Morgunblaðið - 26.03.1981, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981 2 7
Athugasemd frá Hauki
Má Haraldssyni
í leiðara Morgunblaðsins 24.
mars sl. er fyllilega gefið í skyn að
ég fari með lygimál þegar ég hef
það eftir fólki sem ég hitti að máli
hjá Solidarnosc í Gdansk, að það
hafi orðið fyrir vonbrigðum með
vestræna fréttamenn og umfjöllun
fjölmiðla á Vesturlöndum um
starfsemi Solidarnosc. Tilefnið er
ummæli sem eftir mér eru höfð í
viðtali í Þjóðviljanum, þar sem ég
læt þessara vonbrigða getið. Og
nefni dæmi sem mér var sagt frá,
— þ.e. um dvöl Newsweek-manna á
skrifstofunum í Gdansk.
I dag 25. mars, kemur svo fram í
upplýsingum frá Hans Kristjáni
Arnasyni, að í Varsjá sé talsmaður
Solidarnosc á öðru máli. Hann telji
vestræna fjölmiðla mjög samúðar-
fulla í garð Solidarnosc og að
staðreyndum um ástandið sé komið
vel og skilmerkilega til skila.
Það hvarflar auðvitað ekki að
mér að halda þvi fram að Hans
Kristján fari með rangt mál. Jafn
fráleitt væri að halda því fram að
upplýsingar hans leiði í ljós ein-
hver ósannindi hjá mér, sem þó er
bersýnilega tilgangurinn með birt-
ingu þeirra. Við erum semsé stadd-
ir sinn á hvorum staðnum, —
annar í Varsjá, hinn í Gdansk.
Annar á skrifstofu svæðasamtak-
anna í Varsjá, hinn á aðalskrifstof-
um Solidarnosc í Póllandi (og
svæðasamtakanna í Gdansk).
I einu af fjölmörgum samtölum
mínum við Önnu Maksymiuk, túlk
Mezzoforte
á Hótel Borg
IILJÓMSVEITIN Mezzoforte
ásamt Kristni Svavarssyni, saxó-
fónleikara, heldur tónleika að
Ilótel Borg næstkomandi fimmtu-
dagskvöid, þann 26. mars.
Einnig koma fram söngvararnir
Haukur Mortens og Ellen Krist-
jánsdóttir. Ellen mun m.a. kynna
efni af hljómplötu sinni, sem
væntanleg er innan tíðar.
Korchnoi teflir
í beinni sjón-
varpsútsendingu
NÚ HEFUR verið ákveðið hvern-
ig heimsókn Victor Korchnois,
áskorandans um heimsmeistara-
titilinn i skák, hingað til lands
verður háttað. Guðfinnur Kjart-
ansson, formaður Taflíélags
Reykjavikur, sagði i samtali við
blaðamann Morgunblaðsins i
gær, að til íslands kæmi skák-
meistarinn hinn 20. april, sem er
annar dagur páska.
Daginn eftir, 21. apríl, teflir
hann klukkufjöltefli í beinni út-
sendingu í sjónvarpssal, en ekki
hefur enn verið ákveðið, hverjir
tefla við hann þar. Hinn 22. apríl
teflir hann við bankamenn, og
loks teflir hann við 35 félaga í
Taflfélagi Reykjavíkur hinn 23.
apríl.
Stórbingó
Hvatar
í kvöld
Sjálfstæðiskvennafélagið
Hvöt í Reykjavík gengst fyrir
stórbingói í kvöld. og hefst
það klukkan 20.30 i Sigtúni
við Suðurlandsbraut. Alls
vcrða spilaðar 15 umferðir,
en meðal vinninga má nefna
þrjár sólarlandaferðir frá Út-
sýn, hljómtækjaskáp, raf-
magnstæki, vöruúttektir,
matarkörfur og fleira.
Allir cru velkomnir á
bingóið, en húsið opnar
klukkan 19.30 i kvöld.
(FréttatilkynninK)
á skrifstofum Solidarnosc, kom þar
að við ræddum um vestræna fjöl-
miðla og fréttamenn. Anna er mjög
kunnug þessu efni, því hún túlkar á
ensku og fær því það hlutverk að
túlka fyrir stóran hluta vestrænna
fréttamanna, auk þess sem hún sér
með öðrum um að þýða skrif
erlendra fjölmiðla um Solidarnosc.
Þegar ég spurði hvort hún væri
ánægð með frásagnir vestrænna
fjölmiðla, svaraði Anna neitandi:
„Vestrænir fréttamenn virðast
ekki hafa minnsta áhuga á því sem
Solidarnosc er að gera í Póllandi.
Þeir bara velta því fyrir sér hvort,
hvenær og hvernig Rússarnir muni
koma. Ég fæ það oft á tilfinning-
una að áhugi vestrænna frétta-
manna sé bundinn við sjónarmið
Sovétmanna, ekki við það verk sem
Solidarnosc er að vinna, — jafnvel
að þeir voni að Rússarnir fari nú að
koma.“
Síðan skýrði hún mér frá dæm-
inu um Newsweek-mennina, sem
sátu dögum saman á skrifstofum
Solidarnosc í desember sl., „doing
absolutely nothing", og voru ber-
sýnilega að bíða þess að Rússarnir
kæmu, til að vera fyrstir á staðn-
um. Jafnvel hefði einn þeirra
kvartað yfir seinagangi Rússanna,
— „mig langar heirn".
Þetta samtal er grunnurinn að
því sem ég hef haldið fram um
óánægju á skrifstofu Solidarnosc í
Gdansk með umfjöllun vestrænna
fjölmiðla um samtökin og starf-
semi þeirra. Um viðhorfin í Varsjá
veit ég ekkert, þar sem ég hafði
ekki tíma til að koma við á
skrifstofunum þar, vegna þess
hvernig stóð á flugi. — Upplýs-
ingar Hans Kristjáns leiða því ekki
annað í ljós en mismunandi sjón-
armið fólks á tveimur stöðum í
Póllandi.
Haukur Már Haraldsson
Aths. ritstj.:
I leiðara Morgunblaðsins sl.
þriðjudag var spurt, hvort hægt
væri að ætlast til að menn tækju
alvarlega það, sem Haukur Már
Haraldsson, blaðafulltrúi ASÍ,
formaður Islenzku friðarnefndar-
innar og starfsmaður „Frétta frá
Sovétríkjunum" hefði að segja um
ástandið í Póllandi og afstöðu
forsvarsmanna hinna frjálsu
verkalýðsfélaga þar til vestrænna
fjölmiðla. Þessi athugasemd Hauks
Más Haraldssonar er svar við
þessari spurningu Morgunblaðsins
og staðfesting á því, að ekki ber að
taka mark á því, sem þessi starfs-
maður Sovétríkjanna á íslandi
hefur að segja um stöðu mála í
Póllandi. Athugasemd hans leiðir í
ljós, að í viðtali við Þjóðviljann sl.
laugardag hefur blaðafulltrúi ASÍ
haft uppi blekkingar. í viðtali
Þjóðviljans við Hauk Má Haralds-
son segir m.a.:
„Haukur sagði einnig, að sér
hefði fundizt áberandi í máli Wal-
esa og annarra fulltrúa í sam-
starfsnefnd Solidarnosc bjartsýni
á framtíðina ... Þessir aðilar tóku
það mjög skýrt fram í viðræðunum,
að þcirra barátta væri alls ekki sú
að stefna að umskiptingu þjóðskip-
ulagsins ... Hvað fannst þeim um
matreiðslu vestrænna fjölmiðla á
fréttum frá Póllandi?
„Ég varð var við mjög mikla
óánægju hjá þeim með hið vest-
ræna fréttamat á atburðunum í
Póllandi. Þeir sögðu það ljóst vera,
að þessir fjölmiðlar hefðu engan
áhuga á því sem Solidarnosc væri
að gera ..
Þótt nokkrar setningar séu felld-
ar niður úr þessari tilvitnun til
þess að stytta textann, er samheng-
ið í þessum ummælum slíkt að
bersýnilegt er, að Haukur Már
Haraldsson vísar til samtals við
Walesa og aðra fulltrúa i sam-
starfsnefnd Solidarnosc. þegar
hann fjallar um óánægju „hjá
þeim“ með vestræna fjölmiðla.
Þegar svo Haukur Már Har-
aldsson ætlar að bera af sér, að
hann „fari með lygimál“ í þessu
sambandi afhjúpar hann sjálfan
sig og viðurkennir, að hann „fari
með lygimál", þegar hann vitnar
um þetta til „Walesa og annarra
fulltrúa í samstarfsnefnd Solidarn-
osc“. Haukur Már segir í athuga-
semdinni hér að framan: „í einu af
fjölmörgum samtölum mínum við
Onnu Maksymiuk, túlk á skrif-
stofum Solidarnosc, kom þar að
við ræddum um vestræna fjolmið-
la og fréttamenn ... Þetta samtal
er grunnurinn að því, sem ég hef
haldið fram um óánægju á skrif-
stofu Solidarnosc í Gdansk ..
Óánægjan kemur sem sagt fram
hjá túlki en ekki Walesa og öðrum
fulltrúum í samstarfsnefndinni.
Þessi tilraun til blekkingar kemur
að sjálfsögðu ekki á óvart, þegar í
hlut á starfsmaður (launaður?) og
áróðursmaður Sovétríkjanna á ís-
landi.
Alþjóöleg bílasýning - international motor show
í Sýningahöllinni aó Bíldshöfóa
27/3 - 5/4