Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 3 1 Hlutverk Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri Greinargerð frá Læknaráði FSA „Blaðinu hefur borist eftirfar- andi frá Læknaráði F.S.A.: Sjúkrahúsið á Akureyri hefir verið deildasjúkrahús síðan árið 1954. Það er almennt og deilda- sjúkrahús fyrir Akurevri, Eyja- fjarðarsýslu, Dalvík, Olafsfjörð, þrjá vestustu hreppa Suður- Þingeyjarsýslu og vegna flugsam- gangna fyrir Þórshafnar- og Vopnafjarðarlæknishéruð. Að auki hefir það verið að hluta deildasjúkrahús fyrir önnur iækn- ishéruð á Norðurlandi. Jafnlengi hefur farið fram kennsla og þjálf- un fólks í heilbrigðisstéttum á sjúkrahúsinu. Síðan árið 1954 hefir sáralítið húsnæði bætst við spítalann til afnota. Á þessu tímabili hefir orðið veruleg íbúafjölgun á Akur- eyri og nokkur fólksfjölgun í öðrum byggðarlögum á Norður- landi þeim, sem sjúkahúsið þjón- ar. Á þessu árabili hafa orðið miklar og vaxandi framfarir í læknisfræði. Jafnframt hefir átt sér stað aukin sérhæfing og fjölg- un starfs- og læknaliðs sjúkra- hússins, vaxandi aðsókn að því og aukin starfsemi þess. Á árabilinu 1965—1978 fjölgaði innlögnum á sjúkrahúsið um 85% en á sama tíma styttist meðal Iegutími á sjúkling um meira en helming. Á þessum árum þreföld- uðust ríflega röntgen og almennar rannsóknir á sjúkrahúsinu, göngudeildarstarfsemi þess fjór- faldaðist og starfs- og læknalið þess tvö til þrefaldaðist. Á hinn bóginn hefir sjúkrahúsið á Akur- eyri dregist mjög aftur úr í fjárveitingum til nýbyggingar og býr nú við mikið þrengri húsakost en flest önnur sjúkrahús í landinu miðað við íbúatölu þess svæðis, sem þau þjóna. Ef íbúatala þjónustusvæðis Ak- ureyrar er talin 21 þúsund manns og húsnæði Kristneshælis, Læknamiðstöðvarinnar og Heilsu- verndarstöðvar Akureyrar er talið með sjúkrahúsinu á Akureyri, hefir það á að skipa 1.1 rúmetra á ibúa þjónustusvæðis. Á sama tíma hefir sjúkrahúsið á Sauðárkróki á að skipa 1,9 rúmmetra á íbúa þjónustusvæðis og sjúkrahúsið á Húsavík 2,0 rúmmetra á íbúa þjónustusvæðis. Ef 130 þúsund manns eru talin vera á þjónustu- svæði sjúkrahúsanna í Reykjavík hafa Landspítalinn að frátalinni geðdeild hans, Borgarspítalinn og Landakotsspítali ásamt tilheyr- andi húsnæði á að skipa 3,7 rúmmetra á íbúa þjónustusvæðis. Sjúkrahúsið á Akureyri hefir því orðið mjög hart úti i húsnæð- ismálum. Þrengsli í sjúkrahúsinu eru hvarvetna mikil og eru því fjötur um fót. Vinnuaðstaða er yfirleitt örðug af þeim sökum. Húsnæðisskortur háir sjúkrahús- inu meira en nokkuð annað, setur starfsemi þess skorður, hindrar eðlilega þróun þess og veldur því, að það er vaxandi erfiðleikum bundið fyrir spítalann að anna hlutverki sínu sem almennt og deildasjúkrahús fyrir þjónustu- svæði sitt. Tvennskonar þarfir sjúkrahúss- ins eru einkum aðkallandi í bráð, annars vegar aukið vinnurými, hins vegar aukið hjúkrunarrými. Brýna nauðsyn ber til að taka í notkun og fullgera sem fyrst hluta af þeirri þjónustubyggingu, sem verið hefir í smíðum við sjúkra- húsið síðan árið 1975 ásamt hluta af tengiálmu. Þjónustubygging- unni ásamt tengiálmu er einmitt ætlað að vera að meginhluta vinnurými. Þegar að því kemur að skurðstofur, slysastofa, gjörgæsla og röntgendeild fiytja í þjónustu- bygginguna og innréttuð verður þar legudeild til bráðabirgða, skapast möguleiki á, að aðrar deildir spitalans stækki og þróist í samræmi við aukna starfsemi þeirra. Nauðsyn ber til að fá fullnaðar- gerð þjónustubyggingarinnar ásamt tengiálmu viðurkennda sem eitt af þremur forgangsverkefnum í heilbrigðisþjónustunni ásamt B-álmu Borgarspitalans og K-byggingu Landspítaians. Þess háttar tilmæli eða kröfugerð af hálfu sjúkrahússins á Akureyri er ekki ósanngjörn, þegar haft er í huga, hversu sjúkrahúsið hefir verið sniðgengið og er orðið illa sett í húsnæðismálum miðað við hlutverk sitt. Með því móti einu fengi sjúkrahúsið á Akureyri leið- réttingu á því misrétti, sem það hefir orðið fyrir og fær að þróast sem almennt og deildasjúkrahús i samræmi vð framfarir í læknis- fræði, kröfur tímans og íbúatölu þess svæðis, sem það hefir þjónað. Með því móti yrði ráðin bót á þeirri kyrrstöðu, sem ríkt hefir í byggingarmálum sjúkrahússins í 27 ár að miklu leyti. Eðlilegt má telja, að sjúkrahús- ið á Akureyri þróist í sérdeilda- sjúkrahús og verði jafnframt aðal- varasjúkrahús landsins í al- mannavörnum þess, það er stærsta sjúkrahúsið utan Reykja- víkur. Á sjúkrahúsinu starfa eins og sakir standa þrír skurðlæknar, þrír lyflæknar, einn fæðinga- og kvensjúkdómalæknir, einn barna- læknir, annar að hluta og einn svæfingarlæknir, einn geðlæknir og á röntgendeild tveir læknar. Að hluta starfa á sjúkrahúsinu tveir augnlæknar og einn háls-, nef- og eyrnalæknir. Á sjúkrahúsinu er í viðbót þðrf fyrir sérfræðing i meinafræði, sérfræðing í lækn- ingarannsóknum, sérfræðing í röntgengreiningu og kvensjúk- dómalækni, annan geðlækni, bæklunarlækni, hjartalækni og sérfræðing í orkulækningum. Tímabært má telja, að eitt þróað sérdeildasjúkrahús sé stað- sett úti á landsbyggðinni. Akur- eyri má heita eini staðurinn, sem þar kemur til greina. Kemur þar til stærð og starfsemi sjúkrahúss- ins á Akureyri, lega Ákureyrar, fjarlægð hennar frá Reykjavík og sú byggð, sem nú er á Akureyri og Norðurlandi. Akureyri er staðsett miðsvæðis á Norðurlandi. Hún er stærsti bærinn utan höfuðborgar- svæðisins. Samgöngur eru greiðar þangað frá öðrum bæjum og sýslum og Norðurlandi og Norð- Austurlandi allt árið að kalla. íbúafjöldi Norðurlands og norður- hluta Austurlands mun vera hátt í 40 þúsund manns. Fullvíst má telja, að stækkun sjúkrahússins á Akureyri í þróað sérdeildasjúkrahús myndi bæta stöðu og hag annarra sjúkrahúsa á Norðurlandi. Samskipti og gagn- kvæm miðlun á gögnum og fræðslu myndi aukast innbyrðis milli sjúkrahúsa og heilsugæslu- stöðva í þessum landshluta. Styttra og auðveldara yrði að senda sjúklinga til sérfræðinga innan og utan sjúkrahússins og betri sérfræðingaþjónusta myndi fást. Styttra og auðveldara yrði fyrir sérfræðinga að fara sem ráðgefandi læknar til annarra sjúkrahúsa í fjórðungnum. Það myndi bæta mjög heilbrigðisþjón- ustu á Norðurlandi öllu. Það er sanngirnis- og réttlætis- mál og er þjóðhagslega hagkvæmt og það er þýðingarmikill þáttur í almannavörnum landsins, að eitt þróað sérdeildasjúkrahús sé stað- sett úti á landsbyggðinni. Það myndi efla landsbyggðina og stuðla að auknu jafnvægi í heil- brigðismálum landsins. Það myndi vega á móti þeirri röskun, sem óneitanlega er í byggð lands- ins, á meðan búseta er að meiri hluta bundin við einn landshluta, sem allt stendur og fellur með, ef nokkuð ber út af í þjóðlífinu. Tilkoma þróaðs sérdeildasjúkra- húss á Akureyri yrði ótvírætt spor fram á við í heilbrigðismálum Norður- og Norð-Austurlands og raunar alls landsins. SPARIÐ RAFORKU með nýju Osram flúrpípunum Áður 38 mm 0 65W Nú 26 mm 0 58W Hvítt de Luxe 22. 3.300 LM 1. flokks litarendurgjöf. Lumilux hvítt 21. 5.250 LM 1. flokks litarendurgjöf. Lumilux 26 mm 0 Sparar 10% rafmagnsorku. 18W í staö 20W, 36W í staö 40W og 58W í staö 65W. 26 mm rör í staö 38 mm í þvermál. Léttara og liprara í meöförum, en gengur þó í alla venjulega flúrskinslampa. 1. flokks litarendurgjöf. 72% meira Ijósmagn Jóh. Ólafsson & Co. hf., 43 Sundaborg 13, 104 Reykjavík Sími82644 OSRAM L58W/21 w«st LUMILUX1 MADI IN atHMAWr í sumum tilfellum (de Luxe) og því hægt aö komast af meö allt aö 42% færri Ijósrör og spara þannig helming raforkunnar en fá sömu birtu. Standard 26 mm 0 Sparar 10% raforku. OSRAM vegna gæöanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.