Morgunblaðið - 09.12.1980, Side 39

Morgunblaðið - 09.12.1980, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 39 Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson Gálga- frestur Ljóð eftir Aðal- stein Ásberg GÁLGAFRESTUR heitir ný ljóðabók eftir Aðalstein Ásbers Sigurðsson, sem Fjölvaúteáfan hefur gefið út. Þetta er þriðja ijóðabók höfundar. hinar fyrri eru Ósánar lendur og Förunótt. I tilkynningu útgáfunnar segir: „í ávarpsorðum spyr skáldið: Er líf okkar þrotlaust þrælafár?" Og í umsögn á bókarspjaldi segir: „Við lifum í ótta við tortímingu. Er maðurinn í óða önn að leggja snöruna um eigin háls? Hvar endar þessi leikur?" Á bókarkápu segir að stíll höfundar verði fágaðri og undir- aldan máttugri. Bókin er myndskreytt af ungri listakonu, Önnu Gunnlaugsdóttur. Gálga- frestur er 80 bls. og hefur að geyma 30 ljóð. Setningu og prent- un annaðist Prentstofa G. Bene- diktssonar. Veljið ekki hljómplötur til gjafa af handahófi -| • ->* Góð hljómplata er frábær jólakveðja, í verslunum okkar er \7 O I /'i úrval hljómplatna af flestum tegundum. Við bjóðum alla V ClrXX V>/ okkar aðstoð og bendum á þessa flokka tónlistar s Islenskar plötur Það er alltaf af nógu að taka í íslenskri hljómplötuútgáfu. Jafnframt því að eiga allt það nýjasta reynum við einnig að bjóða allar eldri íslenskar hljómplötur. í verslunum okk- ar er að finna íslenskar popp- plötur, dægurtónlist, harmon- ikkuplötur, einsöng, kórsöng, kvarteta, þjóðlög, leikrit, upp- lestur og klassíska íslenska tón- list svo að dæmi séu nefnd. Jazz Á undanförnum árum hefur jazzinn orðið æ sterkara afl meðal tónlistarfólks. Samhliða því höfum við leitast við að fylgja eftir þessari endurvakn- ingu á jazztónlistinni með auknu og betra úrvali af hljóm- plötum. Vonumst við til að boðið sé upp á eitthvað af öllu. ANNE MURRAY’S GREATEST HITS Létt tónlist Eins og ávallt höfum við fjöl- breytt úrval af léttri og bland- aðri tónlist. Hvort sem þú ert að leita að „countrytónlist", gítarplötum, suður-amerískri músík, vinsælum söngvurum, söngkonum eða kvartetum, kvikmyndatónlist eða öðru í svipuðum dúr ættir þú að finna það hjá okkur. Klassík Fyrir jólin er úrvalið af klass- ískri tónlist í búðum okkar jafn- an mest og fjölbreyttast. Um þessar mundir erum við að taka upp stórar sendingar frá mörg- um af helstu útgáfufyrirtækjum heims svo sem His Masters Voice, Deutsche Grammo- phon, Decca og R. C. A. Þar á að vera að finna nýjar plötur, endurútgáfur og viðurkenndar hljóðritanir af mörgum af helstu tónverkum sögunnar. Popptónlist í popptónlistinni eru sífelldar hræringar og alltaf eitthvað að gerast. Við höfum leitast við að fylgjast sem best með öllu því nýja sem skýtur upp kollinum auk þess sem gamlar og rót- grónar stefnur eru alltaf á boð- stólum. Það er sama hvort um er að ræða nýjar eða gamlar rokkstefnur, reggae eða diskó, við vonumst til þess að þú finnir eitthvað hjá okkur. FALKINN LAUGAVEGI SUÐURLANDSBRAUT AUSTURVERI I __________________________ Cu L( i ii ii 1 11 j , 1 Jl'HI

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.