Morgunblaðið - 19.12.1980, Síða 28

Morgunblaðið - 19.12.1980, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 Elín Þorkelsdótt- ir - Minningarorð Hinn 13. desember sl. lést að heimili sínu hér í borg frú Elín Þorkelsdóttir, Freyjugötu 46, 77 ára að aldri. Frú Elín var fædd á Eyrar- bakka, 13. ágúst 1903, dóttir heið- urshjónanna Þorkels Þorkelsson- ar (f. 21/5 1863 - d. 21/1 1931), útvegsbónda og formanns þar og konu hans, Sigríðar Gísladóttur (f. 8/2 1872 - d. 24/9 1917), frá óseyrarnesi. Bjuggu þau fyrst í Óseyrarnesi, þar sem þau bæði voru fædd, síðar í Gerðiskoti í Flóa, en lengst af á Eyrarbakka. Þaðan og úr Þorlákshöfn rak Þorkell, faðir Elínar, útveg sínn og stóð formennskutíð hans fram- undir fjörutíu ár án áfalla og segir það sína sögu um þrek, aðgæzlu og skipstjórnarhæfileika hans, að slíkt skyldi takast við hina brima- sömu og hættulegu suðurströnd. Óseyrarnesbændurnir, Þorkell og Grímur, afar hennar, voru báðir hinir mestu dugnaðar- og fyrir- myndarbændur og voru þeir um langt skeið orðlagðir formenn, aflamenn og sjósóknarar í Þor- lákshöfn. Hafa ömmur hennar og mamma ekki verið síðri að dugn- aði en bændur þeirra, þótt ekki hafi verið haft á orði. Hefur þetta ávallt verið hlutskipti kvenna í þessu landi, þótt framlag þeirra sé ekki né hafi verið ómerkara en karla í gegnum tíðina. Systkini Elínar voru: Grímur, stýrimaður og skipstjóri hjáí Skipaútgerð ríkisins um langt | skeið, Þorkell, fulltrúi í Sjúkra-I samlagi Reykjavíkur og cand. phil., Guðmundur, löggiltur fast- eignasali hér í borg, Þuríður, sem dó í bernsku, og Sigríður, sem fluttist til borgarinnar með. föður sínum, en síðan lengi sjúklingur. Allt var þetta myndarfólk sem bar ætt sinni og uppruna gott vitni í lífi sínu og starfi, en þau eru nú öll dáin nema Sigríður. Fjórtán ára að aldri missir Elín móður sína og var það að sjálf- sögðu mikið áfall fyrir fjölskyld- una og hina ungu snót, sem nú þurfti að axla þá byrði með föður sínum að halda hópnum saman. Á Eyrarbakka byrjaði hún 16 ára að aldri að vinna við verzlunarstörf í Andrésarbúð og hefur því ung kynnst störfum þeim, er síðar urðu ævistarf hennar og manns hennar um fimmtíu ára skeið. Þegar hún flytur til Reykjavíkur 1922 ræðst hún til hinnar þekktu og virðulegu vefnaðarvöruverzlun- ar Marteins Einarssonar og Co. og var hún þar unz hún giftist. Minnast margir eldri Reykvík- ingar hinnar fallegu og glæsilegu afgreiðslustúlku hjá Marteini frá þeim tíma, enda margt fríðleiks- fólk í hennar ætt sem í Bergsætt yfirleitt. Eftirlifandi eiginmanni sínum Valdimari Þórðarsyni giftist hún 24. maí 1930. Faðir Valdimars var Þórður, bóndi á Höfða í Hnappa- dalssýslu, Þórðarsonar alþingis- og dannebrogsmanns á Rauðkols- stöðum. Móðir hans var Anna (f. 26/11 1869 - d. 7/7 1937) Helga- dóttir á Glammastöðum í Svína- dal í Borgarfjarðarsýslu, Hans- sonar. Var hjónaband þeirra farsælt frá fyrstu tíð, samrýnd og sam- taka að búa sér og sínum traustan grunn til að standa á um leið og litið var til framtíðarinnar um frekari uppbyggingu, bæði á sviði atvinnu- og einkamála. Bæði voru heimakær en höfðu þó ánægju af að blanda geði við fólk á góðum stundum. Elín studdi dyggilega við bakið á eiginmanni sínum í þeim miklu umsvifum, er hann átti í lengst af ævinnar og þótti honum gott að leita athvarfs á smekklegu og menningarlegu heimili þeirra að loknum erilsöm- um og oftast alltof löngum starfs- degi. Valdimar er löngu lands- kunnur, dugmikill og vammlaus drengskaparmaður, sem vegna meðfæddrar hæversku og hlé- drægni, hefur vart hlotið þann sess hjá samlöndum sínum, svo sem hann hefur til unnið. Studdi hann konu sína í starfi hennar að mannúðar- og líknarmálum, en það mun ómælt er þau létu af hendi rakna til þeirra mála, enda bæði kunnug litlum efnum og fátækt frá uppvaxtarárum sínum, gjafmild og hjartahlý. Mat Valdi- mar konu sína mikils og vildi veg hennar sem mestan í hvívetna. Börn þeirra Elínar og Valdi- mars urðu þrjú: Þorkell, kaup- sýslumaður, Sigurður, deildar- stjóri í Utvegsbanka Islands og Sigríður, stúdent, sem verið hefur stoð og stytta foreldra sinna hin síðari ár. Barnabörnin eru fimm, sem öll voru augasteinar ömmu sinnar og hún lét sér mjög annt um og var það gagnkvæmt. Því fór ekki hjá því, að kona með gáfur og dugnað frú Elínar veldist til margvíslegra trúnaðar- starfa fyrir félög og félagasam- tök.Þannig tók hún virkan þátt í Sjálfstæðiskvennafélaginu Hvöt, enda stóð sjálfstæðishugsjónin henni nærri, bæði að upplagi og uppruna. I Kvenréttindafélagi ís- lands lét hún að sér kveða og munaði um hana, ef hún tók sér fyrir hendur að koma einhverju máli í höfn. Þannig er ómældur skerfur hennar við byggingu Hall- veigarstaða, en þar vann hún mikið og óeigingjarnt starf við fjáröflun til þess málefnis. Við komu hennar til Reykjavíkur gerðist hún og fjölskylda hennar meðlimir Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík svo sem yfirgnæfandi meirihluti Árnesinga, sem fluttu til höfuðstaðarins á þeim tíma. Prestsstarfi við söfnuðinn gegndi þá náfrændi hennar og samsveit- ungur, séra Árni Sigurðsson, en hann og Elín voru systkinabörn. Gerðist hún fljótt meðlimur kven- félags safnaðarins og gegndi þar störfum meðstjórnanda um langt árabil og störfum féhirðis um 29 ára skeið. Mun það ekki algengt að fólk starfi svo lengi í ólaunuðum störfum að félagsmálum. Sýnir þetta traust það og trúnað er félagið sýndi frú Elínu og tryggð hennar og skyldurækni við mál- efni, sem henni var kært. Að verðleikum var hún kosin heiðurs- félagi á sl. ári fyrir fórnfúst og óeigingjarnt starf í þágu félags- ins. Einna ríkustu þættirnir í skap- gerð frú Elínar voru trygglyndi, skyldurækni, glaðværð og hjálp- semi. Hún var vinaföst og fram- úrskarandi ættrækin og nutu þess margir ættingjar hennar og manns hennar, og hafði hún yndi af að gleðjast með glöðum á hátíðarstundum. Jafnframt fann hún til með þeim, sem bágt áttu og leitaðist við að liðsinna þeim á sinn hljóða og hlédræga hátt. Lífi mikilhæfrar og merkrar konu er lokið á þessari jörð, en eftir stendur minning um glað- væra, glæsilega og góðhjartaða eiginkonu, móður og ömmu, sem hvergi ber skugga á. Fjölskyldu Elínar vottum við djúpa samúð við fráfall hennar og biðjum góðan guð að styrkja þau og leiða í þeirra miklu sorg. Að leiðarlokum skulu henni tjáð virðing og þökk fyrir framlag hennar og störf í þágu kirkju hennar og safnaðar og mun minn- ingin um frú Elínu lengi lifa í hugum þeirra, sem með henni störfuðu á þeim vettvangi. Blessuð sé minning frú Elínar Þorkelsdóttur, megi henni vel farnast á leið þeirri, er hún nú hefur lagt út á og láti guð henni nú raun öllu lofi betri. t Jónína Sigríður Guðmundsdóttir andaöist 7. des. aö Sólvangi. Jarðarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Jóhann Hjartarson, Einhildur Jóhannesdóttir, Guðmundur Hjartarson, Valgerður Jónsdóttir, Vigdís Guöbrandsdóttír, börn og barnabörn. t Ástkaer eiginkona mín, móöir, tengdamóöir og amma, ANNA VETURLIOADÓTTIR, Fellsmúla 15, Reykjavík, lést 8. desember sl. Jaröarförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Þökkum af alhug auðsýnda samúö. Bjarnleifur Hjálmarsson, Birna G. Bjarnleifsdóttir, Árni H. Bjarnason, Erla Svanhvít Arnadóttir, Anna Sólveig Arnadóttir. t Útför eiginkonu minnar, MARÍU LÁRU JENSDÓTTUR, veröur gerö frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. desember kl. 3 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á líknarstofnanir. Péll K. Sæmundsson. + Elskulegi sonur minn, KRISTMUNDUR Ó. GUDMUNDSSON, veröur jarösunginn frá Lágafellskirkju laugardaginn 20. desember kl. 14.00. Guðmunda Kristmundsdóttir. + Þökkum innilega samúö og hlýhug viö fráfall SIGURLAUGAR SIGURDARDÓTTUR. Sérstaklega þökkum viö starfsfólkinu á Hrafnistu og ættingjum og vinum í Borgarfiröi og á Egilsstööum. Þorbjörg Siguröardóttir, Þorgeröur Siguröardóttír, Árni Sigurösson og Árnheiöur Magnúsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö vegna andláts og jaröarfarar elsku litla drengsins okkar, JÓHANNS. Sérstaklega viljum viö þakka starfsfólki Sjúkrahúss ísafjaröar og O.N. Olsen fyrir drengilega hjálp í veikindum hans. Jóna Jóhannsdóttir, Ólafur Haraldsson, Árni B. Ólafsson, Haraldur Ó. Ólafsson, Sveinbjörg R. Ólafsdóttír, Seljalandsvegi 67, ísafirói. Lokað í dag frá kl. 3—5 vegna útfarar ELÍNAR ÞORKELSDÓTTUR. Verslunin Anna María, Laugavegi 11. Í.S. Skrifstofa Síldarútvegsnefndar veröur lokuö eftir hádegi í dag vegna jaröarfarar BJÖRGVINS TORFASONAR fulltrúa. Eyrbekkingum kom flestum saman um það, þá er fermingar- börn, 25 að tölu, gengu til kirkju þeirra árið 1917, að í þeim flokki mannvænlegra unglinga væri Elín Þorkelsdóttir meðal hinna fríð- ustu. En svo sem fegurð hennar bar því vitni að hún hefði þegið þokka góðan, var þó annað meira um vert — góðvild, trygglyndi og staðfesta, jafnframt skörpum námsgáfum og prúðri framkomu. Iðjusemi og elju tók hún í arf úr ættum sínum báðum. Elín Þorkelsdóttir átti til traustra að telja. Kunnar eru ættir hennar úr Árnesþingi. For- feður hennar erjuðu sanda og mýrlendi og sóttu á sjávarmið. Um föður hennar, Þorkel Þork- elsson er var formaður í samfleytt 40 ár í Þorlákshöfn, var kveðið: -Þeir hafa lengi i Þorlákshöfn þekkt hans gengi á sjmilim." Móðir Elínar, Sigríður Gríms- dóttir frá Óseyrarnesi, þótti í æsku „frábærlega fríð og efnileg stúlka“. Um hana var kveðið: „llng Sigriður alla lýði gleður." Sjálf var Sigríður skáldmælt og „hafði unun af hljómlist og kunni ógrynni ljóða og laga. Hafði mikla og fagra söngrödd sem hún beitti af smekkvísi." Sem dæmi um kveðskap Sigríð- ar, móður Elínar, má nefna eftir- farandi erindi: „Ég sakna ok ck elska þá indælu ró. sem æskunnar stundir i hjarta mér bjó. Ek sakna og eg elska. en samt sem i draumi i sviptinKum lifsins <>K timanna straumi." Þetta erindi söng hún oft við lag eftir sjálfa sig,“ segir Guðni Jóns- son í bók sinni um Grím Gíslason í Óseyrarnesi og niðja hans. Til marks um góðvildarhug og manngerð þeirra er Elín rakti ættir til má nefna frásögu um formóður Elínar, þá er brotamað- urinn Sigurður Gottsveinsson var í vörzlu í Óseyrarnesi og braust um í járnum: „Aldrei var Sigurður svo reiður að eigi hafi hann blíðkast, ef hún kom til hans, enda hræddist hún hann aldrei, en sumu fullorðnu fólki stóð geigur af honum.“ Við fráfall Elínar Þorkelsdóttur leita margar minningar úr djúpi hugans. Hver þeirra og ein ber með sér birtu góðvildar og rósemi þá er mynd hennar birtist. Forn vinátta var með fjölskyld- um okkar og fólki. Til góðvina lágu gagnvegir. í upphafi aðventu, um áratuga skeið, var Elín árvís gestur á heimili aldraðrar móður minnar á afmælisdegi hennar. Þangað kom hún að staðfesta forna vináttu og kynni, rifja upp æskuár sín og uppvöxt, leiki ung- menna við strönd úthafsins, gleði þeirra og sorgir. Jafnan fylgdi henni þokki og þel gott. Hugstæð verður minning frá bernskúárum er ég gekk við hlið móður minnar, að finna Þorkel, föður Elínar, en við hann átti hún erindi og leitaði úrræða um lausn aðkallandi vanda. Þorkell Þor- kelsson horfði skyggnum for- mannsaugum í brimgarðinn og leitaði farkosti ekkjunnar lend- ingar. Jafnframt gaf hann sér tóm til gamanyrða við smásvein er hlýddi hnípinn á vandkvæði og brýndi karlmennskuhug hans með tilvitnun í fyrri orðaskipti um sjálfsforræði og eigin úrræði. Þorkell fletti minnisblöðum frá útgerð sinni í Höfninni og áður langt leið dró hann fram skjal það er skipti sköpum og sannaði ráð- stöfun á aflahlut ungs manns, er lagst hafði á ár á útvegi hans. Með Maríufisk þann greikkuðum við sporið úr garði Þorkels og höfðum nú beggja skauta byr. Elin batt ung tryggð við Valdi- mar Þórðarson kaupmann, kunn- an athafnamann og brautryðj- anda í verzlunarmálum Reykvík- inga. Kunn er ætt Valdimars af Snæfellsnesi, frá Þorleifi dann- ebrogsmanni á Rauðkollsstöðum. Sér Árni Þórarinsson hefir greint gjörla frá mannviti þeirra frænda, hógværð og gæsku. Börn þeirra hjóna, Þorkell, Sig- urður Bjarni og Sigríður Anna

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.