Morgunblaðið - 26.03.1981, Page 11

Morgunblaðið - 26.03.1981, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 11 Punktur, punktur, komma, strik: Kvikmyndatón- listin á plötu Nú i vikunni er væntanleK stór plata meó tónlistinni úr kvik- myndinni Punktur punktur komma strik. I*etta er það sem kalla má upprunalega hljóðrás myndarinnar, en útKáfa á sliku efni er nýmæli hér á landi, segir i frétt frá útgefanda. Myndin er gerð eftir bók Péturs Gunnars- sonar Punktur punktur komma strik, en tónlistina gerði Valgeir Guðjónsson. Margir af þekktustu tónlistar- mönnum landsins eru með á þessari plötu, þeirra á meðal eru Ásgeir Oskarsson, Þórður Árna- son, Tómas Tómasson, Jónas R. Jónasson, Egill Ólafsson, Diddú, Mike Pollock, Valgeir Guðjónsson, Sigurður Rúnar Jónsson og Vil- hjálmur Guðjónsson. Platan sem á eru fjórtán lög var tekin upp í Hljóðrita og Stúdíó Stemmu en Alfa sá um skurð og pressu. Útgefanöi er Svart á hvítu hf, Vesturgötu 3, Reykjavík. flug til nýs áfangastaðar á megin- landi Evrópu, til Amsterdam. Schipol-flugvöllur við Amsterdam er fjölfarinn og þaðan eru sam- göngur til margra landa. Ferðir hollenskra ferðamanna til íslands hafa aukist að undanförnu. Hollenska flugfélagið KLM hef- ir aðalumboð fyrir Flugleiðir í Sumaráætlun Flugleiða hefst 1. apríl í SL. VIKU var endanlega gengið frá sumaráætlun millilandaflugs Flugleiða en drög að áætluninni voru gefin út i október á síðasta ári. Margt veldur því að áætlanir millilandaflugs eru síðar. á ferð- inni i endanlegri gerð en áður var. Mikil óvissa ríkir á vissum leiðum og fer þar saman óvissa um fargjöld, eldsneytisverðhækk- anir, fjölda farþega og margt fleira. í millilandaáætlun Flugleiða sem hefst hinn 1. apríl nk. er gert ráð fyrir fjórum flugvélum, þ.e. tveim þotum af gerðinni DC-8-63 og tveim Boeing 727-þotum. Af þessum flugvélum eru þrjár í eigu Flugleiða þ.e. Boeing 727-200, Boeing 727-100 og DC-8-63. Aðra samskonar DC-8-63 flugvél munu Flugleiðir síðan taka á leigu. Þegar áætlunin hefur að fullu gengið í gildi verður ferðum hagað sem hér segir. Til New York verður flogið sex daga vikunnar. Til Chicago verður flogið á þriðju- dögum og fimmtudögum. Til Lux- emborgar verða átta ferðir í viku. Til Kaupmannahafnar verða níu ferðir í viku, þ.e. dagferðir alla daga og næturferðir miðvikudaga og fimmtudaga. Til Osló verða fjórar ferðir, flogið á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og laugardögum. Til Stokkhólms verða þrjár ferðir, á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Til Diisseldorf verða tvær ferðir i viku á laugardögum og sunnudög- um. Til Frankfurt verða sömuleið- is tvær ferðir, flogið á fimmtudög- um og sunnudögum. Til Parísar verður flogið á laugardögum. Til Amsterdam verður flogið á föstu- dögum. Lundúnaflugi verður þannig hagað að þangað verða fimm ferðir í viku á þriðjudögum, fimmtudögum, föstudögum, laug- ardögum og sunnudögum. Til Glasgow verða tvær ferðir þ.e. á mánudögum og föstudögum. Færeyjaflug verða tvo daga í viku. Beint frá Reykjavík á þriðju- dögum en með viðkomu á Egils- stöðum í báðum leiðum á laugar- dögum. Til Narssassuaq verður flogið á fimmtudögum en til Kulu- suk verður flogið fjórum sinnum í viku og samtals verða þangað fimmtíu flug með ferðamenn. Flogið verður á mánudögum, mið- vikudögum, fimmtudögum og föstudögum. j sambandi við flug til Kulusuk er boðið uppá ferðir til Angmagsalik og dvöl á hóteli þar. Milli Luxemborgar og Nassau á Bahamaeyjum verða tvær ferðir í viku frá Luxemborg á miðvikudög- um og sunnudögum. Flug til Amsterdam. Með þessari sumaráætlun hefst Hollandi, en auk þess starfrækir félagið eigin skrifstofu í Amster- dam. Þar munu farþegar félagsins verða aðstoðaðir eftir því sem þörf gerist. Nú er unnið að prentun sumar- áætlunar Flugleiða og verður hún tilbúin til afhendingar nk. fimmtudag. Frá Kynningardeild Flugleiða. éT. ~ - ~"AMAFtKAöl VILJA EIGNAST ÍBÚD EN RÁÐA EKKl VID ÚTBORGUNINA Þaö væri auöveldari leikur ef um verð- tryggingu væri að ræða í fasteignavið- skiptum. Útborgun getur lækkað, þegar eftirstöðvar eru verðtryggðar. Þannig verður greiðslubyrðin jafnari allan lánstímann. Og hægt að leyfa sér að gera raunhæfar áætlanir um fjár- hag fjölskyldunnar. Leitið upplýsinga. Látið starfsfólk okkar kanna möguleika ykkar með aðstoð tölvunnar. Þannig má finna fjölbreyttari leiðir. Fasteignamarkaöur «, RE?S^Kð™Mis2S Fjðrfestingarfélagsins hf (HÚS SPARISJÓÐSREYKJAVÍKUR) Lögfræöingur: Pétur Þór Sigurösson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.