Morgunblaðið - 19.12.1980, Síða 30

Morgunblaðið - 19.12.1980, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. DESEMBER 1980 Skagamaður í úr- vaðsliði Danny Shouse Úr\;*.isliO Danny Shouse mætir íslrnska landsliðinu í körfu- knattleik tvívegis um helgina. Er þaó skipaö hæði erlendum og Alkmaar vinnur enn AZ'67 Alkmaar vann enn einn sigurinn i hollensku deildar- keppninni i gærkvöldi, en þá fóru fjórir leikir fram i 1. deild. Alkmaar sigraói GAE Deventer 3—1 með mörkum Piet Tol (2) og Jos Jonker, eftir að Win Woutsma hafði náð forystunni fyrir Deventer. Úrslit annarra leikja urðu sem hér segir: FC Utrecht — Pec Zwolle 1—0 FC Tvente — Maastricht 3—3 Roda JC — FC Den Haag 3—2 ÍBK sigraði EINN leikur fór fram i 1. deild íslandsmótsins i körfuknattleik i fyrrakvöld. ÍBK sigraði Grinda- vik örugglega með 84 stigum gegn 72. Stigahæstir i liði IBK voru þeir Reed með 30 stig. Axel með 20 og Jón með 9 stig. Frasella skoraði 30 stig fyrir Grindavik, Eyjólfur 18 og ólafur 6. Staðan í hálfleik var 42—37 fyrir ÍBK. - þr Bok um Pelé komin út EIN AF mörgum hókum sem út koma fyrir jólin er h<>k sem Formprent gefur út og heitir Pelé líf mitt og knattspyrna. Bókin um Pelé sem Ásgeir Ing- ólfsson þýddi er 248 sfður og fjallar um Pelé í máli og mynd- um. Flestar myndir í bokinni eru úr einkasafni Pelés og eru marg- ar þeirra stórkostlegar. bá er fjallað á mjög kommtilegan hátt um feril Pelé írá þvi har var litill drcngur og allt ' n til ársins 1ÍV74. Pelé r Kktasti iþróttamaður i heimi. Enginn annar hefur þrisvar orðið heimsmeistari. Hann er jafnþekktur á afskekkt- um sva'ðum í Asiu eins og í stórhorgum Evrópu og Ameríku. Bókin um Pelé lýsir vel flestum þeim stórleikjum sem hann tók þátt i sem knattspyrnumaður frá hans eigin brjósti. innlendum leikmönnm og vekur athygli að leikmenn frá Akranesi og Borgarnesi eru i hópnum. Að visu er hér um þá John Johnson og Dakarsta Webster að ræða. En úrvalslið Dannys er annars skip- að eftirtöldum leikmönnum: Danny Shouse UMFN Dakarsta Webster UMFS John Johnson ÍA Júlíus Valgeirsson UMFN Þorsteinn Bjarnason UMFN Bjarni Jóhannsson KR Geir Þorsteinsson KR Bjarni G. Sveinsson ÍS Gísli Gíslason ÍS Jón Steingrímsson Val Þórir Magnússon Val Jóhannes Magnússon Val. Leikir þessir eru liðir í undir- búningi landsliðsins fyrir lands- leikina gegn Frakklandi sem fara fram milli jóla og nýárs. Hópurinn hefur þegar verið valinn og áður Nadig stigahæst Svissneska skíðakonan Maria Teresa Nadig hefur forystuna i stigasöfnuninni á heimsbikar- keppninni á skíðum. en sjö um- ferðum er nú lokið. Hefur María hreppt 136 stig og er það mun meira heldur en næsta kona hefur önglað í. Það er Fabienne Serrat hin franska sem er i öðru sæti eins og er með 94 stig og landi hennar. Perrine Pelen hef- ur 89 stig. Fjórða er Irene Epple frá Vestur býskalandi með 71 stig, Erika Hess frá Sviss hefur 65 stig og Krista Kinshofcr frá Vestur býskalandi hefur 56 stig. Enn er það mikið eftir af heims- bikarkeppninni. að allt getur gerst. í landskeppninni sem fram fer samhliða heimsbikarkeppninni, hefur Sviss forystuna eins og er, með 445 stig. Austurríki hefur 349 stig og Frakkland 236 stig. María Teresa Nadig. Góður sigur Portúgala PORTÚGALIR sigruðu ísraels- menn 3—0 í landsleik í knatt- spyrnu sem var liður í undan- keppni HM. Fór leikurinn fram í Lissabon, höfuðborg Portúgal og var aldrei spurning hvort liðið var sterkara. Coehlo (2) og Jordao skoruðu mörkin. kynntur. Fyrri leikur landsliðsins og úrvalsliðs Danny Shouse fer fram í Hagaskólanum á morgun og hefst hann klukkan 14.00. Síðari leikurinn fer síðan fram á Selfossi klukkan 16.00 á sunnu- daginn. í þessu sambandi er rétt að geta þess að úrvalsdeildarleik Ármanns og KR, sem fram átti að fara í Hagaskólanum á morgun klukkan 14.00, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Guðríður skoraði sjö Guðriður Guðjónsdóttir skoraði sjö mörk fyrir Fram, er liðið tryggði sér Reykjavíkurmeist- aratitilinn i meistaraflokki kvenna í fyrrakvöld. Fram mætti þá Val i úrslitaleik og sigraði Fram með 15 mörkum gegn 12, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 10—7. Auk Guðríðar skor- aði Oddný 3 mörk, Jóhanna og Margrét tvö hvor og Sigrún eitt. Fyrir Val skoraði Harpa Guð- mundsdóttir 8 mörk, Sigrún Bergmundsdóttir tvö og þær Erna Lúðviksdóttir og Marin Jónsdóttir eitt mark hvor. Heiden kjörinn Eric Heiden. fimmfaldur gull- verðlaunahafi frá vetrarólympíu- leikunum i Lake Placid. hefur verið kjörinn íþróttamaður árs- ins af AP — fréttastofunni. Sigur Heidens í atkvæðagreiðsl- unni var nokkuð öruggur, en næstu menn voru þeir Miruts Yifter, langhlauparinn knái frá Eþiópiu, Björn Borg, Steve Ovett og Sebastian Coe. AP kaus einnig iþróttakonu ársins og varð Hanni Wenzel, skiðakonan frá Licht- enstein hlutskörpust og hafði yfirburði. Ali keppir aftur Mohammad Aii, þrefaldur heims- meistari i hnefaleikum. keppir innan tíðar við Evrópumeistar- ann John L. Gardner frá Bret- landi. Var gengið frá samningi þeirra fyrir skömmu. Keppnis- dagur hefur ekki verið ákveðinn, né heldur keppnisdagur. Ásgeirog árita Tveir hinna fræknu atvinnu- knattspyrnumanna íslands. þeir Ásgeir Sigurvinsson og Atli Eð- valdsson voru á ferðinni i höfuð- borginni í gærdag. Ásgeir var staddur i Pennanum við Hallar- múla og áritaði hann bók þeirra Sigmundar Steinarssonar og Róberts Ágústssonar. sem fjallar um knattspyrnuferil hans, fyrir þá sem þess óskuðu. Auk þess gafst gestum Ásgeirs og Pennans kostur að fylgjast með leik Dyn- amo Dresden og Standard Liege i UEFA — keppninni, á myndseg- ulbandi. en i þeim leik skoraði Ásgeir þrjú glæsileg mörk. Atli var hins vegar staddur í íþróttavöruversluninni Bikarnum á Skólavörðustíg og þar áritaði hann bæði myndir og ýmsan varning, allt eftir óskum við- skiptavina. Á myndinni til vinstri má sjá Ásgeir árita eintak af bók sinni, en til hægri tekur Atli á móti tveimur ungum knattspyrnu- áhugamönnum. Ljósmyndirnar tók Kristján. Valencia lagöi Forest VALENCIA frá Spáni va-ð stór- bikarmeistari Evrópu í knatt- spyrnu í fyrrakvöld. er liðið sigraði Notthingham Forest 1—0 á heimavelli sinum. Forest vann fyrri leikinn 2—1, þannig að spænska liðið hreppir bikarinn vegna útimarksins. Morena skor- aði sigurmark Valencia í fyrra- kvöld. Trevor Francis lék sinn fyrsta ieik með aðalliði Forest i marga mánuði og lék vel þó ekki hjargaði það liði hans. Lið ÍR: Kristinn Jörundsson Jón Jörundsson Guðmundur Guðmundsson Sigmar Karlsson Jón Indriðason Kristján Oddsson Óskar Baldursson Lið UMFN: 7 Valur Ingimundarson 7 8 Gunnar borvarðarson 8 7 Jónas Jóhannesson 6 6 Guðsteinn Ingimarsson 7 3 borsteinn Bjarnason 4 4 Jón Viðar Matthiasson 4 5 Július Valgeirsson 6 Ipswich féll gegn Tottenham TOTTENHAM gerði sér lítið fyrir og vann góðan sigur gegn Ipswich i 1. deild ensku knatt- spyrnunnar í fyrrakvöld. Loka- tölur leiksins urðu 5—3, en Ieikið var á White Hart Lane í Lundún- um, heimavelli Tottenham. betta er aðeins annar tapleikur Ips- wich á þessu keppnistimabili, en liðið hafði áður tapað 0—1 fyrir Brighton. begar aðeins um tíjj mínútur voru til leiksloka. var staðan jöfn eða 3—3 og skoruðu þeir Garth Crookes, Glenn Iloddle og Steve Perryman mörk Tottenham, en Paul Mariner (2) og Eric Gates mörk Ipswich. Gates var síðan vikið af leikvelli og á síðustu mínútunum leiksins skoruðu þeir Steve Archibald og Osvaldo Árd- iies sigurmörk Tottenham ... Gleymdist að boða Matthías? HÉR Á siðunni til hægri er mynd af því iþróttafólki sem hlaut útnefningu sem íþróttafólk árs- ins 1980. bað er ISÍ og íþrótta- blaðið sem standa i sameiningu fyrir þessari útnefningu. Tvo íþróttamenn vantar þó á mynd- ina, Pétur Yngvason glimumann sem sá sér ekki fært að vera viðstaddur, og knattspyrnumann ársins, Matthias Hallgrimsson Val. Mbl. hafði samhand við Matthías og hann sagði að eng- inn hefði boðað sig til þess að taka við viðurkenningu þessari og það þætti sér leitt. Hann hefði svo sannarlega mætt á staðinn. Spurningin er hvort að stjórn KSÍ eða einhver annar hafi átt að sjá um boðun Matthiasar. Aila- vega gleymdist það og er það raiður. - þr.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.