Morgunblaðið - 09.12.1980, Qupperneq 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 9. DESEMBER 1980
47
Veriö velkomin í stærri
og betri búð að Laugavegi 66,
1. og 2. —
huOmtækjadeildJ
TwrnTkfTá
LAUGAVEG 66 SIMI 25999
Portúgal:
Lissabon. 8. des. AP.
„ÉG LEYFI mér að staðhafa að
þessi sigur sé sigur lýðræðisins i
Portúgal.“ sagði Kamalho Eanes,
við fagnandi stuðningsmenn sína,
er ljóst var laust eftir miðnætti
aðfaranótt mánudags, að hann
hafði verið endurkjörinn forseti
landsins með um 57,2 prósent
atkvæða og var það mun meira en
búizt hafði verið við. Soares Carn-
eiro, frambjóðandi Alianca Demo-
ratica fékk 39,5 prósent var það á
hinn bóginn mun minna en margir
höfðu ætlað fyrir kosningarnar. Á
sunnudaginn var það hald manna
að Portúgalar myndu snúast
meira til fylgis við Soares Carn-
eiro vcgna fráfalls forsætisráð-
herrans á fimmtudagskvöldið, en
sú varð ekki raunin á. Fyrstu tölur
bentu þó til þess að úrslitin yrðu
mjög tvisýn og fram eftir talningu
munaði oft litlu á þeim Soares
Carneiro og Eanes, en eftir að
tölur fóru að berast úr borgum og
bæjum. einkum í suðri var sýnt að
Eanes myndi ná tilskildum og
lögmætum meirihluta atkvæða.
Kjörsókn var um 88,5 prósent og
svipuð víðast hvar um landið hlut-
fallslega. Þegar um fimmtíu pró-
sent atkvæða höfðu verið talin lá
sigur Eanes fyrir og Soares Carn-
eiro viðurkenndi ósigur sinn: „Ég
óska Eanes forseta til hamingju og
vona að hann muni halda í heiðri
þau heit sem hann gaf í kosninga-
baráttunni." Þar átti hann meðal
annars við þær yfirlýsingar Portú-
galsforseta, að hann vonaðist til
samstarfs við meirihlutastjórn AD,
sem kjörin var til að stjórna
landinu næstu fjögur árin, en eins
og margsinnis hefur komið fram í
fréttum var mjög stirt samkomulag
milli Eanes forseta og Sa Carneiro,
hins látna forsætisráðherra. Hafði
Sa Carneiro hótað að segja af sér ef
Eanes næði endurkjöri. Freitas do
Amaral sem tók við embætti for-
sætisráðherra hafði einnig gefið
sams konar yfirlýsingu. í viðtali í
portúgalska sjónvarpinu þegar úr-
slit lágu fyrir kvaðst do Amaral þó
ekki vilja segja til um það, hann
myndi íhuga það vandlega og láta
frá sér heyra fljótlega. Er getum að
því leitt að do Amaral þætti teflt í
tvísýnu vegna þess óvissuástands
sem er að forsætisráðherra lands-
ins látnum, ef hann neitaði að
vinna með forsetanum. Ríkisstjórn-
in afhenti afsagnarbeiðni sína Ean-
es forseta í dag síðdegis. En þar
sem AD hefur meirihluta á þingi er
trúlegt að Eanes muni snarlega fela
einhverjum forystumanna AD að
mynda stjórn. Ekki er vitað hvort
samstaða verður um að do Amaral
tæki að sér myndun slíkrar stjórn-
ar, þar sem þingstyrkur PSD-Sósí-
aldemókrataflokksins er mun
meiri. Nokkrir hafa verið nefndir
sem hugsanlegt forsætisráðherra-
efni, oftast hefur heyrst nafn Mota
Amaral (óskyldur do Amaral með
öllu) frá Azoreyjum, maður liðlega
fertugur og nýtur mikils álits innan
Sósíaldemókrataflokksins.
I fréttum frá Lissabon segir að
ríkisstjórnin hafi á fundum sínum
um helgina komizt að þeirri niður-
stöðu, að ekki tjóaði annað en reyna
til þrautar samstarf við forsetann,
ella gæti allt farið í ringulreið og
voða í landinu og orðið aðeins
vinstri mönnum og kommúnistum
til framdráttar.
Fjórir aðrir frambjóðendur við
forsetakjörið voru Carvalho fyrr-
verandi hershöfðingi og frægur í
byltingunni 1974, Pires Veloso,
Roderigues og de Melo og fengu þeir
sáralítið atkvæðamagn enda hafði
fyrirfram verið búizt við því að
meginbaráttan stæði milli Soares
Carneiro og Eanesar forseta.
Kosningarnar fóru yfirleitt fram
með friði og spekt, en nokkur hópur
manna gerði þó hróp að Eanes er
hann kom á kjörstað og kallaði
hástöfum að hann væri morðingi og
hellti yfir hann skömmum. Engin
svipbrigði sáust á forsetanum.
I kosningunum 1976 fékk Eanes
um 61 prósent atkvæða. í fréttum
frá Lissabon segir að almenningur
hafi áreiðanlega hyllzt til að kjósa
hann, vegna þess að þrátt fyrir hik
sem hann hafi sýnt í pólitísku
tilliti, hafi hann þó traust megin-
þorra almennings, hann sé öllum
þekktur og ekki hvað sízt hafi
kosningabarátta hans þótt sérdeilis
prúðmannleg.
Eanes forseti er fæddur 25. janú-
ar 1935. Hann er giftur og tveggja
barna faðir, en mjög sjaldgæft er
að fjölskylda hans koma fram með
honum.
f
Veður
Akureyri -5 snjókoma
Amsterdam 0 sól
Aþena 15 heiðskírt
Barcelona 11 heiöskírt
Berlín +7 sólskin
Brussel 3 snjókoma
Chicago 15 skýjað
Denpasar 32 skýjað
Dublin 3 heiöskírt
Feneyjar 4 léttskýjað
Færeyjar 7 rigning
Frankfurt +12 skýjað
Genf 4 skýjað
Helsinki +7 heiðskírt
Hong Kong 21 heiðskírt
Jerúsalem 17 heiðskírt
Kaupmannahöfn -5 skýjað
Kairó 21 heiöskírt
Las Palmas 19 skúrir
Lissabon 15 heiöskírt
London 4 sólskin
Los Angeles 18 skýjað
Madrid 9 sólskir
Mexicoborg 22 heiðskírt
Moskva +10 skýjað
Nýja Dehli 24 heíðskírt
New York 16 heiðskirt
Ooló +4 skýjað
París 4 skýjrð
Perth 24 skýjað
Reykjavík 4 rigning
Ríó de Janeiro 33 skýjaö
Rómaborg 5 bjart
Stokkhólmur +4 skýjað
Sydney 25 rigning
Vancouver +5 skýjaö
Vínarborg +3 skýjað
Forseti hylltur — Stuðningsmenn Antonio Ramalho Eanes forseta,
sigurvegarans í forsetakosningunum i Portúgal, óska honum til
hamingju.
Þetta gerdist 9. desember
1625 — Englendingar og Hollend-
ingar ákveöa að styðja Kristján IV í
baráttu hans gegn Þjóðverjum.
1798 — Karl Emmanúel af Sardiníu
leggur niður völd.
1824 — Her Símons Bolivars sigrar
her Spánverja við Ayacucho, Perú.
1905 — Aðskilnaður ríkis og kirkju
í Frakklandi fyrirskipaður.
1917 — Uppgjöf Tyrkja í Jerúsalem
— Rúmenar semja vopnahlé við
Miðveldin.
1919 — Bandaríkin hætta þátttöku
í Versalaráðstefnunni.
1934 — Átök milli eþíópískra og
ítalskra hermanna á landamærum
ítalska Somalilands og Eþíópíu.
1940 — Áttundi brezki herinn hefur
sókn í Norður-Afríku.
1944 — Her Bandamanna rýfur
varnarlínu Þjóðverja skammt frá
Aachen.
1946 — Bandalag múhameðstrú-
armanna hundsar stjórnlagaráð-
stefnuna á Indlandi.
1955 — Adnan Menderes myndar
stjórn í Tyrklandi.
1962 — Tanganyika verður lýðveldi
í brezka samveldinu.
1971 — Indverskt herlið umkringir
Dacca, höfuðborg Austur-Pakistan.
1976 — Allsherjarþingið hvetur til
friðarráðstefnu ísraels og Araba-
ríkja með þátttöku Frelsissamtaka
Palestínu (PLO).
Afmæli. Gustaf Adolf Svíakonungur
(1594—1632) — John Milton, enskt
skáld (1608—1674) — Douglas Fair-
banks Jr., bandarískur leikari
(1909----) — Kirk Douglas, banda-
rískur leikari (1916--).
Andlát. 1641 Anthony Van Dyck,
listmálari.
Innlent. 1749 Skúli Magnússon
skipaður landfógeti — 1926 Sjö hús
brenna á Stokkseyri — 1932 Helgi
Tómasson verður aftur yfirlæknir á
Nýja Kleppi — 1956 Olíuflutn-
ingaskipið „Hamrafell" kemur —
1958 Olafi Thors falin stjórnar-
myndun — 1967 Hegrinn hverfur —
1978 Trúarfeður mótmæla sænskri
bók um Jesúm.
Orð dagsins. Sameiginlegt böl
mannkynsins: heimska og fáfræði
— William Shakespeare, enskt
leikskáld (1564-1616).
OPTONICA
orrofon
Kaupendur geta nú einnig hlust-
aö á okkar ágætu hljómburðar-
tæki í sérstöku hljómstúdíói þar
sem hljómburöur er nánast full-
kominn.
Sigur Eanes varð meiri
en ætlað hafði verið
I
Opnum
nýja, stærri og betri búö aö Laugavegi 66.
Höfum einnig tekiö í notkun stórt hús-
næði á 2. hæð viö Laugaveg 66.
,i.i . , i,i' . i ■. . . r ■ 'ii ^ar sýnum viö hljómtæki,
X- « : • •.•.• • ••: ••• sjonvorp, mikrofona, reikmvelar,
tölvur, pick-up, videotæki o.fl. frá
^PIONEER
✓ i/vno
SHARP