Morgunblaðið - 09.12.1980, Side 30

Morgunblaðið - 09.12.1980, Side 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 Ráðstefna um Land- spítalann til aldamóta LANDSF’ÍTALINN á 50 ára af- mæli hinn 20. desember nk., en þá er liðin hálf öld frá því fyrsti sjúklingurinn var laKÖur þar inn. Afmælisins vcrður minnzt með ýmsum hætti og verður þannig haldin ráðstefna í Há- skólabiói föstudaginn 12. desem- ber nk. um efnið Landspítalinn til aldamóta. Ráðstefnan hefst kl. 9 og er boðið til hennar núverandi og fyrrverandi starfsmönnum ríkis- spítalanna ásamt fleiri gestum og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. í lok ráðstefnunnar verður móttaka fyrir ráðstefnu- gesti í matsal Landspítalans og hefst hún með ávarpi heilbrigðis- ráðherra. Þá verður skemmtun á vegum starfsmannaráðs, laugar- dagskvöldið 13. desember. I byrjun næsta árs kemur út Landspítalabókin og lýsir hún sögu og þróun spítalans í 50 ár. Gunnar M. Magnús rithöfundur hefur tekið bókina saman og hafa ýmsir fleiri lagt hönd á plóginn. Fyrst í stað voru aðeins 3 deildir við Landspítalann, röntgendeild, lyflækningadeild og handlækn- ingadeild, en hluti hennar var einnig ætlaður sængurkonum. Var spítalinn upphaflega ætlaður 92 sjúklingum, en brátt þurfti að fjölga og herbergi, sem ætluð voru til annarra nota, voru notuð sem stofur og tala sjúklinga komin í 125 án þess að nokkuð hefði verið byggt við spítalann. Þá segir í frétt frá stjórnar- nefnd ríkisspítalanna, að margt hafi breytzt á þessum 50 árum, sjúkradeildir séu nú orðnar 12, sjúkrarúm komin í 530, betri tæki, betri lyf og ný viðhorf í lækning- um hafi stytt meðallegutíma sjúklinga að miklum mun og þjónusta við sjúklingana hafi auk- ist jafnt og þétt. Dagana 27. og 28. desember verður þeim, sem áhuga hafa, gefinn kostur á að heim- sækja spítalann og skoða og er fólk góðfúslega beðið um að til- kynna þátttöku. Stjórn SHÍ fordæmir ákvörðun dómsmálaráðherra MORGUNBLAÐINU hefur borizt cftirfarandi fréttatilkynning írá Stúdentaráði Háskóla lslands: „Stjórn Stúdentaráðs Háskóla ís- lands vill minna á fyrri ályktanir Stúdentaráðsfunda til stuðnings Patrick Gervasoni (frá 6. júní og frá 24. september 1980). Stjórn SHÍ ályktar ennfremur eftirfarandi: 1. Það eru sjálfsögð mannréttindi hvers manns að neita að bera vopn og þar með að neita að gegna herþjónustu, hvort sem það er vegna trúar, pólitískra skoðana eða annarra ástæðna. 2. Það er ekkert sem bendir til þess að Gervasoni sé velkominn gestur í Danmörku. Þvert á móti er hann talinn óæskilegur af þarlend- um yfirvöldum, sbr. bréf sem þau hafa sent honum. Danmörk er því enginn griðastaður fyrir hann og ekki ólíklegt að honum verði vísað þaðan úr landi. 3. Vegna þess að Gervasoni hefur neitað að sinna herkvaðningu og því verið úrskurðaður til fangelsisvist- ar, hefur hann aldrei átt vegabréf. Hann er landlaus maður. Griðastað á hann engan, nema svarthol franska ríkisins. Aðventukvöld á Húsavík Húsavik, 8. des. KIRKJUKÓR Húsavíkur efndi til aðventutónleika í gær. Athöfnin hófst með orgelleik Sigríðar Schiöth og fiðluleik Peter Gyles. Sr. Pétur Þórarinsson prestur á Hálsi flutti ræðu. Hólmfríður Benediktsdóttir söng með aðstoð Elínar Dungal. Kirkjukórinn söng undir stjórn Sigríðar Schiöth en einsöngvari var Sigurður Frið- riksson og athöfninni lauk með ávarpi sóknarprestsins, sr. Björns H. Jónssonar. 4. Verði Gervasoni vísað frá Islandi, eins og nú er ljóst, er líklegt að hann muni innan tíðar hrekjast til Frakklands og verða hnepptur í fangelsi þar, vegna neitunar hans á að sinna kalli hernaðarsinna. 5. í ljósi þessa fordæmir stjórn SHÍ harðlega þá ákvörðun dóms- málaráðherra að vísa Patrick Gervasoni úr landi. í þessari ákvörðun lokar ráðherrann augun- um fyrir mannúðlegum þáttum málsins, en einblínir á veika laga- bókstafi og reynir þannig að skjóta sjálfum sér undan ábyrgð í þessu máli. Þetta ábyrgðarleysi og þessi uppgjöf fyrir lagabókstaf ber vott um þröngsýni og ómannúð. Þarna eru mannréttindi virt að vettugi." Rétt er að láta þær ályktanir sem fundir Stúdentaráðs samþykktu og minnst er á í ofangreindri ályktun, fylgja með. Ályktun sem samþykkt var 6. júní 1980 með 10 atkvæðum gegn 1: „Með tilvísun til afrits af bréfi Patrick Gervasoni til dómsmála- ráðherra þ. 8. maí sl. skorar Stúd- entaráð Háskóla íslands á Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra að beita sér fyrir því sem fyrst að Gervasoni verði veitt hæli á íslandi sem pólitískum flóttamanni." Á Stúdentaráðsfundi sem hald- inn var 24. september 1980 var eftirfarandi ályktun samþykkt með 15 atkvæðum gegn 4. „Stúdentaráðsfundur haldinn 24. september 1980 skorar á íslensk stjórnvöld að veita Patrick Gerva- soni landvist og grið á íslandi af mannúðarástæðum." Undirritaður vill undirstrika að einstaklingar í báðum fylkingunum innan Stúdentaráðs greiddu þess- um tveimur síðar nefndu tillögum jáyrði sitt, þ.e. fulltrúar bæði Vöku og Félags vinstri manna sameinuð- ust um þessar ályktanir. Segir það hugsanlega nokkuð um viðhorf , Kvenl>l*gid FramtíAm Akureyri Framtíðin gef- ur út jólamerki AÐ VENJU gefur Kvenfélagið Framtíðin á Akureyri út jóla- merki, sem nú er komið á markaðinn. Jólamerkið teikn- aði að þessu sinni Einar Helga- son kennari. Merkin eru til sölu á pósthúsinu á Akureyri og í Frímerkjamiðstöðinni og Frímerkjahúsinu í Reykjavík. Allur ágóði af sölu merkisins rennur í Elliheimilissjóð fé- lagsins. Nokkur orð um nashyrninga FYRIR ALLMORGUM árum sýndi Þjóðleikhúsið áhrifa- mikið leikrit eins fremsta nútímahöfundar. Leikritið fjallaði um múgsefjun og ofsóknir. A skömmum tíma breyttust venjulegir smá- borgarar í nashyrninga. ís- lenskir leikhúsgestir klöpp- uðu leikendum lof í lófi. Hver og einn gekk til síns heima, sæll í sinni trú: Aldrei gæti slíkt og annað eins hent á landi hér. En nú sannast hið fornkveðna. Maður á aldrei að segja aldrei. Undanfarna daga hefir það sannast áþreifanlega að einmitt hér virðist jarðvegur fyrir grimmar og hatursfull- ar ofsóknir svo sem undirskiftasöfnun og fjöldi greina bera með sér um áskoranir þess efnis, að meinlausum unglingi og marghrjáðum sé vísað úr landi þá er hátíð fer að höndum. Fjöldi einstaklinga, starfs- mannafélög og hjúkrunar- fólk á Vífilsstöðum tekur sig saman og hefst handa með blaðagreinum, símhringing- um og sendinefndum. Um- stangið minnir helst á ofsóknir Rómverja gegn kristnum mönnum, þeim er neituðu að skrá sig til her- þjónustu á dögum Róma- veldis. Helgi Yngvarsson, ungur flugmaður, ritar nafnlausa grein í annað síðdegisblaðið. Hann bregður Gervasoni um hugleysi og heigulshátt. Sjálfur kýs hann að leyna nafni sínu. Ber það vott um hugrekki flugmanna, að varpa sprengjum úr háloft- um yfir íbúðarhverfi borga og eyða þar lífi borgarbúa, barna jafnt sem gamal- menna? Eru friðflytjendur hug- leysingjar? Miðaldra kona, Ásdís á Bjargi, ritar grein í Morgun- blaðið fyrir skömmu. Hún stráir ritningartilvitnunum á víð og dreif um grein sína, en kemst svo að eftirfarandi niðurstöðu: „Það er ekki meira að skjóta úr byssu, en að aka bíl.“ Um vígdjarfan son annarar Ásdísar á Bjargi, Gretti Ásmundarson var sagt þá er hann yfirgaf æskustöðvar: „Margir báðu hann vel að fara en fáir aftur koma.“ Var það friðarást Grettis er hrakti hann úr héraði? Var ávarp meistarans til postulans: Slíðra þú sverð þitt, vottur um hugleysi? Eru orðin: Sælir eru frið- Verð á íslenskum æðar- dún hefur tvöfaldast Á AÐALFUNDI /Eðarræktarfé- laKs íslands. sem haldinn var aö Hótel Esju nýlcKa. kom fram að heimsmarkaðsverð á islenskum æðardún hefur tvöfaldast á árinu ok er kilóið nú komið i um 400.000 islenskar krónur. fslenskur æðar- dúnn hefur sérstöðu fram yfir annan dún hvað verð og gæði varðar og er þekktur sem einstök gæðavara. I skýrslu formanns félagsins, Ólafs E. Ólafssonar, kom fram að á síðastliðnu vori var stofnuð deildin ÆÍ í Strandasýslu og eru þá aðeins eftir óstofnaðar deildir á suð- vesturhorni landsins og á Aust- fjörðum, sem væntanlega verða stofnaðar að vori. Árni G. Pétursson, ráðunautur, greindi frá tilraunum um uppeldi æðarunga, sem voru framkvæmdar á nokkrum stöðum á landinu á þessu sumri og eru þær sagðar hafa lofað góðu. Gestur fundarins var Pálmi Jónsson, landbúnaðarráðherra, og alls sóttu fundinn um 60 manns. Stjórn félagsins skipa nú Ólafur E. Ólafsson, formaður, Sigurlaug Bjarnadóttir og Eysteinn G. Gísla- son. I varastjórn eru séra Þorleifur Kristmundsson á Kolfreyjustað og Sigurður Eiríksson í Garðabæ. Ráðunautur í æðarrækt er Árni G. Pétursson. Yiðgerðir á DNA-kjarnasýru JÓRUNN Erla Eyfjörð flytur erindi í dag á vegum Líffræðifé- lags íslands. sem hún nefnir „DNA viðgerð og stökkbreyt- ingar“. Erfðaefni allra lífvera, kjarna- sýran DNA, verður fyrir margs konar utanaðkomandi áhrifum. Geislun og ýmis efni geta t.d. valdið skemmdum á DNA. Hættu- legustu mengunarvaldar eru þeir sem skaðað geta sjálft erfðaefnið. í öllum frumum, sem rannsakaðar hafa verið hafa hins vegar fundist viðgerðarkerfi, sem gera við ólík- ustu DNA skemmdir. Svo virðist sem engin lífvera komist af án DNA viðgerða. Áhugi á rannsóknum á DNA ustu árum, einkum vegna þess að komið hefur í ljós að flest það sem veldur skemmdum á DNA sam- eindum veldur einnig aukningu á fjölda stökkbreytinga og eykur líkur á krabbameini í dýrum og mönnum. I erindinu verður gerð grein fyrir nokkrum viðgerðarferlum í örverum og lýst rannsóknum á tengslum DNA viðgerðar og stökkbreytinga. Loks verður fjall- að um DNA viðgerð í mönnum og getið nokkurra erfðagalla þar sem um er að ræða skerta hæfileika til DNA viðgerðar. Erindið verður haldið í stofu 158 í húsi verkfræði- og raunvísinda- deildar, Hjarðarhaga 2—4, og hefst kl. 20.30. Öllum er heimill Erindi um líf- efnafræði fiska DR. VIGGO Mohr, dósent I efna- íræði við Norges Tekniske Högskole, dvelst nú hér á landi á vegum Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins og efnafræðiskor- ar verkfræði- og raunvísinda- deildar Iláskóla íslands og flytur hann sex fyrirlestra í húsa- kynnum stofnananna á næstu dögum. Starísvettvangur dr. Mohrs er á sviði lifefnafræði fiska og lífefnaverkfrseði í tengsl- um við fiskiðnað og fiskveiðar. Fyrirlestrarnir verða sem hér segir: Þriðjudaginn 8. desember flytur hann tvö erindi í Háskóla íslands, VR-II, stofu 157 kl. 17.15 og nefnir hann þau „Teaching and research in fisheries science at the Nor- wegian Institute of Technology" og „Structure and chemistry of fish muscle cells". Miðvikudaginn 10. desember heldur hann svo fyrirlestur í Rannsóknarstofnun fiskiðnaðar- ins, sem hann kallar „Production of ensyme hydrolysates of fish muscle cells“. Loks hefur hann fyrirlestur við Háskóla íslands kl. 17.15 og nefn- ist hann „Fat depots in fishes andl • ^*r úkú pUMMW-ftti J iborat knv'V • — —

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.