Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 13 „Endalaus auðnin og ógn- þrunginn hvítur jökull“ Vestur-þýzki togarinn Friedrich Albert strandaði á Svínafellsfjöru 19. janúar árið 1903.12 manna áhöfn skipsins lenti i miklum hrakningum og mannraunum. brir mannanna komust aldrei til byggða, en þeir voru niu, sem náðu að Orrustustöðum eftir 10 daga hrakninga, voru illa á sig komnir og sennilega nær dauða en lifi. Siðastliðinn mánudag, þann 19. janúar árið 1981, strandaði vélbáturinn Katrin frá Vestmannaeyjum, nánast á sama stað, en nú voru aðstæður aðrar. Vel útbúnir björgunarmenn lögðu þegar af stað til hjálpar, nærstödd skip komu á vettvang og skammt fyrir ofan flæðarmálið hinum megin við Nýjaós er eitt af skýlum Slysavarnafélags íslands. Þvi er þetta rifjað upp hér, að strand þýzka togarans Friedrichs Alberts varð einmitt hvatinn að þvi, að fyrsta skipbrotsmannaskýli á íslandi var reist árið 1904. Árið 1904 hófst Ditlev Thomsen, kaupmaður og þýzkur konsúll i Reykjavik, handa um að reisa skipbrotsmannaskýli á Kálfafellsmelum á Skeiðarársandi. Stóð skýlið skammt frá þeim stað, sem vélbáturinn Katrín strandaði á siðastliðinn mánudag, aðeins nokkru ofar á sandinum. Frá árinu 1928 hafa 45 skip strandað á auðnum sandanna er teygja sig frá Ingólfshöfða að Dyrhólaey. Á þessum skipum voru 645 manns og af þeim hafa 622 bjargast, en 23 hafa farist, annað- hvort drukknað eða orðið úti á leið til byggða. Af þessum hópi voru 92 íslendingar á 12 skipum og björg- uðust þeir allir. Thomsen-skýlið stóð á melkoll- um á Skeiðarársandi, skammt fyrir ofan sjávarmálið austan Nýjaóss allt til ársins 1954, að Skeiðarárhlaup gróf undan skýl- inu og færði það í kaf. Það hafði þó verið endurbyggt árið 1925 og sett á steyptar undirstöður. Árið 1906, þremur árum eftir að skýlið reis á söndunum, leituðu þangað 13 skipbrotsmenn af þýzka togar- anum Wurtenberg frá Geste- múnde, sem strandaði á Skeiðar- ársandi. Höfðust þeir við í skýlinu í tvo sólarhringa áður en Svínfell- ingar sóttu þá og fluttu að Núps- stað í Fljótshverfi. Árið 1912 var annað skipbrots- mannaskýlið reist og þvi valinn staðurinn í Ingólfshöfða og enn var það Ditlev Thomsen, sem þar var að verki. Árið 1913 var reist þriðja skipbrotsmannaskýlið á söndunum og því valinn staður á Máfabót á Hörglandsfjöru. Það voru togaraeigendur í Grimsby og Hull, sem voru frumkvöðlar að þessu verki. Þegar eftir stofnun Slysavarnafélags íslands árið 1928 var byrjað að huga að þessum máium. Skýlin risu hvert af öðru á söndunum og nú starfrækir SVFÍ 12 skipbrotsmannaskýli frá Ing- ólfshöfða að Hjörleifshöfða og 7 björgunarsveitir í byggðarlögun- um næst ströndinni. Eitt þessara skiptbrotsmannaskýia er við Nýjaós, en eftir að skýli Ditlevs eyðilagðist árið 1954 var reist nýtt skipbrotsmannaskýli vestan við ósinn og það hefur síðan verið endurbyggt. Fyrsta skipbrotsmannaskýli hér á landi, skýli Ditlev Thomsens á Kálfafellsmelum, var 3,75x3,75 metrar, svart-tjargað með hvítum krossi. Það var útbúið með mat- vöru, fatnaði, lyfjum og ýmsum verkfærum, bæði til nota í skýlinu sjálfu og á leið til byggða. Þá voru og leiðbeiningar til skipbrots- manna og einnig var stauraröð sett frá fjöru að húsinu. í árbók SVFÍ á 50 ára afmæli félagsins árið 1978 ritar Hannes Hafstein, framkvæmdastjóri, grein, sem hann nefnir „Á söndum suður“. Þar rekur hann byggingu fyrstu skipbrotsmannaskýla hér á landi og tildrög þess að Ditlev Thomsen réðst í það að reisa skýlið árið 1904 að eigin frum- kvæði og á eigin kostnað. í upp- hafi greinar sinnar segir Hannes: „í fyrstu dagskímu hinn 29. jan. 1903 verður heimilisfóikið að Orrustustöðum á Brunasandi á Siðu í Vestur-Skaftafellssýslu vart mannaferða sunnan og neðan við bæinn. Allt er háttalag ferða- langa þessara hið furðulegasta og minnir frekar á vofur en mennska menn, enda ekki von neinna ferða- manna á þessum slóðum á þessum tíma dags. Hópurinn fer dreift og ráðvillt. „Skipbrotsmenn", lýstur niður í hugi heimilisfólksins og sú tilgáta reynist rétt. Hér eru á ferðinni níu þýskir strandmenn, er hrakist hafa fram og aftur um hinar ægilegu auðnir Skeiðarár- sands í rúma 10 sólarhringa, en þrír félagar þeirra hafa týnzt eða þá helfrosið á leiðinni. Loksins hafa þeir náð til bæja og má geta sér til, hvernig þeir voru á sig komnir eftir þessa hrakninga, án matar, fatalitlir og skólausir. Þeir hafa vafið seglum og strigadrusl- um um fætur sér og annar útgang- ur þeirra er eftir því. Að Orrustu- stöðum er allt gert til að hlúa að og létta þjáningar þessara vesa- lings manna. Sendiboði þeysir úr hlaði til að koma boðum til sýslumanns og læknis." Skipbrotsmennirnir voru af þýska togaranum Friedrich Al- bert frá Gestemúnde og var 12 manna áhöfn á skipinu. Skipið strandaði á Svínafellsfjöru klukk- an 10 að kvöldi hinn 19. janúar. Allir komast skipverjarnir upp á sendna fjöruna, klæðlitlir og hold- votir. Enginn þeirra veit hvar þeir eru né hvert þeir eiga að halda til mannabyggða og hvergi var af- drep að finna. í morgunskimunni biasti við þeim endalaus auðnin og ógn- þrunginn hvítur jökuilinn gnæfði yfir i öllu sínu veldi. Við rætur jökulsins væntu þeir engra mannabyggða og það var þeirra ógæfa að álykta svo. Mun styttra og greiðfærara var fyrir þá að fara í öræfin heldur en í vestur- átt. Mönnunum tókst að ná ein- hverju af klæðnaði úr skipinu og lítils háttar af matvælum. Þá skolaði ýmsu lauslegu á land og mönnunum tókst að gera sér ófullkomið skýli úr því. Mennirnir voru mjög misvel á sig komnir. Fjórir strandmann- anna voru þegar fluttir að Kirkju- bæjarklaustri, en hinir til lækn- issetursins að Breiðabólstað. Bjarni Jensson iæknir tók þar við hjúkrun mannanna og fékk sér til aðstoðar Þorgrim Þórðarson, lækni að Borgum í Hornafirði. Sérstakt orð fór af honum sem skurðlækni. í grein Hannesar er að finna eftirfarandi fréttaklausu úr Fjallkomunni frá 12. apríl 1903: „Þorgrímur læknir er fyrir skömmu kominn heim til sín vestan af Síðu. Hann hefur verið þar yfir þýskum mönnum af Friedrich Albert frá Gestemúnde, sem strandaði á Svínafellsfjöru 19. janúar sl. og er búinn að taka af þeim fimm mönnum, sem kól, átta fætur, og allar tær af tveim fótum. Þeir eru nú að mestu grónir og líður vel, eru allfrískir og kátir.“ Fyrir þessa miklu læknishjálp voru læknarnir Bjarni og Þor- grímur heiðraðir með prússnesku rauðu arnarorðunni, og þýskir læknar höfðu orð á ágætum frá- gangi og umbúnaði íslensku lækn- anna. HLAÐVARPINN Draugur atvinnuleysis: Margir sóttu um vinnuna í VIKUNNI hafa fjölmiðlar flutt fréttir aí auknu atvinnuleysi og má nefna Suðurnesin i því sambandi. Þar er þessi draugur svo rammur, að fólk ihugar eða hefur þegar flutt af landi brott. En það er víðar, sem farið er að sverfa að um atvinnu. I Akureyrarblaðinu Degi rákumst við á þessa klausu: • Margir sóttu um vinnuna Fyrir skömmu auglýsti útgerðarmaður eftir háseta á bát sinn fram til vors. Síðan hefur útgerðarmaðurinn ekki haft frið fyrir mönnum sem vilja ólmir og uppvægir gerast hásetar í nokkra mánuði. Það var haft eftir útgerðarmanninum, að sér virtist atvinnuleysi hafa haldið innreið sína á Akureyri, ef dæma mætti eftir fjölda umsækjenda. í sama blaði kemur fram, að um áramótin voru 94 á atvinnuleysisskrá á Akureyri, 78 karlar og 16 konur. Múrararnir og Vikingarnir ólafur Jónsson, Steinar Birgisson og Eggert Guðmundsson. Þeir verða f eldlinunni i Evrópukeppninni i handknattleik i Lundi á morgun, en hafa annars iitið að gera. (Ljósm.: Kristján) Lítið um vinnu hjá múrurum „VIÐ HÖFUM ekki haft at- vinnu við múrverk frá því i iok nóvember og vissulega tekur atvinnuleysið á taugarnar,“ sögðu múrararnir Steinar Birgisson, ólafur Jónsson og Eggert Guðmundsson. Þeir, eins og raunar f jölmargir múr- arar, hafa ekki haft atvinnu nú um skeið. Þremenningarnir ieika allir handknattleik með íslandsmeisturum Vikings og standa i ströngu i Evrópu- keppni í handknattleik. „Eg hef ekkert unnið síðan í nóvember og þetta hefur komið illa við fjárhaginn. Svo háttar til, að ég er ekki gjaldgengur til atvinnuleysisbóta, þar sem kona mín hafði laun umfram það hámark sem sett er,“ sagði Ólafur. „Á Reykjavíkursvæðinu er litla vinnu að fá. Hins vegar hefði ég getað starfað við iðn mína á ísafirði, en ég vil ekki bregðast félögum mínum í Vík- ingi og því hef ég verið hér fyrir sunnan. Hins vegar er einsýnt, að eftir Evrópuleikinn við Lugi nú um helgina, þá verð ég að halda vestur svo ég hafi vinnu," sagði Ólafur ennfremur. Loðnusjómenn ugg- andi um sinn hag VEGNA mikilla aflatakmark- ana á loðnuveiðum eru loðnu- sjómenn margir hverjir mjög uggandi um sinn hag. Á haust- vertíð 1980 og vetrarvertíð 1981 er útlit fyrir að loðnuafl- inn verði innan við 500 þúsund tonn, en var meira en milljón tonn tvö næstliðin „loðnuár“. Skipstjórar á loðnuskipum hafa margir hverjir haft skip- stjóra til að leysa sig af, en nú er þeirra ekki þörf lengur, þar sem loðnuvertið stendur aðeins fáa mánuði ársins. Margir þess- ara manna hafa því misst at- vinnu, sem færði þeim góðar tekjur og af þessum tekjum þurfa þeir að greiða skatta í ár. Þessir menn koma hvergi fram á atvinnuleysisskrám, en fyrir þá er þó ekki hlaupið að því að fá aðra atvinnu. Ýmsir aðrir sjómenn á loðnu- skipunum eru tvístígandi þessa dagana, þegar fólk hugleiðir skattaframtöl sín. Sjómennirn- ir sjá margir fram á það, að hrapa verulega í tekjum — jafnvel svo skiptir nokkrum milljónum. Skatturinn heimtar hins vegar sitt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.