Morgunblaðið - 15.03.1981, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 15.03.1981, Qupperneq 26
\ 26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981 Nlyndllst eftir BRAGA ÁSGEIRSSON Það telst fátítt, að sýningar komi undirrituðum svo mjög á óvart og sýning sú, er um þessar mundir og fram að páskum, stend- ur yfir að Kjarvalsstöðum. Hér er um að ræða verk nokkurra mynd- listarmanna er þeim hjónum Grethe Harne og Ragnari Ás- geirssyni áskotnaðist um dagana. Aðallega söfnuðu þau hjónin myndum eftir Jóhannes Kjarval enda tengdist Ragnar vináttu- böndum við hann á unga aldri og mun hafa haft mikla trú á hæfi- leikum hans frá öndverðu. Inn í myndina koma einnig allmörg verk eftir Gunnlaug Scheving og Höskuld Björnsson, þrjár myndir eftir Guðmund frá Miðdal, allar mjög mistækur í listsköpun sinni, en myndir hans eru hlýjar og innilegar líkt og maðurinn sjálfur kom mér fyrir sjónir, svo sjaldan sem hann varð á vegi mínum. Höskuldur mun hafa verið heilsu- tæpur og það kom fram í myndum hans m.a. í óþarfa varkárni og vantrú á eigin getu, — eða svo kom mér það fyrir sjónir. Hlutur Gunnlaugs Schevings er merkilegur því að hér kemur það fram sem ég vissi ekki áður, að hann hefur um skeið verið undir sterkum áhrifum frá norsku mál- urunum Ludvig Karsten og Ekivard Munch. Um áhrif Christi- an Krogh og franska málarans Bastien Lepage vissi ég áður, en eitt er hér mikilvægast og það er, að Gunnlaugur þróaði sinn eigin stíl er fram liðu stundir svo sem' fram kemur á sýningunni. Mynd Ásgrims Jónssonar „Frá Hornafirði" er gullfalleg í fersk- leika sinum og fleiri ágætar myndir eru eftir hann. Myndir Guðmundar Einarssonar frá Mið- dal eru lítið frábrugðnar því sem maður þekkir frá hans hálfu og gerðar í Þýskalandi árið 1923, ein mynd eftir Grétu Björnsson, tvær myndir eftir danann Johannes Larsen og ein málmstunga eftir sjálfan Rembrandt, sem frú Grethe Harne kom með í búið. Ég kann lítið frá þeim hjónum að segja umfram það er þegar hefur komið fram í fjölmiðlum. Þekkti þau ekki persónulega, en mér var oft sagt frá Ragnari og miklu safni hans af myndverkum nokkurra listamanna. Svo merki- lega vill tii að mér áskotnaðist fyrir rúmu ári lítil mynd úr safninu eftir Kjarval, gerð á safni í Róm árið 1923 og er af guðsmóð- urinni með barnið. — Aldrei datt mér í hug að safn þeirra hjóna væri jafn merkilegt og fram hefur komið, og raunar hámenningarlegt á allan hátt. Væri mikill skaði ef ekki yrði tekin saman bók um þetta ein- stæða safn því að hún yrði gull- falleg heimild um þessa listamenn og jafnframt fagur minnisvarði um þau hjónin. — Frá mynd af þeim hjónum í sýningarskrá, sem mér hefur orðið starsýnt á, stafar fágæt heiðríkja og innileiki, einhver óútskýranleg samsemd, nánd, friður og um- byggja — líkt og flesta innst inni dreymir um lífsförunaut og fé- laga, hvað sem nútímalegri út- hverfu og kennisetningum líður. Hér var ekkert venjulegt fólk á ferð og það er líkast sem að sá hugblær streymi frá myndinni, að það hlyti að marka djúp spor á lífsleið sinni yrði auðnan þeim hliðholl um langlífi og góða heilsu. En hér er verið að segja frá myndasafni hjónanna en ekki þeim sjálfum, listamönnunum er í hlut eiga og myndum þeirra. Að fara að tíunda sýninguna í heild og minnast á hrifmikil verk yrði mikið lesmál enda uppgötvar maður eitthvað nýtt við hverja heimsókn og það er sama hve oft maður lítur þangað inn. Gesturinn heldur jafnan ríkari á brott. Ekki hef ég áður séð betra samsafn mynda eftir Höskuld Björnsson og þykir mér það koma vel fram sem ég hefi drepið á áður, að hér var og er um vanmetinn listamann að ræða. Höskuldur var vatnslitamynd Grétu Björnsson frá 1935 ber glögg einkenni lista- konunnar. Tréristur Johannes Larsen (frá 1930), sem nefndur hefur verið „mesti fuglamynda- málari á Norðurlöndum" eru ein- staklega fallegar og vel útfærðar. Málmstungumynd (radering) Rembrandts stendur fyrir sínu svo sem vænta má og er skemmti- legt innlegg í þetta safn. — Á sýningunni eru sýnd bréf og bækur er fjaila um samskipti Ragnars við suma listamennina en þó aðallega Höskuld og Kjarval, en svo eru þar einnig bréf frá Einari Jónssyni myndhöggvara og Johannes Larsen. Jólakort Hösk- ulds til Ragnars eru mettuð skreytikenndri sköpunargleði og innileika og hlýtur það að vera einstök tilfinning að fá slíkar gersemar frá myndlistarmönnum. Myndir Jóhannesar Kjarvals eru langsamlega fyrirferðarmest- ar á sýningunni og margar hrein- ustu perlur. Margt kemur hér nýtt fram, er maður hefur ekki séð áður né vitað um t.d. áhrif frá Cézanne í einni lítilli blárri mynd ,Undirheimar“ (87). Þá staðfestir sýningin, að Kjarval var mestur snillingur islenzkur er haldið hef- ur á rauðkrít, stemmningarnar er hann framkallar með þessum erf- iða tjámiðli eru oft með ólíkindum magnaðar. Á sýningunni kemur einnig fram hin ótrúlega breidd í list og myndhugsun þessa mikla „artista" íslenzkrar myndlistar og gefur hún þó hvergi tæmandi hugmynd hér um, — myndskáld er sannarlega réttnefni á þessum listamanni. Hér kemur það svo fallega fram, sem Matisse sagði eitt sinn: „að hin teiknandi hönd væri framlenging sálarinnar". Bréf Kjarvals vekja upp for- vitnilegar spurningar og djúpar hugleiðingar. — Hver var þessi maður, Jóhannes Sveinsson Kjarval eiginlega í raun réttu? Það væri tvímælalaust mikið verk og vandasamt að sálgreina per- sónu hans. Skyldu nokkrir núlif- andi vinir hans geta skilgreint manninn rétt? Ekki veit ég það, en hitt er ég jafn fullviss um, og það er, að fæstir gerðu og gera sér grein fyrir því hver Kjarval var í Höskuldur Björnsson: „Bliki“ 1942 Guðmundur Einarsson frá Miðdal: „Hrafnaþing“ 1923 innsta eðli sínu. Hann var vísast ekki sá, sem hann vildi, að aðrir héldu hann vera. Menn vita að hann var áhrifamikill leikari til orðs og æðis. Líkja má atferli hans og hegðan frá degi til dags við það sem nýlistamenn nefna gjörninga í dag. En þetta var allt svo miklu stórbrotnara hjá Kjarval, frum- legra, upprunalegra. Hann var enginn sendifulltrúi erlendra kenninga í hegðan sinni, en hann hefði getað troðið upp í hið óendanlega með þá frumlegustu og mögnuðustu gjörninga er hægt er að giska á og framkalla í huga sér. Þeir, sem þekktu Kjarval best og voru samferðamenn hans frá fyrstu tíð, svo sem Guðbrandur Magnússon og Ragnar Ásgeirsson, eru báðir horfnir og þó þeir væru ofar moldu í dag væri vafasamt að þeir fengjust til þess að segja frá hinum rétta og slétta Kjarval. Frekar að þeir hefðu ýtt enn frekar undir goðsögnina. Gömlu bréfin Kjarvals segja okkur, að hér hafi verið á ferð mjög heilbrigður og eðlilegur maður, gæddur ríku ímyndunar- afli og fágætu skopskyni. Hann var vel ritfær og hafði gaman af að bregða á leik í málfari, — bréfin geisla af metnaði og lífs- þorsta og stórhuga ungmennis er þorði að takast á við mikla hluti, — setja markið hátt. Listamenn eru yfirleitt ákaflega eðlilegir menn en í mörgum tilvik- um opinskárri og hleypidómalaus- ari, — það gerir starf þeirra eðlilega, svo og hin opnu sam- skipti við mannfólk og náttúru. Þeir þurfa á mikilli þekkingu að halda á öllum hlutum til þess að vera yfirleitt færir um að miðla og skapa. Nú ætla ég mér hreint ekki þá dul, að svipta goðsögninni af Kjarval, hann er og verður ná- kvæmlega jafn stór og í raun miklu stærri en í ljós kemur og hann var mjög andlega heilbrigð- ur maður en með fjölþætta hæfi- leika, m.a. hæfileikann til að gera sig skrítinn og furðulegan í augum fólks, sem oft var þó einungis þörf hans á tilbreytingu í grámósku og andleysi hvunndagsins. Spurning- in er hvort hann hafi máski smám saman samsamast þessum leik- araskap sínum ... Hvernig skyldu íslendingar hafa tekið þessum manni ef hann hefði ekki verið snillingur í því að vekja á sér athygli með ótal kostulegum uppátækjum, — greinum í dag- blöðum sem fæstir skildu en allir lásu sér til gamans og hentu á lofti. í gegnum þessa gjörninga sína var hann orðinn óumdeilan- legur furðufugl og meistari meist- aranna í íslenzku málverki í hug- um almennings án þess að fólk gerði sér neina rellu út af því, hvað málaralist eiginlega væri í eðli sínu. Hefði fólk tekið þessum manni jafn vel á ferðalögum hans um landið ef hann hefði ekki vakið forvitni þess og samúð um leið. Var ekki hegðan hans í ætt við flakkarana og farandskáldin, eins og þau gerðust skemmtilegust? Kjarval vissi sig standa á mörkum gamals og nýs tíma, að mikil teikn væru í lofti og að í hönd færu tímar framfara og tæknibyltinga í mannheimi, — og þurfti hér enga getspeki né forvitri til. Þeir myndlistarmenn, sem ekki voru gæddir þessum leikrænu hæfileikum Kjarvals kusu að hasla sér völl erlendis. Ásgrímur var gulltryggður frá upphafi sem fyrsti brautryðjandinn. Kjarval kaus þó að hasla sér völl í heimalandi sínu þótt hann þyrfti að berjast með öllum tiltækum ráðum og meðulum fyrir tilvist sinni. Jóhannes Kjarval reit ekki ein- ungis munaðarfull og skemmtileg bréf heldur sendi hann einnig greinar heim og langar mig til að birta útdrátt úr einni er birtist í ísafold þánn 8. apríl 1916 27. tbl. bls. 2. Fjallar hún um mikla sýningu á norskri málaralist á Charlottenborg í Kaupmannahöfn (529 verk) sama ár.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.