Morgunblaðið - 09.12.1980, Qupperneq 38
38
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
+ Móöir okkar GUDRUN JÓNSDÓTTIR frá Skaftafelli, Hverageröi, andaöist að Elliheimilinu Grund laugardaginn 6. desember. Börnin.
t ALDÍS ÓLAFSDÓTTIR, Álfheimum 72, lést að heimili sínu þann 4. desember Fyrir hönd systra, Halla Ólafadóttir.
+ Faöir minn og bróöir, PÁLL HANNESSON, andaöist aö Hrafnistu 25. nóvember. Jaröarförin hefur fariö fram. Harry Pálsson, Rósey Helgadóttir.
+ Elskuleg móöir okkar, SIGURBORG STURLAUGSDÓTTIR, frá Tindum, andaöist í sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 5. desember sl. Guölaug Guömundsdóttir, Kjartan Guömundsson.
+ innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför SIGURÐAR KRISTJÁNSSONAR, framreiðslumanns, Miklubraut 13, Reykjavík. Stefanía Aöalsteinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.
+ Faöir okkar, SNORRI GUDLAUGSSON, Hátúni 10 A, andaðist aö heimili sínu, laugardaginn 6. desember. Jarðarförin auglýst síöar. Börnin.
+ Móöursystir mín, GUÐRUN NIKULASDOTTIR, áöur til heimílis aö Öldugötu 19, Hafnarfiröi, andaöist aö Sólvangi föstudaginn 5. des. Fyrir hönd vandamanna, Ólafur Vigfússon.
+ Eiginmaöur minn, og faöir, GEORG BURAWA, Laurel, Maryland, USA, andaöist 4. desember. Jaröarförin fór fram 8. desember. Áslaug Hermanníusdóttir Burawa, Christofer Burawa.
+ Móöir okkar, ANNA ÞÓRARINSDÓTTIR, Borgarholtsbraut 45, Kópavogi, veröur jarösungin frá Fossvogskirkju, miðvikudaginn 10. desem- ber kl. 1.30. Unnur Bjarnadótti;, Erla Bjarnadóttir, Auöur Bjarnadóttir.
Minning:
Sigurbjörg Jónas-
dóttir frá Fjalli
Fædd 4. nóvember 1885
Dáin 25. april 1980
Ég minnist þín er sé ég sjóinn
glitra við sólar hvel
og þegar mánans mildu geislar titra
ég man þig vel.
(MJ)
Að heilsast og kveðjast svo er
lífsins saga. Mér er bæði ljúft og
skylt að minnast tengdamóður
minnar, sem lokið hefur sinni
löngu lífsgöngu, hátt á tíræðis
aldri. Öllum er visst takmark sett,
hver á sinn enda tíma. Sigurbjörg
átti langan starfsdag að baki. Að
síðustu hafði allur lífsþróttur
fjarað út og óminnið sest að. Þá er
öll lífslöngun horfin og ættingjar
og vinir bara í blámóðu. Þá er
hvíldin kærkomin og ferðin langa
hafin. Nú bítur ekkert stundlegt á
hana, hún nýtur alsælu hjá Guði
eftir dagsverk lokið með sóma.
Þessi kveðjuorð verða engin ætt-
artala, enda henni verið það síst
að skapi. Víst heyrir það sögunni
til, þó er mest um þann orðstír
vert, sem hver á og þá mynd sem
hver skilur eftir í sporaslóð sinni.
Hún var búin að lifa tvenna tíma,
þegar lífssól hennar gekk til viðar.
Hún bjó í mörg ár á afskekktum
sveitabæ, þar sem erfitt var að-
dráttar. Þar ól hún börn sín upp
við töfrandi fegurð hárra fjalla,
þar sem kvöldblíðan lognværa
kyssti hvern reit. Mann sinn,
Jónas Þorvaldsson, missti hún
1941, tvö afabörn hlutu skírn yfir
kistu hans; nokkurra vikna sonur
minn og lítil afa stúlka. Þar kom
annar Jónas. Maður kemur 1
manns stað, þetta er lögmál lífs-
ins. Vel man ég tengdamömmu á
þessari sorgar stund. Þá var mitt
heimili á Fjalli hjá þeim hjónum.
Ég naut tengdapabba skammt,
aðeins tvö ár. Hans var sárt
saknað. Sigurbjörgu og Jónasi
varð fimm barna auðið. Af þeim
lifa þrjú. Son misstu þau í blóma
lífsins. Tel ég það hafa verið þeim
sár, sem aldrei greri.
Gestrisni mikil var á heimili
þeirra. Oft komu menn kaldir og
hraktir af langri göngu, þar var
nóg rúm, hjartahlýja og góðvild,
5VAR MITT
EFTIR BILLY GRAHAM
Ilvað álítið þér um fljúgandi diska? Margar sannanir eru
fyrir því, að þeir séu til. Fyndist yður ekki, að Biblian
væri sennilegri, svo og kraftaverkin, sem hún segir frá, ef
menn viðurkenndu tilveru fljúgandi diska?
Yfirvöldin hafa varið töluverðum tíma og fé til þess
að rannsaka fljúgandi furðuhluti. í niðurstöðunum er
ekki mikill stuðningur við þá kenningu, að fljúgandi
diskar séu til. Eg hef ekkert á móti þessari hugmynd
um hluti utan úr fjarlægum geimnum, en það stoðar
ekki að vera trúgjarn og gera ráð fyrir tilveru slíkra
hluta, nema sannanir séu til. Eg veit, að augu okkar
geta blekkt okkur, og við segjum stundum: „Eg trúi
ekki mínum eigin augum.“
Þér spyrjið, hvort Biblían verði ekki trúlegri, ef
gert er ráð fyrir, að fljúgandi furðuhlutir séu til. Eg á
ekkert erfitt með að trúa Biblíunni, því að eg tek hana
eins og orð Guðs, og trú mín á henni styrktist ekkert
við það, þó að fljúgandi diskar væru á þeytingi
kringum húsið mitt á hverjum degi. Eg trúi
kraftaverkum Biblíunnar, ekki vegna þess að þau séu
trúleg eða hafi verið sönnuð, heldur vegna þess, að frá
þeim er sagt í orði Guðs. Eg ber skilyrðislaust traust
til höfundarins.
Biblían greinir frá því, að sá dagur renni, er Kristur
kemur aftur til þessarar jarðar sem friðarhöfðinginn,
konungur konunga og drottinn drottna. Þetta er sú
„geimferð“, sem eg er að bíða eftir, og sú, sem við
ættum öll að búa okkur undir.
+
Konan mín,
NELLY THORA MJÖLID SKÚLASON,
andaöist föstudaginn 5. desember í Nesbyen í Noregi.
Skúli Skúlason.
t
Útför eiginmanns míns,
SVERRIS SVENDSEN,
Hvassaleiti 23,
fer fram frá Fossvogskirkju, miövikudaginn 10. desember kl. 3. e.h.
Kristín Steínsdóttir.
þau bæði kát og skemmtileg í
viðræðum og glöð í vinahópi.
Þótt Sigurbjörg virtist á ytra-
borði fáskiptin og dul, þá var
annað er að kjarnanum var komið.
Hún var hreinskilin, trygglynd,
athugul og skýr í hugsun. Hún
unni söng og hafði fallega söng-
rödd. Ekki er mér fært að telja
upp öll þau börn er athvarf áttu
hjá henni lengri eða skemmri
tíma. Þar verða aðrir að taka við,
en þau voru mörg og nutu þess öll
í ríkum mæli hve barngóð hún var.
1943 urðu þáttaskil í lífi hennar.
Þá brann bærinn og hún missti
allt, sem hún átti, einnig dóttir
hennar sem þá bjó á Fjalli. Þetta
var þung reynsla fyrir Sigur-
björgu og tók hún þetta sér mjög
nærri. En hún stóð þennan storm
af sér sem aðra. Eftir þetta flutti
hún hingað í Höfðakaupstað og
hefur átt hér heima síðan.
Þó að Sigurbjörg væri búin að
koma upp sínum börnum, átti hún
eftir að taka að sér tvær litlar
systur, tvíbura, sem hún tók af
dóttur sinni sem átti í erfiðleikum.
Þessum stúlkum reyndist hún sem
eigin börn væru. Hjá ömmu sinni
og fóstru voru þær þar til þær
festu ráð sitt. Þær eru Guðrún og
Sigurbjörg Angantýsdætur, báðar
búsettar hér í Höfðakaupstað,
mannkosta manneskjur og mynd-
arlegar húsmæður. Þær launuðu
henni vel uppeldið, hugsuðu alla
tíð vel um hana. Þær voru ömmu
sinni alltaf mjög kærar. Er Sigur-
björg fluttist hingað og tók að sér
systurnar, byggðu synir hennar
Skafti Fanndal, eiginmaður minn
og Ólafur Ágúst, nú látinn, lítið
hús hér á mölinni niður við sjó.
Það hét Bræðraminni. Þarna í
litla húsinu leið henni vel og ekki
mikils krafist. Og nóg að starfa
fyrir hana, orðin fullorðin og
þreytt á barningi lífsins. Litlu
systurnar bættu henni margt upp.
Oft var gestkvæmt í litla húsinu
er ömmu börnin og vinir komu í
heimsókn.
Sigurbjörg var fríð kona sýnum.
Hún var frábærlega létt í spori og
snögg, sviflétt í öllum hreyfingum.
Hún hafði ákaflega gaman af að
dansa, það gerði hún sem ung væri
fram á efri ár og naut sín vel í
vinahópi. Fyrir 10 árum varð hún
fyrir því áfalli að falla og bein-
brotna. Eftir það steig hún aldrei
heilum fæti á jörð. Þessu tók hún
sem öðru með jafnaðargeði. Eftir
að hún gat ekki verið án hjálpar,
en áður en hún fór á spítalann,
naut hún umönnunar Guðrúnar,
fósturdóttur sinnar, og manns
hennar, Indriða Hjaltasonar. Þar
leið henni vel og hún ánægð og
glöð í návist langömmu barnanna.
I návist þeirra átti hún margar
gleðistundir, þar til spítalinn tók
við hlutverki þeirra. Oft mun hún
hafa hugsað heim. Það var hugsað
hlýtt til hennar af öllum ömmu-
börnunum og langömmubörnum
og vinum sem hún átti góða.
Nú er hennar jarðvist lokið.
Eflaust munu fósturbörnin henn-
ar tvö, sem ekki gátu verið við
útför hennar, geyma minningu
hennar. Orðstír hennar lifir í
hugum þeirra er þPkktu hana best.
Sigurbjörg eignaðist fimm börn
með manni sínum, Jónasi Þor-
valdssyni frá Fjalli. Þau eru þessi:
Ólafur Ágúst, Hjalti, dó ungur,
Skafti Fanndal, Jóhanna og Guð-
ríður.
Nú er þessi aldna kona horfin af
sjónarsviðinu. Margir hafa ólík
viðhorf til lífsins, sýna ólíklegustu
myndir af baráttunni fyrir tilver-
unni. Sú saga hverfur með hverj-
um og einum og verður aldrei
sögð. Hér er kvödd mæt kona, sem
vissi hvað lífið var. Slíkrar konu
er gott að minnast. Afkomendur
hennar eru orðnir margir og
minning hennar lifir. Ég þakka
hehni allt gott og samveruna
gegnum árin, eins sonur hennar og
ömmubörnin. Ég veit, að hún
hefur átt góða heimkomu hjá
honum, sem stýrir stjarnaher og
himins gætir. Hjá henni hefur
hann kveikt hið bjarta, eilífa ljós
sem aldrei slokknar.
Ástvinir allir kveðja Sigur-
björgu með söknuði og innilegri
hjartans þökk. Guð blessi minn-
ingu hennar.
Jóna Guðrún Vilhjálms-
dóttir, Lundi, Skagaströnd.