Morgunblaðið - 26.03.1981, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
Forsíða Daily Mail á mánudag, þegar skýrt var frá því að Sir
Roger Hollis. fyrrum yfirmaður MI5 hefði hugsanlega verið
sovéskur njósnari.
Var fv. formaður Verkamanna-
flokksins sovéskur njósnari?
Lundúnum, 25. marz. AP.
NJÓSNAHNEYKSLIN á Bretlandi
gerast sifellt umfang.smeiri. Chap-
man Pincher, blaðamaður The Dai-
ly Mail, heldur þvi fram í frétt i
blaði sínu í dag, að fyrrum formað-
ur brezka Verkamannaflokksins,
Tom Driberg, hafi verið sovéskur
njósnari. Driberg átti sæti á þingi i
32 ár. Hann var aðlaður og hlaut
titilinn lávarðurinn af Bradwell.
Hann lést árið 1976. Driberg var
kynvilltur og að sögn Pinchers,
starfaði hann bæði fyrir MI5,
brezku gagnnjósnaþjónustuna og
einnig KGB, sovésku leyniþjónust-
una.
Að sögn Pinchers, hafði Driberg
ekki aðgang að leyniskjölum, en
hann skýrði bæði MI5 og KBG frá
kynferðismálum þingmanna, svo og
pólitískum málefnum. Síðar í vik-
unni verður gefin út bók eftir
Piricher og nefnist hún, „Their
Trade is Treachery", sem gæti út-
lagst „Iðja þeirra er svik“. Upp-
ljóstranir Daily Mail eru úr bók
þessari. Á mánudag skýrði Daily
Mail frá því, að Sir Roger Hollis,
fyrrum yfirmaður MI5, hafi hugsan-
lega verið sovéskur njósnari.
Driberg var eins og áður sagði
kynvilltur og um árabil lánaði hann
mörgum þingmönnum íbúð sína þar
sem þeir gætu verið óhultir með
„kynferðisleg leyndarmál" sín. Síðar
skýrði Driberg bæði KGB og MI5 frá
athöfnum þingmanna.
Driberg átti sæti á þingi frá 1942
til 1974 og hann var um tíma
Chapman Pincher, blaðamaðurinn
sem heldur þvi fram að Sir Roger
Hollis, fyrrum yfirmaður MI5,
brezku gagnnjósnaþjónustunnar,
hafi verið á mála hjá KGB og að
þingmaðurinn Tom Driberg hafi
bæði starfað fyrir MI5 og KGB.
formaður Verkamannaflokksins.
Hann átti sæti í Landsstjórn Verka-
mannaflokksins í 23 ár. Hvað eftir
annað lenti hann í útistöðum við
laganna verði vegna kynvillu sinnar,
en jafnoft var honum forðað af MI5
frá ákærum. Hann viðurkenndi
opinberlega að vera kynvilltur, en
þrátt fyrir það kvæntist hann árið
1951. I uppkasti að ævisögu sinni
skýrði Driberg frá því, að 11 ára
gamall hefði hann upplifað sína
fyrstu kynvillureynslu og allar göt-
ur síðan hefði hann leitað eftir
ástasambandi við karlmenn.
Sonur sendiherra
afhjúpaði Blunt
Þá skýrði The Daily Mail frá því í
dag, að Michael Whitney Straight,
sonur fyrrum sendiherra Bandaríkj-
anna í Lundúnum, hefði komið upp
um Anthony Blunt, sem njósnaði
fyrir Rússa og var listaráðgjafi
Elísabetar drottningar. Fréttamað-
ur Daily Mail í Washington, Angus
MacPherson, átti viðtal við Straight,
sem sagði að hann hefði á árinu 1963
skýrt Robert Kennedy, þáverandi
dómsmálaráðherra Bandaríkjanna,
frá því að Blunt væri sovéskur
njósnari. Kennedy sendi William
Sullivan, þáverandi næstæðsta
mann FBI til Lundúna, til að skýra
Bretum frá uppljóstrunum Straight.
Sjálfur fór Straight síðar til Lund-
úna til yfirheyrslna yfir Blunt.
Straight sagði, að Blunt hefði reynt
að fá sig til að njósna þegar hann
var við nám í Cambridge og hefði
hann gert ýmis viðvik fyrir hann.
Þegar Straight snéri til Washing-
ton, hafði KGB samband við hann.
Hann sagðist þá hafa vísað KGB á
bug.
Blunt var afhjúpaður sem sovésk-
ur njósnari en þrátt fyrir það var
njósnum hans fyrir Rússa haldið
leyndum fyrir brezkum almenningi.
Það var ekki fyrr en 1979 að
opinberlega var upplýst um njósnir
Blunt.
íranir sækja fram
á tveimur stöðum
Varnarmálaráðherrar rlkja Varsjárbandalagsins fylgjast með sameiginlegum æfingum herja bandalags-
ins i Póllandi.
Heræfingarnar ganga
„samkvæmt áætlun“
Berlin. 25.marz. AP.
SAMEIGINLEGAR æf-
ingar herja Varsjárbanda-
lagsríkjanna í Póllandi,
Tékkóslóvakíu, A-Þýzka-
landi og Sovétríkjunum,
gengur „samkvæmt áætl-
un“, að því er austur-
þýzka fréttastofan ADN
skýrði frá í dag.
Samkvæmt samkomulaginu
munu Svíar eiga kost á kaupum á
að minnsta kosti 2 milljónum
tonna af hráolíu og olíuvörum
þegar kemur fram á árið 1983 og
2,5 milljónum tonna eftir það.
Norðmenn munu á móti eiga kost
á raforkukaupum frá Svíþjóð, sem
nema 2 milljónum kílówattstund-
um á ári næstu 15 árin frá 30. júní
1982 að telja. Þá verður settur á
Sagði í tilkynningu fréttastof-
unnar, að komið hefði í ljós á
æfingunum, að „hermennirnir
væru þess viðbúnir að berjast við
alla óvini sósíalismans og reiða
þeim banahögg".
Fréttastofan sagði ekki hversu
lengi til viðbótar æfingarnar
myndu standa. Vestrænum aðilum
hefur verið meinað að fylgjast
með æfingunum, þrátt fyrir gagn-
kvæmt samkomulag NATO og
laggirnar iðnlánasjóður og munu
Svíar leggja fram 200 milljónir
sænskra króna í þann sjóð næstu
fjögur árin, en Norðmenn munu
leggja fram 50 milljónir sænskra
króna. Sjóð þessum er ætlað að
lána iðnfyrirtækjum, sem vinna
að sænsk-norskum verkefnum og
verða lán sérstaklega hagstæð úr
sjóðnum.
Varsjárbandalagsherjanna þar að
lútandi.
Veöur
víða um heim
Akureyri 0 skýjaó
Amsterdam 16 skýjaó
Aþena vantar
Berlín 12 rigning
BrUssel 14 heióskírt
Chicago 10 heióskírt
Feneyjar 15 þokumóða
Frankfurt 15 skýjaó
Færeyjar vantar
Genf 20 rigning
Helsinki 6 heióskírt
Jerúsalem 18 skýjaó
Jóhannesarborg 25 skýjað
Kaupm.höfn 8 skýjaó
Las Palmas 21 skýjaó
Lissabon 21 skýjað
London 14 skýjaó
Los Angeles 25 heióskirt
Madrid 22 heiöskírt
Malaga vantar
Mallorca vantar
Miami 21 skýjaó
Moskva 10 heiðskírt
New York 13 skýjaó
Osló 5 heióskírt
París 19 heióskírt
Reykjavík 2 alskýjaó
Ríó de Janeiro 31 heióskírt
Rómaborg 18 heióskirt
Stokkhólmur 3 rigning
Tei Aviv 22 skýjaó
Tókýó 8 rigning
Beirút, 25. marz. AP.
ÍRANIR héldu því fram í
dag, að herir þeirra hafi
náð til írösku landamær-
anna á tveimur stöðum á
tveimur helztu bardaga-
svæðunum.
Sagði í tilkynningu
hersins, að íranskir her-
menn hafi sótt fjóra kíló-
metra inn í norðurhluta
írak og náð þar á sitt vald
eftirlitsstöð íraska hersins
og dregið íranska fánann
að húni.
Eftirlitsstöðin er á Kúrdasvæð-
um, tæpum 300 kílómetrum fyrir
norðan Bagdad. A svæðinu er
mikilvæg áveitustífla. Eftirlits-
stöðin er gagnstætt borginni
Marivan í Iran, en á þessum"
slóðum efndi her íraks til sóknar í
desember sl. í því skyni að leggja
Kúrdum í íran lið í baráttu sinni
fyrir sjálfsforræði.
Sagði í tilkynningu íranska
hersins, að miklir skotbardagar
hefðu staðið í tvo daga áður en
íranski herinn náði fjalllendinu
við Marivan og eftirlitsstöðinni á
sitt vald. Eftir þessa sigra eiga
Iranir auðvelt með að fylgjast með
Geimskutlan:
hreyfingum íraska hersins á þess-
um slóðum.
I fyrri tilkynningu sagði, að
íranskar hersveitir hefðu náð
Choghalvand-fjalllendinu á sitt
vald aftur eftir hörð átök í þrjá
daga er kostuðu 800 íraska her-
menn lífið, og 80 voru teknir til
fanga. Hefði heil deild fallhlífa-
hermanna „verið þurrkuð út“.
Þær fregnir bárust, að írakar
hafi haldið hörðum loftárásum
uppi á þessi tvö fjalllendi í dag, og
eldflaugum hafi verið skotið að
borgum í íran í miklum mæli.
Flúðu á sleða
Linz, Austurríki. 25. marz. AP.
TVÆR FJÖLSKYLDUR frá
Tékkóslóvakíu, tvenn hjón og
þrjú ung börn, flúðu I dag yfir
landamærin til Austurríkis á
sleða, sem hestur dró. Sleðinn var
fuliur af timbri og heyi og börnin
voru falin í heyinu.
Fjölskyldurnar höfðu undir
höndum pappíra, sem heimiluðu
þeim að safna saman timbri á
svæði er liggur að einskismanns-
landi milli hinna tveggja landa-
mæra. Fjölskyldurnar flúðu af
„pólitískum ástæðum" og vilja
flytjast til Kanada.
Velheppnuð áfyll-
ing eftir smábilun
Canaverahöfða, 25. marz. — AP.
EFTIR fjögurra klukkustunda töf vegna smávægilegrar
bilunar var í dag hafist handa að fylla eldsneytisgeyma
geimskutlunnar fljótandi eldsneyti.
Áfyllingin tekur fjórar klukku-
stundir og er gerð í tilraunaskyni.
Að áfyllingunni lokinni á að tæma
geyma skutlunnar og ganga úr
skugga um hvort einangrun á
eldsneytisgeymunum yrði fyrir
skakkaföllum við eldsneytisáfyll-
ingu. Hið fljótandi eldsneyti, súr-
efni og vetni, vegur um 750
smálestir, og gekk áfyllingin að
óskum.
Þegar hefjast átti handa við
áfyllinguna virkaði ekki rofi, sem
tengdur var við sérstakan gufu-
skynjara, sem vara átti við hættu-
legum gufum. Tveir sérfræðingar
klifruðu um borð í stjórnklefa
skutlunnar og lagfærðu rofann.
20 ára samstarfssamn-
ingur Svía og Norðmanna
Osló, 25. marz AP.
FORSÆTISRÁÐHERRAR Noregs og Svíþjóðar, þau
Thorbjörn Fálldin, Svíþjóð og Gro Harlem Brundtland,
Noregi, undirrituðu í dag 20 ára samstarfssamning
landanna á sviði efnahagsmála. Jafnframt undirrituðu
þau samning um olíusölu Norðmanna til Svíþjóðar,
raforkusölu Svía til Norðmanna og stofnun iðnlána-
sjóðs.