Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 29 Kannabis- og leysiefni Kannabis Kannabis, sem einnig gengur undir nöfnunum hass og maríjú- ana, er unnið úr laufi og blómstrandi sprotum hampjurt- arinnar, Cannahis sativa. Það efni, sem einkum veldur verkun lyfsins heitir tetrahydrókannab- ínól og finnst í mestu magni í harpix, sem myndast í blómum og blöðum kvenjurtarinnar. Gælunöfn á kannabis eru til dæmis „illgresi", „mexíkanskt gull“ og „gras“. Innihald jurtarinnar af tetra- hydrókannabínóli er mjög breytilegt og fer eftir jarðvegi, loftslagi og arfgengi jurtarinnar. Venja misnotenda er að reykja efnið, en einnig er hægt að tyggja það og gleypa og anda því að sér. Áhrif kannabis eru einkum bundin við miðtaugakerfi. Upp- hafleg verkun lýsir sér sem vellíðunarkennd, en í kjölfar hennar kemur draumlíkt ástand, sem oft leiðir til höfga og svefns. Líkamleg einkenni eru einkum þokusýn, skjálfti, slen, tilfinn- ingaglöp og breytingar á skynj- un sjónar, heyrnar og tíma. Efnið veldur einnig hröðum hjartslætti, rauðri augnslímhúð, munnþurrki og miklum við- brögðum. Sálræn einkenni ná yfir truflun á einbeitingu, tján- ingu og minni. Skynvillur geta einnig komið í ljós. Sálræn ánauð kemur í ljós eftir endur- tekna notkun kannabisefna. Nokkurt þol myndast við lang- varandi notkun, en hún hefur ekki líkamlega ánauð í för með sér né fráhvarfseinkenni. „Fátt er svo með öllu illt, að ekki boði nokkuð gott,“ segir gamalt máltæki, sem nota má um hampjurtina. Þessi jurt hef- 5. grein um ávana- og fíknilyf ur verið þekkt og notuð um langan tíma, meðal annars til tóframleiðslu, og lengi var henni ekki veitt sérstök athygli. En þegar einkum ungmenni hófu að misnota hana um 1960 beindist athygli að henni í vaxandi mæli, þar sem menn vildu komast að graun um, hversu hættuleg þessi misnotkun væri. Enn þann dag í dag geta rannsóknaniðurstöður ekki gefið óyggjandi svar við þeirri spurningu, hversu hættu- legt kannabis sé og skiptast bæði lærðir og leikir í tvo hópa að því er varðar svar við þessari mik- ilvægu spurningu. Því miður hafa þessar umræður beinzt í allt of ríkum mæli að því, hvort kannabis sé hættulegra en alko- hól eða tóbak, en slíkur saman- burður á ekki við nema að nokkru leyti og er auk þess mjög óheppilegur vegna þess skoðana- munar, sem er um skaðsemi þeirra, er gerir allan samanburð óljósan og erfiðan. Það er í raun kaldhæðnislegt, að svar við þeirri grundvallar- spurningu, hvort kannabis sé hættulegt, gaf Paracelsus (1493—1541) okkur í byrjun 16. aldar, er hann sagði: „Öll efni eru eitruð. Það sem gerir gæfu- muninn er skammturinn." Eng- inn vísindamaður hefur afsann- að þessa fullyrðingu Paracelsus- ar, en öll rök hníga að því, að hún sé rétt. Öll lyf bera í sér hættu, jafnvel þegar þau eru notuð á réttan hátt, hvað þá þegar þau eru misnotuð. En hafa verður í huga, að þau eru ill nauðsyn, sem gripið er til, þegar sjúkdómar, sem eru ennþá hættulegri, herja á menn eða dýr. Kannabis hlýtur því að vera hættulegt, en hversu hættulegt það er skiptir ekki meginmáli, þegar kannabis til misnotkunar á í hlut, nema vitneskja um meiri eða minni hættu hefði áhrif á ákvarðanatöku þeirra, sem standa í örlagasporum að velta því fyrir sér, hvort þeir eigi að hefja kanabisneyzlu. Slík ör- ugg vitneskja í öðrum tilvikum hefur þó ekki alltaf haft þau áhrif, sem við hefði mátt búast. En trúi menn því, sem Paracels- us sagði, ætti ákvörðun ekki að vefjast fyrir þeim. Áðurnefnd athygli, sem hamp- jurtin náði, þegar farið var að misnota hana, leiddi til mikilla rannsókna á innihaldsefnum hennar, ef hægt yrði að nota þau sem lyf. Þessar rannsóknir gefa til kynna, að þau kunni að reynast mjög gagnleg við með- ferð á ýmsum sjúkdómum svo sem gláku, sem uppsölustillandi lyf handa sjúklingum, sem eru í lyfja- eða geislameðferð vegna illkynja sjúkdóma og jafnvel gegn kafmæði (astma). Aðrir notkunarmöguleikar, sem nú eru í rannsókn eru sem róandi lyf og svefnlyf, krampaleysandi lyf, geðdeyfðarlyf, verkjastillandi lyf og við meðferð á alkohólisma. Leysiefni Að lokum skal minnzt á nokk- ur leysiefni, sem stundum eru misnotuð, einkum af börnum eða unglingum svo ungum sem á grunnskólaaldri. Þessi efni gufa auðveldlega upp, er andað að sér og komast í bióð um lungu og með því til heila. Öll þessi efni hafa það sameiginlegt, að þau framkalla vímu. I flestum tilvik- um er innöndun leysiefna „fikt“, sem framkvæmt er einu sinni eða í örfá skipti, en í sumum tilvikum getur myndazt fíkn. Þau efni, sem einkum eru misnotuð og finnast í vöruteg- undum eins og límtegundum, málningar- og lakkþynningar- efnum og blettavatni, eru bens- ín, klóróform óg skyld efni, eter, benzen, tólúen og skyld efni. Áhrif af innöndun þessara efna eru upphaflega ekki ósvipuð áfengisáhrifum, en eftir því sem skammtur er aukinn koma í ljós sjóndepra, eyrnasuða, þvogl, riða og skynvillur. Einnig geta þessi efni lamað öndunarmiðstöð og í stórum skömmtum geta þau valdið öndunarstöðvun og dauða. Fráhvarfseinkenni eftir mis- notkun lífrænna leysiefna eru þekkt og þol getur myndazt eftir stóra skammta. Langvarandi misnotkun leysi- efna getur leitt til skemmda á mikilvægum líffærum eins og nýrum, lifur, hjarta, beinmerg og heila. Vert er að benda á, að um skömmtun slíkra efna í venju- legum skilningi er ekki að ræða, þegar þau eru misnotuð og þess vegna er vert að benda foreldr- um á að fylgjast vandlega með öllu, sem gæti bent til þess, að börn væru að „leika“ sér að slíkum efnum, sem auðvelt er að útvega. Þetta misnotkunarform hjá unglingum gengur oft í bylgjum eins og faraldur og oft er hægt að finna kveikjuna hjá barni, sem er andlega eða lík- amlega á eftir sínum jafnöldrum og finnur á þennan hátt mögu- leika á að vaxa í áliti hjá félögum sínum. Lokaorð — „Elsku Svenni minn44 Af framansögðu mætti ætla, að fólk léti sér ekki koma til hugar að láta ávana- og fíknilyf inn í líkama sinn. En því er því miður ekki að heilsa og liggja til þess margvíslegar ástæður, en ein sú algengasta mun vera forvitni ásamt þekkingarleysi á þeim hræðilegu hættum, sem neyzlu slíkra efna eru samfara. Þetta hljómar eins og öfugmæli á fjölboðaöld, en hin miklu áhrif fjölboða ná ekki nógu langt á þessu sviði eins og svo fjölmörg- um öðrum, en um orsök þess er , bezt að hver sem vill myndi sér sína eigin skoðun. Auk þess eru margir nú orðið, sem lifa af því að selja fólki þessi ávana- og fíknilyf á svört- um markaði, en þeir hinir sömu verða að sjá um að kaupendum fækki ekki, sem gerist gjarnan á þann hátt að koma ungmennum á „bragðið". Eru af slíku til margar ófagrar sögur, en ein sú átakanlegasta, sem sá, er þessar línur ritar, hefur lesið, er um 25 ára gamla einstæða móður, sem hafði verið talin á af „vini“ sínum að reyna heróínsprautu á þeirri fölsku forsendu, að ekkert sérstakt gæti skeð. Smám saman þurfti hún stærri skammta og kostnaðurinn, sem því fylgdi, varð um 90 þúsund krónur á dag, sem hún varð að stela frá foreldrum sínum. Fimm sinnum reyndi hún að fara í „afvötnun", sem mistókst jafn oft. Þegar hún var orðin eins og gangandi beinagrind og vonleysi hafði heltekið hana, gat hún ekki hugsað sér að lifa lengur og hengdi sig í baðkápubelti sínu. En áður skrifaði hún 6 ára syni sínum, Svenna, sem hún hafði lítið sinnt vegna þess, að allt líf hennar hafði snúizt um að afla meira heróíns, eftirfarandi bréf: „Elsku Svenni minn. Svona get ég ekki lifað lengur. Guð fyrir- gefi mér. Ég elska þig af öllu hjarta mínu. Svenni, fyrirgefðu mér. Ég er ekki vond manneskja. Eiturlyfin hafa tekið alla stjórn af mér svo að ég veit ekki, hvernig ég get fengið hjálp. Mér finnst ég vera einmana. Ég veit heldur ekki, hvernig ég get hjálpað þér, elsku barnið mitt. Fyrirgefðu mömmu þinni og lofaðu henni, að neyta aldrei heróíns. Ég hefði helzt viljað fá stóran skammt af heróíni, þannig hefði það gengið hraöast yfir. Vinsamlegast afhendið Svenna þetta bréf, þegar hann er fullorðinn. Ég get ekki komizt úr klóm heróínsins. Koss handa elsku litla drengn- um mínum, Svenna. Ykkar elskandi Árelía.“ Kommúnistasamtökin: Skerðing verðbóta og kaupmáttar — er meginefni bráöabirgöalaRa ríkisstjórnarinnar MORGUNBLAÐINU hefur borizt Bridge Umsjón» ARNÖR RAGNARSSON Tafl- og bridgeklúbburinn Fimmtudaginn 22. janúar voru spilaðar fimmta og sjötta um- ferð í sveitakeppninni. Staða fimm efstu sveita eftir sex um- ferðir er þessi: Sveit Ingvars Haukssonar 95 Ragnars Óskarssonar 93 Þórhalls Þorsteinssonar 87 Sigurðar Steingrímssonar 86 Braga Jónssonar 72 Fimmtudaginn 29. janúar verða spilaðar sjöunda og átt- unda umferð í sveitakeppninni. Spilað er í Domus Medica kl. 19.30. Spilarar mætið stundvís- lega. Spilaklúbbur Bridgeskólans Á hverju miðvikudagskvöldi mætir hópur manna til spila- mennsku í félagsheimili Flugfé- lagsstarfsmanna að Síðumúla 11. Bridgeskólanemar, bæði eldri og yngri, hafa þá ágætan sal til umráða og þennan mánuðinn nota þeir spilakvöldin til sveita- keppna. Lítið eða ekkert er um, að þeir ákveði fyrirfram hverjir verða saman í sveit fyrr en mætt er á staðnum. Og í svona pistli er því ekki gott að telja upp sérstakan árangur einstakra sveita. Þó má til taka, að Jón Baldvinsson og félagar, oft líkur hópur, vinna marga leiki og jafnvel þó þeir spili við fríðan flokk kvenna með ólöfu Ketils- dóttur í fylkingarbrjósti. En að hverju spilakvöldi loknu er öll- um sama hvernig hver leikur fór því ef illa gekk þá gengur bara betur næst. En öllum þætti ánægjulegt, að sjá fleiri kunn andlit frá nám- skeiðum skólans. Og sjálfsagt er að benda sérstaklega á, að best er að mæta tímanlega og bara setjast við spilaborð, en alltaf er byrjað kl. 20.30 hverju sinni. Bridgefélag Hafnarfjarðar Þann 19. jan. lauk 3 kvöldi af 5 í barometerskeppni BH. Staða 7 efstu para af 26: Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 123 Aðalsteinn Jörgensen — Ásgeir Ásbjörnsson 93 Kristófer Magnússon — Björn Eysteinsson 90 I Utllll Stefán Pálsson — Ægir Magnússon 87 Guðni Þorsteinsson — Halldór Einarsson 78 Kjartan Markússon — Óskar Karlsson 73 Magnús Jóhannsson — Hörður Þórarinsson 61 Næst verður spilað mánudag- inn 26. jan. Spilað er í Gaflinum við Reykjanesbraut og hefst spilamennskan stundvíslega klukkan 19.30. Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og var spil- að í einum 16 para riðli. Úrslit urðu þessi: Ragna Ólafsdóttir — Olafur Valgeirsson 263 Sigfinnur Snorrason — Böðvar Magnússon 256 Erna Hrólfsdóttir — Jón Ámundason 255 Meðalskor 210. Vegna ónógrar þátttöku í sveitakeppninni, sem átti að hefjast næsta fimmtudag, verð- ur henni frestað um óákveðinn tíma en næsta þriðjudag verður spilaður eins kvölds tvímenning- ur. Spilað er í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi og hefst keppnin kl. 19.30. Allt spilafólk er velkomið meðan húsrúm leyfir. Keppnis- stjóri er Hermann Lárusson. til birtingar eftirfarandi yfirlýs- ing frá framkvæmdanefnd Kommúnistasamtakanna: Nýsett bráðabirgðalög rikis- stjórnarinnar hníga í sama far og flestar ráðstafanir hennar gegn verðbólgunni. Helstu kostnaðar- hækkunum fyrirtækja og ríkis hefur þegar verið hleypt út í verðlag, gengi er skráð eftir þörf- um stórfyrirtækjanna í fiskiðnaði og siðan skellt á lögum sem fresta verðbólgu að einhverju leyti í nokkra mánuði. Meginefni laganna er enn frek- ari skerðing verðbóta og kaup- máttar en verið hefur, allt frá 1978 — hvað svo sem líður fróm- um yfirlýsingum stjórnvalda um að allir skuli bera byrðar. Auk þess er hér verið að gera að engu kjarasamninga sem tókst að berja saman eftir allt of langt þóf. Laun meirihluta launafólks eru þegar allt of lág, miðað við dagvinnu og framfærslukostnað. Launamenn geta ekki tekið á sig frekari byrðar án þess að láta af hendi áunnin réttindi og lífsgæði. Atvinnurekendur og ríki eiga að blæða enda eins víst að ríki og stóreignamenn geti klipið allnokk- uð af kjörum eða eyðslufé, áður en raunverulegur taprekstur hefst eða félagsþjónusta þarf að versna. Næg atvinna er gerviröksemd fyrir aðhaldi í launamálum vegna þess að hundruð ef ekki þúsundir launamanna flytjast árlega úr landi. Aðhald í vaxtamálum, loforð um skattatilfærslur, afnám Ólafslaga o.fl. eru vissulega já- kvæð atriði. En hér er mest um yfirlýsingar að ræða, sem ekki koma til framkvæmda fyrr en síðar og þá varla, ef aðstæður breytast í vetur. Menn muna líka að síðasta „vinstri" stjórn hélt ekki loforð sín um „samningana í gildi“ þegar til lengdar lét. Kommúnistasamtökin hljóta að vera andsnúin meginefni bráða- birgðalaganna og kjarastefnu rík- isstjórnarinnar. Verkalýðshreyf- ingin verður að snúast gegn kjara- skerðingum af afli og mótmæla hraustlega afnámi kjarasamn- inga. En þar er þess að gæta að margir forystumenn hennar taka hagsmuni fyrirtækja, ríkis og flokka fram yfir hagsmuni launa- fólks. Því er varla von á skeleggri varnarbaráttu nú.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.