Morgunblaðið - 26.03.1981, Síða 13

Morgunblaðið - 26.03.1981, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 13 Jón Einarsson, Saurbæ: Af bókum Einar Bcinteinsson: Stuðlamál — Kvæði. Hörpuútgáfan 1980. Það gerist nú fremur fátítt, að út komi góðar ljóðabækur, þó að alltaf séu þar einhverjar undan- tekningar. Meðal beztu ljóðabóka, sem út hafa komið á þessu ári, má tvímælalaust telja bókina Stuðla- mál eftir Einar Beinteinsson frá Draghálsi. Einar Beinteinsson var þriðji í röðinni af átta systkinum frá Grafardal, sem öll voru skáld- mælt og sum þekkt skáld. Einar ólst upp á fjallabæ inn til heiða, þar sem þjóðleg fræði og íslenzk menningararfleifð, ljóð, sögur og sagnir voru í heiðri höfð og þar sem honum var innrætt trú á Guð og fósturlandið, virðing og ást til ættjarðar sinnar og átthaga og til alls, sem lifir og andar. Þessi áhrif uppeldis og um- hverfis setja sterkan svip á ljóð hans og gefa þeim vængi og mátt. Yrkisefni hans eru mörg sótt í umhverfi hans og fegurð og yndi íslenzkrar náttúru. Ivaf þeirra og hinn djúpi og tæri undirtónn er ást hans á íslandi og fegurð og tign íslenzkrar náttúru. Ljóð hans eru tjáning úr tilfinningaríku og hlýju hjarta, söngur æskumanns sem elskar ættjörð sína og æsku- slóðir og leitar í sorg sinni og gleði í faðm náttúrunnar og á vit þess dulda máttar, er hann þekkti og unni sem barn. Sem dæmi um efni ljóðanna má nefna: fossinn, fjallið og gilið, vorið, vorkomu, vorboða og vor- draum, sumarkvöld, sólbráð og morgunsöng, en einnig yrkir hann um nóttina, veturinn og haustkul- ið. Þá er einnig að finna hugljúf kvæði um blóm og fugla, ekki sízt þröstinn og lóuna, sem „kveður lítið kvæði/ um kvöldsins helgu ró“, eins og komizt er að orði í einu ljóðanna. Öll eru þessi kvæði þrungin fegurð og hlýju og höfða til hins góða, bjarta og trausta í manninum og lífinu. Og skyldi það ekki einmitt vera einkenni góðra ljóða. Eitt bezta ljóð bókarinnar finnst mér kvæðið Dalabörn. Það er fullt af vizku og speki, ættjarð- arást, heilræðum og varnaðar- og eggjunarorðum til æskunnar. Hin- ir ungu eru hvattir til að fara varlega og til að leita ekki „langt yfir skammt að láni, sem oftast nær beið þeirra heima“. Og þeir eru eggjaðir til að elska land sitt og standa trúan vörð um þjóðerni sitt og tungu. Skulu hér birt þrjú erindi sem sýnishorn úr þessu ágæta og innblásna ljóði: En Kott á sú æska, sem Kunnreif ok hraust nú K^nKur á hólminn. er feðurnir víkja. «K erfir sitt þjoðríki þrælshaftalaust, en þeirra sé skommin er ættlandió svikja. Vér njótum þess sÍKurs, er seinunninn hlaust ef samhuKur mætti hjá þjód vorri rikja. —.Ei tjáir að sakast um feðranna feil, en fram skal nú halda, þvi ruddur er slóðinn, ok leyst er vor ættjðrð úr helKreipum heil ok hvað ætti fremur að kynda i oss móðinn. Hjá tvistraðri þjóð, sem i trúnni er veil, að takmarkið náist. er vandséður Kroðinn. Hin frjálsborna æska. sem áræðið hlaut að erfðum með vikinKsins funheita hlóði, <>K fóstruð við ættiandsins eldf jallaskaut við ylinn frá Kullaldar sðKum <>k Ijóði, nú fylki sér oruKK á framsóknarbraut. með feðranna dáðir i minninKasjóði. Auk þess sem að ofan greinir, er að finna í bókinni ýmiss konar tækifærisljóð og vísur, þar af sumar þjóðkunnar. Enn fremur eru nokkur söguljóð, þýðingar og rímur. Þar er meðal annars að finna rímur, sem skáldið hefur ort út frá efni Hrafnkelssögu og Gautrekssögu. Bera rímurnar sem og annar kveðskapur Einars vott um mikla hagmælsku og brag- arsnilli. Rímurnar eru ortar undir ýmsum bragarháttum og vitna glöggt um kunnáttu og leikni skáldsins í bragfræði. Þar er að finna ferskeytlur, hringhendur, langhendur, skammhendur, dverg- hendur, braghendur, hagkveðl- ingahátt o.fl. Einar Beinteinsson varð fyrir þeim þungu örlögum að missa heilsuna, er hann var enn á æskuskeiði og gekk aldrei heill til skógar eftir það. Frá árinu 1953 og til dauðadags 1978 dvaldist hann óslitið á sjúkrahælum og stofnun- um. Að bora ævilanKt opið sár er ofraun. sem fáir skilja. Þannig yrkir hann í kvæðinu Andvarp. Engan þarf að undra, að maður í hans sporum yrki svo. Vissulega bar hann opin sár. Þjáning hans hlaut að vera mikil og harmurinn djúpur. Þó gætir engrar beiskju í ljóðum hans, og strengir harms og sorgar eru þar sjaldan slegnir. Miklu fremur er slegið á strengi trúar og vonar, þrátt fyrir hjartasorg og hugar- harm. Til að varpa ljósi á það skulu að lokum birt nokkur erindi úr kvæðinu Raun: GenK éK með harm í huKa. hjartað vill sor^in bu^a. Leik éK mér þ<'> að Ijóði. Lausnarinn hjálpi mér KÓði. Guð hjálpi mér nú KÓður, Guð létti undir minn róður, leiði mÍK heilan að löndum lifsins á dýrðarströndum. Sál mina Jesú sÍKni. SorKarmótbyrinn lyKni. Hljómi himneskur kliður. Hjartanu veitist friður. Fram stefnir íley úr nausti í Frelsarans náð <>k trausti. Svifandi sexlum þöndum síkIt skal að dýrðarlöndum. Eftir að Einar Beinteinsson missti heilsuna, gat hann lítið ort. Eru því flest ljóð bókarinnar frá æskuárum hans. Arið 1954 kom út ljóðabókin Um dægur löng eftir Einar. Er sú bók fyrir löngu ófáanleg. Eru ljóð hennar því öll prentuð í hinni nýju bók ásamt flestu öðru, sem Einar orti. Bókin Stuðlamál er 160 bls. að stærð í góðu bandi. A fremri kápusíðu er mynd, sem höfundur málaði, en auk þess að vera gott skáld, var hann gæddur góðum málarahæfileikum og var lista- góður teiknari. — Á aftari kápu- síðu er mynd frá Draghálsi tekin 1952, eða um það leyti sem Einar varð að hverfa alfarinn úr sveit- inni sakir veikinda sinna. Ágætan formála að bókinni skrifar mágur höfundar, Jón Magnússon, bóndi og hreppstjóri á Hávarsstöðum í Leirársveit. Frá- gangur og prentun bókarinnar er í góðu lagi. Ég vil eindregið hvetja ljóða- unnendur og ljóðavini til að eign- ast þessa góðu bók, sem varpa mun birtu og hlýju inn í hug þeirra, sem hana lesa. Umræðufundur um kvennabókmenntir UMRÆÐUFUNDUR um kvenna bókmenntir verður haldin i stofu 301 Árnagarði, fimmtudaginn 26. mars kl. 20.30. Framsögumenn verða: Helga Kress, Ólafur Jónsson og Guð- bergur Bergsson. Rædd verður spurningin, hvort kvennabók- menntir hafi sérstöðu innan bók- menntafræðinnar. Á eftir fram- söguræðum verða almennar um- ræður. Allir sem áhuga hafa eru hvatt- ir til að mæta. Fréttatilkynning frá félagi bókmenntafrseðinema við Háskóla íslands. Nýkomin sending af hinum vinsælu LADA station, sem hentar hvort sem er sem ferðabíll, fjölskyIdubíII eða sem fyrirtækisbíll. Hann er fáanlegur í tveim útfærslum með 1200 sm3 vél eða 1500 sm3 og þá með vandaðri innréttingu. Pantið bílinn í dag áður en að hann selst upp rétt einu sinni. Síminn í söludeild er 31236. BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR Suöurlandsbraut 14, sími 38600 Söludeild 31236 i UÓSBmiNABMÓNUSTA Hraðari afigreiðsla - Lægra verð Röðun - Heftun Við höfum nú tekið í notkun nýja Ijósritunarvél, U-BIX 300, í Ijósritunarþjónustuna í verzluninni. Þessi nýja vél tekur 35 afrit á mínútu. Við getum nú boöið hraðari afgreiðslu og raöaö saman og heft ef þess er óskað. Venjulegt verð, minna magn: A-4 1,60 A-3, B-4 1,80 A-4, báöum megin 3,60 A-3, B-4 báðum megin 4,00 Enginn afsláttur veittur af Ijósritun báðum megin vegna of mikilla affalla. Löggildur 2,40 Löggildur báðum megin 5,00 Glærur 4,00 Magnverð þegar unniö er með U-BIX 300, aðeins öðrum megin á blaöið, raðaö og heft, (et þess er óskaðj: Verð pr. eintak A-4 A-3, B-4 30-99 eintök 1,15 1,35 100-249 eintök 0,90 1,10 250 og fleiri 0,80 1,00 Betri þjónusta - Lægra verð SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. + ^ Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.