Morgunblaðið - 15.03.1981, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981
21
—
Eftir að ég kom suður var ég átta
ár meðhjálpari hjá séra Jóni
Thorarensen í Neskirkju.
Ég segist vera trúaður maður,
en ég bið alltaf: Góður Guð, hjálpa
þú mér í trúleysi mínu. Best man
ég eftir orðum Jesú Krists: Hver
sem kannast við mig fyrir
mönnum, við hann mun ég kann-
ast fyrir föður mínum á himnum.
Þessi orð Krists festust með mér.
Eg skal segja þér sögu af
Jóni Vídalín. Það var
sunnudagur og biskup var
búinn að auglýsa að hann
ætlaði að messa. Það safnaðist
fjöldi fólks til kirkju. Öllum þótti
nú gott að hlusta á hann, nóg var
mælskan. Það er kominn hópur af
fólki, klukkan að verða tólf og
komið að messutíma. En ekki
bólaði á biskupi. Þá sat hann að
spilum með Arna Magnússyni.
Drengur einn, aðstoðarsveinn
biskups, gengur til Jóns og segir
að það sé kominn fjöldi fólks. —
Ætlarðu ekki að hætta maður,
segir Árni. — Nei, einn hring
ennþá Árni, ansar Jón, einn hring
enn. Hann hefur verið orðinn
dálítið kenndur, sagði að kirkju-
presturinn gæti bara messað. Þá
leist nú piltinum ekki á blikuna.
Hann gekk út á stétt og þá hafði
enn fjölgað. Hann gengur inn,
labbar að biskupi, kippir spilunum
úr höndum hans, leggur þau á
borðið, og segir: Nú er meira en
mál að ganga út, herra. — Oh,
farðu í sjóðbullandi, og rekur
honum á kjaftinn, svo hann fékk
blóðnasir, drengurinn. Þá segir
Jón: Jæja, nú komst blóðið á
hreyfingu í okkur báðum. Og hann
í hempuna og út í kirkju og heldur
þennan nafnkunna reiðilestur. Að
lokinni messu gaf hann engum
kost á að taka í höndina á sér, eins
og vani hans var, heldur gengur
hann beina leið inn og mætir þá
drengnum: Segir þá að hann þurfi
að tala við hann. Og drengur býst
við að hann ætli að skipa sér í
burtu, en biskup dregur skúffu
útúr borði sínu og tekur þaðan tólf
spesíur og réttir drengnum. Skrif-
ar síðan á blað og gefur honum tiu
hundruða jörð. Segir svo við Árna
Magnússon: — Ef drengurinn
hefði ekki gert það sem hann
gerði, sætum við enn að spilum, og
fólkið hefði farið heim messu-
laust. Þegar drengurinn byrjar að
þakka honum og hneigja sig, segir
hann: — Engar þakkir, engar
hneigingar. Ég er breyskur maður.
Ræktu þína skyldu eins vel hér
eftir og þú hefur gert í dag,
jafnvel þó ég eigi í hlut.
Og þetta er nú líklega alveg
satt, segir Sveinn. Segjandi svona
sögur kann hann við sig. Hann fer
með heilu kaflana uppúr fornum
sögum, orðrétta. Það verður að
kallast gott af hundrað ára göml-
um heila. Svo heldur Sveinn
Bjarnason áfram að segja sögur
uppúr gömlum bókum.
Eg var mikið fyrir búskap,
en ég var lítið fyrir inni-
vinnuna. Kvenfólkið
reyndi nú að pína okkur
krakkana til að rekja af snældum
og kemba, en ég kom ekki nálægt
því. Ég var allur fyrir útivinnu og
mikið fyrir veiðiskap. Ég var
netfiskinn líka, þó ég stundaði
ekki mikið róðra.
— Og sigmaður varstu góður?
— Ja, ég seig nú ekki, ég notaði
handvað og var laus. Það var einu
sinni sem það var komið fram á
fjórtándu viku sumars, búin að
vera deyða lengi og við áttum
orðið mikið hey undir. Þá er það
einn daginn, að bræður mínir
segja: — Nú hefði verið gott að fá
nýjan fugl. Það voru nú síðustu
forvöð, en ég sagðist samt til með
að reyna. Þeir náðu aldrei í fugl,
þessir bræður mínir.
Ég fór að hitta Sigurð Arason,
vin minn sem var stundum félagi
minn í Ingólfshöfða, en þá vildi
pabbi hans, hreppstjórinn, ekki
missa hann úr slættinum. Jæja,
hugsa ég með mér, ég fer samt.
Hann kemur til mín hann Stein-
dór minn. Steindór var drengur
sem var á Nesinu. Hann sér til
mín og kemur þá, hugsa ég með
mér. En það var maður, alveg
voðalegt að vera einn í Höfðanum,
það voru svo miklir reimleikar
þar. Margir draugar og atgangur
mikill. Nei, ég kann enga drauga-
sögu. Ég forðast draugasögur. En
ég læt allt vera með huldufólks-
sögurnar. Það má vel vera að
huldufólk sé til, ég skal ekkert
segja um það.
Þegar ég lagði af stað var
svolítil austangola og lágur bakki í
austrinu, en þegar ég var kominn
miðja leið út að Höfða, slétt
lygndi, sem var ekki gott uppá
veiðiskapinn — best hann væri
hægur austan. Mér fannst þó rétt
að halda áfram, fyrst ég var
kominn þetta langt. Svo þegar ég
kom út í Höfða, sleppi ég hrossinu
og fer að hita mér kaffi, geng svo
fram á brúnina og þá var orðið
áliðið dags: Þá sé ég það er alveg
mökkur af fugli í Trévík, og hann
flýgur í hringi. Ég rýk til og sæki
mér handvað og fer ofan kambinn
og vestur í Trévík, og gríp þar eina
tíu tuttugu fugia í háfinn. Svo sé
ég að þarna muni ekki vera mikil
veiði áfram og fór vestast í
Urriðana og uppá háan stein og
þar er ég fram á ellefta tímann
um kvöldið. Þá var ég búinn að fá'
80 fugla.
Margur hefði nú verið orðinn
hálf smeykur, því það var farið að
skyggja. Þeir voru logandi hrædd-
ir margir, að vera í Höfðanum
eftir að tók að skyggja. Ég hélt til
kofans og þegar þangað kom var
kolniðamyrkur. Ég nennti ekki að
hita mér kaffi, heldur lagðist fyrir
og bað guð að geyma mig og
steinsofnaði. Ég vaknaði ekki fyrr
en um fjögur um morguninn.
Þá var kominn mátulegur aust-
an vindur og ég var fljótur á
lappir, að hita mér kaffi og siðan
oní kamb og þar sat ég þangað til
undir hádegi. Þá kom Steindór
litli til mín. Ég sagði honum hann
skyldi fara strax hérna austur í
Höfðanef og þar hafði hann á milli
fjörutíu fimmtíu fugla. Svo fórum
við nú að tygja okkur heim. Ég var
kominn með á þriðja hundrað
fugla og það var meira en full-
byrði fyrir hrossið.
Sveinn segist svo til hættur
lestri. — Ég las mikið, segir
hann. Ég gerði það, já. Las
ísiendingasögurnar aftur á
bak og áfram, þótti þær spenn-
andi, og biskupasögur, já, biskupa-
sögur, og margar bækur aðrar. En
nú er ég hættur að lesa. Ég þoli
það ekki. Nei, það eru ekki augun,
þau eru í fínu lagi. Þá sjaldan sem
ég nota gleraugu, brúka ég þessi
sem ég fékk mér milli 1930 og ’40.
Þau duga mér enn. Það er dýr-
mætt að hafa sjónina svona lengi.
Nei, það er höfuðið á mér, ég fæ
svima ef ég les.
Sveinn leggur sig ekki á daginn,
heldur dottar af og til sitjandi í
stólnum. Hann lifir i stólnum. Þar
hugsar hann og rifjar upp sögur,
hlær eða verður dapur eftir hugs-
unum sínum. Hann smakkar það
ennþá, og hefur gaman því að gefa
mönnum í glas. Og það er ekki oft
sem hann er einn. Hann á sér
herbergi að horni Hringbrautar
og Ljósvallagötu, og þar býr Jón
Óskar og fjölskylda, Rafnar
Kjartansson myndhöggvari, og
Guðmundur, bróðir Sveins, og
fleira fólk. Öll láta þau sér mjög
annt um gamla manninn. Guð-
mundur er ekki nema 92ja ára.
— Fyrsti sýslumaður sem ég
man eftir, var Sigurður Ólafsson
bóndi í Hjálmholti. Mikið ljúf-
menni, elskulegur maður öllum
þeim sem honum kynntust. Hann
fór seinna að Kaldaðarnesi og
varð sýslumaður Árnesinga. Jú,
hann var faðir Jóns kalda. Á
undan Sigurði var Árni Gíslason
sýslumaður. Hér verður eyða í
sýslumannatal. Hann talar mjög
hratt, kailinn, og svo fjörlega að
maður hættir að skrifa og fer bara
að hlusta. Það þykir honum líka
vænst um. Svo hann fyrirgefur
kannski þessa eyðu í sýslumanna-
tal.
Hann talar um laungu dauða
menn, eins og þeir væru ljóslif-
andi. — Hann Pétur minn, segir
hann. Hann var nú skrítinn,
kallinn sá. Svo hlær hann að
endurminningunni um Pétur.
Kannski ellin yngi menn í hugsun,
suma menn. En semsagt Sveinn
Bjarnason frá Hofi í Öræfum er
ekki frásagnasár maður og gæti
fyllt heilt Morgunblað, ef hann
væri ekki alltaf að tönnlast á því:
Já, heillin, það er nú lítið sem þú
getur haft uppúr mér. Ætlarðu að
koma aftur? Ekkert skil ég í þér,
og hristir hundrað ára gamalt
höfuð.
J.F.Á.
Svanhildur Kristjánsdóttic
Ungmennafélag
Bolungavíkur:
Svanhildur
Kristjánsdóttir
valin íþrótta-
maður árins
1980
BolunKavik, 9. marz.
NÝLEGA útnefndi Ungmennafé-
lag Bolungavíkur íþróttamann
ársins 1980. Fyrir valinu varð
ung og efnileg iþróttakona. Svan-
hildur Kristjánsdóttir. Svanhild-
ur vann mörg frábær afrek á
sviði iþrótta á síðasta ári.
Stærstu afrekin voru á sviði
frjálsíþrótta en þar varð hún
Vestfjarðameistari í þrem grein-
um.
Það vakti athygli í Vestfjarða-
mótinu hversu mikill munur var á
árangri Svanhildar og þeirra sem
á eftir komu. Hún sigraði í
hástökki, stökk 1,40 m en næsti
1,25 m, í langstökki stökk hún 4,50
m en næsti stökk 4,12, og í 100 m
hlaupi hljóp Svanhildur vega-
lengdina á 13,7 sek. þegar næsti
hljóp á 14,7 sek.
Bolvíkingar hafa því miður
þurft að sjá af þessari efnilegu
íþróttakonu til Reykjavíkur, en
það sýndi sig á meðan hún var hér
að hún á svo sannarlega framtíð
fyrir sér á íþróttasviðinu.
Gunnar
Sjálfsbjörg:
Ríkisstjórnin
styrki bila-
rekstur öryrkja
Á AÐALFUNDI Sjálfsbjargar i
Reykjavík og nágrenni, sem hald-
inn var nýverið, var samþykkt
svohljóðandi ályktun:
„Aðalfundur Sjálfsbjargar, fé-
lags fatlaðra í Reykjavík og ná-
grenni, haldinn fimmtudaginn 26.
febrúar 1981, fagnar framkomnu
frumvarpi fjármálaráðherra til
laga um bifreiðakaup öryrkja en
minnir jafnframt á að kostnaður
við rekstur bifreiðar eykst sífellt
og hvetur því fundurinn ríkis-
stjórnina að leita ráða til að lækka
kostnaðinn í samráði við öryrkja-
félögin i landinu."
Á aðalfundinum var rakin fjöl-
breytt starfsemi félagsins sl. ár,
og kosið í stjórn. Guðríður Ólafs-
dóttir, vararitari, gaf ekki kost á
sér til endurkjörs, og skipa stjórn-
ina nú: Rafn Benediktsson, for-
maður, Sigurrós Sigurjónsdóttir,
varaformaður, Ragnar Sigurðs-
son, gjaldkeri, Jóhann P. Sveins-
son, ritari og Sunneva Þrándar-
dottir, vararitari. Einnig var kosið
í varastjórn.
MYNDAMÓTHF.
PRENTMYNOAGERÐ
ADALSTRETI • SÍMAR: 17192- 17355