Morgunblaðið - 09.12.1980, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
29
JólaglöKK á Esjuberjíi.
Jólastemmning
á Esjubergi
NÆSTU heliíar verður gestum á
Esjubersi buðið upp á danskt
veisluhlaðhorð og jólaii'lögg verð-
ur á boðstólum eins og fyrri ár.
Jónas Þórir mun leika á orgel og
Esjutrióið mun koma fram.
Barnakórar munu einnig syngja
næstu sunnudaga í tilefni jól-
anna.
Á níundu hæð í Skálafelli verða
haldnar tískusýningar á fimmtu-
dögum og ýmsir skemmtikraftar
munu koma fram um helgar.
Árið sem nú er að líða hefur
verið tvöfalt afmælisár fyrir Hót-
el Esju. I sumar voru tíu ár liðin
frá opnun hótelsins og nýlega voru
fimm ár frá því að matsölustaður-
inn Esjuberg opnaði í núverandi
mynd sinni.
Á Esjubergi hafa að undan-
förnu verið haldnir sérstakir
þjóðadagar og nýlega var haldin
„Amerísk vika“, þar sem kúrekar
komu fram og fleira.
Eina vikuna var boðið upp á
sjávarrétti í miklu úrvali og ný-
lega var lögð sérstök áhersla á
villibráð.
Tveir einþáttungar
sýndir á Húsavík
Fráleitt að styrkja nema
áhugaleikhús á landsbyggðinni
Húsavik. 8. dos«*mhor.
LEIKFELAG Ilúsavíkur hóf
vetrarstarf sitt síðastliðinn föstu-
dag með sýningu tveggja einþátt-
unga. Vals eftir Jón Hjartarson,
leikstjóri Ingimundur Jónsson,
og „Því meira sem við kaupum"
eftir danska höfundinn Jan Jens-
en, i þýðingu fimm kvenna og 30
manna hóps leikfélaga. sem
vinna að þessari sýningu og
stjórna henni.
Félagið er með þessari sýningu
að gefa yngra fólkinu tækifæri á
því að koma fram og þar með að
finna nýja krafta og hæfileikafólk
til starfa. Vals sýndi leikfélagið
hér á síðasta leikári og fór með
hann í leikför til Finnlands í apríl
síðastliðinn og var það fjórða
leikför félagsins til útlanda. Aðal-
verkefni félagsins verður tekið
fyrir eftir áramótin, nýtt leikrit
eftir Jónas Jónasson, sem verða
mun allforvitnilegt, en María
Kristjánsdóttir mun stjórna því.
Leikfélag Húsavíkur er starf-
samt áhugaleikfélag og ég tel
fráleitt að starfrækja úti á lands-
byggðinni leikhús nema með
áhugamönnum. Þar verður eitt
yfir alla að ganga, það er ekki
eðlilegt að áhugamenn vinni í hóp
með atvinnumönnum, fórni mikl-
um tíma og fé á meðan starfsfé-
lagar þeirra gegna svipuðum hlut-
verkum og fá fyrir það fullt kaup.
Atvinnuleikhús á ekki að vera
nema þar sem allir eru launaðir og
hið opinbera getur ekki stutt
atvinnuleikhús í einu bæjarfélagi
frekar en öðru.
Áhugaleikfélögin á að styrkja
til að koma sér upp aðstöðu en
ekki til að launa fáa leikara og
þjóðin hefur ekki bolmagn til að
styrkja atvinnuleikhús nema í
höfuðborginni að mínu áliti.
— Kréttaritari.
Einn sækir um Ólafsvik
PRESTSKOSNINGAR verða vænt-
anlega í Olafsvík innan tíðar.
Umsóknarfrestur um embætti
sóknarprests þar rann út 1. des.
Umsækjandi var einn; Guðmundur
Karl Ágústsson, f. 1. apríl 1953 í
Reykjavík, sonur Ágústs Karls
Guðmundssonar og Ástríðar Haf-
liðadóttur.
Guðmundur Karl lauk stúd-
entsprófi frá M.R., 1975, og guð-
fræðiprófi frá Háskóla Islands
vorið 1980. Kona hans er Hjördís
Birgisdóttir hjúkrunarfræðingur
og eiga þau fárra mánaða son.
Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson,
sem þjónað hefur Ólafsvíkur-
prestakalli sl. 8 ár, hefur nú tekið
við þjónustu Ásprestakalls í
Reykjavík.
Á sama tíma var einnig útrunn-
inn umsóknarfrestur um Bólstaða-
hlíðarprestakall í Húnavatnspróf-
astsdæmi en þar sótti enginn um.
(Fréttatilkynning)
Fimm skip seldu ytra
FIMM skip lönduðu ísuðum fiski
í Bretlandi og V-Þýzkaiandi í gær
og fékkst allgott verð fyrir afl-
ann. Bjartur NK seldi 125,7 tonn
í IIull fyrir 112 milljónir króna,
meðalverð á kíió 891 króna, 1.
flokkur. Jakob Valgeir ÍS seldi
65,4 tonn í Fleetwood fyrir 53,2
milijónir króna, meðalverð á kíló
814 krónur, 2. (lokkur. Vestri BA
seldi 84,7 tonn í Grimsby fyrir 93
milljónir, meðalverð 1098 krón-
ur, 1. flokkur.
Viðey seldi 177,4 tonn í Bremer-
haven fyrir 110,4 milljónir króna,
meðalvérð á kíló 623 krónur.
ísleifur IV seldi 55,9 tonn í
Cuxhaven fyrir 30,5 milljónir
króna, meðalverð á kíló 546 krón-
•hv.m - -r
Viðskiptaráðuneytið:
„Margyfirlýst að að-
lögunargjaldið yrði
ekki framlengt“
SVOHLJÓÐANDI fréttatil-
kynning barst Mbl. i gær frá
viðskiptaráðuneytinu:
„Samkvæmt lögum fellur 3%
aðlögunargjald niður um næstu
áramót eins og lofað var, þegar
gjaldið var lagt á 1. júlí 1979.
Þessi ákvörðun hefur sætt gagn-
rýni formanns íslenskra iðnrek-
enda og er því nauðsynlegt að
gefa nánari skýringar á henni.
Áður en aðlögunargjaldið var
lagt á, var rætt við fulltrúa
EFTA og Efnahagsbandalagsins.
EFTA-ráðið samþykkti gjaldið,
ekki vegna óhagræðis af rangri
gengisskráningu, sem fulltrúar
iðnaðarins töldu sig búa við,
heldur vegna eindreginna óska
ríkisstjórnarinnar og yfirlýs-
ingar hennar um, að gjaldið yrði
fellt niður í árslok 1980. Hins
vegar mótmælti Efnahagsbanda-
lagið þessu gjaldi og taldi það
brot á fríverslunarsamningnum.
Á fundum sameiginlegu nefndar
íslands og Efnahagsbandalags-
ins, sem síðan hafa verið haldnir,
hafa fulltrúar Efnahagsbanda-
lagsins ítrekað þessa skoðun, þar
til á síðasta fundinum 3. desem-
ber sl., að tilkynnt var, að gjaldið
félli niður. Telja má, að aðal-
ástæðan fyrir því, að Efnahags-
bandalagið hefur ekki gripið til
mótaðgerða er sú, að gjaldið var
tímabundið og því var marg
yfirlýst af fulltrúum Islands, að
það yrði ekki framlengt.
Þegar iðnaðarráðherra hóf
máls á því, að aðlögunargjaldið
yrði afnumið í áföngum, ræddi
Tómas Árnason, viðskiptaráð-
herra, þessa hugmynd strax ítar-
lega við Charles Múller, fram-
kvæmdastjóra EFTA. Fram-
kvæmdastjórinn sagði, að fram-
lenging á gjaldinu væri brot á
yfirlýsingunum, sem EFTA-ráð-
inu voru gefnar og samþykkt
þess byggðist á. Að hans dómi
væri því ekki stætt á því fyrir
ríkisstjórnina að fara fram á
framlengingu gjaldsins. Við-
skiptaráðherra ræddi einnig
málið við marga fulltrúa á
EFTA-ráðherrafundinum í nóv-
ember og var afstaða þeirra sú
sama.
Sendiherrar íslands hjá EFTA
og Efnahagsbandalaginu hafa
einnig kynnt sér afstöðu samtak-
anna og vara þeir mjög eindregið
við því, að farið sé fram á
framlengingu gjaldsins. í bréfi
Henriks Sv. Björnssonar, sendi-
herra hjá Efnahagsbandalaginu,
segir m.a.: „Telja má fullvíst að
bandalagið sætti sig ekki við
framlengingu aðlögunargjaldsins
og geti jafnvel gripið til mótað-
gerða sem skaði mikilvæga
viðskiptahagsmuni íslands."
Þessi sjónarmið hafa ráðið
afstöðu stjórnvalda og þá ekki
síst skyldan að standa við gefnar
yfirlýsingar. Einmitt á það atriði
lagði Einar Ágústsson, fyrrver-
andi utanríkisráðherra, sérstaka
áherslu í umræðunum um aðlög-
unargjaldið á Alþingi maí 1979,
en Einar hefur verið fulltrúi
ríkisstjórnarinnar í kynningar-
viðræðum við EFTA og Efna-
hagsbandalagið. Hann sagði
m.a.: „Annað atriði, sem mjög
mikil áhersla var lögð á og ég
legg höfuðáherslu á miðað við
þann málflutning sem ég leyfði
mér að hafa uppi í þessari ferð og
við sem hana fórum, er að þetta
gjald verði fellt niður í árslok
1980. Það er ekki hægt að fara
fram á svona undanþágur á
fölskum forsendum. Alþingi og
ríkisstjórnin verða því á því eina
og hálfa ári, sem til stefnu er, að
gera aðrar ráðstafanir, ef iðnað-
urinn íslenski þarf þá enn á
áframhaldandi vernd að halda.
Það er ekki hægt að svíkja gerða
samninga, það megum við ekki
láta henda okkur.“
„Framlenging á engan hátt
stangast á við gefín loforð“
- segir iðnaðarráð-
herra um aðlögun-
argjaldið
„ÉG HEF flutt um það bæði
formlegar og óformlegar tillögur,
að aðlögunargjaldið verði fram-
lengt. í ríkisstjórn flutti ég form-
lega tillögu um að gjaldið yrði
framlengt og síðan lagt niður í
áföngum, þ.e. það yrði 2% á
næsta ári, 1% árið 1982 og félli
síðan niður í lok þess árs,“ sagði
Hjörleifur Guttormsson iðnað-
arráðherra í viðtali við Mbl. í gær
um aðlögunargjaldið.
„Ég tel að þetta gæti orðið
mjúk lending og hef trú á því að
það sé hægt. í því tilefni vísa ég
til tilurðar gjaldsins árið 1979. Þá
var einnig sagt bæði af erlendum
aðilum og fulltrúum utanríkis-
þjónustunnar að það væri ekki
mögulegt. Það var samt sem áður
samþykkt einróma þá og ég tel,
að það væri einnig hægt að ná því
marki nú.
Hjörleifur sagði, að ýmsar
iðngreinar stæðu höllum fæti
gagnvart erlendum og okkur bæri
að skjóta skildi fyrir iðnað okkar,
en þó sagðist hann ekki mæla
með tollmúrum. „Það sem ég vildi
leggja áherslu á er, að menn geta
ekki ætlast til að fá jákvæð
viðbrögð við framlengingunni á
fyrsta stigi.“
— Telur þú að unnt verði úr
þessu að ná fram frestun á
niðurfellingunni?
„Viðskiptaráðuneytið þarf að
vera virkt ef til slíks á að koma,
svo ég reikna ekki með að úr því
verði. Ég tel að menn eigi eftir að
athuga með hækkun á jöfnun-
argjaldi í staðinn. Það kæmi til
með að virka á svipaðan hátt.
Hjörleifur sagðist telja, að
nauðsyn bæri til að vinna að
uppbyggingu iðnaðar í landinu.
Þá sagði hann: „Framlenging
aðlögunargjaldsins og niðurfell-
ing í áföngum hefði á engan hátt
stangast á við gefin loforð, það
veit ég.“
„Því var lofað - Gæti reynst
hættulegt að gera annað“
- sagði viðskipta-
ráðherra um niður-
fellingu 3%
aðlögunargjalds
„ÉG HEF ætíð talið það sjálfsagt
að aðlögunargjaldið yrði lagt
niður um áramótin. Því var
lofað,“ sagði Tómas Árnason
viðskiptaráðherra, er Mbl. ræddi
við hann í gær í tilefni af
yfirlýsingu viðskiptaráðuneytis-
ins um niðurfellingu 3% aðlögun-
argjalds. Mbl. spurði Tómas,
hvort hann teldi að til ætti að
koma einhvers konar aðstoð við
iðnaðinn í stað niðurfellingarinn-
ar.
„Hér er eiginlega um tvö að-
skild mál að ræða. Annars vegar
aðlögunargjaldið og hins vegar
aðstöðu íslenzks iðnaðar. Mér
finnst vel koma til greina að láta
kanna stöðu iðnaðarins í sam-
keppnislöndunum. Ef við slíka
könnun sannreynist sem íslenzkir
iðnrekendur halda fram, að iðn-
aður þar njóti stuðnings fram
yfir íslenzkan iðnað, þá munum
við áskilja okkur allan rétt til að
styðja við okkar.“
— Á hvern hátt yrði staðið að
slíkri aðstoð?
„Þar getur margt komið til
greina, s.s. lánafyrirgreiðsla,
þróunaraðgerðir o.fl. Mér finnst
sjálfsagt að taka þetta upp við
aðildarlöndin.“ Þá sagði Tómas,
að mál þetta hefði verið rætt í
ríkisstjórninni og menn þar haft
misjafnar skoðanir á niðurfell-
ingunni. Ég vil ítreka, að mín
skoðun er sú, að okkur beri að
standa við gefin loforð því með
því sköpum við okkur traust og ég
tel, að það geti reynst hættulegt
fyrir markaði okkar að gera
annað,“ sagði viðskiptaráðherra í
lokin.