Morgunblaðið - 26.03.1981, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
7
Bílatorg auglýsir:
Volkswagen Pick-up, árgerö 1975.
Nýtt lakk. Allur nýyfirfar-
inn. Til sýnis og sölu hjá
Bílatorgi,
sími 13630,
á horni Borgartúns og
Nóatúns.
■liMl
Aðalfundur
Aöalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavík-
ur veröur haldinn aö Hótel Esju í kvöld,
fimmtudaginn 26. marz kl. 20.30. Dagskrá
samkvæmt félagslögum.
Verzlunarmannafélag Reykja víkur.
HCybernet Micro200
Verö kr.
14.327,
200 RMS wött
Fjarstýring
„*Pjrógram“ minni
c'«': segulbandi
BENCO
Bolholti 4, sími 91-21945 / 84077
Tómas í
útvarpinu
Á fimmtudaKskvöld i
síöustu viku var flutt í
hljóðvarpi viötal við
Tómas Árnason. við-
skiptaráðherra, i tilefni
af Kagnrýni, sem fram
hafði komið hjá Davíð
Sch. Thorsteinssyni á
ársþingi iðnrekenda.
Tómas hafði að sjálf-
sögðu ýmislegt við rœðu
Davíðs að athuga og
notaði jafnvel stór orð i
þvi samhandi. t þessu
viðtali við Tómas Árna-
son, viðskiptaráðherra,
kom þó ekkert athyglis-
vert fram. Hitt er eftir-
tektarvert, að viðtalið
var tekið upp áður en
Davíð Sch. flutti ræðu
sina. viðskiptaráðherra
hafði ekki fengið hana
afhenta, áður en viðtalið
fór fram. en engu að
siður taldi ráðherrann
sér fært að fjalla um
ræðuna áður en hún var
flutt og áður en hann
vissi hver boðskapur
formanns FÍI var. Tóm-
asi Árnasyni er margt
til lista lagt, það má nú
segja!
Finnbogi
og Svavar
Þjóðviljinn birti sl.
laugardag viðtal við
Finnboga Hermannsson.
varaþingmann Fram-
sóknarflokksins i Vest-
fjarðakjördæmi, i tilefni
af staðhæfingum hans,
um að „leynisamningur-
inn“ sé til. 1 viðtali þessu
segir Finnbogi Her-
mannsson: „Ég vil hins
vegar bæta því við, að
mér finnst ráðherrar AI-
þýðubandalagsins af-
skaplega linir 1 varn-
armáium. Svavar Gests-
son hefur til dæmis látið
að því liggja. að bygging
flugskýlanna geti flokk-
ast undir eðlilegt við-
hald. Þetta borðhald átti
sér stað i Fréttabréfi
miðstjórnar Alþýðu-
bandalagsins. Það er þvi
þegar búið að éta þessi 3
flugskýli.“
Þeir Þjóðviljamenn
hafa hrokkið iíla við
vegna þessara ummæla
Finnboga Hermannsson-
ar og er bersýnilegt. að
þeir þora ekki að birta
þau nema gefa Svavari
Tómas Árnason
Gestssyni kost á þvi að
svara fyrir sig 1 sama
blaði! Svavar segir: „Mér
skilst að Finnbogi sé i
þessu viðtali að reyna að
drepa málinu á dreif
með svigurmælum um
ráðherra Alþýðubanda-
lagsins og er það ekki i
fyrsta sinn, sem menn
reyna að hefna þess í
héraði, sem hallast á á
Alþingi. Afstaða Al-
þýðubandalagsins i þess-
um efnum hefur komið
mjög skýrt fram. m.a. í
viðtali. sem Þjóðviljinn
átti við mig fyrir nokkr-
um dögum Ég hirði þess
vegna ekki um að elta
ólar við ummæli Finn-
boga Ilermannssonar.
Hann virðist nú vera að
átta sig betur en áður á
þeim flokki. sem hann
hefur lagt lag sitt við,
Framsóknarflokknum.
og er það fagnaöarefni.
Hann gæti kannske á
grundvelli þeirrar
reynslu kvatt dyra á ný
hjá sinum gamla flokki.
Ég fullyrði. að þrátt
fyrir allt yrði hann boð-
inn velkominn.“
Þessi texti allur vckur
upp þrjár spurningar: í
fyrsta lagi vaknar sú
spurning, af hverju
Þjóðviljinn birtir þetta
viðtal við Svavar Gests-
son úr þvi að hann
„hirðir ekki um að elta
ólar við ummæli Finn-
boga IIermannssonar“. í
oðru lagi er ástæða til að
beina þeirri fyrirspurn
Svavar Gestsson
til Steingrims Her-
mannssonar. hvort hann
ætli að sitja þegjandi
undir þvi, að samráð-
herra hans og samstarfs-
maður i rikisstjórninni
reyni að „stinga undan“
honum heilum varaþing-
manni og tæla hann yfir
1 Alþýðubandalagið. í
þriðja lagi vaknar sú
spurning. hvernig á þvi
stendur, að Finnbogi
Hermannsson fær sent
Fréttabréf miðstjórnar
Alþýðubandalagsins.
Það skvldi þó aldrei
vera, að hann sé útsend-
ari kommúnista i Fram-
sóknarflokknum?
Hógværð
Ólafs
Ragnars
Hógværð Ólafs Ragn-
ars er við brugðið. Eins
og allir vita er hann einn
hæglátasti þingmaður
Alþýðubandalagsins.
lætur lítið yfir sér og
framkoma hans Oll ein-
kennist af hæversku.
Þessi hógværð kom vel i
ljós fyrir nokkrum vik-
um, þegar þingmaður-
inn var staddur á flug-
vellinum i Giasgow á leiö
til Lundúna, en komst
ekki áfram með áætlun-
arflugvél af sérstökum
ástæðum. f hógværð
sinni vakti hann athygli
starfsmanna Flugieiða í
Glasgow á þvi, að hann
Olafur Ragnar
væri „formaður sam-
göngunefndar Alþingis“
og fór fram á það af
litillæti sinu að verða
fluttur i litilli einkavél
til Lundúna. Að sjálf-
sögðu var orðið við þess-
um hógværu óskum
þingmannsins og flaug
hann ásamt nokkrum
oðrum til Lundúna með
þeim hætti. Ilæverska
Olafs Ragnars kemur
enn fram i ummælum
hans í viðtali við Morg-
unblaðið sl. þriðjudag.
Þar gefur hann eftirfar-
andi skýringu á þvi,
hvers vegna alþýðuband-
alagsmenn hafi ekki
opnað munninn i um-
ræðum á Alþingi á dög-
unum um leynisamning-
inn: „... ástæða þess. að
Alþýðuhandalagið hefði
ekki tekið þátt i umræð-
unum, væri sú. að „þa r
voru fyrir neðan okkar
standard“, eins og þing-
maðurinn orðaði það.
Ilann var þá spurður.
hvort rétt væri skilið, að
umræður á Alþingi ís-
lendinga væru stundum
fyrir neðan virðingu
Álþýðubandalagsins.
„Já. yfirleitt þa‘r umrasV
ur er stjórnarandstaðan
stendur fyrir,“ svaraði
Ólafur ...“
Það fer ekki á milli
mála, að Ólafur Ragnar
Grimsson hefur tileink-
að sér þá hógværð og
þann „standard“ í opin-
beru lífi. sem hæfir
formanni þingflokks Al-
þýðubandalagsins.
Af valdamönnum
Tómas Árnason viöskiptaráöherra veitir Ríkisútvarpinu viötal um
ræöu, sem hann hefur ekki heyrt. Svavar Gestsson reynir aö stinga
varaþingmann undan samstarfsmanni sínum í ríkisstjórn, Steingrími
Hermannssyni. Ólafur Ragnar tekur upp nýjan „standard“ í
opinberu lífi.
As\ Guös 09
ábvrgb manns
Sjónvarpshugleiðingar og prédikanir eftir sr.
Pál Þórðarson.
Tilvalin
tækifæris- og
fermingargjöf
BÓKAVERZLUN
SIGFÚSAR
EYMUNDSSONAR
AUSTURSTRÆTI 18 Sími 18S80
1
VANTAR ÞIG VINNU (n)
VANTAR ÞIG FÓLK 2
ÞÚ ALGLÝSIR UM ALLT
LAND ÞEGAR ÞÚ AUG-
LÝSIR í MORGUNBLAÐINU