Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritst jórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 70 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö. Vinnulöggjöf á fimmtugsaldri Lögin um stéttarfélög og vinnudeilur eru komin á fimmtugsald- urinn. Það leiðir því af líkum að þau þarfnast endurskoðunar í ljósi reynslu og breyttra þjóðlífshátta. Þeir þingmenn, sem stóðu að vinnulöggjöfinni 1938, fengu ófögur orð í Þjóðviljanum þá, sem staðhæfði, að „samtök verkalýðsins væru hneppt í fjötra vinnu- löggjafar", eins og blaðið orðaði það. Nú fá þeir, sem vilja laga vinnulöggjöfina að líðandi stund, samhæfa lög og samtíð, samskonar ónot í Þjóðviljanum. Nú má engum stafkrók breyta í lögum, sem fyrrum hétu „fjötrar verkalýðshreyfingar" í máli Þjóðviljans. Þjóðviljinn vill nú, eins og fyrir 42 árum, óbreytt ástand, stöðnun, hemla á framþróun. Þjóðviljinn hefur löngum horft um öxl, sjaldnast fram á veginn. Vilmundur Gylfason hefur flutt á Alþingi frumvarp til breytinga á þessari aldurhnignu löggjöf. Meginnýjung frumvarpsins er að vinnustaðirnir verði grunneiningar verkalýðshreyfingarinnar, eins og fram kemur í grein Haraldar Kristjánssonar, iðnnema, í Mbl. í gær. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að þar sem 25 eða fleiri launþegar vinna fastráðnir hjá sama vinnuveitenda skuli starfs- greinafélög eða sambönd þeirra verða lögformlegir samningsaðilar. Þetta þýðir að samningar eru gerðir af meiri þekkingu á heimavettvangi, högum og þörfum. Launajöfnun er og greiðfærari þegar samið er fyrir alla starfsmenn sama fyrirtækis í einu, en ekki við aðskilda hópa. Slíkir heildarsamningar fela einnig í sér meira starfsöryggi fyrir viðkomandi fyrirtæki. Frumvarp Vilmundar er fyrir margra hluta sakir athyglisvert. Fagfélög á vinnumarkaði ættu að ræða það af gaumgæfni í sinn hóp. Haraldur Kristjánsson segir efnislega í tilvitnaðri grein í Mbl., að þessi háttur muni færa ákvörðunarvaldið heim til fólksins á hverjum vinnustað, en losa um fjarstýringu. Hann segir andstöðu við endurskoðun vinnulöggjafarinnar byggjast á afstöðu aftur- haldssamra ráðaafla, sem séu „dauðskelkuð vegna þess að nú er sú stund í sjónmáli, að vald þeirra til að misbeita hreyfingunni, sér og sínum flokki til framdráttar, verði af þeim tekið." Niðurtalningu breytt í háðsmerki Kauplagsnefnd hefur nú reiknað út vísitölu framfærslukostnað- ar miðað við 1. janúar 1981. Verður sú vísitala, samkvæmt bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinnar sett að grunni til 100, en mældist 3.243 stig miðað við grunntölu 100 árið 1968. Það athyglisverðasta í forsendum útreikningsins er að hraði verðbólg- unnar hefur vaxið eftir því sem leið á árið 1980; hækkunin tvo síðustu mánuði ársins er nálega 12,5%, sem gerir hvorki meira né minna en 102,62% á heilu ári. Þannig hefur verið staðið að því að bjarga sæmd Alþingis og hemja verðbólguna, sem var rauði þráðurinn í stjórnarsáttmálanum. Niðurtalning Framsóknarflokks- ins líkist helzt háðsmerki aftan við þennan heilsárs árangur ríkisstjórnar, sem ætlaði að ná verðlagsþróun hér á landi niður á sama stig og í nágrannalöndum að þessu nýbyrjaða ári liðnu. Frá upphafi árs til loka árs 1980 mældist verðbólgan tæp 60%. í upphafi ársins var þó staðhæft af forsjármönnum ríkisstjórnarinn- ar að verðbólguvexti á árinu 1980 yrði haldið innan við 40%. Sú staðhæfing bergmálar enn í tengslum við þau bráðabirgðalög, sem nýlega voru sett, um skerðingu umsaminna verðbóta á laun o.fl., en jafnframt viðurkenna hinir raunhæfari ráðherrar, að forsenda slíks árangurs séu nýjar efnahagsaðgerðir, sem enn er ekki samstaða um í ríkisstjórninni! Hinsvegar sagði sá ráðherrann, sem vildi loka álverinu, máske vegna áhrifa þess á launaþróun í ríkisverksmiðjunum, að 50% verðbólga 1981, væri ekkert til að gera veður út af. Hann virðist hafa meiri áhuga á að loka vinnustöðum; loka á verðmætasköpun í þjóðarbúskapnum, sem ber uppi lífskjörin, en loka á verðbólguna. Verðbólga hefur aldrei rénað, ætíð rétt duglega úr sér, þegar Alþýðubandalagið hefur haft hendur á stjórnvöl þjóðarskútunnar. Á þeirri reglu er engin undantekning. Þannig stangast sjónarmið ráðherranna á. Vilji er allt sem þarf segir forsætisráðherra. En það kann ekki góðri lukku að stýra þegar vilji ráðherra gengur í gagnstæðar áttir. Bjarni Jakobsson formaður Iðju: „Er algjör þver- sögn við yfirlýsing- ar stjórnvalda“ „MÉR hefur nú fundist þetta vörugjaldsmál algjör þversögn við yfirlýsingar stjórnvalda um að stórefla eigi íslenzkan iðnað,“ sagði Bjarni Jakobsson, formaður Iðju, félags verksmiðjufólks í samtali við Mbl. í gær, er við spurðum hann álits á fjöldauppsögnum í Vífilfelli og mótmælum starfsfólksins. „Uppsagnirnar komu mér samt á óvart. Ég vissi ekki að ástandið væri orðið svo slæmt. Stjórn Iðju mun athuga málið betur til að finna út hversu alvarlegt ástandið er í raun.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst ekki að ná sambandi við forsætisráðherra, Gunnar Thoroddsen, vegna þessa máls í gær. Þá sagði Bjarni: „Ég hef átt viðræður í dag og í gær við trúnaðarmenn, formenn starfsmannafélaga og starfs- fólk gosdrykkjaverksmiöj- anna, sem standa að mótmæl- unum og ég veit að þessi mótmæli eru algjörlega að tilstuðlan starfsfólksins sjálfs. Þetta fólk mótmælti einnig á þeim tíma sem vöru- gjaldið var samþykkt og voru undirskriftarlistar með 400 nöfnum sendir formönnum fjárhags- og viðskiptanefnda Alþingis 16. jan. sl.“ Bjarni sagði að stjórn Iðju myndi halda áfram viðræðum við trúnaðarmenn og starfs- fólk. Aðspurður sagðist hann ekki þora að spá hvernig gengi að útvega því fólki vinnu sem yrði atvinnulaust um nk. mánaðamót. „Þetta fólk hefur enga sérmenntun, við verðum aðeins að vona hið bezta," sagði hann í lokin. Ríkið hirðir 42% af útsöluverði einnar gosflösku, framleiðand- inn fær 41%, og smásalan 17%. Ljósm. r«x. Bjarni Ragnarsson, form. félags Vífilf forsætisráðherra á tröppum Stjórnarr Verkafólkið ætlaði að færa fjármá Gunnars. — Fjármálaráðherra var bíður fólkið, meðan fulltrúar þess al Fjármálaráðuneytisins. Bréf verksmiðjufólksins til forsætisráðherra: „Ottiim orðinn að veri HÉR FER á eftir mótmælabréf starfsfólks Kosdrykkjaverksmiöj- anna til forsætisráðherra: „Hr. forsætisráðherra Gunnar Thoroddsen. Eins og yður er kunnugt mót- mæltu starfsmenn gosdrykkjaverk- smiðjanna frumvarpi til laga um vörugjald er tók síðan gildi 1.1. 1981, af ótta við áð starfsöryggi þeirra væri stefnt í hættu. Nú er sá ótti orðinn að veruleika og þegar hefur komið til fjöldauppsagna. Þegar mótmæli okkar voru afhent alþingismönnum, létu nokkrir þing- menn stjórnarflokkanna hafa eftir sér, að vörugjaldið hefði ekki áhrif á sölu. Nú hefur hins vegar komið í ljós að samdráttur í sölu er mjög verulegur og því augljóst, að gos- drykkjaiðnaðurinn getur ekki ann- ast innheimtu á þessum auknu sköttum á landsmenn. Það er því einlæg ósk okkar, starfsmanna Verksmiðjunnar Víf- ilfells hf., Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. og Sanitas, að þér, ágæti ráðherra, beitið yður fyrir því að umrætt 30% vörugjald eða sérstakt tímabundið vörugjald

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.