Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 3 Afgreiðsla málsins frámunalega f autaleg — segir Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir um synjun meirihluta borgarráðs um við- ræður við Sókn um leiðréttingu launa Slökkviliðsmenn í Vestmannaeyjum brugðu hart við er eldur kom upp í ibúðarhúsinu Lyngíelli oj? tókst þeim að ráða niðurlögum hans á skömmum tima. Ljósmynd: SiKurxeir Hjón með fjögur börn sakaði ekki ELDUR kom upp í íbúðarhúsinu að LynKfelli í Vestmannaeyjum um klukkan 02.40 aðfaranótt miðvikudaKsins. Hjón með fjrtKur börn voru i húsinu, en þau komust ómeidd út. Eldurinn kom upp i baðherberjri en náði ekki að breiðast verulega út vegna þess að húsbóndinn, Guðni Svan Sig- urðsson. náði að loka ölium hurðum og hefta þannig út- breiðslu hans. Tjón af völdum eldsins var ekki verulegt, en talsvert af völdum reyks og sóts. Slökkvistarf gekk vel þrátt fyrir að 12 vindstig væru af austri og munaði því miklu hve fljótt slökkviliðið kom á staðinn. Rafmagn fór af húsinu, en í gær vann Guðni Svan að því að koma rafmagni á hænsnabú sitt, en hann er með um 2.000 hænsn og mun þau ekki hafa sakað. Hjúkrunarfélag íslands undirbýr úrsögn úr BSRB „MEÐ ÞESSARI synjun sinni mismunar borgarráð greinilega starfsfólki borgarinnar eftir því í hvaða stéttarfélagi það er og mér finnst afgreiðsla þessa máls frámunalega fautaleg; að ekki sé hægt að tilkynna okkur þetta öðruvísi en í gegn um blöðin finnst mér einstaklega kaldrana- legt,“ sagði Aðalheiður Bjarn- freðsdóttir, formaður starfs- mannafélagsins Sóknar er Morg- unblaöió ranidi við hana um Tónleikar: Dorriet Kavanna í Gamla bíói DORRIET Kavanna, sópransöng- kona, heldur tónleika í Gamla biói i kvöld kl. 19.00 með aðstoð Ólafs Vignis Albertssonar, sem annast píanóundirleik. Dorriet Kavanna er fædd í Barcel- ona á Spáni. Hún er amerískur ríkisborgari en býr á Ítaiíu. Kavanna lauk námi frá Tulane-háskólanum í New York svo og leiklistarskólanum Neighbourhood Playhouse og Man- hattan-tónlistarskólanum sem einnig eru í New York. Eftir átta ára feril sem leikkona í amerískum leikhúsum, sjónvarpi og kvikmyndum, tók hún að leggja stund á söng sem aðallistgrein. Hún stund- Dorrlet Kavanna aði söngnám m.a. hjá Ascencion Capella á Spáni, Carolina Serera í New York og Maestro Ettore Campo- galliani á Ítalíu. Kavanna hefur unnið til fyrstu verðlauna í alþjóðasöngkeppnum á Spáni og á Italíu. Hún mun syngja á næsta leikári í óperum, s.s. Coq d’Or eftir Rimsky Korsakov í Venice- leikhúsinu í Feneyjum og Hamlet eftir Ambrosi Thomas í Filarmonice- leikhúsinu í Verona. Skákmótið í Tallin: Jafntefli og tap hjá Margeiri MARGEIR Pétursson gerði jafn- tefli við Sovétmanninn Gufeld. alþjóðlegan stórmeistara i 14. umferð alþjóðlega skákmótsins i Tallinn í Eistlandi. í 13. umferð tapaði hann hinsvegar fyrir ungverska stórmeistaranum Barczay eftir að hafa haft yfir- höndina um tima, en varð að gefa skákina eftir að hafa lcikið af sér i timahraki. Þegar ein umferð er eftir á mótinu er Margeir í 8. sæti með 7 vinninga. Gipslis og Tal eru nú efstir með 9 vinninga hvor, Gufeld er annar með 8 vinninga, Nei og Flacnik í 4. og 5. sæti með 7,5 vinninga og biðskák, Bagirov er í 6. sæti með 7,5 vinninga, Bronstein í 7. með 7 vin.iinga og 2 biðskákir og Mar- geir í 8. með 7 vinninga. viðbrögð meirihluta borgarráðs við ósk Sóknar um viðræður um samsvarandi launahækkanir og aðrir starfshópar borgarinnar hafa þegar fengið. „Mér finnst það líka einkenni- legt,“ sagði Aðalheiður, „að meiri- hluti borgarráðs skuli hafa kúvent svo gjösamlega síðan hann var í minnihluta, þá var þetta sama fólk stöðugt með kröfur um kaup- hækkanir til þeirra lægstlaunuðu. Ég vil taka það fram að ég er ekki að telja eftir þessa 2% hækkun, sem BSRB hefur þegar fengið, það fólk sem er á beinum kauptöxtum í lægstu flokkunum hefur tæplega mannsæmandi kaup og því veitir ekki af hækkun, en mér finnst einkennilegt að þeir, sem hærri laun hafa, skuli hafa fengið 6% hækkun. Mér finnst rök meirihlut- ans fyrir synjuninni í meira laga vafasöm, það hlýtur að teljast eðlilegt að við, sem vinnum við hlið starfsmanna ríkis og bæja, fáum sömu laun og þeir og þá er rétt að benda á það að þessi hækkun til BSRB kom á miðju samningstímabili bandalagsins, svo allar hugmyndir um að ekki beri að hækka laun á slíkum tíma hafa þegar verið gerðar ómerkar af borgaryfirvöldum sjálfum. Ég vil að lokum taka það fram að málinu er ekki lokið, við bíðum átekta eftir viðbrögðum borgar- stjórnar og fjármálaráðuneytis- ins, sem enn hefur ekki séð ástæðu til að neita okkur um viðræður." TILLAGA um að Hjúkrunarfélag íslands undirbúi úrsögn úr BSRB liggur fyrir fulltrúafundi félagsins, sem hefst í dag og mun þessi tillaga fram komin vegna verulcgrar óánægju hjúkrunar- fræðinga. sem telja sig hafa dregizt mjög aftur úr hvað laun varðar miðað við aðrar heilbrigð- isstéttir. Tillagan er komin frá Reykja- víkurdeild HFÍ og er svo hljóð- andi: „Fulltrúafundur HFÍ, haldinn dagana 26. til 27. marz 1981, samþykkir að kosin verði 5 manna nefnd til að kanna möguleika á úrsögn HFI úr Bandalagi starfs- manna ríkis og bæja.“ Tillögunni fylgir greingerð þar sem segir meðal annars að til- gangur hennar sé að kannað verði hvaða áhrif það hefði fyrir HFÍ að segja sig úr BSRB og ennfremur með hvaða hætti úrsögnin gæti átt sér stað. Ennfremur mun liggja fyrir fundinum tillaga um að HFÍ segi sig úr Bandalagi íslenzkra kvenna. Kaupmáttarþróun síðustu missera ÁSGARÐUR, 2. tölublað 30. ár- gangs er komió út og ritar þar Björn Arnórsson, hagfræðingur Bandalags starfsmanna rikis og bæja, grein, sem nefnist „Kaup- máttarþróun frá des. '77 — febr. ’81“ og birtir með línurit yfir þróunina frá því í desemher 1977 miðað við tvo launaflokka, 5.-6. launaflokk og 13. launaflokk. í Ásgarði er linuritið prentað með lit og er þar 13. launaflokkur prentaður með rauðu. Hér i Morgunblaðinu er því miður ekki unnt að birta línuritið i lit, en 13. flokkurinn er neðri linan i ritinu. Björn segir í greininni: „Yfirlit yfir þróun kaupmáttar launa hafa verið birt reglubundið í Ásgarði. Viðfangsefni þetta má nálgast á ýmsa vegu og höfum við nú valið að sýna þróun kaupmáttar launa þeirra, sem voru í efsta þrepi 5. og 13. launaflokks í desember 1977 og hafa ekki fengið launaflokkshækk- anir umfram það, sem segir í aðalkjarasamningi (starfsmaður í 5. lfl. hækkar í 6. lfl. eftir tveggja ára starf skv. síðasta aðalkjara- samningi). Desember 1977 er valinn sem grunnur, því að hækkanirnar frá júlí-desembcr komu mjög misjafnt á launaflokkana og hefði því myndin yfir þetta tímabil algjör- lega ráðist af því, hvaða launa- flokkar hefðu verið valdir til um- fjöllunar. Þá var kaupmáttur hvað mestur í desembermánuði. Ef við lítum á meðfylgjandi línurit, sjáum við, að mjög hefur hallað undan fæti, en kaupmáttur- inn í febrúar 1981 er rúmlega 12% minni en í desember 1977 hjá þeim, sem voru í 5. lfl. og tæplega 17% minni í 13. lfl. Rýrnunin heldur síðan áfram í marsmánuði, en þegar þetta er skrifað liggja ekki fyrir upplýsingar um framfærslu- vísitöluna í marsmánuði. Um kjaraskerðinguna 1. mars var hins vegar fjallað í siðasta tölublaði Ásgarðs. Línuritið endurspeglar einnig jafnlaunastefnu BSRB, þar sem skerðingin hefur ekki verið eins mikil hjá láglaunafólkinu og þeim, sem betur eru settir. Athyglisvert er að sjá í línurit- inu afleiðingar þess, að vísitölu- bætur eru ekki greiddar nema á þriggja mánuða fresti, en þeir mánuðir eru merktir sérstaklega inn á línuritið. Þar stekkur kaup- mátturinn upp, en fellur þess á milli og sveiflast kaupmátturinn um fleiri prósentustig á þessum þriggja mánaða tímabilum. Rétter að lokum að geta þess, að inn í þessa mynd koma ekki veigamikil atriði eins og t.d. áhrif vaxtahækkana á kaupgetu hús- byggjenda, breytingar á sköttum eða áhrif mikilsverðra félagslegra ávinninga, sem unnist hafa á þessu tímabili. Hér er einvörðungu fjall- að um kauptaxta í hlutfalli við framfærsluvísitölu." o L J. 1*77 M A M J_ _J_ A _8_ 0_tL 1978 D J F M A M _J_ Á _S_ 1979 0_ N_D_ F M_A M J _J A 1980 _0_N_D _ J F 1981

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.