Morgunblaðið - 09.12.1980, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
37
Norrænir bankamenn standa heys hug-
ar með starf sbræðrum sínum á Islandi
- segir Jan-Erik Lidström, framkvæmdastjóri Norræna bankamannasambandsins
„ÉG HEF aldrei kynnst slíku
ástandi sem þessu,“ sajfði Jan-
Erik Lidström framkvæmda-
stjóri Norræna bankamannasam-
bandsins, en hann er nú staddur
hér á landi, en Samband is-
lenzkra bankamanna er eitt sex
aðildarsambanda norræna sam-
bandsins. Áður en Lidström kom
á ritstjórn Morgunblaðsins síð-
astliðinn föstudag, hafði hann
heimsótt nokkra banka og séð
erilinn þar, sem skapaðist á
föstudaginn vegna óvissunnar um
verkfall bankamanna á mánudag.
„Mitt erindi hingað er að undir-
strika, að norræna sambandið
stendur heils hugar með íslenzk-
um bankamönnum í þeirri bar-
áttu, sem þeir nú heyja við
viðsemjendur sína og þar með eiga
íslenzkir bankamenn stuðning
danskra, norskra, sænskra og
finnskra bankamanna."
Hafa bankamannaverkföll verið
á Norðurlöndum fyrr?
„Já þrisvar sinnum áður,“ sagði
Lidström. „I fyrsta skipti varð það
í Finnlandi 1963 og stóð þá
verkfall í 3 daga. í annað sinn varð
verkfall 10 árum síðar, 1973,
einnig í Finnlandi og stóð það þá í
2 vikur. Loks varð bankamanna-
verkfall í Noregi 1976 og stóð það í
eina viku. Ef af þessu verkfalli
verður er þetta 4. bankamanna-
verkfall á Norðurlöndum. Þessi
verkfðll hafa verið háð að hluta til
þess að fá fulla viðurkenningu
viðsemjendanna á samtökum
bankamanna, sem viðsemjendurn-
ir hafa ekki umgengizt sem jafn-
réttháan samningsaðila. Öll aðild-
arsambönd norræna banka-
mannasambandsins hafa verk-
fallsrétt, þótt hann sé takmark-
aðri hjá starfsmönnum ríkisbank-
anna. Hins vegar höfum við enga
ríkisbanka á hinum Norðurlönd-
unum, nema seðlabankana, bank-
arnir eru allir í eigu hlutafélaga.
Að þessu leyti er ástandið á
íslandi öðruvísi, þar sem 3 við-
skiptabankar eru í ríkiseign. Hér
skilst mér að tveir þriðju hlutar
bankastarfsmanna starfi hjá þess-
um þremur bönkum."
„Norræna bankamannasam-
bandið styður SÍB heilshugar.
Deilan snýst um 3%, sem þegar
hefur verið samið um og slik
stjórnmálaleg aðgerð, sem átti sér
stað með lagasetningu, er þau
voru tekin af, stríðir gegn frjáls-
um samningsrétti. Við í stjórn
norræna sambandsins höfum
fylgzt náið með framvindu mála á
stjórnarfundum, sem haldnir eru
tvisvar til þrisvar á ári. í því tekur
SÍB þátt og við vitum, að bankarn-
ir hafa ekki viljað tala við banka-
starfsmenn frá því um mánaða-
mótin september-október. Það er
ljóst, að við slíkt ástand á SÍB ekki
annars úrkosti en boða til verk-
falls ...“
Jan-Erik Lidström kvaðst hafa
heyrt um tilmæli ríkisstjórnarinn-
ar um frestun verkfallsins. Hann
kvað slíka ályktun ríkisstjórnar
furðulega með hliðsjón af því, að
ríkisstjórnin ætlaðist til með
henni, að bankastarfsmenn frest-
uðu verkfalli einhliða, án þess að
ríkisstjórnin byðist til þess að
tryggja nokkuð á móti. Hann
spurði: „Getur það virkilega verið
að mennirnir hafi búizt við já-
yrði?“
Framkvæmdastjóri norræna
bankamannasambandsins kvað
sambandið hafa 130 félaga í 6
landssamböndum. í Svíþjóð er eitt
samband, í Noregi og Finnlandi
einnig, og í Danmörku eru sam-
böndin tvö, bankamannasamband
og samband starfsmanna spari-
sjóða. Síðasta þing sambandsins
var haldið í Finnlandi í ár, en fyrir
tveimur árum var þingið haldið í
Reykjavík. Næsti fundarstaður er
Svíþjóð. Þessa fundi sækja 80 til
90 manns. Stjórnin er skipuð 20
manns. Næsta formannaráðstefna
verður haldin í Reykjavík í apríl-
mánuði. Þá starfa ýmsar nefndir
innan norræna sambandins og
taka íslendingar þátt í þeim öll-
Jan-Erik Lidström.
um. Kostnaður við rekstur nor-
ræna sambandsins er greiddur
með skatti, 5 krónum sænskum á
hvern einstakan félaga. Þá ræddi
Lidström nokkuð um sameigin-
legan verkfallssjóð norrænna
bankamanna, sem hann kvað nú
vera um 200 milljónir sænskra
króna, 26,8 milljarðar íslenzkra
króna, en þar af eru 10 milljónir
króna, sem eru tiltækar strax sem
neyðarsjóður, 1.340 þúsund ís-
lenzkar krónur. Hann kvað þessa
peninga tilbúna, þegar SÍB þyrfti
þeirra með, en þá sem styrkur eða
lán.
Að lokum ræddi Jan-Erik Lid-
ström nokkuð framtíðarmálefni
norrænna bankamanna og minnt-
ist m.a. á þá tæknibyltingu, sem í
vændum væri. Af því starfi sem
norræna sambandið hefði unnið á
því sviði, myndu íslenzkir banka-
menn geta notfært sér ýmislegt.
Hann kvað ljóst, að á næstu árum
myndi atvinnuöryggi um 30 til
40% bankastarfsmanna verða í
hættu vegna tæknibyltingarinnar.
Sambandið og aðildarsambönd
þess myndu beita sér fyrir því að
þessi tækniþróun hefði ekki í för
með sér atvinnuleysi meðal banka-
manna, þeim hefði fjölgað mikið"
undanfarin ár, en fjölgunin hefði
nú stöðvazt. Hann kvað sambönd-
in myndu beita sér fyrir því að
bankarnir útvíkkuðu starfssvið
sín og færu að veita viðskiptavin-
um sínum meiri þjónustu en þeir
hafa gert til þessa, það myndi
verða sú leið, sem bankamenn
vildu að þessari þróun yrði beint
inn á. Myndu þá atvinnutækifæri í
starfsgreininni ekki dragast sam-
an. Nú eru í Svíþjóð, Noregi og
Finnlandi komnir upp nokkurs
konar vélrænir bankaafgreiðslu-
menn, „sjálfsalar", þar sem fólk
getur tekið út úr sparisjóðsbókum
án þess að bankastarfsmaður
komi þar nærri. í sumum tilfellum
eru þessir sjálfsalar utan dyra,
þannig að menn geta tekið út af
bókum hvenær sólarhrings sem er
og um helgar. Þessi þjónusta er
enn ekki hafin í Danmörku og
Jan-Erik Lidström kvaðst búast
við að ekki liði á löngu, þar til
þessi þjónusta yrði einnig tekin
upp í Danmörku og á íslandi.
Skúli HalldórsNon tónskáld og má sjá plötu hans, Sögueyjan, hljómar
frá Islandi, i baksýn. Ljósm. KÖE.
Verk Skúla Halldórssonar
gefin út á plötu í Finnlandi
GEFIN hefur verið út í Finnlandi
hljómplata með nokkrum verkum
Skúla Ilalldórssonar tónskálds.
Hefur Skúli útsett 20 lög plötunnar
fyrir einleik á pianó og leikur
sjálfur á hljóðfærið. Var platan
tekin upp hérlendis, en pressuð i
Finnlandi og gefin út af fyrirtæk-
inu Sauna Musiikki. Fyrirtækið
hefur með samningi fengið öll
réttindi á þessum verkum Skúla
hvar sem er i heiminum nema á
tslandi.
Skúli Halldórsson greindi Mbl.
frá því hvernig plata þessi varð til.
Var hann á ráðstefnu í Noregi vorið
1979 þar sem hittust forráðamenn
„STEFja" á Norðurlöndum og var
þar á meðal Finninn Rauno Lehtin-
en tónskáld, sem er eigandi fyrr-
nefnds fyrirtækis. Lehtinen samdi
m.a. lagið „Jenka“, sem vinsælt var
fyrir 10 til 15 árum. Kynntust þeir
Skúli og Lehtinen og kvaðst hann
hafa áhuga á að gefa verk Skúla út á
plötu og varð það úr að Skúli valdi
nokkur lög, útsetti þau og lék inn á
segulband. Lehtinen var í mörg ár
forstöðumaður skemmtideildar
finnska sjónvarpsins, en síðustu
árin hefur hann helgað sig tónlist-
arstörfum.
Hljómplata Skúla kom út í Finn-
landi síðast í nóvember og var hún
þá kynnt fyrir fréttamönnum, lista-
fólki og gagnrýnendum og var Skúla
og konu hans boðið til Finnlands við
það tækifæri. Sagði Rauno Lehtinen
útgefandi plötunnar þá að nú væri í
fyrsta sinn komin út plata í Finn-
landi með islenzkum verkum, leikn-
um af höfundi þeirra, finnska þjóðin
fengi nú tækifæri til að kynnast
verkum Skúla og myndu vonandi
aukast menningartengsl þjóðanna.
Meðal laga á hljómplötunni eru
Smaladrengurinn og Smalastúlkan,
Draumljóð og Kyssti mig sól. Skúli
nam píanóleik hjá Árna Kristjáns-
syni og Rögnvaldi Sigurjónssyni og
tónfræði hjá dr. Victor Urbancic.
Hefur hann í yfir 30 ár samið ýmis
tónverk, kammerverk, hljómsveitar-
verk og sönglög, alls milli 150 og 160
verk. Hljómplata Skúla er einnig
fáanleg hérlendis og er það Fálkinn
hf., sem annast dreifinguna.
Islensk tónlist
um allan heim
Við bjóðum nýja þjónustu, pökkum og
sendum vinum þínum eða vandamönnum
erlendis íslenska hljómplötu í gjafapappír.
Frábær jólakveðja.
Gleðjiö vini og vandamenn með stórskemmtilegri jólagjöf sem
minnir á ísland. Við bjóðum yður að velja tónlist í hljómplötuúrvali
okkar, skrifa nokkur orð á jólakort sem við leggjum til. Við
pökkum hljómplötunni í traustan pakka, þér skrifið utan á hann og
við póstleggjum. Pakkinn kemst til réttra aðila á jólunum og allir
eru ánægðir.
SUÐURLANDSBRAUT
LAUGAVEGI AUSTURVERI
FÁLKINN