Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 23 "BflNOflRfiOHMÖNNUM HEFP/ M\Q \ LOfR Lfl6\0 %Q Lt-VSfl G\SLflVlflL\9 EfTifc OíRLÓMflT/SKOM LeiW'WLlMlLO'.WflVOfl) Prentarar Times taka Murdoch vel London, 23. jan. — AP. LEIÐTOGAR prentara hjá „The Times“ í London föKnuðu því í dag, að ástralski blaðakóngurinn Rupert Murdoch hefði verið val- inn úr hópi þeirra aðila, sem áhuga hafa á að kaupa blaðið. Undirtektir þeirra skiptu miklu máli fyrir framtíð The Times, The Sunday Times og þriggja fylgiblaða Times, þar sem Murdoch hafði veitt þriggja vikna frest fyrir samkomuiagi við prentara og blaðamenn, en kvaðst að öðrum kosti mundu draga tilboð sitt til baka. Leiðtogar tveggja helztu félaga starfsmanna tæknideildar „The Times“ sögðust telja mögulegt að komast að samkomulagi við Mur- doch um „töluverðar uppsagnir", sem hann talar um, í ' næsta mánuði. Hins vegar eru ekki allir þing- menn og blaðamenn hrifnir af því að Murdoch varð fyrir valinu, þar sem blöð hans í Bretlandi, Banda- ríkjunum og Ástralíu hafa orð fyrir litaðar fréttir og æsiskrif. Þingmenn Verkamannaflokks- ins hafa hvatt til þess á þingi, að salan á The Times verði tekin til athugunar í einokunarnefnd rikis- ins, þótt Murdoch hafi sagt að slík athugun yrði til þess að ekkert yrði úr kaupunum. En Sally Oppenheim neyzlumálaráðherra lét á sér skilja i dag, að málinu yrði ekki vísað til einokunarnefnd- arinnar. Murdoch hefur lofað að ábyrgj- ast, að The Times og Sunday Times fái að halda óskertum virðuleika sínum og sjálfstæði. Handtekinn í Schleyermáli Karlnruho. 23. jan. — AP. PETER Boock, sem er grunaður um að vera félagi í Baader-Mein- hof-samtökum hryðjuverka- Endurskins- merki á báta Oaló, 23. janúar. trá Jan Erik lauro fréttaritara Mbl. ÁKVEÐIÐ hefur verið að 26.000 norskir bátar, sem eru undir 35 fetum að lengd, verði útbúnir sérstökum endurskinsröndum til að auðvelda ieit i myrkri og neyðartilfellum. Merkjunum verður komið fyrir á sitt hvorri hlið aftur undir skut og ennfremur á stýrishúsi. Endurskinsútbúnaður af þessu tagi hefur verið á stórum hluta norskra skipa og báta í tæpa tvo áratugi, en hér eftir verða allir bátar og öll skip er stunda fiskveiðar með þennan útbúnað. manna, var handtekinn í Ham- borg i dag að sögn yfirvalda. Boock var óvopnaður og lögregl- an í Hamborg kvaðst fegin að ekki hefði komið til blóðsúthellinga við handtökuua. Fingraför Boocks fundust á bíln- um, sem var notaður til að ræna iðnrekandanum Hanns-Martin Schleyer í september 1977, og á bréfi, sem Schleyer skrifaði þegar hann var á valdi mannræningj- anna. Einnig leikur grunur á að Boock hafi tekið þátt í morðinu á banka- stjóranum Jurgen Ponto í júlí 1977 og misheppnaðri eldflaugaárás á skrifstofur ríkissaksóknarans í Karlsruhe. Boock var handtekinn í Júgóslav- íu í maí 1978, en látinn laus þegar Vestur-Þjóðverjar neituðu að skipta á króatískum þjóðernis- sinna, sem þeir höfðu í haldi, og Boock og þremur öðrum grunuðum hryðjuverkamönnum. FRÉTTASKÝRING Þegar Begin fer frá er ísra- el þrotabú í efnahagslegum og mannlegum skilningi Texti: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR Þegar Menachem Begin forsæt- isráðherra ísraels tók á móti Sadat Egyptalandsforseta í Jerúsalem, í nóvember 1977, mun einhver hafa látið þau orð falla aö Begin myndi líkast til aldrei tapa kosningum eftir þetta. Vinsældir Begins komust síöan í algert hámark, eftir heimkomu hans frá Camp David og vitað er, aö margir lögöu þá fast að Begin aö efna til kosninga. Þá er ekki nokkur vafi á aö Likud-bandalagiö heföi treyst meirihluta sinn í Knesset. En Begin vísaöi þessu á bug og sagöi í sigurvímunni aö hann heföi veriö aö semja um friö fyrir alla ísraela en ekki til aö Likud tryggöi stööu sína. En auk þess var Begin mikiö kappsmál aö sitja út kjörtíma- biliö, því aö hann vildi geta státaö af því aö hann heföi setið samfellt lengur en nokkur annar forsætisráöherra í 33ja ára sögu ísraelsríkis. Hann hef- ur þegar slegiö metiö, þó svo aö honum sé ekki sætt lengur og hafi neyðzt til þess aö boöa til kosninga í júlímánuöi nk. í staö nóvember. Og þaö dettur engum heilvita manni í hug nú aö Likud haldi velli, enda benda skoöanakannanir til þess aö fylgl bandalagsins sé í algjöru lágmarki. Þaö er sérkennilegt aö velta fyrir sér hvernig Begin hefur á þessum fjórum árum nánast snúiö öllu á hvolf í ísrael. Friðarviöræöurnar eru í sjálf- heldu, verðbólgan heldur áfram upp úr öllu valdi, þvermóöska Begins í sambandi viö land- nemabyggðir á Vesturbakka Jórdanár er dæmalaus og svo ögrandi gagnvart Aröbum, aö þaö hefur valdið ágreiningi og ólgu innan ísraels og oröiö til aö draga úr stuöningi viö ísrael utanlands. ímynd ísraela í hug- um fólks er ekki sú hin sama og hún var. Valdagírugir og ósveigjanlegir menn hafa hald- iö þar um stjórnvölinn. Aögerö- ir Israelsstjórnar gegn Aröbum á Vesturbakkanum aö ööru leyti hafa oröiö haröskeyttari en áöur, skattaálögur hafa ver- iö þyngdar á Aröbum meira en Israelum og miklar kvartanir hafa heyrzt um illa meöferö á arabískum föngum sem settir hafa veriö í fangelsi fyrir mis- munandi miklar eöa litlar sakir. Þegar Begin tók viö í júní 1977 var sannfæring Begins sú aö Vesturbakkinn væri hluti ís- raels, og hann ögraöi Aröbun- um meö því aö tala jafnan um Júdeu og Samaríu og hefjast fljótlega handa um aö ýta undir landnemabyggöir þar á viö- kvæmum stööum þar sem land var beinlínis tekiö eignarnámi af Aröbum. Eftir aö friöarsamn- ingurinn var geröur viö Egypta var trúlegt aö Begin hafi búizt viö því aö Sadat væri svo ánægöur aö fá aftur Sinai aö hann myndi meö þegjandi sam- komulagi fallast á áframhald- andi yfirráö ísraela yfir Vestur- bakkanum. En Sadat kraföist sjálfstjórnar Palestínumanna á Menachem Begin svæðinu og síöan hefur hvorki gengið né rekiö. Nú hafa samtals 60 landnema- þorp verið reist á Vesturbakk- anum. ísraelar hafa ákveöiö Jerúsalem sem höfuöborg sína — sem er út af fyrir sig eölilegt sjónarmiö fyrir þá, en sérdeilis vandmeöfariö mál og hreint ekki svo einfalt aö þar geti ísraelar bara kveöiö upp úr meö þaö í eitt skipti fyrir öll. Þessi haröneskjulega afstaöa Begins sérstaklega og hauk- anna í stjórn hans, hlaut fyrr eöa síöar aö leiða til árekstra. Ezer Weizman, einn vinsælasti ráöherrann, sagöi af sér eftir aö hafa margsinnis reynt aö fá Begin til aö sýna meiri mannúö og sveigjanleika og Moshe Dayan utanríkisráöherra vildi heldur ekki una viö svo búiö og hætti. Samt hélt Begin stefnu sinni til streitu og lengi vel fékk hann nýja menn í staöinn fyrir þá sem yfirgáfu ráöherrastól- ana í fússi. En það gat auðvitað ekki haldið áfram til lengdar, ekki hvaö sízt þar sem fleira kom til: óðaveröbólga, aukið atvinnuleysi og á þessum 4 árum hefur verölag í landinu hækkaö um 800%, sambands- leysi milli stjórnarinnar og þegnanna, dráttur hefur orðiö á félagslegum umbótum, inn- flutningur Gyöinga til ísraels hefur nánast stöövazt og nú eru ísraelar meira aö segja farnir aö flykkjast burt frá landi sínu, einkum sækja þeir í aö komast til Bandaríkjanna til búsetu. Þetta hefur kannski ekki oröið minna áfall ísraelum en verðbólgan, þótt á annan veg sé. Gjaldmiöill ísraela, pundiö, sem nú heitir reyndar sikill, hefur rýrnaö um 700% á þessum árum. Friöarsamningurinn viö Egypta sem aö vísu leiddi til þess aö ísraelar gátu í friöi farið og klifraö upp í egypska píramída og egypskir feröamenn fariö um Jerúsalem reyndist líka hrökkva skammt. En ekki hvaö sízt hefur stjórnar- tíö Begins einkennzt af rifrildi, sundrungu og afbrýöissemi milli ráðherranna innbyröis. Þeir hafa kallaö hver annan þvílíkum ónöfnum bæöi á fund- um og út á viö, aö vart er samboðið fullorönu fólki. Og samt hefur Begin þrjózkazt viö aö sitja. Hann er hugsjóna- maöur, sem telur flest réttlæt- anlegt sé þaö í nafni hugsjóna gert. Hann er hörkutól, dugleg- ur maöur og greindur. Skap- brestir hans hafa hins vegar ekki síður oröiö honum og löndum hans fjötur um fót en aö hann væri fræöilega séö vanmegnugur til aö stjórna. Hann er óvenjulegur maöur um flest og hefur fariö meö ísrael út í þær ógöngur, aö sárgræti- legt hefur veriö aö horfa upp á þaö. Verkamannaflokkurinn er ekki ofsæll af því aö eiga aö taka viö þessu búi, en Shimon Peres hlýtur þaö líka aö vera kappsmál aö snúa dæminu viö: flikka upp á ímynd ísraels út í frá, auka sjálfsviröingu meö löndum áínum og aö ekki sé nú minnzt á ef honum tekst aö koma verðbólgunni niöur og síöast en ekki sízt ef honum tekst aö sannfæra meirihluta landa sinna um aö þá fyrst veröi sómi ísraels samur aftur, ef þeir semja viö Palestínu- menn. Þetta gerðist 24. janúar 1547 — Jarlinn af Surrey líflátinn á Engiandi fyrir landráö. 1616 — Willem Schouten siglir fyrir Hornhöfða fyrstur manna. 1644 — Fairfax lávarður sigrar írska konungssinna í orrustunni við Nantwich — Skotar gera innrás í England. 1798 — Uppreisn á íriandi undir forystu Emmet og Wolf Tone. 1848 — Gull finnst í Kaliforníu. 1879 — Þjóðverjar gera viðskipta- samning við Samoa. 1907 — Baden-Powell stofnar fyrsta skátafélagið á Englandi. 1915 — Sjóorrustan á Dogger- banka. Þýzka beitiskipinu „Blúcher" sökkt af Bretum. 1924 — Petrograd skýrð Leníngrad — Verkalýðsfélög afnumin á Ítalíu. 1943 — Ráðstefnunni í Casablanca lýkur. 1966 — Flugvél indverska flugfé- lagsins ferst á Mont Blanc og 117 með henni. 1%9 — Franco þjóðarleiðtogi lýsir yfir neyðarástandi á Spáni vegna óeirða. 1978 — Biiaður sovézkur gervi- hnöttur með kjarnaofni um borð springur í tætlur yfir norðvestur- hluta Kanada. Afmæli: Friðrik mikli Prússakon- ungur (1712—1786) — - Sir John Vanbrugh, enskur arkitekt og leik- ritahöfundur (1664—1726) — Pierre de Beaumarchais, franskur leikrita- höfundur (1732—1799) — Gústaf III Svíakonungur (1746—1792) — Charles James Fox, breskur stjórn- málaleiðtogi (1749—1806) — E.T.A. Hoffmann, þýzkur rithöfundur (1776 -1822). Andlát: 1944 Edvard Munch, list- málari — 1965 Sir Winston Church- ill, stjórnmálaleiðtogi. Innlent: 1309 Brann Skálholts- kirkja — 1738 Gestaréttur stofnað- ur — 1870 d. Brynjólfur Benedictss- on kprn í Flatey — 1908 Fjórar konur kjörnar í bæjarstjórn Reykja- víkur — 1913 d. Eiríkur Magnússon prófessor í Cambridge — 1939 NLFÍ stofnað — 197^ Viðræður Geirs Hallgrímssonar og Harold Wilsons hefjast í London. Orð dagsins: Reynslan er bezti kennarinn — en skólagjöldin eru bara anzi há — Thomas Carlyle, skozkur sagnfræðingur (1795— 1881).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.