Morgunblaðið - 26.03.1981, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
Elín Eggerz-Stefánsson:
Hjúkrunarmál
Sú staðreynd blasir nú við, að
hér er tilfinnanlegur skortur
hjúkrunarfræðinga og lítil hugg-
un, þótt víðar í heiminum sé
ástandið engu betra eða öllu verra.
Þeir, sem afskipti hafa af mál-
efnum fatlaðra vegna ellisjúk-
dóma, geðsjúkdóma eða af öðrum
orsökum, hafa vissulega kynnst
því með ýmsu móti, hversu hjúkr-
unarþörfum þessara hópa er oft
lítt eða illa sinnt. Víðar er þó
pottur brotinn, eins og t.d. má
merkja við lestur baksíðufréttar
dagblaðsins Vísis 19. mars sl., þar
sem erfiðleikar Fjórðungssjúkra-
hússins á Akureyri eru raktir á
sviði hjúkrunarþjónustu almennt.
Skorts hjúkrunarfræðinga og
sjúkraliða mun gæta innan
flestra, ef ekki allra, sjúkrastofn-
ana og heilsugæslustöðva hvar
sem er á landinu, ef grannt er
skoðað.
Lagalega heimild til að stunda
hjúkrun hérlendis hefur enginn
nema sá, er til þess hefur hlotið
leyfi frá ráðherra og lokið hefur
viðurkenndu námi í hjúkrunar-
fræði, en heimilt er að mennta
sjúkraliða til aðstoðar við hjúkr-
un, starfi þeir undir stjórn hjúkr-
unarfræðings. Akvæði þessi er að
finna í lögum nr. 8 frá 13. mars
1974 og er þeim tvímælalaust
ætlað að gagna í margþættri
viðleitni til að tryggja landsmönn-
um þann rétt að fá notið svo
fullkominnar heilbrigðisþjónustu,
sem á hverjum tíma eru tök á að
veita til vérndar andlegri, líkam-
legri og félagslegri heilbrigði.
Þegar skortur umönnunar veld-
ur í senn andlegri, líkamlegri og
félagslegri þjáningu, er ekki nema
von að menn spyrji, hver tök
samfélagsins séu í raun á þessum
málum opnberrar þjónustu. Hvað
er að baki hugsana sem þeirra, er
bærast innra með formanni
starfsmannafélagsins Sóknar,
þegar hann í bréfi til fram-
kvæmdanefndar stofnana í þágu
aldraðra, ds. 12. febrúar sl., ritar
eftirfarandi: „Getur faglært fólk
bæði neitað að vinna við hjúkrun
aldraðra og meinað öðrum að gera
það? Er hér ekki um of mikla
eftirlátssemi að ræða?“ Greinilegt
er, að formanni Sóknar finnst ekki
rétt að hjúkrunarfræðingum ein-
um sé heimilt að stunda hjúkrun,
en e.t.v. leggja menn misjafnan
skilning í orðið hjúkrun.
Sé vísað til skilgreiningar
bandaríska hjúkrunarfræðingsins
Virginíu Henderson, í þýðingu
Ingibjargar R. Magnúsdóttur, er
hjúkrun það, að hjálpa einstakl-
ingnum, sjúkum sem heilbrigð-
um. i öllu, sem stuðlar að heil-
brigði og bata eða friðsælum
dauðdaga. Veita aðstoð við það,
sem hann sjálfur myndi gera.
hefði hann til þess nægan vilja,
þrótt eða þekkingu. Þetta þarf
hjúkrunarfræðingurinn að gera
á þann hátt, að það örvi skjól-
stæðinginn til sjálfsbjargar.
Með framangreinda skilgrein-
ingu í huga er áríðandi að menn
gjöri sér ljóst, að hjúkrunarstarf-
ið er kerfisbundin heild athafna,
er stjórnast af fagþekkingu
hjúkrunarfræðings, þar sem
markvisst skal leitast við að ná
fram bestu fáanlegu sjálfsbjarg-
argetu skjólstæðingsins og að-
standenda hans. Aðgreindir þætt-
ir þessarar kerfisbundnu heildar
eru: 1) upplýsingasöfnun um
heilsufarsleg vandamál; 2) mat
þess, hvort hjúkrunarafskipti séu
líkleg til að veita greindum vanda-
málum úrlausn, þ.e. svonefnd
hjúkrunargreining, sem jafnframt
tekur til forgangsröðunar hjúkr-
unarþarfa skjólstæðingsins; 3)
hjúkrunaráætlun, sem byggð er á
hjúkrunargreiningunni, og við
gerð hennar á að setja ákveðin
tímamörk fyrir væntanlegar at-
hafnir og mat árangurs; 4) hjúkr-
unarmeðferð, sem oftast er sinnt í
samvinnu við aðra, t.d. með skipu-
lagðri hópvinnu undir handleiðslu
hjúkrunarfræðingsins; og 5) sam-
fara öllu þessu skal leggja faglegt
mat á réttmæti og árangur ein-
stakra atriða í framvindu allra
nefndra þátta frá upphafi til enda
hjúkrunarafskiptanna í hverju til-
felli.
Þegar sjúkraliðum, starfsstúlk-
um eða öðrum samstarfsaðilum
hjúkrunarfræðinga er falin þátt-
taka I umönnun skjólstæðinga
með hjúkrunarþarfir, er fásinna
að ætla þeim að annast hjúkrun-
argreiningu, hjúkrunaráætlun eða
faglegt mat á hjúkrunaraðgerð-
um. Því ekki er búið að mennta og
þjálfa viðkomandi einstaklinga til
slíkra ábyrgðarstarfa. Sömuleiðis
er ósvinna að veita hjúkrunar-
fræðingi starfsleyfi í hjúkrun
nema fagkunnátta hans sé metin
næg til að axla þá hjúkrunar-
ábyrgð, sem honum er ætluð.
Kröfur um símenntun hjúkrunar-
fræðinga fara því stöðugt vaxandi,
þótt mismiklar séu í hinum ýmsu
löndum eða svæðum heims.
Við framkvæmd alhliða þjón-
ustugreiningar í þágu nýrra skjól-
stæðinga heilbrigðisstofnana,
þurfa fleiri aðilar en hjúkrunar-
fræðingar að starfa saman, því
ekki er í upphafi ljóst hvort
úrlausn vandans fæst endilega
með hjúkrunaraðgerðum, að
minnsta kosti ekki alltaf. Innan
heilbrigðisþjónustunnar er sam-
starf afar mikilvægt, enda skarast
störf og ábyrgð heilbrigðisstétta
all verulega. Þegar um hjúkrun er
að ræða, bera hjúkrunarfræðingar
þó ítvíræða ábyrgð á að greina
þjónustuþörfina, skipuleggja með-
ferðina og sjá til þess að hún verði
veitt á réttan hátt.
Með framansagt í huga ættum
við, lesandi góður, að huga ögn
nánar að tökum þjóðfélagsins á
hjúkrunarmálum og gætum við
reynt að gjöra það með því að
varpa fram eftirtöldum spurning-
um:
1. spurning. Hver er menntunar-
legur aðbúnaður hjúkrunar-
fræðinga á íslandi?
Hjúkrunarfræði er kennd í
Hjúkrunarskóla íslands, í Nýja
hjúkrunarskólanum og í Háskóla
Islands. Menntunarleg undirbún-
ingsskilyrði eru ekki þau sömu hjá
þessum stofnunum. Hjúkrunarfé-
lag íslands og Félag háskólmennt-
aðra hjúkrunarfræðinga eru sam-
mála um að sem allra fyrst þurfi
allt nám hjúkrunarfræðinga að
verða innan sama skólstigs og þá í
Háskóla íslands, þannig að bæði
aðfaranámið og sjálf fagfræðin
verði í viðunandi horfi. Bætt
menntun samfara fjölgun innan
hjúkrunarstéttarinnar eflir lík-
indin til að auðnast megi að virkja
fleiri aðila til hagkvæmrar sam-
vinnu, m.a. með því að nýta
kennsluhæfileika og leiðsögn
hjúkrunarfræðinga fyrir aðstoð-
arfólk á sviði hjúkrunar, bæði til
starfsundirbúnings og samfara
daglegri starfsönn innan stofn-
ana. Mikil tregða af hálfu yfir-
Endurskoða þarf úr-
elt verðlagsákvæði
Gunnar Snorrason formaður
Kaupmannasamtakanna.
Útdráttur
úr ræðu Gunnars Snorrasonar á
aðalfundi Kaupmannasamtakanna
Á síðasta aðalfundi Kaup-
mannasamtaka Islands, fyrir ári,
var samþykkt ályktun um megin-
hagsmunamál smásöluverslunar-
innar þá, en þau eru í stórum
dráttum þau sömu í dag.
Fundurinn vakti athygli á þeirri
höfuðskyldu stjórnvalda, að
tryggja atvinnuvegum lands-
manna starfsskilyrði þannig að
blómlegt þjóðlíf fái þrifist í land-
inu. I verðbólgu undanfarinna ára
hefur eigið fé fyrirtækja brunnið
upp og verðgildi vörubirgða stór-
lega rýrnað, vegna óeðlilegra opin-
berra afskipta. Fundurinn gerði
einnig þá kröfu að þá þegar væri
fyrirtækjum heimilt að selja vör-
ur sínar á raunvirði. Stjórnvöld
hafa stefnt að því að útlánsvextir
séu í samræmi við verðbóigustig.
Kaupmannasamtök Islands telja
eðlilegt að þessari stefnu sé fylgt,
en jafnframt verði tekið hæfilegt
tillit til þess, þegar smásöluálagn-
ing er ákveðin, og að fyrirtækjum
sé ekki mismunað í þessu tilliti.
KÍ telja brýnt að komið verði á,
hér á landi, stéttarlegu jafnvægi,
og að atvinnurekendur í landinu
sameinist í baráttunni gegn verð-
bólgunni, svo komið verði í veg
fyrir óheillavænleg áhrif ein-
stakra stétta á efnahagsmál þjóð-
arinnar. KÍ benda á að þær
ásakanir, sem hafa verið hafðar
uppi í garð smásöluverzlunarinn-
ar, um að hún sé valdur að
hækkandi verðlagi í landinu, hafa
ekki við rök að styðjast, þar sem
að hlutur smásöluverzlunarinnar,
í vöruverði hefur farið síminnk-
andi á síðustu árum. KÍ telja það
höfuðnauðsyn að nú verði stjórn-
málalegur flokkakrytur lagður til
hliðar, en Alþingi sameinist um að
ná tökum á höfuðmeini íslenzks
efnahagslífs, seiji er verðbólgan.
Fundurinn benti sérstaklega á
vanda dreifbýlisverzlunarinnar og
að hér verður ekki haldið uppi
menningarþjóðfélagi nema því að-
eins að verzluninni sé gert fært að
inna af höndum þá þjónustu, sem
lífsnauðsynleg er fyrir hinar
dreifðu byggðir landsins.
Mér þykir rétt að draga fram í
stuttu máli hvernig þessi mál
standa í dag. Allir vita að verð-
bólgan hefur geisað áfram líkt og
áður og það með að eigið fé
fyrirtækja hefur brunnið upp líkt
og fyrr.
Það sem einkenndi reksturinn
öðru fremur var skortur á fjár-
magni. Ástæðan fyrir því er m.a.
að verzlunininni var gert skilt að
selja vörur sínar á gömlu inn-
kaupsverði, og þá vantar fjármagn
þegar nýjar vörur eru keyptar inn.
Stjórn KÍ lét þetta mál alveg
sérstaklega til sín taka á sl. ári og
átti marga fundi með ráðamönn-
um þjóðarinnar því viðkomandi.
Þann 3. desember sl. samþykkt
loks Verðlagsráð að heimila fyrir-
tækjum að selja vörur sínar á
raunvirði. Endanlegt samþykki
ríkisstjórnarinnar liggur þó ekki
enn fyrir og hlýtur það að vera
okkar krafa að ekki öllu lengur
verði við það unað og endanleg
afgreiðsla liggi á borðinu.
Þau úreltu verðlagsákvæði sem
í gildi eru hafa ekki verið endur-
skoðuð síðan í apríl 1979, þrátt
fyrir stóraukin reksturskostnað.
Tel ég brýna nauðsyn á að ákvæð-
in verði endurskoðuð í heild sinni
hið fyrsta og frjáls verðmyndun
látin ríkja, þar sem næg sam-
keppni er fyrir hendi að mati
yfirvalda. Einnig fari fram heild-
arendurskoðun á dreifingarkostn-
aði vísitölu- og landbúnaðarvara.
Ég tel með öllu ástæðulaust að
hafa á hendi dreifingu á vörum,
hverjar svo sem þær eru, með
álagningu sem er langt undir
dreifingarkostnaði.
Um vanda verzlana í dreifbýli
er það að segja, að Kaupmanna-
samtökin hafa nýlega sent frá sér
umsögn varðandi tillögu til þings-
ályktunar, um bætt skilyrði til
verzlunarþjónustu í dreifbýli. Það
mál er í okkar anda og eins og
ritað beint út úr fundargerð frá
ráðstefnu sem KÍ boðuðu til á
haustdögum árið 1979 um vanda-
mál dreifbýlisverzlana. En ef vitn-
að er í ályktun samtakanna, þar
sem bent var á ásakanir í garð
smásöluverzlunarinnar og henni
beinlínis kennt um hækkandi
verðlag í landinu, vil ég segja
þetta: Þennan hugsunarhátt höf-
um við svo sem heyrt fyrr og
annað álíka gáfulegt, enda virðist
það hafa verið eitt aðal verkefni
ákveðinna manna og fjölmiðla að
reyna að troða þessum rógi jafnt
og þétt inn í almenning í landinu,
með það fyrir augum að gera
verzlunina í landinu sem tor-
tryggilegasta.
Til að sporna við fótum og
leiðrétta slíkt og vonandi um síðir
að uppræta, urðu samtökin Við-
skipti og verzlun til, en þeirra verk
er að upplýsa almenning í landinu
um hvaða hlutverki verzlunin
gegnir. Nýlega var kynning á
starfi kaupmannsins og um leið
því mikilvæga hluterki sem smá-
söluverzlunin gegnir í þjóðfélag-
inu.
Þessi kynning tókst að mínum
dómi mjög vel, þó fleiri kaupmenn
hefðu mátt senda frá sér greinar,
en við hvöttum kaupmenn látlaust
til að setja hugmyndir sínar niður
á blað, nokkrir gerðu það en því
miður of fáir. Ég vil í þessu
sambandi þakka öllum þeim sem
hlut áttu að máli þessu, einkum þó
framkvæmdastjóra Viðskipta og
verzlunar, frú Jónínu Michaels-
dóttur, en þunginn hvfldi hvað
mest á henni hvað alla fram-
kvæmd snerti.
Ég ætla nú að fara nokkrum
orðum um starfsemi KÍ.
Starfsemin hefur í gegnum árin
einkennst af varnarbaráttu gagn-
vart ríkisvaldi og opinberum aðil-
um. Ástæðan fyrir þessu er m.a.
sú að aðild að KÍ hefur ekki verið
nógu víðtæk, þrátt fyrir það að
stjórn samtakanna hefur á sl.
árum unnið markvisst að upp-
byggingu kaupmannafélaga um
allt land, auk nýrra sérgreinafé-
laga í Reykjavík. Óneitanlega
styrkir það mjög samtökin og
vettvang þeirra og er þegar komið
í ljós að KÍ hafa fengið þar til liðs
við sig dugmikla félaga og er
áhrifa af starfi þeirra nú þegar
farið að gæta. Vona ég að fram-
hald verði hér á. Síðast var
Kaupmannafélag Suðurnesja
stofnað, en það var 29. maí á sl.
ári. Starfsemi Kaupmannafélags
Hafnarfjarðar hafði legið niðri
síðustu árin, en er nú með nýjum
mönnum orðið virkt á ný. Stefnt
er að því að endurnýja starfsemi
kaupmannafélags á Siglufirði og
Sauðárkróki og viðræður hafa
staðið yfir varðandi Norðurland
vestra. En þrátt fyrir þessa öru
uppbyggingu hefur kaupmönnum
leyfst það að starfrækja stórar
verzlanir, víðsvegar um landið, án
þess að vera aðilar að KI. I þessu
sambandi vil ég benda á ákvæði í
kjarasamningunum, sem KI gerir
f.h. kaupmanna við sína viðsemj-
endur, en það hljóðar þannig.
„Félagar í viðkomandi verzlun-
armannafélagi skulu ekki vinna
hjá öðrum vinnuveitendum en
þeim, sem eru meðlimir þeirra
atvinnurekendasamtaka, sem eru
aðilar samnings þessa." Tilvitnun
lýkur. Þessu ákvæði hefur ekki
verið beitt til þessa og tel ég tíma
til kominn að láta reyna á þetta
ákvæði, að öðrum kosti að fella
það út úr samningunum.
Fámenn og ósamstillt félaga-
samtök eru óæskileg, en fjölmenn,
sterk og virk samtök eru heilla-
drjúg fyrir heildina. Ef fjármál KÍ
komast á fastari og traustari
grunn sem ég vona svo sannar-
lega, megna samtökin að láta
meira til sín taka en verið hefur.
Kaupmannasamtök íslands eru