Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 09.12.1980, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980 41 fclk f fréttum Rakir sveinar + Hér sést hvar hópur jólasveina fer yfir Times Torg í New York, eftir að hafa fengið frí þann daginn. „Sjálfboðaliðar Amerískra Jólasveina" voru að fara að hefja söfnun sína á götum úti en þeir voru sendir heim sökum rigningar. „Sjálfboðaliðar" þessir taka við framlög- um, sem síðar eru notuð í jólamáltíðir til handa fátækum og einnig til jólagleði fyrir lömuð börn. Foot og 40.000 aðrir + Hér sjáum við hinn nýja foringja „Verkamannaflokksins" breska, Michael Foot (fyrir miðju fremstur) í mótmæla- göngu í Liverpool. Meira en 40.000 manns tóku þátt í þessari göngu, sem var farin til að mótmæla vaxandi atvinnuleysi í Bretlandi. „Verkamannaflokkur- inn“ vonast til að þetta sé aðeins ein af mörgum göngum sem gengnar verða til að mótmæla stjórn Margrétar Thatcher. í lok göngunnar hélt Foot ræðu. Sagði hann meðal annars: „Við munum halda þessarri baráttu áfram landshorna á milli. Til þess að virkja styrk fólksins til að koma þessari Thatcher-stjórn frá og hyggja upp sannan sósíalisma." Ganga þessi var ein fjölmenn- asta á Bretlandi í áraraðir. Undrabarn + Þessi kínverska stúlka heitir Shi Meigin og þykir „undrabarn í dýfingum". Það vakti gífurlega athygli í íþróttaheiminum, er hún sigraði ólympíumeistara Rússa, Irenu Kalininu, á móti, sem haldið var í Crystal Palace í London nýlega. Þjálfarar þess- arar 18 ára gömlu stúlku frá Shanghai, segja að hún sé alls ekki komin á toppinn. Það hefur lengi verið almannarómur að Kínverjar ættu dýfingamenn, sem hefði getu til að sigra þá bestu í heiminum í dag. Svo virðist því að þeirra tími sé kominn. „Gullskalli“ í vanda + Telly „Gullskalli" Savalas, sem hérlenskir þekkja betur undir nafninu „Kojak" stendur í ströngu um þessar mundir. Kona nokkur Sally Savalas hefur höfðað mál á hendur honum vegna ógeidds líf- eyris og barnameðlaga. Sally þessi bjó með „Gullskalla" á árunum 1969—1978 og tók upp ættarnafn hans. Hún fer fram á 5 milljónir dollara í lífeyri til handa sér og 17 ára gamalli dóttur sinni Nicolette; sem reyndar er ekki barn Tellys. I málssókn segir að Sally hafi gefið sinn eigin feril á bátinn til þess að halda heimili fyrir „Kojak“. Einnig segir að þau hjúin hafi sæst á að Telly myndi sjá Sally fyrir lífeyri svo og Nicolette þar til hún giftist eða yrði fjárráða. Sally Savalas býr nú á heimili Tellys. Fyrir tveimur mánuðum hóf hann mál- sókn gegn henni og krafðist þess að hún yrði að yfirgefa húsið. Ekki mun þeim málarekstri lokið. Lennon lætur móðan mása + Bítillinn frægi, John Lennon seg- ir í viðtali við blaðið „Leiksveinn" (Playboy), að hann muni aldrei aftur halda, eða leika á fjáröflun- arhljómleikum. Þó svo að Lennon hafi ekki tekið greiðslur fyrir hljómleika sína síðan 1966, er hann margfaldur milljónamæringur. í stað þess að halda hljómleika til styrktar einhverju málefni, segir Lennon, að hann og kona hans Yoko Ono, muni einfaldlega gefa hluta þess fjár, sem þau þéna til verðugra málefna. „Ekki senda eitthvað um að koma og bjarga Indíánum og Svertingjum. Þeim, sem ég vil hjálpa, mun verða hjálpað með framlagi okkar, en það mun verða 10% af tekjum okkar,“ sagði hann í viðtali við tímaritið ágæta. Yoko sem segist vera sósíal- isti sagði: „Það er ekki hægt að neita því, að við lifum ennþá í kapitalískum heimi. Ég tel, að til þess að komast af og breyta heiminum verði maður fyrst að hugsa um sjálfan sig.“ BÆKUR SEM HITTA ÍMARK Asgeir Sigurvinsson Knattspymuævintýri Eyjapeyjans eftir Sigmund Ó. Steinarsson og Guöjón Róbert Ágústsson. Þetta er sérstæöasta íþróttabók sem gefin hefur verið út á íslandi, þar sem Ijósmyndir og texti, vinna sameiginlega aö kynningu á hinum þekkta knattspyrnu- kappa Ásgeiri Sigurvinssyni, allt frá þvi aö hann var lítill peyi í Vestmannaeyjum og haföi meö sér bolta til þess aö geta æft sig í kaffitímunum.til þess aö hann veröur einn þekktasti og besti knattspyrnumaður Evrópu. Þetta er sannarlega óskabók allra íþróttaunnenda, ungra jafnt sem aldinna. Komin er út ný bók í bókaflokknum Frömuðir landafunda, bókin um hinn mikia sæfaranda og landkönnuö KÓLUMBUS. Bókin er prýdd af Kristínu R. Thorlacius, en umsjón meö útgáfunni haföi Örnólfur Thorlacius. Þetta er bók um eitt mesta landkönnunarafrek mannkynssögunnar, um mikilmenni sem lét ekki skilningsleysi og þekkingarleysi samtíma síns setja sér skoröur, heldur lagöi út á hin óþekktu miö, og markaöi þar meö óútmáanleg spor í sögu mannkynsins. Fjallakúnstner segir frá Stefán frá Möðrudal rekur sögu sína eftir Pjetur Hafstein Lárusson. Sérstæö bók um sérstæöan listamann, sem ekki bindur bagga sína sömu hnútum og samferðamennirnir. Stefán hefur lifaö margbreytilegu lífi og ber svip uppruna síns, hinna hrikalegu Möörudalsöræfa, þar sem bjarndýr hafa sótt bæjarfólkiö heim meö óskemmtilegum afleiöingum, og Mööru- dals-Manga gerir sig heimakomna, löngu eftir aö jarövistardögun- um er lokiö. Stefán Jónsson, fjallakúnstner, segir frá á sinn skemmtilega og sérstæöa máta, og kemur í bókinni, eins og í myndum sínum, til dyranna eins og hann er klæddur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.