Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
Jón Víglundsson:
Það skýtur nokkuð skökku við að
leyfa frjálsan innflutning á kökum
og brauði, þegar við fáum ekki að
flytja egg og þurrmjólkurduft inn
á heimsmarkaðsverði. Þessu veld-
ur auðvitað landbúnaðarstefnan,
sem er eins og heilög kýr, sem alls
ekki má hrófla við.
Við erum alveg tilbúnir til þess
að gera verðsamanburð á kökum
og brauðum hér og á öðrum
vesturlöndum og ég er nokkuð viss
um, að hann verður okkur ekki í
óhag. Við höfum unnið að því
sjálfir að halda verðinu niðri og
frá 1976 hófu bakarar sjálfir að
flytja inn sekkjavörur án milliliða
og jafnframt hefur verið leitað
eftir lægsta verði. Þetta hefur
valdið því að verðhækkanir á
brauðum hafa ekki fylgt verðlag-
inu.
Við bakarar allir rekum svo
sameiginlega smjörlíkis- og efna-
gerð, „Sultu- og efnagerð bakara".
Þar framleiðum við allt okkar
smjörlíki, sultur, hunang, súkku-
Verðlagning vísitölu-
brauðanna beinlínis
til að falsa vísitöluna
Hækkanabciðnir okkar
oftast svæfðar
í ríkisstjórninni
„ÞAÐ ER ekkert nýtt að verði á
vísitöluhrauðunum sé haldið
niðri, það hefur verið gert í
áraraðir og er beinlínis til að
falsa vísitöluna,“ sagði Jón Víg-
lundsson bakarameistari f Árbæj-
arhakaríi.
Að vísu höfum við fengið nokk-
uð frelsi á öðrum sviðum, höfum
fengið að verðleggja sjálfir aðrar
brauðtegundir og ég álít, að
bakarar hafi ckki verið staðnir að
þvi að misnota það frelsi.
Þrátt fyrir að verðlagsráð hafi
samþykkt hækkanabeiðnir okkar,
hafa ríkisstjórnirnar venjulega
setið á þeim, þar til þær eru orðnar
úreltar og þá loks samþykkt þær
og þannig reynt að halda verðlag-
inu niðri. Slíkt er að sjálfsögðu
ekki viðunandi.
Höfum sjálfir haldið
verðinu niðri með
samvinnu og hagkvæmni
Hvað viltu segja um innflutning
á brauði?
laði og fleira. Þetta hefur gert
okkur kleift að halda verðinu á
smjörlíkismarkaðinum niðri og
hafa betra eftirlit með gæðunum.
Afkoma bakara
þokkalcga góð
Afkoma bakara hér á landi er
þokkalega góð, en það hefur út-
heimt geysilega mikla vinnu. Bak-
arar hafa vélvætt brauðgerðir sín-
ar mun betur en kollegar þeirra á
Norðurlöndunum og þannig sýnt
mikla hagsýni og reynt að minnka
tilkostnað í rekstri. Ég er til
dæmis í mínu bakaríi, sem er
aðeins af miðlungsstærð, með al-
sjálfvirka brauðvél og mér er það
til efs, að slík vél fyrirfinnist í
bakaríum af þessari stærðargráðu
á Norðurlöndunum.
Brauðmatur veitir alhliða nær-
ingu fyrir mannslíkamann og hef-
ur verið undirstöðufæða þjóða
gegnum aldirnar og að gefnu
tilefni, einnig næring fyrir tenn-
urnar. Jafnt brauð úr hvítu hveiti
og öðru korni, og ég vona, að fólk
geti haldið áfram að fá þær
brauðtegundir sem það óskar.
35
Rosenthal stækkar við sig
Rosenthal-verzlunin að Laugavegi 85 stækkaði fyrir nokkru um helming og mun betri aðstaða er
nú til að sýna vörur verzlunarinnar. Á boðstólum eru vörur frá hinu heimsþekkta fyrirtæki
Rosenthal í V-Þýzkalandi, en einnig selur verzlunin vörur frá fyrirtækinu WMF og verður
vöruúrvalið aukið enn eftir áramót. Á meðfylgjandi mynd eru Árndís Björnsdóttir, eigandi
verzlunarinnar, Aldís Þórðardóttir og Valgerður Sigurðardóttir. Emiit«)
Ný unglingabók:
„Ég er köll-
uð Ninna“
ÚT ER komin unglingasagan Ég
er kölluð Ninna eftir sænska
höfundinn Önnu-Gretu Winberg.
IÐUNN gefur bókina út.
Höfundur sögunnar hefur samið
allmargar unglingabækur sem
kunnar hafa orðið á Norðurlöndum,
en þetta er fyrsta saga hennar sem
út kemur á íslensku. — Sagan segir
frá unglingsstúlku sem býr hjá
móður sinni, en faðir hennar hafði
farist af slysförum áður en hún
fæddist. Fjölskyldu hans hefur
stúlkan aldrei kynnst og veit fátt
um hana, enda hefur móðir hennar
aldrei viljað tala um slíkt. Stúlkan
unir þessu illa og tekur sjálf að afla
sér upplýsinga um föður sinn og
frændfólk.
Völundur Jónsson þýddi söguna
Ég er kölluð Ninna. Bókin er 136
blaðsíður. Prisma prentaði.
Drauma-
ráðningar
BÓKAFORLAGIÐ Hagprent hf.
sendir nú fyrir jólin frá sér nýja
draumaráðningabók i samantekt
Þóru Elfu Björnsson, og nefnist
bókin Uglu draumaráðningabókin.
í formála segir meðal annars að
slíkar bækur hafi verið ófáanlegar
að undanförnu, þótt margar hafi
áður komið út. Þær fyrri hafi jafnan
selzt upp.
Efni í þessa nýju draumaráðn-
ingabók er safnað víða að úr prent-
uðu máli, segir í formála, bæði
erlendu og innlendu.
Mikið er um mannanöfn í bókinni,
og þar segir til dæmis um nafnið
Jóhann: Gott nafn í draumi, sem
merkir gæfu og gengi.
Sjóðheitt kaffi
góðan daginn!
Það er notalegt að vakna á morgnana og fá
gott heitt kaffi og ristað brauð. Þessi frábæra
kaffivél og brauðristin valda þér ekki
vonbrigðum . . . nývöknuðum.
Kaffivélin er 45 sek. að hella upp á hvern bolla af frábæru
heitu kaffi. Þýsk gæða framleiðsla. Margar stærðir: 12, 10, 8, 6 og
18 bolla. Einnig með innbyggðum hitabrúsa og tölvuklukku
(sjálfvirk uppáhelling eftir minni).
Verð frá: 38.000 kr.
hessi brauðrist er með nýjum búnaði, lítilli tölvu sem tryggir að
brauðið sem þú glóðar, brennur ekki. Hljóðlaus brauðrist, tvær
sneiðar af brauði á 90 sek.
Verð: 37.000 kr.
2
FÁLKIN Jkúudi&teúi SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670