Morgunblaðið - 15.03.1981, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981
Var og er með
Blönduvirkjun
- segir Ólafur Jóhannesson utanríkisráðherra
„ÉG TÓK á sínum tíma afstöðu, það
var þe^ar é« samþykkti tillöKU
Gunnars Thoroddsen þessa efnis.
Ék var sem saKt meö Blönduvirkjun
ok ég er meö Blönduvirkjun," saKÖi
Ólafur Jóhannesson utanríkisráö-
herra, en hann er nú þinKmaöur
ReykvikinKa en var áður þinKmað-
ur NorðlendinKa.
„En éK vil að náð verði samstöðu
um þetta mál,“ sagði Ólafur einnig.
Blönduvirkjun hlýtur að verða næsta
virkjun landsmanna, það stendur
skýrum stöfum í stjórnarsáttmálan-
um, að næst skuli virkjað utan
eldvirknisvæðis.“
Verð á loðskinnum
hefur lækkað um 25%
TEKIZT hefur að selja meginfram-
leiðslu flestra loðskinnategunda. en
verðið hefur verið um 25% lægra að
meðaltali en það var síðastliðinn
vetur. bessar upplýsingar fékk
MorKunblaðið hjá Skúla Skúlasyni
ok sagði hann ennfremur. að miðað
við efnahagsástandið i heiminum.
tizku ok veðuríar yrði þó að telja
þessa útkomu allgóða.
íslendingar sendu skinn af bláref á
markað erlendis í ár, en víða hérlend-
is er verið að byrja að rækta bláref,
samtals um 20 þúsund skinn.
Svellalög á túnum
ískyggilega mikil
Menn frá Björgun hf. vinna nú af fullum krafti við björgun Sigurbáru VE af strandstað á
Sóiheimasandi, en búið er að festa skipið í fjörunni skammt vestan við markstein Rangárvalla- og
Skaftafellssýslu sem sést fjær á myndinni. Myndina tók ljósmyndari Morgunblaðsins, Kristján
Einarsson, í fyrradag þegar björgunarmenn voru að þétta skipið á strandstað, en einnig var verið að
undirbúa gangsetningu véla.
SVELLALÖG eru nú á túnum
viðast hvar um landið og sums
staðar eru þau ískyggilega mikil.
eins og Jónas Jónsson. búnaðar-
málastjóri. sagði i samtali við
Morgunblaðið. Hann sagði. að ef
tiðin færi ekki að batna og verulega
að hlýna úr þessu gæti kal í túnum
vofað yfir alls staðar.
Jónas sagði, að þessi vetur hefði
verið bændum mjög erfiður, tíðin
hefði verið með eindæmum um-
hleypingasöm, oft hefði orðið raf-
magnslaust og loks væri að nefna
þau miklu áföll, sem garðyrkju-
bændur og aðrir hefðu orðið fyrir í
óveðrinu mikla í febrúar. „Það er því
ýmislegt, sem verið hefur til ömunar
í vetur og þreytt fólk um allt land,“
sagði búnaðarmálastjóri.
Miklar greiðslur skreiðar-
verkenda í Verðjöfnunarsjóð
VIÐMIÐUNARVERÐ var ákveð-
ið fyrir skreið á fundi í stjórn
Verðjöfnunarsjóðs fiskiðnaðar-
ins á fimmtudag. Samkvæmt
þeim verðgrunni má reikna með.
markaður
að verulegar greiðslur komi i
skreiðardeild sjóðsins i ár og
ekki er fjarri lagi að áætla að
þær verði 33 milljónir króna i ár
eða 3,3 milljarðar gkróna. Sam-
kvæmt þvi yrðu um 50 milljónir
króna eða um 5 milljarðar
gkróna í sjóðnum i árslok.
Viðmiðunarverð á skreið var
ákveðið 5.200 dollarar á hvert tonn
af a-skreið, en fyrir b-skreiðina
var verðið ákveðið 4300 dollarar á
tonn. í samningum um sölu á
skreið hafa hins vegar fengizt
6.130 dollarar fob fyrir hvert tonn
af a-skreið. Með því að reikna með
15 þúsund tonna framleiðslu af
skreið á aðra markaði en Ítalíu, og
þá langsamlega mest til Nígeríu,
má reikna með, að 33 milljónir
króna komi í þessa deild Verðjöfn-
unarsjóðsins miðað við núgengi
krónunnar og skiptinguna 80-20
milli a- og b-skreiðar. í a-flokk
fara þorskur, keila, langa og
blálanga, en ufsi og ýsa í b-flokk.
Verðgrunnur var fyrir nokkru
ákveðinn fyrir óverkaðan saltfisk í
stjórn Verðjöfnunarsjóðsins og er
verðinu stillt þannig upp, að ekki
er reiknað með greiðslum úr eða í
saltfiskdeildina. Viðmiðunarverð
var ákveðið það sama og fyrir
verðtímabilið október-desember á
síðasta ári, en samningar hafa
ekki verið gerðir um saltfisksölu
héðan á helztu markaði í ár. Fyrir
stórfisk nr. 1 var viðmiðunarverð-
ið á hvert tonn ákveðið 2.900
dollarar fob, fyrir millifisk nr. 1
var verðið ákveðið 2.700 dollarar,
fyrir smáfisk 40/60 nr. 1 2.300
dollarar á hvert tonn og fyrir
smáfisk 60/100 nr. 1 var viðmiðun-
arverðið ákveðið 2.200 dollarar fob
á hvert tonn. Verðbil var ákveðið
3 Vi% og miðast það jafnt við
verðhækkun og verðlækkun.
Um aðrar deildir Verðjöfnun-
arsjóðsins er það að segja, að
greitt er í skelfiskdeildina, en útlit
er fyrir að á næstunni verði farið
að greiða úr rækjudeildinni. Við-
miðunarverð var nýlega ákveðið
fyrir mjöl og lýsi á vetrarvertíð-
inni. Ekki er útlit fyrir greiðslur í
eða úr mjöldeildum, en hins vegar
bendir allt til útgreiðslna úr
lýsisdeild, en þess má geta að lítið
hefur verið framleitt af lýsi í
vetur vegna samdráttar í loðnu-
veiðum.
Nú er mikið um að vera í Blómaval við
Sigtún. Skoðið hið fjölbreytta úrval
okkar af allskonar ungplöntum á
mjög hagstæðu verði. Veitið
ungplöntunum áframhaldandi
ræktun heimafyrirog látið þærvaxa í
höndum ykkar.
Hafsteinn Hafliðason,
garðyrkjufræðingur, leiðbeinir
viðskiptavinum þessa helgi um
pottaplöntur, meðferð þeirra,
umpottun og staðsetningu.
Það er margt að sjá í Blómaval.
Opið frá kl. 9—21
bléfnciucilíQa
Gróðurhúsinu vió Sigtún: Símar36770-86340
Bolungarvík og ísafjörður:
Stjórnmálafundir
ALÞINGISMENNIRNIR Matthl
as Bjarnason og Matthías Á.
Mathiesen verða á almennum
stjórnmálafundum I Bolungarvik
og á ísafirði á mánudag og
þriðjudag.
Fundurinn í Bolungarvík verður
í Sjómannastofunni í Félagsheim-
ilinu og hefst klukkan 20:30 og
fundurinn á ísafirði verður í
Sjálfstæðishúsinu, uppi, og hefst
klukkan 20:30.
Fundarefni eru stjórnmálavið-
horfið og kjördæmamálin.
Matthias Bjarnason
Matthias Á. Mathiesen