Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980
Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra:
Mesti munur á^súrálsverði
til Noregs og ÍSALs 36%
og minnsti munurinn 18%
„ÞESSAR tölur eru meðaltalstölur, en munurinn íer minnkandi
á árahilinu," sagði Iljörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, er
Mbl. spurði hann í gær nánar út í ummæli hans á Alþingi í
fyrradag. að á því árabili, sem hann hefði látið rannsaka, hefði
verð á súráli til Noregs verið 25% læt;ra. en það súrálsverð, sem
ÍSAL tfreiddi og í Japan hefði cif-verð á súráli verið 50% læjjra
en hér á árunum 1974—78.
Hjörleifur sagði, að á árinu
1974 hefði fob-verð súráls til
Noregs verið 28% lægra en það
verð, sem ÍSAL var gert að
greiða, árið 1975 var munurinn
26%, árið 1976 var hann 36%,
árið 1977 var hann 21% og árið
1978 var súrálsverð til Noregs
18% lægra en það verð, sem
ISAL var gert að greiða.
Varðandi samanburð við Jap-
an tók Hjörleifur fram, að þar
væri um cif-verð að ræða í
Japan, en árið 1975 hefði það
verið 67% lægra en það verð,
sem ÍSAL var gert að greiða,
30% lægra árið eftir, 29%
lægra 1977 og 21% lægra árið
1978.
Hjörleifur sagði, að þótt ekki
væri hægt að fullyrða á þessu
stigi, að þessar tölur mætti
taka bókstaflega til saman-
burðar við verð ISALs, þá gæfu
þær engu að síður ákveðna
vísbendingu.
Mbl. spurði iðnaðarráðherra,
hvaða álver væru inni í þessum
dæmum, til dæmis í Noregi,
hvort í þeim hópi væru álver,
sem Alusuisse er eigandi að.
Ráðherrann sagðist ekki hafa
slíka sundurliðun undir hönd-
um og hann kvaðst ekki vilja
láta uppi, hverjar heimildirnar
væru að baki þessara talna.
„Þessar upplýsingar eru fengn-
ar frá aðilum í þessum löndum,
en ég vil ekkert fullyrða um
það, hvaða einstök fyrirtæki
eru inni í þessum dæmum,“
svaraði ráðherrann, er Mbl.
ítrekaði framangreindar spurn-
ingar.
Fjöldi manns heimsótti útvarpið í gær, en þar var opið hús og starfsmenn kynntu gestum starísemi
útvarpsins, sem verður 50 ára á morgun. Stefán Jón Hafstein leiðir hér einn hópinn í allan
sannleika um útvarpið. en stöðugur straumur gesta var frá því snemma um morguninn og fram
eftir degi og voru gestir margfalt fleiri en útvarpsmenn áttu von á. Ljómn. Kristinn.
Stereo-útsendingar útvarps-
ins hef jast á laugardag
Stjórn Iðju:
Mótmælir harðlega
hækkun vörugjalds
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt eftirfarandi fréttatil-
kynning frá Iðju. félagi verk-
smiðjufóiks í Reykjavík:
Stjórn Iðju, félags verk-
smiðjufólks mómælir harðlega
frumvarpi því sem fram er
komið á Alþingi um all veru-
lega hækkun vörugjalds af öli,
gosdrykkjum og sælgæti. Verði
frumvarpið að lögum mun það
leiða til umtalsverðra hækkana
á þeim vörutegundum, sem um
er að ræða, og því ærin ástæða
til að óttast, að all verulega
dragi úr sölu þeirra. Afleiðing-
in verður því sú, að fyrirtækin
verða að draga úr framleiðsl-
unni en það mun óhjákvæmi-
lega leiða til fækkunar starfs-
fólks í umræddum iðngreinum.
Því er afkomu og atvinnuöryggi
ófyrirsjáanlegs fjölda fólks
stefnt í hættu.
Stjórnin tekur heilshugar
undir mótmæli þau sem fram-
komin eru frá hundruðum fé-
lagsmanna varðandi hækkun
vörugjaldsins og færir þeim
jafnframt þakkir fyrir þeirra
framlag og framtakssemi, sem
ber vott um framsýni, dugnað
og ótvíræða samstöðu.
Stjórnin varar ríkisvaldið al-
varlega við þeim afleiðingum er
koma munu í kjölfarið verði
frumvarpið samþykkt sem lög
frá Alþingi.
Á MORGUN 20. desember á 50
ára afmæli Ríkisútvarpsins hefst
tveggja rása útsending eða ster-
eoútsending á dagskrárefni á
hluta af FM-dreifikerfi þess.
Hefst það með útsendingu frá
afmælishátið úr Þjóðleikhúsinu
kl. 16.00. Þetta kom fram á
blaðamannafundi. sem for-
svarsmenn Rikisútvarpsins boð-
uðu til i gærdag.
Um árabil hefur Rikisútvarpið
verið að auka við svokallað
FM-dreifikerfi sitt. Hefur aukn-
ingin farið eftir efnahag á hverj-
um tima.
Vegna meira tíðnirýmis á 3m
bylgjusviðinu sem sent verður út á
er leyfilegt að nota þar jafnvel
svokallaða breiðbands-tíðni-mót-
un, sem ekki er leyfð á lengri
bylgjulengdum. Þetta þýðir aukin
tóngæði og minna suð í móttöku.
Til þessa hefur aðeins verið sent
út á einni rás (mono) eins og á
lang- og miðbylgjunni. Þýðir það
að hlustandi skynjar öll hljóð eins
og þau komi úr sama punkti eða úr
hátalara viðtækisins.
Til þess að hlustandi skynji
hljóðin eins og þau komi úr
mismunandi áttum (rúmvídd),
þarf upptaka, útsending og við-
taka að vera minnst tveggja rása
og hljóðin auk þess tekin upp á
sérstakan hátt eða í þrívídd, og er
þá munur á hljóðinu í rásunum.
Er tveggja rása útsending á slíkri
upptöku því kölluð stereo-útsend-
ing. Er þar verið að notfæra sér að
menn skynja úr hvaða átt hljóð
kemur með því að ákvarða styrk-
mun, tímamun og blæbrigðamun
sama hljóðs við tvö eyru.
Að lokum er hægt að hugsa sér
einfalda upptöku (ekki stereo)
senda út á tveimur rásum. Yrði þá
hljóðið það sama í báðum rásun-
um og því engin rúmvídd i móttök-
unni, jafnvel þótt notaður sé
tveggja rása móttakari með
tveimur hátölurum. Yrði slík mót-
taka því lík einnar rásar móttöku.
Tveggja rása FM-útsending
Ríkisútvarpsins verður blanda af
þessu tvennu. Stór hluti af
dagskrárefninu verður sendur út í
tveggja rása stereo. Verður það
aðallega tónlist af hljómplötum,
segulböndum og beinar útsend-
ingar og síðar eitthvað af leikrit-
um og öðrum þáttum. Annað efni
eins og t.d. fréttir og viðtöl verður
að vísu sent út á tveimur rásum,
en sama hljóð á báðum.
Til að njóta stereo-útsendingar
til fulls, þarf hlustandinn að hafa
sérstakt tveggja rása stereo-við-
tæki. Nú hafa ekki nærri allir
hlustendur stereo-viðtæki og ekki
hægt að eyðileggja viðtöku hjá
þeim. Er því nýja útsendingar-
kerfið hannað þannig að það er
samræmanlegt. Verður sent út á
sömu tíðni og notuð sama rad-
io-tíðni — bandvídd á sendunum
og áður þótt um tvær hljóðrásir sé
að ræða.
Allir eldri FM-sendarnir hafa
nú verið stækkaðir með tilliti til
þessa, en hlustendur verða eigi að
síður að koma sér upp útiloftnet-
um eða bæta loftnetskerfin í
fjölbýlishúsum.
Leyfi til reksturs
pylsuvagna kost-
ar 270 þúsund
BORGARSTJÓRN samþykkti I
gærkveldi tillögu um að fyrir
leyfi til reksturs pylsuvagna ætti
að greiða 270 þúsund krónur á
ári. Gjalddagar eiga að vera 15.
janúar og 15. júlí ár hvert.
Atkvæði féllu þannig að 8 borg-
arfulltrúar meirihlutans voru til-
lögunni sammála en borgarfull-
trúar Sjálfstæðisflokksins voru
henni andvígir.
í upphafi var þess getið að
tveggja rása útsending yrði aðeins
á hluta FM-dreifikerfisins nú í
byrjun. Verður það aðeins 4 þeim
hluta þess þar sem notast verður
við endurútsendingu frá FM-send-
inum í Vatnsendastöðinni.
Svæði þetta nær yfir Vestur-
land til Vestfjarða og Suðprland
til Hornafjarðar. Norður-, austur-
og Norðvesturland verða ekki
tveggja rása að sinni. En undir-
búningsvinna og könnun á hvernig
best verður að koma tveggja-
rása-dagskrárefni til FM-send-
anna á þessum svæðum þegar
hafin og stefnt að því að koma
slíkri sendingu á fyrir næsta
haust.
Greenpeace
mótmælir
flutningi á
háhyrning-
um til Kanada
GREENPEACE samtökin í Kan
ada hafa lýst sig andvíg þeirri
hugmynd, að háhyrningar frá
íslandi verði fluttir þangað, en
sa'dýrasafn í Vancouver hefur
sýnt því máli áhuga. Samtökin
eru andvíg háhyrningaveiðum
þar sem þau telja þær valda
dýrunum tjóni og að þau sæti illri
meðferð.
Þá segja Greenpeace samtökin
að háhyrningar þoli ekki langa
vist í búrum, hún hindri eðlilega
starfsemi og þroska þeirra og
meðferð þeirra sé þar í mörgu
ábótavant. Þá segir einnig í frétt
frá samtökunum, að þær háhyrn-
ingaveiðar, sem leyft sé að stunda
frá íslandi, byggi ekki á vísinda-
legum rannsóknum og geti því
höggvið nærri stofninum.
Fjórir háhyrningar eru nú í
vörzlu Sædýrasafnsins í Hafnar-
firði og sagði Hrafnkell Ásgeirs-
son lögfræðingur að ekki væri
gengið frá samningum um sölu
dýranna. Kvað hann þau hafast
vel við og vera hin sprækustu, éta
vel og sýna eðlilega hegðun og
hreyfingar. Þá sagði hann há-
hyrningaveiðar mikilvægar þar
sem þær gæfu góðar gjaldeyris-
tekjur og taldi mjög ólíklegt að
veiðarnar hér við land gengju
nærri stofninum.
Boeing 737 mikil aft-
urför frá Boeing 727
— segir Kristján Egilsson, formaður FÍA
„MIÐAÐ VIÐ Boeing 727, sem annast stærstan hluta millilanda-
flugsins i dag, þá teljum við það mikla afturför, að fara að fljúga
Boeing 737 yfir hafið. með tilliti til flugöryggis. í Boeing 737 eru
aðeins tveir menn i stjórnklefa í stað þriggja í flestum öðrum
vélum og hún er aðeins knúin tveimur hreyflum í stað þriggja eða
fjögurra á öðrum vélum,“ sagði Kristján Egilsson, formaður FÍA,
Félags islenzkra atvinnuflugmanna i samtali við Mbl. er hann var
inntur álits á Boeing 737 þotum til flugs til og frá íslandi, en eins
og skýrt hefur verið frá i Mbl. hcfur Arnarflug nú pantað slika vél,
sem væntanlega verður til afhendingar vorið 1982.
.Boeing 737 vélin hefur af- mati að fá góðan varaflugvöll?
skaplega takmarkað flugþol og
því rýrir það gildi hennar mikið
hér á landi, þar sem enginn
almennilegur varaflugvöllur er
fyrir hendi, og við þurfum því
iðulega á vetrum að nota okkur
varaflugvelli erlendis. Þessi
mynd myndi því óneitanlega
breytast til batnaðar væri komið
upp hér á landi góðum vara-
flugvelli fyrir millilandaflugið,"
sagði Kristján ennfremur.
Er þá nægjanlegt að ykkar
„Nei, það er ekki nægjanlegt, þó
svo það sé skref í rétta átt. Það
er ekki hægt að horfa framhjá
þeirri staðreynd, að þessi vél
hefur aðeins tvo hreyfla og ég
held að enginn sé hrifinn af því
að fljúga slíkri vél með 130
farþegum á einum hreyfli yfir
hafið bili annar þeirra," sagði
Kristján.
Flugmenn hafa gagnrýnt mjög
fækkun í flugstjórnarklefa úr
þremur í tvo, hvað er það helzt
sem mælir gegn því? — „I fyrsta
lagi sjá augu betur en auga, auk
þess sem sífellt er verið að gera
meiri kröfur til flugmanna, t.d.
með lækkuðum veðurlágmörk-
um. Að mínu mati veitir alls
ekki af þremur mönnum við að
vinna þau verk, sem vinna verð-
ur.
Þá er hægt að taka dæmi af
því, að verði einhver bilun aftur
í vélinni, þá þarf annar tveggja í
stjórnklefa að yfirgefa hann og
því aðeins einn við stjórnvölinn,
í stað tveggja. Þá má nefna það,
að verði bilun í aðflugi eða
fráflugi, þá er ekki fyrir hendi sú
staða sem af öllum er talin
æskileg, þ.e.a.s. einn flýgur vél-
inni og annar fylgist með, því
annar tveggja þyrfti að ráða
fram úr biluninni," sagði Krist-
ján Egilsson, formaður FÍA, að
síðustu.