Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
Við sendum þér nýjustu plöturnar
hvert á land sem er!
1. I hatiðarskapi Gunnar Þórðafson & Co
-SÖNG-^
R p/iy'.h i ty (iirt/i
4. I hakanum
Mezzoforte
BESSI
segir txxnunum srigur
5. Bessi segir börnunum sögur
Hljómplötuþjónusta Heimllistækja h/f
gefur þér kost á því aö panta allar
nýjustu plöturnar i síma eöa bréflega.
Merktu viö plöturnar sem þú vilt fá, og
við sendum þær til þín um hæl í póst-
kröfu. Þú getur líka hraðpantað sím-
leiðis, síminn er 20455.
------— Pöntunarseöill —------—
Nafn:
Heimili:
Póstnr.
Staöur:
Já takk..
Sendiö mér eftirfarandi plötur meö
póstkröfu:
□1 [□□adhns
Sendu pöntunarseöilinn strax i dag til:
Heimilistæki h.f„ Sætunl 8, Reykjavík.
heimilistæki hf
Hafnarstræti 3 — Sætúni 8.
Almenn óánægja meðal bakara
EINS OG FRAM hefur komið í fréttum ríkir nú mikil óánægja meðal bakara vegna verðlagningar
vísitölubrauðanna svokölluðu. Telja þeir sig neydda til að selja þau undir kostnaðarverði og íhuga þeir nú
sameiginlegar aðgerðir og mun hafa verið rætt um það að hætta alveg bakstri vísitölubrauðanna. Mbl. hafði
í þessu tilefni samband við þrjá bakarameistara og fara viðtölin hér á eftir:
Vísitalan á brauðunum er hreint
rugl. Fólk virðist kunna vel við öll
önnur brauð og því er enginn greiði
gerður með því að gera okkur ókleift
að baka vísitölubrauðin, þar sem við
erum skikkaðir til að selja þau
undir kostnaðarverði. Frelsið og
samkeppnin veita okkur mun betra
og eðlilegra aðhald.
Erum fyllilega samkeppnis-
færir við innflutninginn
Ég vona að ríkið reyni að skilja
afstöðu okkar bæði í sambandi við
vísitölubrauðin og innflutninginn.
Við viljum verzlun verði frjáls hér,
það er sá verzlunarmáti sem ríkja
ætti. En með frelsinu verður maður
að taka á sig einhverjar byrðar. Ein
af þessum byrðum er innflutningur-
inn, við höfum ekkert á móti honum
og erum fyllilega samkeppnisfærir
við innflutt brauð og kökur. Það sem
Guðmundur Hlynur Guðmundsson:
Erum neyddir til að
selja vísitölubrauðin
undir kostnaðarverði
„VÍSITÖLUBRAUÐIN eru vinsæl
og mér likar vel að baka þau, en
miður að selja þau undir kostnað-
arverði,“ sagði Guðmundur Illynur
Guðmundsson bakarameistari i
Breiðholtsbakarii. Það fer mikill
og dýr timi í bakstur þeirra. því
þau eru aðallega bökuð í nætur-
vinnu. en það hefur ekki fengizt
viðurkennt í verðútreikningum.
Við viljum að fólk geti fengið nýtt
brauð á hverjum morgni og því
erum við að þessu.
Vísitalan á brauðunum
er hreint rugl
Þetta er mikið barnahverfi hér og
því mikil eftirspurn eftir vísitölu-
brauðunum og það hefur staðið
rekstrinum fyrir þrifum hve mikið
við höfum þurft að baka af vísitölu-
brauðunum sðast liðin 8 ár.
okkur gremst hins vegar, er það, að
við fáum ekki að kaupa egg og
þurrmjólkurduft á sama verði, það
er heimsmarkaðsverði, og þeir sem
síðan fá að flytja kökur og brauð
hingað inn. Það hjálpar heldur ekki
að leggja þunga skatta á þá sem
framleiða egg og aðrar landbúnað-
arvörur fyrir okkur. Landbúnað-
arstefnan er ekki beinlínis til að
bæta ástandið. Ein vitleysan er svo
sú að þeir bakarar, sem ekki hafa
mjólkursöluleyfi, fá ekki mjólk í
heildsölu, heldur verða þeir að
greiða smásöluverð fyrir hana.
Þetta er auðvitað fáránleg mismun-
un.
Ég vona svo bara að bakarar
standi saman um þær aðgerðir, sem
verða ákveðnar og að við fáum
skilning á okkar málum. Við höfum
gert vel þrátt fy.rir þessi höft en það
getur ekki gengið endalaust."
Sigurður Bergsson:
Hætti að baka
vísitölubrauðin
„Vísitöluhrauðin hafa alltaf
verið á of lágu verði og það er
sízt betra nú. Ég leysti þetta
mál cinfaldlega með því að
hætta að baka þau, en það hefur
alls ekki minnkað viðskiptin,
fólk kaupir bara meira af hin-
um brauðunum. svo varla verð-
ur þessi vitleysa til að lækka
vísitöluna,“ sagði Sigurður
Bergsson bakarameistari í
Bernhöftsbakaríi, er Mbl. ræddi
við hann.
„Mér finnst að þessi vísitölu-
binding á ákveðnum brauðteg-
undum ætti ekki að eiga sér stað,
hvers vegna má fólk ekki ákveða
sjálft hvaða brauðtegundir það
kaupir?
Mér finnst einnig ástæðulaust
að gera einstaka stétt að vísitölu-
þrælum, þegar aðrar stéttir fá að
selja framleiðslu sína á því verði
sem þær vilja.
Ekkert baktjaidamakk,
engar niðurgreiðslur
Varan á bara að kosta það sem
hún þarf að kosta, það ætti að
sleppa öllu baktjaldamakki og
niðurgreiðslum. Selja kjöt og fisk
á því verði, sem framleiðendurn-
ir þurf að fá. Allar þessar
verðlagningar aðferðir eru bein-
línis orðnar hættulegar þjóðfé-
laginu.
Þá er nú ein vitleysan með
smjörið og smjörlíkið. Á meðan
allt er fullt af smjöri í landinu og
það liggur undir skemmdum, er
það selt á svo háu verði, að fjöldi
fjölskyldna verður að nota
smjörlíki ofan á brauðið. Það
ætti hreinlega að banna smjör-
líkissölu og feitmetisinnflutning
á meðan smjör er til í hundruð-
um tonna í landinu.
Ég álít að við þurfum ekkert að
vera hræddir við innflutning á
kökum og brauði, ég er fylgjandi
frjálsræði, en það verður þá að
vera fyrir alla. Við fáum ekki að
kaupa egg og þurrmjólkurduft á
heimsmarkaðsverði, heldur verð-
um við að greiða mun meira verð
fyrir það hér heima. Það sjá allir
að þarna er um einkennilegt
frjálsræði að ræða. Við gerum
kröfur til þess að fá þessar og
margar aðrar vörur á sama verði
og þeir sem baka brauðið erlend-
is og fá að selja það hér.
Ég veit ekki heldur til hvers
við erum í efnahagsbandalaginu,
ef við njótum ekki sömu réttinda
og aðrir innan þess. Ég efa það
einnig að brauðin sem koma frá
Danmörku séu ekki niðurgreidd."
Frumvarp um banda
rískan sjávarútveg
WashlnKton, 6. des. AP.
BANDARÍSKA þjóðþingið hefur
Eftir öll
þessi ár
BÓKAÚTGÁFAN Hildur hefur gef-
ið út bókina „Eftir öll þessi ár“
eftir Essie Summers.
Á bókarkápu segir svo:
„Þegar Thomasína frétti að hún
hafði unnið samkeppnina, og að
verðlaunin voru m.a. ferð til Nýja-
Sjálands, var gleði hennar meiri en
orð fá lýst. Þarna bauðst henni
tækifæri til að fara með systkini sín
í stórkostlegt ferðalág, og loksins
mundi hún hitta Eb frænda.
Og þannig varð það, þau urðu yfir
sig hrifin af landinu og Eb frænda
sem vildi endilega að þau yrðu áfram
hjá sér. Öðru máli gegndi um Luke
Richmond, sem gerði Thomasínu það
fyllilega ljóst að hann efaðist stór-
lega um tilgang heimsóknarinnar og
áhuga hennar á Eb frænda.
En hvers vegna stóð henni ekki á
sama um álit Lukes á sér?“
samþykkt frumvarp um verndun
og eflingu sjávarútvegs í Banda-
rikjunum og sent það Jimmy Cart-
er forseta til undirritunar.
Samkvæmt frumvarpinu fær
sjávarútvegurinn tímabundna að-
BREZKIR fornleifafræðingar hafa
grafið upp vígvöll i Austur-
Englandi, þar sem fornbrezki ætt-
flokkurinn Iceni barðist til síðasta
manns gcgn innrásarliði Rómverja
47 f.Kr.
stoð til að mæta alvarlegum efna-
hagserfiðleikum að sögn stuðnings-
manna þess. I frumvarpinu er gert
ráð fyrir að erlend fiskiskip hætti
veiðum í bandarískri landhelgi í
áföngum og að bandarískir eftir-
litsmenn verði um borð í erlendum
skipum, sem veiða við Bandaríkin,
til að fylgjast með veiðum þeirra.
Skammt frá hafa fundizt leifar
rómverskrar hallar og stjórnar-
miðstöðvar, sem sennilega var reist
um 100 árum eftir orrustuna.
Vígvöllur fundinn
Stonea, Englandi, G. des. AP. Orrustunni er lýst í ritum róm-
verska sagnfræðingsins Tacitus.
Ekki bara okkar stolt. .
heldur líka þitt.
11 Þegar þú býður gestum þínum í Þingholt.
Leitaðu upplýsinga hjá okkur, nœst þegar þú þarft á
húsnœði að halda fyrir brúðkaup, fermingu,
árshátíð eða hverskonar mannfagnað. Síminn er 2 10 50.