Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1981 47 Valsmenn sigruðu með einu stigi eftir æsispennandi leik i Njarðvik ÞAÐ VAR rafmögnuð stemmning í iþróttahúsinu i Njarðvík í gærkvöldi er UMFN og Valur léku i úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Með sigri í leiknum gátu Valsmenn opnað úrvalsdeildina og átt möguleika á að verja titil sinn en UMFN gat svo til innsiglað sigur sinn i úrvalsdeildinni. Það mátti lika greina á áhorfendum sem fylltu húsið að leikur liðanna var mjög þýðingarmikill. Leikmenn voru lengst af mjög taugaóstyrkir og kom það mjög fram á hittni leikmanna. Varnarleikur beggja liða var samt mjög góður svo og var geysileg barátta i báðum liðum og ekkert var gefið eftir. Enda var leikurinn æsispennandi frá fyrstu til siðustu minútu. Svo jafn var leikurinn i lokin að allt gat gerst fram á siðustu sekúndu. Þegar tæp mínúta var til leiksloka voru Valsmenn yfir 72 stig gegn 70. Pétur Guðmundsson skoraði og fékk dæmt vitaskot en mistókst skotið. Danny jafnar fyrir UMFN 72—72. Þá voru 40 sekúndur eftir af leiknum. Nú var allt á suðupunkti i húsinu og spennan i hámarki. UMFN mistekst sókn og Valsmenn fá dæmd vitaskot i næstu sókn. Brad Miley mistókst fyrra skotið en það siðara heppnaðist. Staðan 73—72 og 14 sekúndur eftir i leiknum. Danny Shouse tók boltann upp vöilinn og ætlaði sér greinilega að brjótast i gegn en hans var vel gætt af tveimur leikmönnum Vals og komst ekki i gegn. Hann reyndi þvi skot úr erfiðri aðstöðu þegar aðeins 5 sekúndur voru eftir en skot hans geigaði og Valsmenn stigu villtan sigurdans á gólfinu. Sigurinn var þeirra, 73—72. Naumara gat það ekki verið. Framan af fyrri hálfleiknum ^ hafði Njarðvík forystuna í leikn- um og lék allvel. Mikill hraði var í leiknum og ljóst að bæði liðin ætluðu að selja sig dýrt. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 28—23 fyrir Njarðvík og staðan í hálfleik var 44—36 Njarð- vík í hag. Valsmenn komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleiknum og þegar fimm mínútur voru liðnar var staðan orðin jöfn 46—46. Allt fram á lokasekúnduna var jafn- ræði með liðunum og hvorugu liðinu tókst að ná afgerandi for- ystu. Liðin skiptust á að vera yfir en oftast skildu tvö stig liðin að. Lið Njarðvíkur varð nú að sætta sig við sitt annað tap í mótinu og bæði á heimavelli sínum ljóna- gryfjunni í Njarðvík. Lið Njarð- víkur barðist vel í leiknum þrátt fyrir að þeim tækist ekki að sigra. Það sem varð liðinu fyrst og fremst að falli í leiknum var slæm hittni. A fyrstu níu mínútum síðari hálfleiksins skoraði liðið aðeins fjögur stig. Leikmenn mis- notuðu auðveldustu færi og hver sóknin af annarri fór út um þúfur. Jafnvel vítaköstin mistókust. Danny Shouse var mjög vel gætt í leiknum og skoraði hann aðeins 29 stig. Guðsteinn og Jónas áttu báðir ágætan leik svo og Gunnar Þorvarðarson. Undir lok leiksins var eins og þreyta setti UMFN — Valur 72:73 svip sinn á leikmenn liðsins og gerði það að verkum að hittnin var í lágmarki. Þrátt fyrir tap þetta bendir allt til þess að UMFN takist að sigra í Islandsmótinu í ár. Liðið þarf að tapa tveimur leikjum í viðbót og Valsmenn þurfa að halda sigurgöngu sinni áfram. í liði Vals var Ríkharður Hrafnkelsson besti maður liðsins, á mikilvægum augnablikum skor- aði hann hvert stigið af öðru og lék vel. Það sem gerði því útslagið á leik Valsliðsins var að fá Pétur Guðmundsson í sínar raðir. Pétur var sterkur í fráköstunum jafn- framt því sem hann skoraði 22 stig í leiknum. Brad Miley fékk það hlutverk að gæta Danny Shouse og gerði það mjög vel. Þeir Jón Steingrímsson og Torfi Magnússon léku báðir vel. Stig UMFN: Danny 29, Guð- steinn 12, Jónas 11, Gunnar 9, Jón 5, Arni 2, Július 2 og Þorsteinn 2. Stig Vals: Pétur 22, Ríkharður 20, Miley 12, Torfi 10, Jón 8, Jóhannes 1. - ÞR. I IDróitlr | Einkunnagjðlin Lið IR: Kristinn Jörundsson 8 Jón Jörundsson 7 Hjörtur Oddsson 6 Kristján Oddsson 6 Guðmundur Guðmundsson 4 Sigmar Karlsson 4 Benedikt Ingþórsson 4 Óskar Gunnarsson 4 Björn Leosson 4 Lið UMFN: Guðsteinn Ingimarsson 7 Jónas Jóhannesson 7 Gunnar Þorvarðarson 7 Jón Viðar 6 Árni Lárusson 6 Július Valgeirsson 6 Þorsteinn Bjarnason 6 Þórsmótið í Hlíðarf jalli Pétur Guðmundsson átti góðan leik með Val i Njarðvík i gærkvöldi, en þar lék hann sinn fyrsta leik hér á landi í háa herrans tíð. Danny Shouse sækir hér að honum og kemur hæðarmunurinn glögglega í ljós. Ljósm. RAX. Danny Shouse einbeittur á svipinn, enda sækir Brad Miley fast að honum. Shouse átti góðan leik fyrir UMFN í gærkvöldi. Ríkharður Hrafnkelsson skoraði mörg mikilvæg stig fyrir Val í gærkvöldi, hér sendir hann knöttinn beinustu leið í körfuna. I.jósm. RAX. Lið IS: Gisli Gislason 5 Ingi Stefánsson 5 Jón Oddsson 5 Bjarni G. Sveinsson 6 Albert Guðmundsson 3 Árni Guðmundsson 4 Lið Vals: Pétur Guðmundsson 8 Rikharður Ilrafnkelsson 8 Torfi Magnússon 7 Jón Steingrímsson 6 Jóhannes Stefánsson 5 ÞÓRSMÓTIÐ í svigi fer fram i Hlíðarf jalli við Akureyri um helgina. Keppt er i öllum flokk- um. í dag hefst keppnin klukkan 11.00. Þá keppa á Hjallabraut 8—9 ára börn, svo og 7 ára og yngri. Við „Stromp“ fer fram keppni í 10—12 ára flokki og 13—14 ára flokki drengja. Keppni hefst á morgun einnig klukkan 11.00 og verður þá ein- ungis keppt við Strompinn. Fer þá fram keppni í 15—16 ára flokki drengja, 13—15 ára flokki stúlkna, kvennaflokki og karlaflokki. Víkingar veðurtepptir í Glasgow VÍKINGSLIÐIÐ í hand knattleik hélt áleiðis til Svi- þjóðar í gærmorgun. En veðurguðirnir voru þeim ekki hagstæðari en það að ekki var hægt að lenda i Danmörku vegna þoku og gisti liðið siðastliðna nótt i Glasgow. Var reiknað með þvi að á hádegi i dag yrði ferðinni haldið áfram til Danmerkur. Lið heldur rak- leiðis til Lundar en þar fer leikurinn gegn Lugi fram á sunnudag. Guðmundur stökk 2,06 m UNGUR Hafnfirðingur. Guðmundur Rúnar Guð- mundsson sem dvelur við æfingar i Sviþjóð náði sínum bcsta árangri i hástökki fyrir skömmu er hann stökk 2,06 á innahúsmóti. Þetta er besti árangur Guðmundar og lofar góðu fyrir sumartð. - þr. Ráðstefna um kvenna- knattspyrnu í DAG klukkan 15.00 hefst á Hótel Loftleiðum á vegum KSt ráðstefna um kvenna- knattspyrnu. Kvennaknatt- spyrna á nú miklum vin- sældum að fagna viða um heim og fer vegur hennar mjög svo vaxandi. Rætt verð- ur meðal annars um hvernig hægt verður að drífa hana áfram hér á landi og hvort stefna eigi að þvi að ná saman iandsliði i greininni. f Danmörku leika 27.000 konur knattspyrnu í 1034 liðum. í Svíþjóð stunda 50.000 konur iþróttina í ekki færri en 3000 liðum. Á þess- um tölum má sjá hversu vinsældir kvennaknatt- spyrnu eru á Norðurlöndun- um því að í Noregi og Finn- landi er íþróttin mjög vinsæl líka. Skíöakennsla SKÍÐAFÉLAG Reykjavikur gengst i dag fyrir kennslu í skiðagöngu við skiðaskál- ann i Hveradölum. Skráning fer fram i skálanum kl. 14.00, kennslan er öilum ókeypis. Aöalfundur GK AÐALFUNDUR golfklúbbs ins Keilis verður haldinn laugardaginn 31. janúar kl. 13.30 í Gaflinum við Reykja- nesbraut. Dagskrá sam- kvæmt lögum félagsins. GK. * arm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.