Noregi, 2,09 m,
eru nú hæstu landsliðsmenn á
Norðurlöndum.
Til gamans má geta þess að
Pétur er sennilega næst hæsti
Islendingur frá öndverðu og Flosi
þriðji.
Jóhann Svarfdælingur er enn
hærri: Hann var sennilega 2,25 m
þegar hann var hæstur. Jóhann
stækkaði mjög ört á tímabili og er
vafasamt að hann hefði getið sér
orð í íþróttum, þó hann hefði
reynt.
Það verður að segjast alveg eins og er að ég er dyggur stuðningsmaður Arsenal og mæti alltaf á völlinn.
Allir mínir aurar fara í aðgöngumiða og bjór á vellinum. Það er því miður ekkert cftir til þess að fara tii
tannlæknisins.
„Ef ég hata einhvern mann
þá hata ég Ron Saunders"
— EF ÉG hata einhvern mann,
þá hata ég Ron Saunders. Ilann
virtist hafa einkennilega nautn
af því að auðmýkja leikmenn
sína. Hann er alger harðstjóri og
þó að slík framkoma hafi gengið í
augun á yngstu leikmönnunum.
þá vorum við hinir eldri lítið
hrifnir. enda bitnaði þessi fram-
koma hans meira og minna á
okkur.
Þetta mælti John Gidman í
blaðaviðtali nokkru eigi alls fyrir
löngu. Gidman var fyrir um
tveimur árum talinn efnilegasti
hægri bakvörður Bretlandseyja og
sem leikmaður hjá Aston Villa lék
hann sinn fyrsta landsleik. En
þegar framtíðin virtist blasa við
honum björt og aðlaðandi, skellti
Ron Saunders, framkvæmdastjóri
Villa, honum á sölulista. Everton
keypti síðan Gidman og hefur
staðið þar fyrir sínu, þó ekki hafi
hann haldið áfram sínum hröðu
framförum. Gidman vildi nefni-
lega alls ekki fara frá Villa og tók
mjög nærri sér að yfirgefa félagið.
Saunders var mikið gagnrýndur
fyrir að selja Gidman, einnig fyrir
að selja John Deehan til WBA og
ekki síst fyrir að selja hetjuna
Andy Gray til Wolverhampton.
Um tíma gengu undirskriftalistar
meðal áhangenda félagsins þar
sem þess var krafist að Saunders
yrði umsvifalaust rekinn. En hann
stóð af sér öll veður og þrátt fyrir
óvinsældir hefur hann byggt upp
lið sem margir telja líklegt til
sigurs í 1. deild. Að minnsta kosti
trónir liðið nú í efsta sæti deildar-
RUNE
• Ron Saunders
innar og náði um tíma fimm stiga
forystu. Hvort sem Villa heldur
strikinu eða ekki, hefur Saunders
sannað áþreifanlega, að hann er
snjall framkvæmdastjóri þrátt
fyrir harðneskju oft og tíðum í
garð leikmanna sinna ...
Körfuknattleikur
íþrótt hinna hávöxnu
Irene Epple sigraði
Á FYRSTU stórsvigskeppni
kvenna í heimsbikarkeppninni á
skíðum. stóð vestur-þýska stúlk-
an Irene Epple uppi sem sigur-
vogari. Landi hennar Krista
Kinshofer hafði besta tímann
eftir fyrri ferðina, en það dugði
ekki til. Stórsvigsmótið sem um
ræðir fór fram í Val D’Iser í
Frakklandi.
Samanlagður tími Irene Epple
var 2:26,92, en Krista Kinshofer
féll niður í þriðja sætið. Tími
hennar var 2:17,72. Franska stúlk-
an Perrine Pellen skaust í annað
sætið, fékk samanlagða tímann
2:17,49. Landi hennar, Fabianne
Serrat hafnaði í fjórða sætinu,
fékk tímann 2:18,61.
n tt. u !i% n ti.it n ttu uvtitt 'iiutt.u u^tiTian ur, 11 uit n ivtt nitntivtmit fumit