Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
15
um skilningi eru það þess í stað
þeir sem grunaðir eru í fíkni-
efnamálum sem oft á tíðum
segja til um vini sína, þar eð
samvinna við lögreglu er vænleg
til þess að dómur verði mildari
en ella. En þetta fyrirbæfi
menningarinnar hefur aukið
vinnuálag lögreglunnar, þar sem
líklegt má telja að sérhver hand-
taka geti af sér fjölda grunaðra.
Hið alvarlega ástand sem
leiddi til stofnunar fíkniefna-
dómstólsins hefur orðið ennþá
alvarlegra nýlega, þegar fregnir
fóru að berast af því að PCP
hefði skotið upp kollinum, en
talið er að það sé notað til að
dylja lélegt hass og gengur undir
heitinu „englaryk" í Bandaríkj-
unum. Bandarikjamenn hérlend-
is fuliyrða að ekki hafi á óyggj-
andi hátt verið sýnt fram á
tilvist PCP með efnafræðitil-
raunum, en embættismenn í
höfuðborg landsins, Reykjavík,
hafa miklar áhyggjur af fregn-
um um tilkomu þess. I nýlegri
blaðagrein sagði embættismaður
fíkniefnadeildar Rannsóknar-
lögreglu ríkisins (sem svipar til
FBI í Bandaríkjunum í stórum
dráttum) að hann væri „viss“ um
að PCP væri fyrir hendi á
íslandi og hefði verið um nokk-
urt skeið.
Aðrir þeir sem láta sig þessi
mál varða eru sammála um að
hin íslenska aðferð sem óneitan-
lega ber upplýst yfirbragð og
felst í því að framfylgja lögum á
þann sérstaka máta að leiði
örugglega til refsingar, þótt ekki
sé hún ströng, sé í besta falli til
þess gerð að hefta útbreiðslu
fíkniefna. Þeir telja vandamál
þetta vera svo þrálátt um heim
allan, að það sé tilgangslaust að
gera sér vonir um að hið smáa
Island sem til þessa hefur að
vísu verið næstum laust við
glæpi, geti losað sig við fíkniefni.
Að sjálfsögðu er vandinn hvergi
nærri eins mikill og í Bandaríkj-
unum, jafnvel þótt miðað sé við
fólksfjölda. En hversu lítið sem
er, telst allt of mikið hér í landi.
íslenzka sýningin í Danmörku
BLAÐINU hefur borist umsogn
úr Politiken um sýninguna „I)et
skære Lys“, sem efnt var til i
Danmorku i sambandi við opin-
bera heimsókn forseta íslands.
Þar skrifar Pierre Liibecker um
sýninguna. sem náði yfir riflega
hudrað verk 17 málara og 2ja
myndhöggvara þeirra Sigurjóns
Ólafssonar og Guðmundar Bcne-
diktssonar, verk sem orðið hafa
til frá 1913—1980. Hann segir:
mörgum á óvart, sem eru listelskir
og þekkja til norrænnar listar á
þessari öld, að málverk og högg-
myndir Islands hafa sveiflast sem
nál á kompási milli hlutbundinnar
og óhlutbundinnar listar og minni
sveiflur orðið við þekkingarleit
málaranna í átt til expression-
isma, konstuktivisma og sosíalre-
alisma, sem einnig átti sitt blóma-
skeið hér á landi á 4. og 5.
áratugnum. En milli myndlistar í
Danmörku og á íslandi eru, svo
sem kunnugt er, sterk bönd og
djúpstæð tengsl. Þetta hefur ann-
ars í vissum tilfellum haft í för
með sér, að íslenzkir listmálarar
eru ekki síður vel kynntir í
dönskum söfnum og sýningum, en
þeir eru í sínu heimalandi. Þá er
ég sérstaklega að hugsa um Jón
Stefánsson og Svavar Guðnason,
sem ásamt Jóhannesi Kjarval eru
fallega en ekki yfirmáta sterkt eða
hrífandi kynntir á sýningunni í
Mestinghus. Við höfum oftar en
einu sinni, hvað þá snertir, séð það
betra og meira. Samt eru endur-
fundirnir ánægjulegir.
Meðal eldri málaranna eru það
Gunnlaugur Scheving (1904—
1972) og Asgrímur Jónsson
(1976—1958), sem í þetta sinn
vekja athygli, og hafi maður ekki
fyrr áttað sig á því fær maður
þarna tækifæri til að láta i ljós að
sá fyrrnefndi hefur varla hlotið þá
viðurkenningu í Danmörku sem
hann á skilið. Litlu bæjarmynd-
irnar hans geta stundum fengið
sinn eigin yndisþokka, sem minnir
Fær góða
dóma í
Politiken
mann jafnt á norðmanninn Thor-
vald Erichsen og — haldið ykkur
nú fast — Pierre Bonnard!
Abstrakt listinni kynnist maður
vel gegn um myndir Nínu
Tryggvadóttur og Þorvaldar
Skúlasonar, en ef til vill kemur
litla deildin mest á óvart með
völdum og ferskum verkum á
pappír. Jafnvel í svo litlu formi
bera íslenzku málararnir Kristján
Davíðsson, Hörður Ágústsson,
Guðmunda- Andrésdóttir og Jó-
hannes Jóhannesson vitni um sér-
stæða hæfileika. Og þessi hluti
sýningarinnar með verkum unn-
um á pappír getur sannarlega
verið undirstaða titilsins „Sterka
birtan". Ég hefði nú heldur viljað
tæru birtuna, sem maður þekkir
frá norðvesturhluta Islands."
Falleg sýning í
Mostinghus
í frásögn af opnun sýningarinn-
ar segir Frederiksberg Bladed í
forsíðufrétt að það sé framúrskar-
andi yfirlitssýning af íslenzkri
list, sem dr. Selma Jónsdóttir hafi
sett saman og Jóhannes Jóhann-
esson gengið frá. Hún sýni vel
hina miklu spennu og dýpt, sem sé
og hafi verið í íslenzkri list síðan
1913, þegar elsta myndin er gerð
og þar til nú. Það sé gagntakandi.
Fjallað er um nokkra málara
Sérstaklega, og loflega svo sem
Svavar Guðnason sem setji vel
taktinn í fyrsta salnum, Nínu
Tryggvadóttur, Jón Stefánsson,
Kristján Davíðsson og Gunnlaug
Scheving, sem sé það bliðasta á
sýningunni. Eftir hann séu 11 verk
í forsal og er hann sá eini sem
hefur heilt herbergi. En í innsta
salnum breiði Ásgrímur Jónsson
og Jóhannes S. Kjarval út fyrir
gesti hið fallega íslenzka landslag.
Segir Jacob Brönnum í greininnr
að mjög vel hafi tekist til að koma
myndunum fyrir. Hvert herbergi
sé í jafnvægi og ekki hægt að
hugsa sér neina mynd á öðrum
stað. Þetta sé falleg sýning í
Mostinghus.
taxa motor
★ 3x 10
0
^rcdcriksWr^ JSladcl
Smuk udstillinp- i MosK
Islandsk kunst hardybde og stor spœnduidde 0
Af Jacob Brennum
I officMlW ábninx*.
-------------" * Vigjdi*
' k“^ N CWtrt
«1 IW7 U,
■ ná nindt tU 4lb cU ud
- jjr “* ,b~hv-
Udotillumon ar kaldl
ly$'' Ly***p*
^d*.frkto KmMIde
^ gw-
•ktivo, iaUndakt t-—.,"" r*,r***n<i*
"uJ l fcr
Johanneaaon h.r fow.tá.t
oph«ngT>inK*n af.
A
il vettö
I,|«uUh kunst
ikabe\ighedl
tid i Mosting* Hu*
[;■ i—+*:
►H p* *** zTLl w***
rfg Hu. mé0> * '
srfgfeeafc \\)
V'mmnf*7 n. •» \
tor. dm + VTZlJkK**
wnifolk
Sdv ikl
rtUfa— V Art**Pr*a'