Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 Útgöngudyrnar verða aftast en ekki fyrir miftju eins og er á öllum vögnum Strætisvagna Reykjavíkur. Og vinna er þegar hafin við þann næsta. Nýr strætó í næstu viku UNDANFARNA mánuði hefur verið unnið að yfirbyggingu strætisvagna af Volvogerð í Nýju bilasmiðjunni. Sá fyrsti verður tilbúinn í næstu viku. „Við vinnum nú við yfirbygg- ingu þriggja vagna og verður sá fyrsti afhentur á föstudag. Alls smíðum við yfirbyggingar á 20 vagna og mun verkefni þetta taka hálft þriðja ár,“ sagði Kristfinnur Jónsson, yf- irverkstjóri í Nýju bílasmiðj- unni i samtali við blaðamann. „Frá því að fyrsti vagninn fer á götuna munu að meðaltali líða 45 dagar á milli vagna. Þessir nýju vagnar munu taka 42 manns í sæti en Bifreiðaeftirlit- ið mun síðar taka ákvörðun um hve margir farþegar mega alls vera í vögnunum. Stæði verður aftast og einnig útgöngudyr og er það helsta breytingin," sagði Kristfinnur ennfremur. Volvostrætisvagninn, sem mun koma fyrir augu Reykvíkinga i næstu viku. Myndtr Mbl. Krintján. Skreiðarsala í Nígeríu Þar sem mútur eru lenzka „ÞAÐ virftist nánast sjálfgefið, aft mútur séu annars vegar þegar skreið er seld til Nigeriu. Og það er engu likara en að gert sé ráð fyrir þvi i launum þeirra, sem annast skreiðarkaup þar syftra. Ifins vegar taka íslendingar ekki þátt í þessu og ég tel að það hafi bitnaft á okkur. Til að mynda hafa islenzk skip verið látin biða uppskipunar i höfnum svo vikum skiptir. Þá vegna þess, aft aftilar hafa talið, að fjármgan hafi ekki gengið manna i millum — með öðrum orðum: Mútur voru ekki greiddar,“ sagði Valgerður Björgvinsdóttir, aðstoðarfram- kvæmdastjóri hjá Lýsi hf. i stuttu spjalli við blaðamann. Valgerður flutti erindi um sölu skreiðar á ráðstefnu, sem Við- skipti og verzlun gengust fyrir um útflutning sjávarafurða. Ýmsir höfðu á orði, að enn eitt vígi karlmannsins væri fallið og því slógum við á þráðinn til hennar. „Já, ég hef svo sem heyrt þessar raddir en Jón Ármann Héðinsson ber hitann og þungann af skreið- arviðskiptum. Sjálf hef ég aldrei til Nígeríu komið en starfað að þessum málum hér. Það þarf traustar hendur til að annast sölu fiskafurða erlendis og sífelt þarf að fylgjast náið með þróun málá. Ástæðan fyrir því, að við hjá Lýsi hf. fórum út í skreiðarsölu er sú, að sala á lýsi og mjöli er árstíðabundin og því þótti við hæfi að nýta þann dauða tíma sem myndaðist. Á síðastliðnu ári hóf- um við þessi viðskipti og seldum um 500 tonn af skreið. Nú við seljum auðvitað loðnulýsi, einkum til Bretlands og svo meðala- og fóðurlýsi um allan heim. Ég kann ákaflega vel við mig í þessu starfi og hef unnið hér í 12 ár — lært í skóla lífsins, ef svo mætti að orði komast," sagði Valgerður. Valgerður Björgvinsdóttir. LJdsmynd Emllia. ' flokksþingi Demokrataflokksin* á ilðaita ári var m jög tekift til þess hversu innilegri Ted og Joan voru /ift hvort annaft. ólikt þvi sem menn höfftu átt aft venjast. Sambúd Kennedyhjótv anna fer batnandi Samkvæmt traustuslu vakti einnig athygli i kosninga mjog vift konu sina auk þess neiniildum okkar i Bandarikj- baráttunni aft Joan tók virkan sem hann hafi gert.sér grein unum hefur sambúð Ted þátt i fundahöldum og stóft sem fyrir. aft neikvctt umtal um Kennedv og Joan konu hans klettur vift hlift manns sfns. einkallf hans á undanförnum Vísir fyrstur með fréttirnar? FYRIR skömmu varð okkur á Mbl. á í messunni þegar danska orðið „krydsild“ var þýtt krydd- sild. Þar voru að sjálfsögðu mannleg mistök á ferðinni sem alltaf geta hent i hinum hraða heimi blaðamennskunnar. Sið- degisblöðin tóku þetta upp og sérlega var þeim á Vísi mikið niðri fyrir. Þeir skrifuðu um mistökin fullir vandlætingar. Blaðamaðurinn, sem skrifaði um „kryddsíldarmistök" okkar fór út á þá hálu braut að þýða sjálfur hluta fréttarinnar og heldur fórst honum það óhönd- uglega. Hann þýddi nefnilega danska orðið „frokostmad" sem kvöldverðarveizlu. Já, þannig fór um sjóferð þá. Og úr því við erum að tala um Vísi og mannleg mistök. Síðast- liðinn fimmtudag birtist frétt í Mbl. um skilnað Edward Kenne- dys og Joan. Sama dag var frétt í Vísi um, að sambúð þeirra hjóna færi batnandi. Slagorðið „Vísir fyrstur með fréttirnar" hefur nú um langt skeið glumið í eyrum landsmanna — en er það nú svo? Ted Arnason endurkjörinn bæjarstjóri „Hann er mikill veiðimaður hann Ted Arnason bæjarstjóri á Gimli eins og sjá má á þessari mynd. En hann er slyngur við fleira en fiskveiðar, hann veiðir líka atkvæði og veiðir vel,“ sagði í stuttri frétt í Lögbergi- Heimskringlu þegar skýrt var frá, að Ted Arnason hefði verið endurkjörinn bæjarstjóri á Gimli. í síðustu bæjarstjórnar- kosningum var hann endurkjör- inn, hlaut 78,2% atkvæða. Og það var mannmargt á kosninga- daginn hjá Ted og þar var framreiddur fiskurinn, sem bæj- arstjórinn heldur á á myndinni. Kosningastjóri Reagans kominn til Húsavíkur! LEIKFÉLAG Húsavíkur hefur fyrir nokkru byrjað æfingar á nýju leikriti eftir Jónas Árnason og skrifaði hann það sérstaklega fyrir Húsvíkinga. Hér er um gamanleikrit að ræða og ber það nafnið „Halelúja". Fjallað er á gamansaman hátt um forsetakosningar á Islandi það herrans ár 1990. Til landsins er kominn kosningastjóri Ronald Reagans, Banda- ríkjaforseta, og stjórnar hann baráttu eins frambjóðandans. Leikstjóri er María Kristjánsdóttir, en Jónas Árnason fylgdist náið með æfingum og hefur flutt sig um set úr Borgarfirðinum og hyggst búa á Húsavík fram yfir frumsýningu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.