Morgunblaðið - 09.12.1980, Síða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
Eistland:
KGB eykur ofsóknir á
hendur andófsmönniun
Eistlendingar óttast að verða minnihluti í sinu eigin landi
Stokkholmi, 8. de«. AP.
RÚSSNESKA óryKfcislöKreKlan
hefur að undanförnu handtekið
fjölmarKa eistneska andófsmenn
<>K >?ert húsleit hjá öðrum, að því er
haft er cftir EistlendinKum í
Stokkhólmi. SeKja þeir auKljóst, að
þessar ofsóknir standi í samhandi
við þróun mála í Póllandi á síðustu
mánuðum.
Ants Kippar, einn af forystu-
mönnum eistneskra útlaKa í Sví-
þjóð, sagði fréttamanni AP, að
sovéska leynilögreglan (KGB) hefði
sl. fimmtudag hafið samræmdar
aðgerðir gegn andófsmönnum víða
um Eistland. I horginni Tartu var
arkitektinn Viktor Niitsoo handtek-
inn, sakaður um andsovéskan áróð-
ur, og leitað var á heimilium ýmissa
annarra.
Fram til þessa hafði KGB hand-
tekið 10 eistneska andófsmenn á
þessu ári og þar á meðal einn
leiðtoga þeirra, Mart Niklus, sem
A1 Asnam
skelfur enn
AlsirborK. de*. AP.
TVEIR MENN létust og 89 slös-
uðust í jarðskjálfta. sem varð i
gær á jarðskjálftasvæðunum ná-
lægt Al Asnam í Norður-Alsír.
Upptök skjálftans voru um 20 km
fyrir vestan borgina og mældist
hann 5,6 á Richter-kvarða.
10. október sl. lagði jarðskjálfti,
sem var að styrkleika 7,5, borgina
A1 Asnam og nálæg þorp í rúst.
A.m.k. á fjórða þúsund manns
fórust en margra er enn saknað.
Ekki er enn vitað um allar afleið-
ingar jarðskjálftans á sunnudag,
en eftir embættismönnum er haft,
að nokkurt tjón hafi orðið í
fjallaþorpum kringum A1 Asnam.
verið hefur í fangelsi í marga
mánuði, án þess að réttað hafi verið
í máli hans. Niklus, sem er fugla-
fræðingur að mennt, hóf hungur-
verkfall 29. ágúst sl. til að mótmæla
ofbeldi yfirvaldanna. 29. ágúst er
örlagaríkur dagur í sögu eistnesku
þjóðarinnar en þann dag árið 1939
gerðu Rússar og þýskir nasistar með
sér griðasáttmála þar sem Eystra-
saltsþjóðirnar voru ofurseldar
rússneskum kommúnistum.
Búist er við, að 40 eistneskir
rithöfundar og vísindamenn, sem í
október sl. skrifuðu undir opið bréf
til stjórnvalda, verði einnig fyrir
Salisbury, 8. des. AP
EDGAR Tekere. ráðherra I stjórn
Mugabes | Zimbabwe, og sjö líf-
verðir hans voru í Kær sýknaðir af
ákæru um að hafa myrt hvítan
hónda. Forseti dómsins, hvítur
Olía finnst
í Síberíu
Stokkhúlmi. 8. des. AP.
FRÉTTIR af gífurlegum olíu-
fundi í Vestur-Síberíu, sem ollu
miklum sviptingum á verðbréfa-
markaði víða um heim sl. föstu-
dag, voru mistúlkaðar en þó í
meginatriðum réttar, sagði tals-
maður sænska ráðgjafarfyrirtæk-
isins Petrostudies í dag.
ofsóknum lögreglunnar. í bréfinu
mótmæltu þeir handtöku ung-
menna, sem í október kröfðust
frelsis fyrir þjóð sína. Þeir bentu
einnig á vaxandi áhyggjur eistnesku
þjóðarinnar af því að verða að
lokum minnihluti í eigin landi.
Mörg hundruð þúsund Rússar
hafa sest að í landinu á umliðnum
árum og er nú svo komið, að
Eistlendingar eru aðeins 12.000
fleiri í sjálfri höfuðborginni, Tall-
inn. Margt er gert til að troða á
móðurmáli þeirra, eistneskunni, og
á barnaheimilum er það bannað, þar
gildir rússneskan ein.
maður. vildi sakfella Tekere fyrir
morðið en tveir svartir meðdóm-
endur hans voru á öndverðri skoð-
un.
Mikil fagnaðarlæti brutust út í
réttarsalnum þegar sýknudómurinn
var kveðinn upp og stuðningsmenn
Tekeres báru hann á höndum sér
syngjandi og dansandi. Tekere og
lífverðir hans voru handteknir í
ágúst sl. fyrir morðið á bóndanum
og einn lífvarðanna hafði viður-
kennt að hafa skotið hann.
Hvítir menn í Zimbabwe óttast
nú mjög, að afleiðingar dómsnið-
urstöðunnar verði þær, að hinum
herskárri í Þjóðarfylkingunni, sem
fer með völd í landinu, vaxi ásmeg-
in og telji sér allar leiðir greiðar.
Játningar
í Peking
Styrkur til norsks sjávarútvegs:
Zimbabwe:
Ráðherra sýknað-
ur af morðákæru
137 milljarðar
kr. á næsta ári
Óslú. 8. des. Frá fréttaritara Mbl.
EFTIR langar og strangar samn-
ingaviðra-ður náðist samkomulag
um helgina milli norsku ríkis-
stjórnarinnar og Samtaka út-
gerðarmanna og sjómanna um
styrk ríkisins við sjávarútveginn
á næsta ári. Samtals mun hann
nema um 137 milljörðum ís-
lenskra króna.
50 milljörðum kr. verður varið
til tekjuuppbótar hjá þeim, sem
stunda þorskveiðar, 17 milljarðar
fara til síldveiðimanna og rúmum
54 milljörðum verður varið til að
draga úr auknum kostnaði við
veiðarnar og til ýmissa félags-
mála. Einnig verður miklum fjár-
hæðum varið til að auðvelda
fækkun í norska fiskveiðiflotan-
um.
bremiir biargað úr rústum í Salerno:
Drukku vín og átu pip-
arávexti - og lifðu af
Salerno. Italíu. 8. dea. AP.
ÞRJÁR aldurhnignar manneskj-
ur, sem grófust í kjallara húss
síns fyrir fimmtán dögum, var
bjargað lifandi í dag. Kváðust
þau hafa lifað á sterkum pipar
og víni, en þó var verulcga af
þeim dreKÍð. að sögn lækna.
Þetta voru þau Pasquale Calza-
retta og Maria kona hans, bæði
73 ára og Fiore systir húsbónd-
ans, rúmlega sextug. Þau bjuggu
á bóndabæ á því svæði þar sem
eyðileggingin varð einna mest í
jarðskjálftunum. Björgunarmenn
segja að það sé allt að því
kraftaverk að fólkið skyldi vera
lífs eftir allan þennan tíma þrátt
fyrir vínið, en það var til þurrðar
gengið þegar þau náðust upp úr
kjallararústunum. Fólkið var
með háan hita og snert af lungna-
bólgu og lagt inn á sjúkrahús
tafarlaust.
Nú greina opinberar heimildir
frá því að 3.105 hafi látizt í
jarðskjálftunum, 1.575 er saknað
og flestir þeirra taldir af, og 7.671
slasaðist.
Peking. 8. des. AP.
PEKING-útvarpið sagði í dag, að
fyrrverandi yfirmaður kínverska
herráðsins, Huang Yong-shenK,
hefði játað fyrir rétti í dag að hafa
samþykkt pólitískar ofsóknir á
hendur mörg þúsundum manna,
sem haft hefðu dauðann i för með
sér fyrir marga þeirra.
Við réttarhöldin í dag játaði
einnig Yao Wen-yuan, bókmennta-
gagnrýnandi, sem með skrifum
sínum markaði upphaf menningar-
byltingarinnar, að hafa kynt undir
ólgu og upplausn og lagt blessun
sína yfir rógsskrif, þar sem ýmsir
leiðtogar þjóðarinnar voru kallaðir
„sporgöngumenn kapitalismans".
Ásamt Huang eru fjórir aðrir
fyrrv. herforingjar í „klíku Lin
Piaos" fyrir rétti, sakaðir um
samsæri um að hafa ætlað að
myrða Maó og taka völdin í sínar
hendur fyrir 10 árum. Huang er
•' ' i--
bono a oryn
OU IIUM*
rancrlpcra
ákært marga flokksmenn fyrir að
vera „útsendarar óvinarins" og
„njósnarar* C* ofsótt 7100
menn og valdið dauða 85 þeirra.
Frjálslyndur hers-
höfðingi hættir
San Salvador. 8. dfH. AP.
ALFONSO ADOLFO Majano, hers-
höfðingi, sem hefur verið álitinn
frjálslyndastur fimm manna her-
foringjastjórnar E1 Salvador, sagði
fréttamönnum um helgina að hann
væri ekki lengur meðlimur stjórn-
arinnar, samtíma því að tveir af
þremur óbreyttum borgurum í
stjórninni hótuðq að segja af sér, ef
ekki linnti ofbeldisverkum.
Útför forsætisráðherra Portúgals, Fransico Sa Carneiro, var
gerð i Lissabon á laugardaginn. Ráðherrann fórst i flugslysi á
fimmtudaginn.
„Farðu vel, vinur
- baráttunni verð-
ur haldið áfram“
Útför Sa Carneiro hin fjöl-
mennasta í sögu Portúgal
LÍHsabon 8. des. AP.
ÚTFÖR Sa Carneiro forsætis-
ráðherra var hin fjölmcnnasta í
sögu Portúgals, að því er segir í
fréttum. Fólk safnaðist saman
við klaustrið þar sem kista
forsætisráðherrans hafði legið í
viðhafnarhörum og siðan fór
likfylgdin 15 km leið um Lissa-
bonhorg og þúsundir manna
voru hvarvetna er líkfylgdin
fór um. Margir grétu hástöfum,
aðrir hrópuðu klökkum rómi:
„Sa Carneiro, farðu vel vinur,
baráttunni verður haldið
áfram." Báru margir flögg og
spjöld með viðlika áletrunum.
Portúgalskir stjórnmálasér-
fræðingar sögðu að forsætisráð-
herrann látni hefði aldrei i
lifanda lífi tekizt að draga svo
marga saman til kosningafund-
ar og nú flykktust til útfarar
hans.
Þegar athöfninni inni í guðs-
húsinu var lokið höfðu tugþús-
undir safnast saman fyrir utan
og lögðu af stað á eftir líkvagn-
inum meðfram Tejofljóti og upp
í hjarta borgarinnar til Alto do
Sao Joao. Fjölskylda Sa Carn-
eiro segir að síðar muni jarð-
neskar leifar hans verða fluttar
til heimaborgar hans, Oporto og
jarðsettar þar.
Sjónvarpað var frá athöfninni
sem stóð yfir í fimm klukkutíma
eða langtum lengur en ætlað
hafði verið.
í fréttum frá Portúgal í dag,
mánudag, segir að sem dagar líði
finni menn stöðugt meira fyrir
því hve þjóðin hafi misst mikið
við fráfall Sa Carneiro. Þar setji
kvíði og öryggisleysi nokkuð svip
sinn á mannlífið, en margir telji
þó að endurkjör Eanes forseta
muni verða til að þjappa þjóð-
inni saman á þessum örlagatím-
um — þrátt fyrir allt.
Myndin var tekin fyrir nokkru af þeim Snu Abercassis og ot
Carneiro, forsætisráðherra. Þau bjuggu saman undanfarin ár, þ<
svo að Sa Carneiro væri ekki skilinn að lögum við fyrrverandi koni
sína. Snu Abercassis var dönsk, áður gift portúgölskum rnanni. oj
lætur eftir sig tvö börn. Með fyrri konu sinni átti Sa Carneiro fimir
börn, sem eru uppkomin. Samband þeirra Snu Abercassis oji
forsætisráðherrans var umdeilt og nokkuð umtalað, en hvorugt léi
það á sig fá. Snu fylgdi honum síðustu árin á kosningaferðalöguni
og kom fram við hiið hans sem eiginkona væri.