Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 Margrét Margeirsdóttir formaður ALFA '81: Við upphaf vinna að málefnum fatlaðra á árinu. Eru nú starfandi 15 slíkar nefndir, í stærstu sveitarfélögun- um sem vinna að ýmsum verkefn- um, í samvinnu við samtök fatl- aðra á svæðinu. Meginverkefni framkvæmda- nefndarinnar á árinu eru í stórum dráttum sem hér segir: Að móta heildarstefnu í málefn- um fatlaðra, þar sem lagður er grundvöllur að langtíma þróun. Að samræma og endurbæta gildandi lög og reglugerðir um málefni fatlaðra. Að hlutast til um að úrbætur alþjóðaárs fatlaðra Eins og kunnugt er hafa Sam- einuðu þjóðirnar ákveðið að árið 1981, sem nú er að hefja göngu sína skuli helgað baráttunni fyrir bættum kjörum fatlaðs fólks hvar sem er í heiminum. I tilefni alþjóðaárs fatlaðra hafa Sameinuðu þjóðirnar gert starfsáætlun fyrir alþjóðaárið þar sem aðalmarkmið er að vinna að fullkominni þátttöku fatlaðra í þjóðlífinu og jafnrétti þeirra og annarra þjóðfélagsþegna. Starfsáætlun SÞ er samin af ráðgjafanefnd, sem í eiga sæti fuíltrúar frá 23 aðildarríkjum og hefur nefndin einnig umsjón með undirbúningsstarfinu. Sérstök skrifstofa vegna alþjóðaárs fatl- aðra hefur verið sett upp í Vínar- borg. Starfsáætlun SÞ hefur að geyma ýmis tilmæli til aðildar- ríkjanna varðandi atriði sem leggja skal sérstaka áherslu á, innan hvers ríkis svo og á alþjóð- legum grundvelli. Hvað varðar hið síðarnefnda verða m.a. haldnar svonefndar svæðaráðstefnur í fjórum heimsálfum að tilhlutan SÞ um aðstoð við fatlaða í þróun- arlöndunum. Mikið djúp er milli raunverulegra lífskjara fatlaðs fólks og ákvæðanna í yfirlýsingu SÞ um réttindi því til handa. Talið er að í heiminum séu um 400 milljónir manna, sem búa við skerðingu eða fötlun af einhverju tagi. Tiltölulega er meira um fatlað fólk í vanþróuðum löndum en annarsstaðar, vegna bágbor- inna lífskjara almennt. Örbirgð og fátækt veldur því að frumþörfum fólks til fæðis og klæðis er ekki fullnægt, hvað þá öðrum, eins og t.d. heilsugæslu, menntun, atvinnu o.s.frv. En einnig í velferðarríkjunum svonefndu, „allsnægtaþjóðfélag- inu“ sitja fatlaðir ekki við sama borð og aðrir. Þeim er bægt frá fjölmörgum þáttum þjóðlífsins, sumpart af því að við almenn skipulagsstörf er ekki tekið tillit til þess að menn eru misjafnlega gerðir, sumpart af því að aðbúnaði fatlaðra er svo áfátt að þeim er ógerlegt að lifa eðlilegu lífi eins og aðrir. Jafnvel í velferðarríkjum verða fatlaðir oft að sæta lélegri mennt- un, fábreyttu starfsvali eða engu, slæmu húsnæði, þröngum efnahag og félagslifi. Afleiðingin er oft félagsleg einangrun og einsemd. Sameinuðu þjóðirnar hafa sett fram fjölmörg atriði, sem einskon- ar leiðarvísi fyrir aðildarríkin að vinna eftir og samræma athafnir á árinu. Þar kemur m.a. frm að kappkosta beri að auka fræðslu og skilning almennt á fötlun af mis- munandi tagi, hvort heldur hún er líkamleg, andleg eða hvort tveggja. Varðandi hugtakið fötlun hafa SÞ sérstaklega tekið fram í samþykkt sinni um málefni fatl- aðra að fötlun sé afstætt hugtak sem er háð samskiptum einstakl- ingsins og umhverfis hans. Þannig getur umhverfið bæði dregið úr fötlun þegar tekið er tillit til eiginleika og sérþarfa, en einnig getur það aukið verulega á fötlun- ina og hamlað því að hinn fatlaði geti notið þegnréttar síns og hæfileika sinna. í samræmi við þetta sjónarmið beina SÞ því til allra aðildarríkja sinna að vinna markvisst að því að fatlað fólk eigi greiðan aðgang að öllum þáttum þjóðlífsins og að hagsmuna þess sé gætt við skipu- lagsstörf á öllum sviðum samfé- lagsins. Slíkar aðgerðir í þágu fatlaðra ættu að falla sjálfkrafa inn í umbóta- og þróunaráætlanir í hverju landi fyrir sig svo og starf alþjóðastofnana. Fleiri atriði má nefna, sem SÞ leggja áherslu á, svo sem rann- sóknir á lífsháttum og kjörum fatlaðra . almennt. Ennfremur rannsóknir, sem beinast að orsök- um fötlunar t.d. slysum og hvaða ráðstafanir séu hugsanlegar til að koma í veg fyrir fötlun. Hér að framan hefur verið dregið saman í mjög stuttu máli hvert er megin inntak samþykktar SÞ sem hefur verið beint til aðildarríkjanna. Um allan heim eru starfandi stjórnskipaðar framkvæmdanefndir í tilefni al- þjóðaárs fatlaðra. Hér á landi er framkvæmdanefnd alþjóðaárs fatlaðra skipuð átta manns og eiga þar sæti fulltrúar stjórnvalda og fulltrúar samtaka fatlaðra í landinu. Nefndinni er m.a. ætlað að tengja saman og samræma að- gerðir ríkisvaldsins, sveitar- stjórna, samtaka fatlaðra og ann- arra aðila. I þessu skyni hefur fram- kvæmdanefndin ALFA ’81 sent bæjar- og sveitarstjórnum tilmæli um að setja á fót nefndir til að fáist í atvinnu- og ferlimálum fatlaðra. Að láta fara fram alhliða og ítarlega könnun á málefnum fatl- aðra. Að afla upplýsinga um orsakir slysa sem leiða til fötlunar og gera tillögur um varnaðaraðgerðir. Að beita sér fyrir öflugu upplýs- inga- og fræðslustarfi varðandi málefni fatlaðra og vekja umræð- ur um þessi mál. En þótt hér verði ekki fleira tínt til af verkefnum, sem nú er unnið að, er um mjög umfangsmikið svið að ræða. Rétt er að víkja nánar að hverju einu fyir sig, enda þótt þau tengist meira og minna innbyrðis. Stefnumótun í málefnum fatlaðra má segja, að felist að nokkru í einkunnarorðum alþjóðaárs fatl- aðra sem eru fullkomin þátttaka og jafnrétti. Þetta er markmið, sem vitanlega ætti að vera svo sjálfsagt, að ekki þyrfti sérstakt baráttuár til að segja heiminum það. I reynd er þó langur vegur þangað til þessu marki verður náð. Til þess þarf þjóðfélagið að breyt- ast í þá veru að viðurkenna fatlaða einstaklinga, fyrst og fremst sem manneskjur, sem hafi jafnmikla þörf og jafnmikinn rétt til að lifa lífinu eins og aðrir, hvort heldur það er í almennum skólum, á vinnustöðum, ellegar eiga heima í venjulegum íbúðar- hverfum eða taka þátt í menning- ar- og félagslífi o.s.frv. Þetta þýðir að umhverfið, sam- félagið og stofnanirnar verði að byKKjast Upp með tilliti til heild- arinnar allrar, en ekki bara fyrir hluta þegnanna, eins og nú er. Jón ísberg sýslumaður: Eflum orkufrekan iðnað Þegar að minnst hefur verið á orkufrekan iðnað hefur hrollur farið um suma menn, að ekki sé minnst á stóriðju sem í flestum tilfellum er orkufrekur iðnaður. Ég veit ekki af hverju þetta stafar, nema ef vera skyldi, að sami kotungshugsunarháttur- inn sé enn við lýði og var þegar rætt var um togaraútgerð hér á landi. Þá snerist hópur manna á móti og taldi það ganga glæpi næst, að Islendingar brytu forn- ar hefðir að róa frá landi og færu að fiska að kröfu tímans. Nú æpir hver upp í annan um að við ættum að byggja á traustum hefðbundnum at- vinnuvegum, landbúnaði og sjávarútvegi. Þó er í báðum mikið dulbúið atvinnuleysi, sem minnkar mikið tekjur þess fólks, sem á þeim lifir. Nú vil ég taka það fram, að ég met mikils þessar báðar at- vinnugreinar og tel vel rekinn landbúnað einn af hyrningar- steinum íslensks þjóðfélags. En það dylur ekki þá staðreynd, að engin atvinnugrein stenst til lengdar sem atvinnugrein, ef hún nær ekki hámarksnýtingu framleiðslutækja sinna. En það verður ekki ef fjármagnskostn- aður er of mikill og þar af leiðandi of lítill afgangur, þ.e. vinnulaun fyrir bóndann. Það sama gildir um skipin. Ef þau verða að liggja í höfnum lands- ins tímunum saman eða veiða fisk, sem borgar sig ekki að veiða, þá verður útgerðin óhagkvæm. Afborganir og vexti, eins og þeir eru nú hagkvæmir, verður að greiða. Fasti kostnað- urinn i landi er næstum sá sami. Þá gengur þetta fyrst og fremst út yfir sjómennina. Þeir bera ekki eins mikið úr býtum og þeir gætu við fullnýtingu skipanna. Ut í þessa sálma ætla ég ekki að fara frekar, en aðeins benda á, að í landbúnaði framleiða sífellt færri hendur stöðugt meira magn og vinnuaflið hlýt- ur að minnka í sjávarútvegi einfaldlega vegna þess, að vara sem framleidd er hér hjá okkur með okkar tiltölulega háa kaup- gjaldi, verður ekki samkeppnis- fær þegar vinnulaunin eru allt upp í helmingur kostnaðar við vinnsluna. Eins og nú standa sakir erum við Islendingar best settir Evr- ópuþjóða. Við eigum næstum því ónumið lahd. Aðeins um 1/20 af ræktanlegu landi er ræktaður. Möguleikar okkar í fiskirækt inni á fjörðum og við ár eru nær ótakmarkaðir. Aðeins örltið brot af orku landsmanna er nýtt og orkan er þeirrar náttúru að hún endurnýjar sig stöðugt. Og síðast en ekki síst, hér eru á hverju leiti möguleikar fyrir unga menn og konur til þess að skapa sér atvinnu, aðeins ef þeim er gefið tækifæri og þau hvött til þess af þeim, sem með völdin fara, í stað þess að gera að því er virðist allt sem hægt er til þess að draga úr þeim kjark og gera þeim erfitt fyrir. Okkar erfiðleikar eru heima- tilbúnir af þeim mönnum sem eru alltaf að skipta sömu kök- unni upp aftur og aftur og vilja alltaf fá meira í sinn hlut, án þess að stækka kökuna. Það verða engar framfarir á íslandi nema raunhæf framleiðsla verði aukin. Grjóti breytt í nytsaman varning. Og þetta verður ekki gert nema með orkufrekum iðn- aði, iðnaði sem nýtir þá hina miklu orku, sem landið á með aukinni framleiðslu á hvern íbúa landsins og þá um leið auknum tekjum landsmanna, sem þeir svo geta nýtt sér til aukinna mennta, félagslegrar samhjálpar og venjulegrar dægradvalar, ferðalaga og svo framvegis. En orkufrekur iðnaður kostar mikla peninga og þá verðum við að fá annað hvort að láni eða laða erlent áhættufjármagn til landsins. Allar þjóðir heims, þar á meðal Rússar og Kínverjar, hafa samvinnu við útlendinga til þess að byggja upp iðnað sinn. Hvers vegna ættum við ekki að gera það? Á sínum tíma var skiljanleg afstaða verka- lýðshreyfingarinnar að hvetja til varfærni, sérstaklega þar sem mikið hafði verið skrifað um þessa vondu auðhringa af mönnum sem vildu að þeir væru vondir. Og auðvitað eru til dæmi um algjöra misnotkun á vinnu- afli af auðhringum. En látum það liggja á milli hluta. Sú reynsla sem fengist hefur hér á landi er sú, að stóriðjan greiðir hærra kaup en gengur og gerist á vinnumarkaðnum. Það er táknrænt að starfsfólk Sem- entsverksmiðjunnar og Áburðarverksmiðjunnar krefj- ast að sögn sömu kjara og starfsfólk Grundartanga- verksmiðjunnar hefur. Þetta er sjálfsögð krafa. Ef eigandi þess- ara tveggja verksmiðja, ríkið, getur ekki greitt þetta kaup, er eitthvað að. Þá 'á það að selja verksmiðjurnar þeim, sem getur Til þess að unnt verði að þoka framkvæmdum í rétta átt til hagsbóta fyrir fatlaða, er nú langt komin endurskoðun á lögum og reglugerðum, sem snerta málefni þeira, þar sem leitast er við að samræma og endurbæta laga- bálka, sem í gildi eru. I þessari endurskoðun er sérstök áhersla lögð á atvinnuþáttinn, og verður leitast við að tryggja rétt hins fatlaða, cinkum er varðar þann þátt, eins og kostur er, og sam- ræma stjórnun og uppbyggingu á þjónustu í öllum landshlutum. Ferlimál fatlaðra eru jafnrétt- ismál, sem tímabært er að gera bragarbót á. ALFA ’81 nefndin vill leggja sitt af mörkum til að svo geti orðið og að þessu verkefni vinnur starfshópur sem mun taka þessi mál til athugunar og meðferðar í samvinnu við ferlinefnd fatlaðra, sem skipuð er samkvæmt lögum frá 1979. Ákveðið hefur verið að halda ráðstefnu fyrri hluta þessa árs um ferlimál fatlaðra. Hér er um mikið réttindamál að ræða eins og fyrr er drepið á í þessari grein. ALFA ’81 nefndin mun gera sitt ýtrasta til að knýja á um fram- kvæmdir í þessum efnum. Krafan um breytingar á opinberu húsnæði og lagfæringar á umferðargötum fyrir fólk í hjólastólum er svo sjálfsögð að naumast þarfnast slíkt langrar umræðu, það er orðið tímabært fyrir löngu að hefjast handa í þessum efnum. Sama gildir um breytingar á umferðarmerkjum fyrir blinda varðandi hljóðmerki, svo og sér- staklega merkta lyftuhnappa o.fl. Það eru m.a. svona hlutir sem gefa til kynna að samfélagið sé fyrir alla þjóðarheildina. Það er lítilsvirðing við fólk, sem þarf að nota hjólastóla til að komast leiðar sinnar þegar opin- berar byggingar eru þannig úr garði gerðar að því er fyrirmunað- ur aðgangur að þeim. ALFA ’81 nefndin hefur farið fram á við fjárveitingavaldið að fé verði veitt til að breyta opinberu húsnæði þannig að það verði aðgengilegt fólki í hjólastólum. Nefna mætti ótal önnur dæmi, sem leiða í Ijós mismunun milli fatlaðra og ófatlaðra, þó að það verði ekki gert hér. Eitt af viðfangsefnum ALFA ’81 nefndarinnar er að láta fara fram alhliða kannanir á högum fatlaðra í landinu. í því skyni hefur verið leitað eftir samvinnu við Félags- Jón ísberg rekið þær eins og á að reka fyrirtæki. Orkufrekur iðnaður þarf eink- um þrennt til þess að þrífast, þ.e. næga ódýra orku, mikið fjármagn og tiltölulega lítið vinnuafl. Þetta fellur því vel að íslenskum staðháttum. Við eig- um mikla tiltölulega ódýra orku, en ekki alltof margar hendur til þess að vinna. Hins vegar sár- vantar okkur fjármagnið. Það verðum við að fá að sem lán eða áhættufjármagn. Sumar verk- smiðjur getum við auðveldlega eignast sjálfir strax en aðrar þurfum við að hafa samvinnu um við útlendinga. Það er ekki svo hættulegt vegna þess, að af þessum þremur þáttum orku- freks iðnaðar, höfum við i hendi okkar tvo, þ.e. vinnuaflið og orkuna. Hins vegar þarf fjár- magnið fyrst og fremst til þess

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.