Morgunblaðið - 09.12.1980, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 09.12.1980, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 31 flytjendur fallin úr gildi? Er búið að breyta? Á kannski að segja: Sælli eru stríðsæsingamenn. Er það boðskapur nýbyrjaðrar að- ventu? Mikið má þjóðin fagna hernaði og illdeilum í löndum Gyðinga og Araba. Þar er nú ekki verið að hlaupast undan herskyldu. Daglega berast fregnir um hervirki og þjáningar, reyk og rústir stríðsþjáðra borga og bæja. Ungir nemendur Sjó- mannaskólans ganga fylktu liði á fund dómsmálaráð- herra. Afhenda áskorun- arskjal um að Gervasoni verði hvergi þyrmt, en hann fluttur úr landi. Skaut Ger- vasoni úr vélbyssu á skips- höfn Fróða? Sökkti hann Dettifossi eða Goðafossi? Nyti hann náðar og fyrir- greiðslu farmanna ef hann væri Geneverbrúsi, fluttur með ólögmætum hætti til landsins? Væri honum þá búinn notalegur staður í skipsmastri eða milli þilja? Ætlar þessi gráðuga, gír- uga þjóð að kafna í ágirnd og eigingirni styrjaldarhyggju og hernaðaranda? Skrípla á skötu útgerðarauðvalds og renna niður rassinn á smjör- fjallinu. Er frystikistan komin í hjartastað? Gæfusnauð og hirðulaus um drengskap sinn dansar hún kring um gullkálfinn. Hremmir og hamstrar. Bækluð á sál og sinni, húkir í höm undir stýri, höktir á bensínfæti og raunvaxta- fæti, siðblind af sjón- varpsglápi, ærð af orgi diskósöngva. Bölvandi og ragnandi ekur hún um torg og traðir í leit að bílastæð- um, spúandi eimyrju og eitri. Drukkinn skríll reitir upp gróður á Austurvelli við and- dyri sjálfs Alþingis fyrir augum landsfeðra. Og niður- talningarmenn verðbólgunn- ar, sem hækka nauðsynja- vörur daglega og svíkja öll kosningaloforð sín hafa það efst á minnislista sínum að hrekja umkomulausan ungl- ing af landi brott og dæma til dýflissuvistar. Þar kom að því að útvegs- menn gátu veitt stuðning. Fjölmennur landsfundur þeirra lýsir stuðningi við brottvísun Gervasonis. Þess- ir sömu aðilar sem hafa í hótunum dag hvern og heimta stuðning og hjálp til hverskonar athafna, þeir urðu allt í einu aflögufærir um stuðning. Hvílík hetju- dáð. Að sameinast um að berja á fingur þess er reynir að ná taki á kjölnum og bjarga sér úr háska. Það er sjóferðabæn að tarna. Eru Makki hnífur og Breddubeitir fulltrúar Guðs kristni og þjóðarinnar á jóla- föstu 1980? Er jólaguðspjallið herút- boð? Megum við heyra biskups- boðskap er friðarhátíð fer að höndum? Pétur Pétursson þulur BabyRuth Hid velÞekkta ameríska sælgæti Heildsölubirgðir: Agnar Ludvigsson hf. Nýlendugötu 21, sími 12134. --------------------------- ' ------------------------------------- V •■>’■■: •f.V. 'k- ■'£■■'& ÍfV . ;. w-w * v . Steingrlmur Baldvinsson Steingrímur í Nesi var merKiiegt 3káid, og trtóöurmákd lék honum á tungu. Hér er aö flnna afburðakvæöi svo sem Heiðmyrkur. sem hann orti ar hann belð dauða slns I gjá i Aöatdalshrauni f fimm dægur og var bá bjargaö fyrir tHvíljun Steingrfrmir bjó á bökkum Laxár og var mlkiti vetöJmaöur Skyldi einhver hata lýst betur því andartakí þegar laxinn bítur á en hanri gerir í þessarf vísu: tfgar Btríkkar atangartaumur ftÉífejgjjj atöngin avignar, h/ólió malar, þýtur um eaóar þungur atraumur þanin taug vió taxinn hjalar *J*&*Í, Almenna bókafélagið Austurstræti 18. - Simi 255í bt Skenttnuvegi 36, Kóp. Sínti 7305.1. NÝÖLD ÖLDIN SEXTÁNDA Oldin Minnisverð tíðindi 150M550 Út er komið nýtt bindi í hinum geysivinsæla bókaflokki „Aldirnar“. Það er Öldin sextánda, fyrri hluti, sent Jón Helgason hefur tekið sanian. Hér eru raktir á lifandi og aðgengilegan hátt atburðir áranna 1501 — 1550, siðskiptatímans, sent er eitt mesta átakaskeið í sögu þjóðarinnar. 1 bókinni er fjöldi mynda. margar fáséðar. „Aldirnar“ eru lifandi saga liðinna atburða í máli og mynduni. Þau níu bindi sem áður eru komin gera skil sögu þjóðarinnar frá 1601 1970. í formi samtímafréttablaðs. En þau eru: Öldin sautjánda 1601 1700 Öldin átjánda 1701 — 1760 Öldin átjánda 1761-1800 Öldin sent leið 1801 — 1860 Öldin sem leið 1861— 1900 Öldin okkar 1901-1930 Öldin okkar 1931—^1950 Öldin okkar 1951 1960 Öldin okkar 1961-1970 Þeir ntörgu sem lesið hafa þessar bækur sér til mikillar ánægju og fróðleiks munu fagna því að geta nú bætt Öldinni sextándu í safnið. Bræðraborgarstig 16 Sími 12923 - 191%

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.