Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 35 Hvítt: Jan Timman Svart:Helgi Ólafsson Torre-árásin. I. d4 - Rf6, 2. RÍ3 - g6, 3. Bg5 (Torre árásin hefur notið tölu- verðra vinsælda upp á síðkastið. Hún er ekki kennd við Filippsey- inginn Eugenio Torre, heldur annan þýzkan Torre sem tefldi mikið fyrir u.þ.b. 50 árum.) 3 - Bg7, 4. Rbd2 - c5, 5. e3 (Öruggari leið er 5.. Bxf6 — Bxf6, 6. Re4 — Bxd4, 7. Rxd4 — cxd4, 8. Dxd4.) 5. — cxd4, 6. exd4 — 0-0, 7. Bd3 - Rc6, 8. c3 - d6, 9. 04) - h6, 10. Bh4 - Rh5! (Snjöll hugmynd sem Friðrik Ólafsson kom með gegn greinar- höfundi á helgarmótinu við Isa- fjarðardjúp í sumar. Biskupinn á h4 lendir nú brátt í vandræðum.) II. Hel - Í5,12. d5 (Svartur hótaði einfaldlega 12. ... g5,13. Bg3 - f4.) 12. - Re5,13. Bc2 (Ég lék 13. Rxe5 — dxe5,14. Rc4 — Rf4, 15. f3?! gegn Friðrik, en hafði ekki nægar bætur fyrir peðið eftir 15. ... Dxd5, 16. Bfl — Dc5+, 17. Bf2 - Dc7.) 13. — Rf4, 14. Rxe5 — dxe5, 15. Bg3 - g5,16. Bxf4?! (Eftir þetta kemur peðamassi svarts á kóngsvæng til með að hanga eins og fallöxi yfir hvítum. Reynandi var 16. Rc4.) 16. - gxf4, 17. f3 (Hvítur varð að hindra 17. ... e4. Nú hefði Helgi getað unnið peð með 17. ... Db6+ 18. Khl - Dxb2, en eftir 19. Bb3 eða 19. Rc4 er staðan óljós.) 17. - Bd7. 18. Bb3 - b5!, 19. Khl - Db6, 20. Hcl - Hac8. (Biskupaparið ásamt ógnvekj- andi peðastöðu svarts tryggja honum betri stöðu.) 21. c4 — a6, 22. cxb5 — axb5, 23. Rbl - Hxcl, 24. Dxcl - Hc8,25. Dd2 - Kf8, 26. Rc3 - Bf6, 27. Rdl - b4!, 28. Rf2 - Bh4! (Sífellt þrengir að hvítum. Nú gengur 29. Hfl ekki vegna De3.) 29. Kgl - Kg7, 30. De2 - e4! (Öxinni sem Timman beygði sig undir í 16. leik hefur verið sleppt). 31. fxe4 - fxe4, 32. Hfl - f3! (Hver sleggjan rekur aðra. Svarta innrásin verður ekki stöðv- uð lengur.) 33. gxf3 — Bh3, 34. d6 (Með þessari peðsfórn kaupir hvítur sér örlítinn gálgafrest.) 34. - exd6, 35. Hdl - Hf8!, 36. Khl - Dxf2,37. Hgl+ - Dxgl!, 38. Kxgl — exf3 og Timman gafst upp. Hans Ree var einmitt útnefndu' stórmeistari af FIDE þennan sama dag, en i fyrstu skák sinni sem slíkur náði hann sér aldrei á strik: Hvítt: Hans Ree Svart: Margeir Pétursson Enskur leikur. 1. c4 - c5, 2. Rf3 - Rf6, 3. Rc3 — e6, 4. g3 — Rc6, 5. Bg2 — Be7, 6.04) - 04), 7. e4?! (Hvítur vonast eftir að komast út í afbrigðið. 7. ... d6, 8. d4, en svartur á mun öflugra svar.) 7. — d5, 8. cxd5 — exd5, 9. e5 — Re4, 10. Hel - Bf5, 11. d3 - Rxc3, 12. bxc3 — d4, 13. c4 — Dd7. (Svartur hefur komið ár sinni mjög vel fyrir borð. Hvíta peðið á e5 er stakt og peðameirihluti svarts á drottningarvæng er mjög hreyfanlegur.) 14. Db3 - Hab8, 15. Bf4 - Be6. 16. Db5 - Dd8. (Hótar 17.... Rb4.) 17. Dbl - a6,18. h4?! . (Betra var 18. a4.) 18. - b5, 19. Rg5 - Bxg5, 20. Bxg5 — Dc7, 21. Dcl — Rxe5. (En ekki 21.... bxc4, 22. Bf6!) 22. Bf4 - f6,23. Bxe5 - fxe5,24. f4 - Bxc4, 25. Hxe5 - Bf7, 26. dxc4 - Hb8, 27. Bíl - Dc6!, 28. Ddl - Bxc4, 29. Bg2 - Dd6, 30. Hcl 30. - d3! (En ekki 30. ... Bxa2, 31. Hexc5 Skák eftir Margeir Pétursson og staðan er tvísýn.) 31. Hxc4 - Hxc4, 32. Bd5+ - Kh8, 33. Bxc4 - Dd4+ (Svartur vinnur manninn aftur með tvö samstæð frípeð á mið- borðinu.) 34. Kg2 - Dxc4, 35. Db3 - Dxb3!, 36. axb3 - Hd8, 37. Hel - d2, 38. Hdl - a5, 39. Kf2 - a4, 40. bxa4 — c4 og hvítur gafst upp. Sennilega hefur íslensk sveit aldrei unnið sigur á jafn sterkri þjóð og Hollendingum á Ólympíu- móti. Við þetta skutumst við aftur upp í tíunda sæti en gerðum okkur þó ekki mjög háar hugmyndir um endanlega niðurstöðu, því ljóstvar að andstæðingar okkar i síðustu umferðinni yrðu Ungverjar, Ólympíumeistarar frá 1978. I toppnum unnu Rússar Rúm- ena 2lh —1 Kh og Ungverjar Búlg- ara með sömu úrslitum. Sovétrík- in og Ungverjaland voru því áfram jöfn og höfðu nú 35 lh vinnig hvort, en Júgóslavar höfðu 33 vinninga. seðlaprentun af einhverju tagi. Ef rétt reynist, er hætt við því að sá skjótfengni árangur í baráttu við hækkun vísitölunnar, sem náð er með því að halda gengi föstu, muni koma mönnum í koll síðar með aukinni verðþenslu. Þá er heldur ekki ljóst hvað átt er við með orðunum að „útvega fjár- magn“. Er hér kannski átt við það að iðnfyrirtækjum skuli veitt sér- stök lán til þcss að fjármagna tapið, sem þau greiði síðar? Talað hefur verið um að ríkis- stjórnin hyggist útvega 2 millj- arða gkr. til að verja til uppbóta í iðnaði. Framkvæmdastjórn Landssambands iðnaðarmanna telur sanngjarnt að iðnfyrirtæki, jafnt sem aðrir, leggi fram sinn skerf í baráttu gegn verðbólgu. Hins vegar leggur hún sérstaka áherslu á að hún álítur þessa upphæð engan veginn nægja til að tryggja viðunandi afkomu í út- flutnings- og samkeppnisiðnaði. Hagdeild Landssambands iðnað- armanna hefur reiknað út að 2 milljarðar gkr. muni nægja til að bæta kostnaðarhækkanir í út- flutnings- og samkeppnisiðnaði sem nema að meðaltali u.þ.b. 7% á mánuði, eða innan við 3% á hinu 4ra mánaða verðstöðvunartíma- bili. Þegar hefur orðið 10% hækk- un á allri opinberri þjónustu þ.á m. rafmagni. Ljóst er því að tveir milljarðar króna muni að- eins að mjög óverulegu leyti bæta útflutnings- og samkeppnisiðnaði upp tekjumissi af aðgerðunum. Framkvæmdastjórn Landssam- bands iðnaðarmanna vill minna á að margar greinar íslensks iðnað- ar standa nú höllum fæti í óheftri samkeppni við ríkisstyrktan iðnað annarra þjóða. Svo er til dæmis ástatt með húsgagna- og innrétt- ingaiðnað og einnig með skipa- smíði og skipaviðgerðir. Það er því í hæsta lagi ótímabært að efna nú til útsölu á erlendri vöru og þjónustu með rangri gengisskrán- ingu. Framkvæmdastjórn Landssam- bands iðnaðarmanna vill sérstak- lega geta þess sem henni þykir vel gert í efnahagsáætluninni. Því er lofað að unnið skuli að því að breyta skammtímalánum og lausaskuldum húsbyggjenda í föst lán. Það er alkunna að hinn almenni húsbyggjandi er nú að sligast undan þeirri óhóflegu greiðslubyrði sem fylgir verð- tryggðum skammtímalánum. Stjórnin fagnar því enn þessu loforði og vonar að efndir verði á því. Þá er það stjórninni sérstakt fagnaðarefni að lofað er að hlut- deild iðnfyrirtækja í rekstrar- og afurðalánum Seðlabankans skuli aukin til samræmis við hliðstæð lán til annarra atvinnugreina. Fyrir þessu hefur Landssamband iðnaðarmanna lengi barist. Stjórninni þykir það einnig góðs viti, sem fram kemur í áætluninni, að nú sé skilningur á því hjá stjórnvöldum að starfsskilyrði iðnaðar séu að öðru leyti lakari en annarra atvinnugreina. Því miður er þó vandséð að grundvallaratriði efnahagsáætlunarinnar samrým- ist því almenna stefnumarki að jafna aðstöðu atvinnugreina. Búið að skipta yfir 80% peninga sem voru í umferð um áramótin YFIR 80% þeirra seðla, sem i umferð voru um sl. áramót, hefur nú verið skipt í nýjar krónur og hefur breytingin gengið mun betur en flestir áttu von á fékk Morgunhlaðið upplýst i Seðlabankanum i gær. Tll samanburðar eru til tölur frá myntbreytingunni í Finn- landi fyrir nokkrum árum og var þá eftir 2 vikur búið að skipta um 50% peningamagns- ins. Samkvæmt upplýsingum tals- manns Seðlabankans var álag á flesta banka og sparisjóði mikið fyrstu dagana, en miklu munaði um þann dag, sem þessar stofn- anir voru opnar til að menn gætu skipt peningum. Lítið hef- ur frétzt af erfiðleikum í sam- bandi við breytinguna, en tals- maður Seðlabankans lagði áherzlu á að menn héldu áfram að fara varlega, ekki sízt í útgáfu ávísana, sú hætta væri fyrir hendi að vitleysur kæmu upp ef menn héldu ekki vöku sinni áfram. » »» Þorrablót nölskyldunnar Framreiðum nú á hlaðborði fjölbreyttan þorramat i trogum. Lundabaggar, sviðasulta, svinasulta, bringukollar, hrútspungar, lifrarpylsa, blóðmör, hákarl, hangikjöt og harðfiskur. Auk þess síldarréttir, flatkökur, smjör og rófustappa. Haldið í þjóðlegar hefðir, blótið þorra með fjölskyldunni. Esjutríóið leikur fyrir matargesti í kvöld kl. 6—9 og á morgun, sunnudag frá kl. 12—2 og 6—9. Athugið að börn 10 ára og yngri fá frítt hjá okkur, af þorramat eða sérrétti barna. Munið barnahornið vinsæla. □ n m

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.