Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 Aukin sölusamkeppni frá Kanada: Hafa nær tvöfaldað þorskaflann frá 76 l>AÐ KOM fram í máli Más Elíssonar, fiskimálastjóra. á ráðstefnu Sjálfstæðis- flokksins um sjávarút- veKsmál í Valholl í sær, að Kanadamenn hefðu aukið þorskafla sinn um 90% frá árinu 1976. Það ár var heildarafii innan núver- andi fiskveiðilóRsöKu þeirra 160.000 tonn, þar af eÍRÍn afli þeirra 190.000 tonn. Árið 1979 var heildar- afli svipaður en aflahlutur Kanadamanna sjálfra 376.000 tonn. J>að eru eink- um Sovétmenn, Spánverjar or Portúgalir, sem útfærsla fiskveiðilöRsöRU við Handa- ríkin og Kanada hefur hitn- að á. Már sagði líklegt að árlegur afli Kanadamanna gæti farið upp í 800.000 tonn á ári, þegar fram í sækir, enda hefði heildarafli á miðum þeirra farið yfir eina milljón tonna áður fyrr. Því mætti búast við harðnandi sölusam- keppni frá Kanadamönnum á Bandaríkjamarkaði á næstu miss- erum og árum. Kanadamenn stefndu að því að auka ýsuafla sinn úr 18 þúsund í 50 þúsund lestir. Einnig á að auka veiðisókn í karfa, síld og flatfisk. Þá mætti búast við auknu framboði fiskaf- urða frá ríkjum þriðja heimsins, einkum frá Suður-Ameríku, á Bandaríkjamarkaði. Skorar á þingmenn Austurlandskjördæm- is að tryggja virkjun IIREPPSNEFND Búða- menn Austurlandskjördæmis hrepps gaf í gær út eftirfar- að tryggja framgang þessara andi fréttatilkynningu: mála.“ Innlánsaukning bank- anna ekki nema 25-30% - ef vextir eru ekki reiknaðir inn í dæmið „Á fundi sem haldinn var í hreppsnefnd Búðahrepps fimmtudaginn 22. janúar 1981, var eftirfarandi bókun gerð. Hreppsnefnd Búðahrepps tek- ur undir þær kröfur að kostn- aður við keyrslu dísilrafstöðva til að halda uppi eðlilegri rafmagnsframleiðslu í landinu verði deilt jafnt á alla raf- magnsnotendur. Og nú þegar verði tekin ákvörðun um virkj- un í fjórðungnum. Einnig skorar hreppsnefndin á þing- INNLÁN viðskiptabankanna jukust á síðasta ári um 129 miiljarða gamalla króna, eða sem næst 67,5% að sögn Bjarna Braga Jónssonar. hagfræðings Seðla- banka íslands. Aðspurður sagði Bjarni Bragi, að vextir væru inni í þessari tölu, og vægju þar auðvitað mjög þungt. Væru þeir ekki reiknaðir með væri innlánsaukningin sjálf- sagt á bilinu 25—30%. Útlán viðskiptabankanna jukust hins vegar um liðlega 56% á síðasta ári að sögn Bjarna Braga Jónssonar. * Sinfóníuhljómsveit Islands: Ný spariskírteini prentuð hérlendis SALA á fyrstu spariskírtein- unum. sem prentuð eru hér á landi, hefst á mánudaginn, þegar 1. flokkur verð- tryggðra spariskírteina ríkis- sjóðs 1981 verður settur á markað, en fyrri spariskírt- eini hafa verið prentuð hjá finnska ríkisbankanum. í nýja flokknum eru fjögur verðgildi; 500, 1000, 5000 og 10.000 nýkrónur, en heildar- upphæð flokksins er 20 millj- ónir nýkróna (2 milljarðar gkróna). í fyrra voru seldir tveir flokkar spariskírteina ríkissjóðs; 4 milljarðar og 3 milljarðar gkróna (samtals 70 milljónir nýkrónur) og seld- ust síðustu skírteini seinni flokksins í desembermánuði. í fréttatilkynningu Seðla- bankans um nýju spariskírt- einin segir m.a.: „Kjör skírt- einanna eru svipuð og skírt- eina í 2. fl. 1980. Höfuðstóll og vextir eru verðtryggðir miðað við þær breytingar sem kunna að verða á lánskjaravísitölu, er tekur gildi 1. febrúar n.k. en hún er 215. Skírteinin eru bundin fyrstu fimm árin, en frá 25. janúar 1986 eru þau innleysanleg hvenær sem er næstu sautján árin. Skírteinin eru framtalsskyld, en um skattskyldu eða skattfrelsi þeirra, svo og vaxta og verð- bóta af þeim, fer eftir ákvæð- um tekju- og eignarskattslaga á hverjum tíma. Nú eru gjald- fallnar vaxtatekjur, þ.m.t. verðbætur, bæði taldar til tekna og jafnframt að fullu frádráttarbærar frá tekjum manna og þar með skattfrjáls- ar, enda séu tekjur þessar ekki tengdar atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi. Skírt- einin skulu skráð á nafn.“ Fundur um þingmanna- samtök NATO ÞRfR þingmenn úr lýðræðis- flokkunum, þeir Jóhann Ein- varðsson, óiafur G. Einarsson og Sighvatur Björgvinsson eru ræðumenn á fundi, sem Samtök um vestræna samvinnu og Varð- berg gangast fyrir i hádeginu í dag, laugardag. Þingmennirnir munu fjalla um Þingmannasamtök Atlantshafs- ríkjanna, lýsa starfsemi þeirra, skýra frá síðasta þingi þeirra og ræða almennt um ísland og Atl- antshafsbandalagið. Fundurinn, sem ætlaður er fé- lagsmönnum SVS og Varðbergs og gestum þeirra, verður haldinn í Átthagasal Hótel Sögu (suður- enda) og hefst kl. 12.15. Fóstrur hjá Rvíkur- borg og ríkinu segja upp frá 1. febrúar „FÓSTRUR verða með kjara- málaráðstefnu 7., 8. og 9. febrú- ar næstkomandi og eitt megin- mál hennar verður, hvort við eigum að stofna landssamtök með samningsrétti eða ekki,“ sagði Marta Sigurðardóttir, blaðafulltrúi Fóstrufélags ís- lands. i samtali við Mbl. i gær. Marta sagði fóstrur nú orðnar langþreyttar á erfiðleikum í samningamálum. Fóstrur á Ak- ureyri sögðu upp störfum frá og með 1. nóvember sl. og sagði Marta, að Akureyrarbær hefði ekki nýtt sér heimild til 3ja mánaða frestunar verkfalls, þannig að nú stefni í að verkfall fóstra á Akureyri hefjist 1. febrú- ar. Þá hafa 139 af um 160 fóstrum hjá Reykjavíkurborg sagt upp störfum frá og með 1. febrúar, sömuleiðis 13 fóstrur hjá Borg- arspítalanum og einnig sagði Marta, að allar fóstrur hjá rík- inu, úm 30 talsins, hefðu sagt upp störfum frá og með 1. febrúar, en við þær hefur ekki verið samið ennþá. Marta sagðist ekki vita til þess, að fóstrur annars staðar en í Reykjavík og á Akureyri hefðu sagt upp störfum, en hins vegar myndu fóstrur alls staðar að af landinu sækja kjaramálaráð- stefnuna í byrjun febrúar og þar yrðu málin rædd „út frá sjónar- miði heildarsamstöðu". Steingrím- ur ávarpar Evrópuráðið í Strasborg STEINGRÍMUR Hermannsson, sjávarútvegsráðherra, flytur ræðu á þingi Evrópuráðsins í Stras- bourg á miðvikudaginn. Steingrímur sagði í samtali við Mbl. í gærkvöldi, að sérstök nefnd á vegum Evrópuráðsins hefði kann- að fiskveiðimál aðildarríkjanna og myndu fiskveiðimál verða aðal- dagskrármál þingsins á miðviku- dag. Vegna sérstöðu íslands hefði honum verið boðið að ávarpa þingið og hann talið rétt að þiggja það boð til að koma sjónarmiðum íslend- inga á framfæri. 28 til 35% hækkun á áskriftarkortum Útsvarsálagning verður 11,88% í Reykjavík: Vinstri meirihlutinn felldi VERÐ aðgöngumiða að tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands hefur verið hækkað nú þegar síðara misseri starfsárs hljómsveitarinnar er að hefjast. Hefur verð áskriftarmiðanna hækkað um 28 til 36%, en undanfarin ár hefur verðið aðeins verið ákveðið hálft ár fram í tím- ann og sagði Sigurður Björnsson framkvæmdastjóri það eingöngu stafa af verð- bólguhraðanum. Verð áskriftarkorta er nú 450 nýkr. eða 300 nýkr. eftir því livar setið er í Háskólabíói. Hækkuðu ódýrari. kortin úr 220 í 300 nýkr. eða um 36,3% og dýrari miðarnir úr 350 nýkr. í 450, en það er 28,5% hækkun. Sigurður Björnsson sagði hækkun þessa hafa verið ákveðna af ráðamönnum Sin- fóníuhljómsveitarinnar og að það hefði ekki til þessa tíðkast að leita samþykkis verðlagsyf- irvalda fyrir verðlagningu að tónleikum hljómsveitarinnar. niðurskurðartillögurnar VINSTRI meirihlutinn í borgar- stjórn Reykjavíkur felldi þær niðurskurðartillögur sem borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram á fundi borgarstjórn- ar i fyrrakvöld, en markmið niðurskurðartillagnanna var að lækka mætti útsvarsálagningu niður í 11%. Tillögurnar voru felldar með 8 atkv. gegn 7. í umræðum kom það m.a. fram hjá horgarfulltrúum Sjálfstæðis- flokksins að núverandi meirihluti sæi ekki aðrar leiðir en að fara sífellt ránshendi um vasa skatt- borgaranna. Töldu þeir skattþoli borgaranna þegar ofboðið, hvöttu til að útsvar yrði lækkað og bentu á að sjálfstæðismönnum hefði tekist að stjórna borginni án þess að nýta til fulls marga þá gjald- stofna, sem núverandi meirihluti nánast fullnýtti. Talsmenn vinstri meirihlutans sögðu tillögur sjálfstæðismanna óábyrgar og bentu á að ef þær yrðu samþykktar þá myndi það þýða minnkaða þjónustu við borg- arbúa. Þá sagði Adda Bára Sigfús- dóttir það m.a. að ástæðan fyrir því að vinstri flokkarnir sigruðu í síðustu borgarstjórnarkosningum væri sú að borgarbúar hefðu viljað greiða hærri skatta og borgarbúar hefðu viljað aukin útgjöld borgar- innar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.