Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.01.1981, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANÚAR 1981 45 r að þarna eru jafnvel svokallaðir sjálfstæðismenn fremstir í flokki. Og nú er það opinbert að þing- menn selja sál og sannfæringu fyrir „baunadisk". Stórmannlegt heíur það aldrei þótt I forustugrein í Þjóðviljanum er ráðist að Morgunblaðinu með mik- illi vonsku og sagt að blaðið beri þær stórlygar á hinn ágæta orku- ráðherra að hann sé á móti stórvirkjunum og stóriðju!! Ég er nú víst orðinn bæði gamall og gleyminn, en þó held ég að ég muni það rétt, að einn aðalboð- skapur Alþýðubandalagsins í síð- ustu kosningum hafi verið full- komin andstaða gegn allri meiri- háttar orkubeislun og stóriðju. Ef til vill líst Alþýðubandalaginu nú ekki á blikuna í orkumálunum, sem það sjálft hefir, ásamt verstu afturhaldssinnum þessa lands, átt allan þátt í að skapa. En stór- Ljósafossstöðin mannlegt hefir það aldrei þótt að kannast ekki við eigin króga. Framsóknarþáttur i virkjunarmálum í forustugrein í Tímanum var japlað á þeirri tuggu kommúnista, að vel hefði verið hægt að virkja Þjórsá við Búrfell þótt engin stóriðja hefði fylgt. Það hefði ekki verið meira afrek en fyrsta virkj- un Sogsins (Ljósafoss). Þetta gef- ur tilefni til að rifja upp hverjir það voru sem höfðu framsýni og kjark til að byrja á Sogsvirkjun á miklum krepputímum. Það voru jafnaðarmenn í borgarstjórn sem börðust mjög fyrir því að ráðast í virkjunina bæði vegna orkuöflun- ar og til að bæta atvinnuástandið, sem var mjög slæmt á þeim tíma. Sjálfstæðismenn, sem höfðu meirihluta í borgarstjórn, voru hikandi í málinu, töldu að það mætti dragast nokkur ár. En þá skeður það að einn af framsýnustu og kjarkmestu athafnamönnum Sjálfstæðisflokksins, Hjalti Jóns- son, greiddi atkvæði með jafnað- armönnum og samþykkti með þeim virkjun Sogsins. Én svo kom til kasta Alþingis að veita ríkis- ábyrgð til virkjunarinnar og ekki pian ég betur en framsóknarmenn legðust gegn því. Ekki einn einasta stein En hvað myndu kommúnistar og framsóknarmenn hafa gert á tímum landauðnar á síldarmiðum og verðhruns á útflutningi okkar? Þeir hefðu nákvæmlega ekkert gert. Ef þessir flokkar hefðu alltaf verið við völd, þá væri hér engin hitaveita, engin Sogsvirkjun, eng- in Búrfellsvirkjun, engin Sigöldu- virkjun, engin stóriðja og svo mætti lengi telja. Þessir tveir flokkar hafa ekki lagt einn einasta stein í orkuuppbyggingu á okkar landi en þeir hafa ásamt vers'tu afturhaldsseggjunum lagt mikið grjót í götu þeirra framfaraafla sem vilja nýta okkar ónotuðu orkulindir til hagsældar fyrir alla íslendinga." Eru þeir orðnir gersamlega stjarf- ir fyrir framan tækin? Ég segi það satt að mér finnst það með ólíkindum að svona stórundarlegt efni skuli komast í gegnum allt kerfið hjá sjónvarpinu og allar götur út til notenda. Hvað veldur? Skilvísi sem gleður Kona í Álftamýri hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Mig langar til að segja þér, Velvak- andi, frá því að skilvísi er enn til á meðal okkar, þrátt fyrir vantrú okkar í þeim efnum. Ég ætla að segja þér sögu af veski sem í voru bæði peningar og skilríki. Á ný- ársnótt fór sonur minn út að skemmta sér og lá leið hans í Klúbbinn. Þegar hann hélt heim- leiðis um nóttina var tekið það ráð að ganga í blíðviðrinu, enda stutt að fara. En þegar heim var komið, uppgötvaði hann að veskið var glatað, og mest sá hann eftir skilríkjunum, sem mikil fyrirhöfn yrði að endurnýja. Allir sögðu: Það er glatað að eilífu. Þeir bjartsýnustu sögðu: Þú mátt þakka fyrir að fá það tómt. Hinn 7. janúar fórum við í fjölskyldu- boð, sem ekki er nú í frásögur færandi. En þegar við komum heim, lá veskið á gólfinu í forstof- unni, fyrir innan bréfalúguna. Þetta er nú skilvísi sem gleður mann. Verst að við skyldum ekki vera heima. Ég leyfi mér að fara fram á það við þennan skilamann að hann hafi samband við okkur hérna í Álftamýrinni og vona að hann sjái sér fært að gera okkur þann greiða. Úr leikritinu Oliver Twist, sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir. Er rétt að börn sjái Oliver Twist? Hneyksluð móðir skrifar: „Fjarskalega langar mig til þess að beina þeirri spurningu til sálfræðinga, hvort rétt sé að bðrn sjái leikrit það sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir og fjallar um Oliver Twist. Flestum er að sjálfsögðu kunn- ugt um að þetta er merkilegt bókmenntaverk. En er rétt að börn sjái þetta leikrit? Finnst sálfræðingum það? Ansi held ég að mörg börn séu búin að fá martröð eftir að hafa séð þetta." Fyrirtæki óskast Viljum kaupa fyrirtæki í verzlun, framleiöslu- eöa þjónustu á Stór-Reykjavíkursvæöinu. Aöeins gott fyrirtæki eöa fyrirtæki meö góöa möguleika kemur til greina. Vegna sérstakra kringumstæöna getur veriö um mjög verulega útborgun aö ræöa eöa allt að Nýkr. 1.000.000.-. Tilboð, sem fariö veröur meö sem algjört trúnaöar- mál, óskast send á afgreiðslu Morgunbiaösins fyrir 1. febrúar nk. merkt: „Framtíö — 3148“. Snjóbræðsla — Gólfhiti MELTAWAY-Pexplaströr fyrir snjóbræöslukerfi og gólfhitakerfi fyrirliggjandi. Stæröir 25 og 22 mm (utanmál). Hagstætt verö. Hjá okkur fáiö þiö: Efni — vinnu — tæknilegar leiöbeiningar. PÍPULAGNIR SF. Smiðjuvegi 28 — Box 116 — Kópavogi Sími 77400 — Heimasími 40506. BAGGATINAN Hleöur á vagn eöa bíl allt aö 750 böggum á klukkustund. Er létt og auðveld í meðförum og vinnur sitt verk af öryggi við hvers konar aðstæður. Truflar ekki eöa tefur bindingu á nokkurn hátt. K.R. BAGGATÍNAN er hönnuö fyrir íslenskar aöstæður og framleidd hjá KAUPFELAGI RANGÆINGA HVOLSVELLI Símar: 99-5121 og 99-5225 Þeir bændur, sem vilja tryggja sér baggatínu fyrir næsta slátt þurfa að panta sem allra fyrst þar sem framleiðslumöguleikar eru takmarkaðir. Kaupfélag Rangæinga. EFÞAÐERFRÉTT- f) NÆMTÞÁERÞAÐÍ £ MORGUNBLAÐINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.