Morgunblaðið - 15.03.1981, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981 3
Flýtum okkur hægt
— segir forseti SÍ um afstöðu til tillögunnar
um stuðning við fjölskyldu Viktor Korchnois
„Við flýtum okkur hægt í þessu
máli, en stefnum að því að móta
afstöðu fyrir þing Skáksam-
bands Norðurlanda, sem haldið
verður hérlendis siðari hluta
júlimánaðar14 sagði dr. Ingimar
Jónsson forseti Skáksambands
íslands, er Mbl. spurði hann,
hver yrðu viðbrögð Skáksam-
bandsins við vísun tillögu um
stuðning við fjölskyidu Korchn-
ois til aðildarsambanda land-
anna.
Ingimar sagði aðspurður, að
stjórn Skáksambands íslands
hefði ekki enn fjallað um mál
þetta að öðru leyti en því, að
fulltrúi þess, sem setið hefði
fundinn, sem ákvað að vísa
tillögunni til aðildarsamband-
anna, hefði gert grein fyrir
þessu máli og öðrum, er fyrir
voru tekin á norræna fundinum.
Sagði Ingimar að sú ákvörðun
yrði mjög líklega tekin að af-
greiða málið fyrir þingið í júlí.
— En telur þú ekki að nokkuð
seint sé að afgreiða málið þá, þar
sem fyrirhugað einvígi Korchn-
ois og Karpovs fer væntanlega
fram í byrjun júlímánaðar?
„Eins og ég sagði tel ég að
stefnt verði að því að móta
afstöðu fyrir þing Skáksam-
bands Norðurlanda, en það er
ekkert ákveðið í málinu enn þá.
— Hver er þín persónulega
skoðun? Telur þú að aðskilnaður
Korchnois og fjölskyldu hans
orsaki misjafna keppnisaðstöðu
hans og Karpovs í einvíginu, eins
og kemur fram í yfirlýsingu
þýzku nefndarinnar?
„Eg vil ekkert tjá mig um það
á þessu stigi. Skáksambandið á
eftir að fjalla um málið og mín
afstaða kemur þá í ljós.“
Hlé á samninga-
viðræðum um
Blönduvirkjun
SAMNINGAVIÐRÆÐUM milli
Rafmagnsveitna ríkisins og
norðanmanna vegna Blöndu-
virkjunar lauk að sinni í
Reykjavík á föstudag.
Viðræðunum verður fram
haldið síðar í þessum mánuði og
þá á Blönduósi. Þá hafa einnig
farið fram undanfarið viðræður
milli Rafmagnsveitna ríkisins og
manna af Fljótsdalshéraði vegna
Fljótsdalsvirkjunar. Stefnt er að
því, að niðurstöður þessara við-
ræðna liggji fyrir fljótlega.
Nú komast ÚTSÝNARFARÞEGAR
í beinu dagflugi
til
— á vinsælustu baðstrendurnar,
þar sem glaöværöin ríkir og andrúmsloftiö
er alþjóölegt og óþvingaö
Gott úrval verzlana og veitingahúsa
— næturlífiö fjörugt og fjölbreytt og skemmtilegar kynnisferöir.
Beztu gististaöirnir: PORTO NOVA, HOTEL VALPARAISO og HOTEL GUADALUPE.
Pantanir streyma inn
Vegna mikils annríkis veröur hópferðadeild
Útsýnar opin til kl. 19.00 nk. þriðjudag 17. marz.
Austurstræti 17 — Símar 26611 og 20100.
Verö frá kr.
5.170.00 í 3 vikur
PORTONOVA....
Beint dagflug
Engar millilendingar
Glæsilegt, vel búiö íbúðahótel í Palma Nova, með
öllum þægindum. Bjartar, rúmgóðar íbúðir með 1—2
svefnherbergjum, setustofu, eldhúsi, baðherbergi og
svölum. Fyrsta flokks kaffitería, matvöruverzlun og eitt
bezta (fimm Stjörnu) veitingahús á Mallorka er í
Portonova. Inni- og útisundlaug, góð sólbaðsaöstaða
og steinsnar á ströndina. Tvímælalaust einn sá bezti
fyrir barnafjölskyldur, sem Útsýn býöur upp á.
Hotel *****
VALPARAISO
Þetta frábæra lúxushótel
stendur í 22.500 fer-
metra garöi í íbúöar-
hverfinu „La Bonanova"
fjarri öilum skarkala, en
aöeins fárra mínútu fjar-
lægö frá miöborg Palma.
Rúmgóö, fagurlega búin
svefnherbergi, meö einkabaði, síma, sjónvarpi, mini-bar
og svölum. Matsallr, barir og næturklúbbar. Sundlaugar
— úti og inni — góö sólbaðsaöstaöa, íþróttasalur,
gufubaó, nuddstofa o.m.fl.
Eitt glæsilegasta hótel Evrópu, sem uppfyllir kröfur þeirra
allra vandlátustu.
Hótel GUDALUPE★★★
Vistlegt þriggja stjörnu hótel um 300 m frá
ströndinni í Magaluf. Öll herbergi meö einka-
baöi og svölum. Rúmgóöar setustofur, barir
og matsalur. Inni- og útisundlaug ásamt
barnalaug. Viö sundlaugina eru framreiddir
smáréttir í hádeginu. Hálft eöa fullt fæöi.