Morgunblaðið - 15.03.1981, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981
7
Nýja línan
frá HAFA
nú einnig fáanleg í hvítu
Nýtísku HAFA baöinnréttingar í baöherbergiö
yöar.
Mjög fjölbreytt úrval. Afgreiöum samdægurs.
VALD. POULSEN
Suöurlandsbraut 10. Sími 86499.
Innréttingadeild 2. hæö.
I
F
AIIT TII
MÚRFESTINGAR
B.B.BYGGINGAVÖRUR HE
SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331.
Til
félagsmanna
Stangaveiöi-
félags
Reykjavíkur:
Vakin er athygli á nýju veiöisvæði, sem félagiö hefur
tekiö á leigu,
Alviðru í Sogi
en þar veröur veitt á 3 stangir samtímis í sumar.
Félagsmenn eru hvattir til að senda umsóknir sínar
hið allra fyrsta. Sérstaklega veröur reynt að sinna
umsóknum frá þeim, sem fengu ekki úthlutun í
samræmi við óskir um veiöidaga á öðrum vatna-
svæöum.
Upplýsingar veittar á skrifstofu félagsins í Austurveri,
sími 86050.
Barnamorð-
in í Atlanta
22 börn, öll negrar, hafa
horfiö i Atlanta i Bandarikjun-
um siöan i júlímánuði 1979. 20
hafa fundizt myrt i skóglendi,
en ekki hefur tekizt að rekja
spor tveggja drengja. Myrtu
börnin voru öli frá heimilum
þar sem fé og upplýsing eru af
skornum skammti. Mikill ótti
hefur gripið um sig meðal
þeirra borgarbúa, sem líkt er á
komið með, en iögreglan stend-
ur ráðþrota. Því er haldið fram,
að hefðu börnin verið ljós á
hörund. héldi lögreglan betur á
spöðunum. Ástandið meðal
ómenntaðra og efnaiítilla negra
i Georgíu og nærliggjandi fylkj-
um hefur i æ rikari mæli
endurspeglað beizkju þeirra,
óþolinmæði eftir umbótum og
tortryggni i garð yfirvalda, en
nú hefur keyrt um þverbak.
Eftir þvi sem barnamorðunum
fjólgar. eykst ólgan og þessa
stundina beinist gagnrýnin
fyrst og fremst að lögreglunni.
En hvað hefur gerzt annað en
það að 22 negrabörn hafa horfið
og flest fundizt myrt í skóginum
í útjaðri Atlanta? Margar kenn-
ingar hafa verið settar fram.
Sauðsvartur almúginn óttast, að
hér sé á ferð nýr „Sonur Sáms“
eða „Yorkshire-morðingi", og
hafi hann á samvizkunni líf allra
þessara barna, morðinginn hafi
aðeins annan „smekk" að því
leyti að brjálsemi hans beinist
að negrabörnum en ekki kven-
fólki.
Skoðanir eru ekki sízt skiptar
meðal lögreglumanna. Sumir
halda því fram, að sami maður
— eða menn — séu ekki valdir
að dauða nærri allra barnanna,
og enn aðrir telja augljóst, að
beint samband sé milli 11 þess-
ara morða.
„Lee Brown, sem er yfirmaður
lögreglunnar í Atlanta, vill ekk-
ert um málið segja annað en
þetta: „Sjónarvottar eru engir.
Sönnunargögn og áreiðanlegar
upplýsingar skortir með öllu, en
án þess að hafa eitthvað slíkt í
höndunum, getum við ekkert
gert.“
Kannski komust menn næst
slóð morðingjans morgun einn í
fyrri viku. Don Laken er einn
hinna fjölmörgu, sem eru í
leitarflokkum sjálfboðaliða.
Daginn áður hafði horfið 13 ára
drengur, Curtis Walker að nafni.
Hann hafði farið að heiman
síðdegis og sagt móður sinni að
hann ætlaði að vita hvort hann
gæti ekki unnið sér inn fáeina
dali með því að fara í sendiferð.
Þegar drengurinn var ókominn
kl. sjö sama kvöld, fór móðir
hans að leita að honum, og
klukkustundu síðar tilkynnti
hún hvarf hans til lögreglunnar.
Árla næsta morgun kom Don
Laken með tuttugu sjálfboðaliða
og hundinn. Hundurinn rakti
slóð drengsins að skotfæraverzl-
un, sem er spölkorn frá heimili
Walker-fjölskyldunnar. Þar
hafði drengurinn komið og boð-
izt til að sópa gólfið í búðinni.
Þaðan hafði leið hans legið að
bílastæði við barnaskólann í
hverfinu. Lengra var ekki hægt
að rekja slóðina og lá beinast við
að ætla, að þarna hefði drengur-
inn stigið upp í bíl.
Lögregluyfirvöld telja sig hafa
fundið ló í fötum sumra líkanna.
Að því er virðist er þessi ló úr
gólfteppi, sama gólfteppinu, og
er ekki ólíklegt að það sé í
bifreið.
Dag hvern fær lögreglan um
tvö hundruð ábendingar frá
fólki, sem telur sig vita eitthvað
um málið. Allar slíkar upplýs-
ingar eru settar í tölvu. Gífur-
legur fjöldi sjálfboðaliða leitar
morðingaans, en morðinginn —
eða morðingjarnir — hafa enga
vísbendingu gefið. „Yorkshire-
morðinginn" hafði iðulega sam-
band við lögregluna og virtist
hafa ánægju af að storka henni,
en sá sem er að verki í Atlanta
hefur valið þögnina.
Negrabörn í borginni eru
óttaslegin og foreldrarnir ekki
síður. Svo alvarlegt er ástandið,
að ekki er talið þorandi að láta
börn vera ein á ferli, en í daglegu
tali er morðinginn kallaður
„maðurinn".
Ymsir eru þeirrar skoðunar,
að morðinginn sé lögreglumaður,
en aðrir telja, að hann hljóti að
vera unglingur, eða einhver á
líkum aldri og fórnarlömbin.
Ekkert liggur þó fyrir sem styð-
ur þetta, annað en það, að ekki
er ósennilegt, að morðinginn sé
einhver sem börnin hafa ekki
ástæðu til að vantreysta þegar
hann gefur sig á tal við þau.
Negrar um gjörvöll Bandarík-
in fylgjast náið með þessu máli
og margir óttast, að hér sé á
ferðinni endurvakið kynþátta-
hatur. Ku-Klux-Klan hefur jafn-
vel verið bendlað við málið, án
þess að nokkur vísbending sé um
að þau samtök hafi komið ná-
lægt því.
Víst er, að þangað til morðing-
inn finnst, þá verður þetta mál
mjög á döfinni, en undanfarna
mánuði hafa morðin orðið tíöari.
Fyrst í stað liðu að jafnaði þrjár
vikur á milli, en nú orðið líða
vart svo tvær vikur án þess að
ekki finnist nýtt lík. í einu tilviki
hefur kynferðislega brenglaður
maður verið að verki, en þá
fannst lík 12 ára stúlku illa
útleikið. Af fórnarlömbunum
hafa aðeins tvö verið stúlkur, og
voru báðar myrtar í byrjun
þessarar morðöldu.
— ÁR (Heimildir:
Newsweek og AP)