Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.12.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 Ný skattheimta á iðnaðinn: Atvinnuöryggi 600 manna ógnað - segja stjórnarandstæðingar Morgunblaðið til umræðu í ræðustólefri deildar Nýr skattur, vörugjald á sælgæti, öl og gosdrykki, sem geía á ríkissjóði 3lÆ milljarð króna 1981, varð tilefni hvassra skoðanaskipta í efri deild Alþingis í fyrrakvöld. Hluti þeirrar umræðu verður efnislega rakinn hér á eftir. Vörugjald, sælgæti og blaðamennska Ólafur Ragnar Grímsson (Abl), framsögumaður meirihluta fjárhagsnefndar efri deildar, sagði vörugjald fyrst hafa verið lagt á sælgæti og öl 1939. Árið 1960, á tímum viðreisnar, sem alþýðu- flokks- og sjálfstæðismenn lof- syngi mjög, hafi þetta gjald verið hækkað um 200%. Væri það gjald framreiknað til núgildis myndi það margfalt hærra en það gjald, sem nú væri talað um að leggja á þessar vörutegundir. Ólafur Ragnar sagði að Davíð Scheving Thorsteinsson hefði sagt á fundi nefndarinnar að þetta mál væri „smámál í samanburði við þörfina á að hækka jöfnunargjald- ið“. Litið hafi hins vegar farið fyrir þessari yfirlýsingu formanns iðnrekenda í Morgunblaðinu, né hún komist til viðkomandi starfs- fólks í iðnaði og verksmiðjueig- enda, sem sent hafi Alþingi harð- orð mótmæli. Er hér var komið máli Ólafs Ragnars hefur honum að líkindum fundizt þingfréttamaður Morgun- blaðsins lítt vökull við hlustun, því hann ávarpar hann úr ræðustól deildarinnar, efnislega á þessa leið: „Já, ég vona að þingfréttarit- ari Morgunblaðsins, sem greini- lega er iðjulaus við skriftir uppi á svölum, muni eftir því að koma til lesenda sinna að formaður iðnrek- enda, sem mjög er talað við í Morgunblaðinu, hafi talið þetta frumvarp smámál og þessa hækk- un smámál í samanburði við þörfina fyrir hækkun jöfnunar- gjaldsins. (Hér greip Eyjólfur Konráð fram í: Er það formaður þingflokks sem talar svo?) „Nei, það er unnandi frjálsrar pressu sem talar svo við þingfréttamann þess blaðs, sem oftast og tíðast hefur talið sig flytja sannar frétt- ir af umræðum og störfum þings- ins.“ (Hér grípur Stefán Jónsson fram í: Og hefur gert í mörg ár.) „Og hefur staðið sig vel í þeim efnum samanborið við marga aðra.“ „Starfsfólki hótað uppsögnum“ Óiafur Ragnar sagði að hækkun Stjórnarliðar og alþýðuflokksmenn: Samþykktu áfram- haldandi skatt á gjaid- eyri til ferðamanna ALÞINGI að áfram gjald á eyri, svo hefur samþykkt skuli lagt 10% ferðamannagjald- sem verið hefur undanfarin ár. Áfram verð- ur því í gildi tvöföld geng- isskráning hér á landi, það Þrenn ný lög frá Alþingi ÞRENN lög voru samþykkt frá Neðri deild AJþingis í fyrrakvöld, en þá stóð þingfundur fram yfir miðnætti og var mikill fjöldi mála til umræðu. Lögin sem samþykkt 'voru, eru Samningur um aðstoð i tollamál- um. Lög um Lífeyrissjóð starís- manna rikisins og Lög manntal. um er venjuleg gengisskráning og skráning gengis til ferða- manna. Áður en frumvarp þessa efnis var samþykkt, var felld að við- höfðu nafnakalli i Neðri deild Alþingis, tillaga frá Halldóri Blöndal um að lækka álagninguna á ferðamannagjaldeyrinn í 5%. Er Halldór mælti fyrir tillögu sinni, kvaðst hann að vsiu vera andvígur allri skattheimtu á gjaldeyri, en þar sem hann teldi betra að hafa skattinn lægri en hærri, flytti hann tillögu um 5% gjald. Allir þingmenn Sjálfstæðis- flokksins í Neðri deild, sem í stjórnarandstöðu eru, greiddu at- kvæði gegn framiengingu gjald- eyrisskattsins, og einnig einn þingmanna Alþýðuflokksins. Aðr- ir þingmenn Alþýðuflokksins, framsóknarmenn, alþýðubanda- lagsmenn og sjálfstæðismennirnir Friðjón Þórðarson, Pálmi Jónsson og Eggert Haukdal, voru fylgjandi áframhaldandi 10% skatti á gjaid- eyri til ferðamanna. á súkkulaði og brjóstsykri aðeins nema 7,1% til 9,3%. Það er nú öll hækkunin á sæígætið. Hækkunin á gosdrykkjum og öli er frá 23,3% í 26,1%. En þessi vara hækkaði mun meira á árinu 1980, eða um 72%, en var meðan Alþýðubanda- lagið fór með verðlagsmál í ríkis- stjórn. Það eru því ekki líkur á að þessi viðbótarhækkun muni leiða til samdráttar og stórfellds atvinnuleysis í greininni eða sé tilefni þess að forstjórar þessara verksmiðja rjúki til með því að hóta starfsfólki uppsögnum. Ólafur Ragnar sagði það svo sérstakan kapítula um atvinnu- rekendavaldið í þessu landi að fyrst skuli starfsfólkinu vera sagt upp — og síðan komið með undirskriftalista til þess með áskorun til þingsins um að falla frá þessu vörugjaldi á öl og sælgæti. Atvinnuöryggi 600 manns ógnað Eyjólfur Konráð Jónsson (S) sagði formann þingflokks Alþýðu- bandalagsins senda iðnverkafólki og formanni Iðju kaldar kveðjur fyrir það eitt að það uggir um atvinnuhorfur sínar, ef nýr skatt- ur kemur til, sem gerir rekstr- argrundvöll framleiðslunnar erf- iðari og samkeppnisaðstöðuna veikari. Efnispunktar í máli Ey. Kons vóru annars þessir: • Á sl. sumri vóru gerðar ráðstaf- anir með bráðabirgðalögum til að styrkja erfiða stöðu sælgæt- isiðnaðar í landinu. • Nú nokkrum mánuðum síðar söðlar ríkisstjórnin um og telur framleiðsluna þann veg í stakk búna, að íþyngja megi henni verulega með nýjum skatti í ríkishítina. • Samhliða er svo ráðgert að fella niður styrki til íslenzkrar iðn- þróunar um leið og sú vernd, sem iðnaðurinn hefur notið vegna aðlögunar að fríverzlun, hverfur. • Með þessum skattaálögum, ofan á erfiða rekstrarstöðu er atvinnuöryggi 600 manns ógnað. • Tekjuáætlun af þessum skatti nemur 3,4 milljarði króna, sem er vafalaust of há áætlun vegna fyrirsjáanlegs samdráttar í sölu, ef frumvarpið verður sam- þykkt. • Þetta nýja gjald mun hinsvegar hækka vísitölu um 0.26%, sem skv. áætlun Þjóðhagsstofnunar leiðir til aukinna launa- greiðslna í landinu, hjá ríki og atvinnuvegum, frá 2,1—2,9 milljarði króna. Tekjuaukning- in (fyrir ríkissjóð) af frumvarp- Eyjólfur Konráð Jónsson. Ólafur Ragnar Grimsson. Karl Steinar Guðnason. inu fer þá að vera í meira lagi vafasöm, að ekki sé talað um „niðurtalningu" og atvinnuör- yggi viðkomandi starfsfólks. • Aðdróttanir Ólafs Ragnars í garð iðnverkafólks, að það láti kúga sig til undirskriftar á áskoranir til þingsins, er og bæði smekklaus og ósanngjörn. Sama máli gildir um glósur hans um verðhækkanir í við- skiptaráðherratíð Tómasar Árnasonar. Frumvarp þetta, sem er að vísu dropi í skattahafið, og því smámál borið saman við 60—70 milljarða skattauka tveggja sl. ára, er enn einn vitnisburðurinn um stjórn- leysið og upplausnina, aðförina að atvinnuvegunum og fjármálakerfi landsins og í samræmi við þrælút- færða verðbólgustefnu núverand ríkisstjórnar. Loks gerði Ey. Kon grein fyrir stöðu einstakra at vinnugreina: sjávarútvegs, land búnaðar, iðnaðar og verzlunar Undirstaðan væri hvarvetna að gliðna, fyrst og fremst vegna skatta- og dýrtíðaraukningar, sem væru ær og kýr þessarar vinstri stjórnar. Verkafólk lítilsvirt Karl Steinar Guðnason (A) sagði Ólaf Ragnar hafa lítilsvirt verkafólk á þann hátt sem fátítt sé í þingsölum, er hann staðhæfi að undirskriftir 400 iðnverka- manna, til mótmæla á þessu gjaldi, séu „tilkomnar vegna hót- ana atvinnurekenda". Við vitum öll að atvinnuástandið í landinu er orðið ótryggt og mótmæli stjórnar Iðju og iðnverkafólks gegn því að gera atvinnuástandið í þessari iðngrein enn ótryggara eru gerð af ríkulegu tilefni. Hann las mót- mæli stjórnar Iðju en þar stendur m.a. „Verði frumvarpið að lögum mun það leiða til umtalsverðar hækkana á þeim vörutegundum. Ástæða er til að ætla að allveru- lega dragi úr sölu þeirra. Afleið- ingin verður sú að fyrirtækin verða að draga úr framleiðslunni sem mun óhjákvæmilega leiða til fækkunar starfsfólks í umræddum iðngreinum ...“ „Stjórnin varar ríkisvaldið alvarlega við þeim af- leiðingum er koma munu í kjölfar- ið verði frumvarpið samþykkt sem lög frá Alþingi." Ég mótmæli umsögn Ólafs Ragnars um mótmæli iðnverka- fólks og skora á stjórnarsinna að draga þetta frumvarp til baka, sagði Karl Steinar. Við Alþýðu- flokksmenn munum standa gegn þessu frumvarpi vegna þess að við erum sannfærðir um að það muni leiða til atvinnusamdráttar. Stjórnarliðar vildu ekki fella niður barnaskattana TILLAGA Halldórs Blöndal, eins þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um að barnaskattar á árinu 1980 verði felldir niður. var felld á Alþingi í gær. Tillaga llalldórs gcrði ráð fyrir þvi að skattar á börn og ungiinga yrðu gefnir eftir að þessu sinni, vegna þess hve seint álagningin kom, og vegna þess að fólki hefði ekki verið nægilega Ijóst að umræddir skatt- ar myndu bætast við skattbyrði þcss, sem væri ærin fyrir. Minnti Halldór í þessu samhandi á for- dæmi fjölmargra sveitarfélaga, er hefðu fellt niður útsvör barna og unglinga. Þeir sem greiddu atkvæði með tillögu Halldórs, og vildu fella barnaskattana niður, voru eftir- taldir þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins: Halldór Blöndal, Sverrir Her- mannsson, Albert Guðmundsson, Birgir ísl. Gunnarsson, Friðrik Sophusson, Geir Hallgrímsson, Jós- ef H. Þorgeirsson, Matthías Bjarna- son, Matthías Mathiesen, Ólafur G. Einarsson og Steinþór Gestsson. Einnig eftirtaldir þingmenn Al- þýðuflokksins: Benedikt Gröndal, Jóhanna Sigurðardóttir og Magnús H. Magnússon. Þeir þingmenn Neðri deildar, sem vildu ekki fella niður skatta á börn, voru Alexander Stefánsson (F), Eggert Haukdal (S), Friðjón Þórð- arson (S), Guðrún Hallgrímsdóttir (Abl). Guðm. G. Þórarinsson (F), Guðrún Helgadóttir (Abl), Halldór Ásgrímss. (F), Hjörleifur Gutt- ormsson (Abl), Ingólfur Guðnason (F), Ingvar Gíslason (F), Ólafur Þórðarson (F), Páll Pétursson (F), Pálmi Jónsson (S), Ragnar Arnalds (Abl), Skúli Alexandersson (Abl), Stefán Valgeirsson (F), Sigurgeir Bóasson (F), Svavar Gestsson (Abl), Vilmundur Gylfason (A) og Þórður Sigurjónsson (F).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.