Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 3 Leif Maehle, formaður nefndar þeirrar sem úthlutar bókmenntaverðlaunum Norðurlandaráðs tilkynnir ákvörðun nefndarinnar. Snorri Hjartarson situr við hlið hans. Ljcwm. Kristinn. Snorri Hjartarson eftir verðlaunaafhendinguna: „Þ§etti gaman að komast til Ítalíu og Grikklands44 „ÞESSI ákvörðun kom mér á óvart. ég hafði ekki gert ráð fyrir þvi að hljóta verðlaunin,“ sagði Snorri Hjartarson í samtali við Mbl. í gær. „Ég var lengi að átta mig á því að þetta væri raunverulegt.“ „En þú ert að von- um ánægður?“ „Já. auðvitað. Það er ekki hægt að vera annað en ánægður.“ „Hefurðu ákveðið hvernig þú ætlar að verja peningunum, i eitthvað sérstakt verkefni kannski?“ „Ég veit það ekki. Ég veit aldrei hvenær ég kemst í vinnuskap. Það kemur i skorpum. En mér þætti gaman að komast til Ítalíu og Grikklands.“ Snorri hlaut bók- menntaverðlaun Norð- ing,“ sagði Snorri. „Það hefur örugglega átt sinn þátt í því að ég fékk verðlaunin hvað ég var heppinn með þýðandann. Nefnd- armenn sögðust hafa getað fylgst með ís- lenska textanum jafn- hliða sænsku þýðing- unni.“ — Snorri sagði að áður hefði úrval ljóða komið út eftir sig á norsku og einstaka ljóð eftir hann hafa verið þýdd á ýmis tungumál og birst í tímaritum. Bókmenntaverð- launin verða afhent í Kaupmannahöfn í mars n.k. Snorri sagði aðspurður að hann hefði ekki ákveðið, hvort hann færi þá utan. „Ég vil ekkert um það segja núna. En ég vona að ég geti farið." urlandaráðs fyrir bók sína „Hauströkkrið yf- ir mér“. Er Snorri var beðinn um að segja frá bókinni kvaðst hann heldur vilja láta það öðrum eftir. Inger Knutson þýddi bókina yfir á sænsku vegna verðlaunaveit- ingarinnar og ber þýð- ingin heitið „Höst- mörket över mig“ „Þetta er ágæt þýð- Einn nefndarmanna, Kai Laitinen, prófessor við háskólann i Helsinki óskar Snorra Hjartar- syni til hamingju. Rikisverksmiðjuverkfalli frestað: Stefnir í 2 saxtminga VERKALÝÐSFÉLÖGIN 13, sem standa í samningsgerð við ríkisvaldið vegna rikisverksmiðjanna tveggja og Kisiliðjunnar frestuðu klukkan 04 í fyrrinótt verkfalli, sem kom til framkvæmda á miðnætti í fyrrinótt um óákveðinn tima með 3ja daga boðunarfresti. Jafnframt buðu þau 12 félög. sem eru innan ASÍ rikisvaldinu upp á áframhaldandi samnings- gerð, sem þýðir að þau skilja vélstjórana eftir, sem ekki hafa viljað sætta sig við röðun i launaflokka og hafa krafizt 24,5% grunnkaups- hækkunar. Meðaltálshækkun samningsins eins og hann lítur nú út mun vera um 11,5%. Vinnumálanefnd ríkisins taldi sig ekki hafa umboð til að taka ákvörðun um áframhaldandi viðræður við félögin 12 og var viðræðum þvi frestað fram á mánudag. unz rikisstjórnin hefur fjallað um málið. Launastiginn, sem menn hafa verið að raða inn í, gefur 33,8% launamismun milli hæstu og lægstu launa. Er þá miðað við byrjunarlaun verkamanns og byrj- unarlaun iðnsveins. Verkamaður- inn hefur 4.505 krónur á mánuði, en iðnsveinninn 6.029. Eftir 6 mánaða störf hækkar verkamaður- inn þó um 5% og fer í 4.730 krónur á mánuði. Síðan koma áfanga- hækkanir á samningstímanum, sem miða að því að ná samræm- ingu við laun á Grundartanga. Hinn 1. nóvember hækka þannig öll laun um 5% og hinn 1. maí 1982 hækka sömu laun aftur um 9%. Þannig verður heildargrunnkaups- hækkun á samningstímanum 25,5% hjá öllu starfsfólki verk- smiðjanna þriggja. Þessar hækk- anir koma með þeim hætti, að allir starfsmenn verksmiðjanna byrja á byrjunartaxta, en vinna síðan upp starfsaldursmismun miðað við ríkjandi starfsaldur á Grundar- tanga í þessum tveimur áföngum í nóvember 1981 og maí 1982. Vélstjórarnir frestuðu einnig verkfalli í fyrrinótt með sama hætti og félögin 12. Á fundi klukkan 04 í fyrrinótt óskuðu vélstjórarnir eftir því, að fundur- inn sem heild frestaði verkfalli allra félaganna, en hvert félag yrði ekki látið fresta verkfalli. Þessu hafnaði fundurinn og vildi, að hvert félag fyrir sig frestaði. Niðurstaðan varð, að vélstjórarnir gerðu það með sama hætti og önnur félög. Samningamaður, sem Morgunblaðið ræddi við í gær, kvaðst þess fullviss, að ekki yrðu tök á að gera einn samning við verksmiðjurnar eftir það sem á undan væri gengið. Taldi hann, að ASÍ-félögin 12 myndu gera sameig- inlegan samning, en Vélstjórafé- lagið annan. Þess má geta, að að þeim fyrir- tækjasamningum, sem áður hafa verið gerðir í þessa veru, hjá ÍSAL og Járnblendifélaginu, hafa aðeins staðið félög innan ASÍ, þar sem engir vélstjórar vinna á þessum stöðum. Skuldabreytingar húsbyggjenda: Undirbúningsviima að tillögum hafin - segir Svavar Gestsson, félagsmálaráðherra GUNNAR Thoroddsen, forsætis- ráðherra. sagði í áramótaávarpi sínu, að einn þáttur efnahagsað- gerða ríkisstjórnarinnar. yrði sá að gefa húsbyggjendum kost á þvi að breyta lausaskuldum i föst lengri lán. Morgunblaðið snéri sér til Svav- ars Gestssonar, félagsmálaráð- herra, en þessi málefni heyra undir hans ráðuneyti, og spurði hvernig þessum málum liði. — „Undirbún- ingsvinna er þegar hafin á vegum ráðuneytisins, en hér er um mjög flókið mál og tímafrekt að ræða. Það mun því líða nokkur tími áður en tillögur liggja fyrir fullmótaðar, og því er ekkert hægt að fullyrða um, á hvern hátt þessum skuld- breytingum verður háttað," sagði Svavar. Sjónvarpið hefur ekki f jármagn til að færa sér jarðstöðina í nyt MEÐ TILKOMU jarðstöðvarinnar Skyggnis í Mosfellssveit verður hægt að taka á móti beinum sjónvarpssendingum utan úr heimi gegnum gervihnött. Ilefur komið fram í fréttum, að sjón- varpið hefur í hyggju til að byrja með, að fá daglega fréttasendingu frá Evrópu. Mbl. innti Hörð Vil- hjálmsson fjármálastjóra rikis- útvarpsins eftir því hvenær búast mætti við því að þessar beinu sendingar gætu hafist: — Það er allt óráðið varðandi þau mál ennþá og við höfum af fjárhagsástæðum ekki ennþá getað tekið um það ákvörðun, því hér er um að ræða stofnkostnað upp á 4,8 milljónir nýkróna auk rekstrar- kostnaðar, sem er áætlaður um 10 þúsund nýkr. á dag, sagði fjármála- stjórinn. Hörður Vilhjálmsson sagði, að vissulega væri áhugi fyrir því að taka upp þessa þjónustu, með vorinu yrði sá gervihnöttur, sem sendingarnar eiga að fara um, tilbúinn og því af tæknilegum ástæðum hægt að hefjast handa þá. Hins vegar væri ljóst, að ekki yrði ráðist í nauðsynlegar fjárfest- ingar til að koma upp tækjabúnaði nema til kæmi sérstök fjárveiting með einhverjum hætti og því væri óvíst hvort þetta yrði á árinu. Sem fyrr segir er stofnkostnað- urinn 4,8 m. nýkr. og rekstrar- kostnaðurinn 10 þ. nýkr. á dag. Sagði Hörður, að reksturinn kostaði 60 nýkr. á ári væri honum deilt niður á sjónvarpstæki lands- manna, en í þeirri tölu er jafn- framt gert ráð fyrir greiðslu hluta stofnkostnaðar. Þyrftu afnota- gjöldin því að hækka um 60 nýkr. aukreitis á árinu, ef hrinda ætti þessum málum í framkvæmd, en sótt verður um 22,5% hækkun afnotagjalda frá 1. marz n.k., þ.e. á afnotagjöldum fyrri hluta ársins. Ljósmyndafyrirsœtur Ungfrú Útsýn Val á Ijósmyndafyrirsætum í keppnina „Ungfrú ÚTSÝN 1981“ stendur nú yfir. Þátttakendur skulu vera á aldrinum 17—25 ára. Allir þátttakendur fá feröaverölaun og ca. 10 stúlkur, sem valdar veröa til úrslita hljóta ókeypis ÚTSÝNARFERÐ til sólarlanda. Kynning stúlkn- anna fer fram á Útsýnarkvöldum á Hótel Sögu. ATH.: Stúlkur, sem þegar hafa skráö sig í keppnina, eru beönar aö koma til viötals á Útsýn, sunnudaginn 25. janúar kl. 4 síödegis. Nýir þátttakendur geta einnig skráö sig á sama tíma. Sími 20100.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.