Morgunblaðið - 15.03.1981, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. MARZ 1981
31
Framleiðir ýmsa leirmuni
úr hollenskum jarðleir
Hveraiíerði 10. marz.
í HVERAGERÐI er starfrækt
keramikverkstæði ok er það til
húsa í björtu og gódu húsnæði að
Austurmörk 4, fyrsta húsinu,
sem verður á vegi manns, þegar
ekið er inn i Hveragerði.
Eigandi leirkeragerðarinnar er
Aldís Bára Einarsdóttir. Ég lagði
leið mína til hennar á verkstæðið
og bað hana segja mér svolítið frá
sjálfri sér og starfinu. Hún tók því
vinsamlega og sagði:
— Ég er Reykvíkingur að ætt og
uppruna, en fluttist 2 ára til
ísafjarðar og ólst þar upp. Ég
byrjaði að vinna við leirkeragerð
1971 undir handleiðslu Þjóðverj-
ans Gerhard Schwarz, sem nú er
fluttur til Danmerkur og hef ég
tvívegis unnið hjá honum um tíma
á verkstæði hans þar.
Eigið fyrirtæki stofnaði ég í
Ár fatlaðra:
Kvöldfundur hjá
Hvítabandskonum
HVÍTABANDSKONUR halda
fund næstkomandi þriðjudag kl.
19.30 að Hallveigarstöðum í
Reykjavík. Sjávarréttir verða á
borðum, en fundurinn er tileink-
aður „Ari fatlaðra". Mun Hervör
Jónasdóttir flytja þar erindi um
málefni fatlaðra.
Kosið í Líf
og land
Á AÐALFUNDI Lífs og lands
sem haldinn var fimmtudaginn
26. febrúar sl. í Lögbergi voru
kosningar. Voru kosnir tveir
stjórnarmenn svo og félagar i
allar stjórnarnefndir.
Úr stjórn gengu Bjarki Jóhann-
esson, arkitekt og Tómas Ingi
Olrich, konrektor og í þeirra stað
voru kosnar Þóra Kristjánsdóttir,
listráðunautur og Magdalena
Schram.
Formaður framkvæmdanefndar
Lífs og lands var kosinn Þórður
Sverrisson, viðskiptafræðingur,
formaður fjölmiðlanefndar Helga
Torberg, leikari og formaður fjár-
öflunarnefndar Valgerður Bjarna-
dóttir, viðskiptafræðingur. Á að-
alfundinum voru samþykktar
margvíslegar breytingar á félags-
lögum; m.a. var samþykkt að
koma á fót sérstöku trúnaðar-
mannaráði er verði framvegis
tengiliður samtakanna við lands-
byggðina.
Aðalfundur
Hvítabandsins
AÐALFUNDUR Hvitabandsins
var haldinn nýlega að Hallveig-
arstöðum í Reykjavík. Formaður
félagsins gerði þá grein fyrir
störfum þess á liðnu starfstíma-
bili og kom þar m.a. fram. að
félagið hélt sjö félagsfundi á
síðastliðnu ári, auk stjórnar-
funda og vinnustaðafunda.
I tilefni 85 ára afmælis félags-
ins, 17. febrúar á síðasta ári, gaf
félagið Heyrnar- og talmeinastöð
íslands smásjá til nákvæmrar
sjúkdómsgreiningar á heyrnar-
sjúkdómum og sjúkdómum í radd-
böndum.
Félagskonur Hvítabandsins eru
nú rúmlega 80 að tölu og stjórnina
skipa: Arndís M. Þórðardóttir,
formaður, Ruth Fjeldsted, vara-
formaður, Unnur F. Jóhannesdótt-
ir, gjaldkeri, Kristín M. Gísladótt-
ir, ritari og meðstjórnendur: Sig-
ríður Sumarliðadóttir, Sigrún A.
Sigurðardóttir og Steinunn Þórð-
ardóttir.
Reykjavík fyrir um 5 til 6 árum,
var síðan í Kópavogi um tíma, en
flutti hingað í Hveragerði í októ-
ber 1979 og uni mér vel, rólegheit-
in hér eiga vel við mig. Ég vinn úr
hollenskum jarðleir og glerungum,
sem ég blanda sjálf. Framleiðsl-
una sel ég í Blómastofu Friðfinns,
Blómahöllina í Kópavogi og í
blómabúðina Dögg í Hafnarfirði.
Mér hefur boðist markaður í
Glasgow og mun kanna þá mögu-
leika betur í vor. Ég framleiði
margs konar leirvörur, t.d. spari-
grísi í 3 stærðum, margar gerðir
af blómavösum og pottum, alls
kyns borðbúnað, svo sem tesett..
vínsett, súpuskálar og desertsett
og afmælisdiska með árituðum
nöfnum. Til gamans má nefna að
ég gerði alla leirmuni í veitinga-
staðinn „Hver-inn“ í Hveragerði,
ljósakrónur, borðljósker, blóma-
potta og öskubakka.
Þetta er skemmtilegt starf,
sagði Aldís Bára að lokum, en
meðan ég spjallaði við hana sat
hún við rennibekkinn og blóma-
pottarnir komu eins og fyrir
hreinasta galdur hver öðrum fal-
legri úr höndunum á henni. Aldís
Bára er gift Páli Rúnari Elíssyni
og eiga þau eina dóttur.
Sigrún
Aldís Bára Einarsdóttir við
vinnu sína á leirmunaverkstæði
sinu.
Skemmti- og
kynningarkvöld
lífeyrisþega
SAMBAND lífeyrisþega ríkis og
bæja heldur fyrsta skemmtifund
sinn í Súlnasal Hótel Sögu klukk-
an 15—18 þriðjudaginn 17. marz.
Þarna verða kaffiveitingar og
skemmtiatriði. Það er von stjórn-
arinnar að félagar fjölmenni og
taki með sér maka. Húsið verður
opnað klukkan 14.15.
AHa.VSISOASIMINN Klt:
22480 03
Blorjjunhlnhih
L)ó«ni. Sigrrún
HRBKT
- o^ófærið núna, að eignast
„^mrbvsWg ? Bræðraborgarstig ^ ^ betur . ^
sun w*.'=.kaT á Bræorauoi6—o * betiir.
RenndU 1 og^u þér þetta emstaka boð,
Bræðraborgarstíg 1 -Simi 20080- (Gengió inn frá Vesturgötu)