Morgunblaðið - 26.03.1981, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
Baldvin Berndsen — Amerikubréf II:
Grænn borði tekinn í notkun
vegna bamamorðanna í Atlanta
Ekkert sakamál hefur verið eins
ofarlega á baugi hérlendis eins og
hin hroðalegu morð, sem framin
hafa verið á svörtum börnum í
borginni Atlanta í Georgíufylki.
Morðin, sem hófust í júlímánuði
árið 1979, eru nú orðin 21 talsins
og er aldur barnanna frá 7 ára til
15 ára, 19 drengir og 2 stúlkur.
Nauðsynlegt er að líta á aðstæð-
ur í borginni Atlanta til að skilja
betur þær alvarlegu afleiðingar,
sem þessi morð koma til með að
geta leitt af sér, og um leið að
reyna að ná réttri mynd af
stéttaskiptingunni, sem er þarna
suðurfrá.
Borgin Atlanta, sem yfirleitt er
nefnd höfuðborg suðurríkjanna, er
bæði stærsta borg Georgíufylkis
og er einnig höfuðborg fylkisins.
Atlanta var stofnuð árið 1845 og í
dag er hún helst fræg sem höfuð-
stöðvar Coca Cola fyrirtækisins.
Borgin liggur hvergi að sjó og
engin á rennur í gegnum borgina,
sem er oftast staðreynd um stór-
borgir inni í Bandaríkjunum. En
borgin varð mikilvægur tengiliður
milli norðurs og suðurs eftir árið
1850 með tilkomu járnbrautanna
þangað sem skapaðist aðallega
vegna hins mikla vefnaðarvöru-
iðnaðar á svæðinu. í dag er borgin
höfuðmiðstöð þessa iðnaðar og er
auk þess geysistór flugmiðstöð í
innanlandsfluginu.
Borgin var einnig miðpunktur
hinnar heimsfrægu sögu Margaret
Mitchell, „A hverfanda hveli", sem
Clark Gable og Vivian Leigh gerðu
góð skil seinna meir í samnefndri
kvikmynd.
Ibúatala borgarinnar er 405.000
manns, og eru negrar í dálitlum
meirihluta, en ef með eru talin
nærliggjandi úthverfi er íbúa-
fjöldinn 1.500.000 íbúar og aðeins
fleiri hvítir í þeirri tölu.
Borgarstjórinn Maynard Jack-
son, sem er svartur, bað um
fjárhagslega og um leið tæknilega
aðstoð frá Washington í febrúar
vegna morðanna og Reagan for-
seti afhenti borginni 1 milljón
dollara. Þar að auki voru sendir
sérfræðingar frá FBI til aðstoðar
við rannsóknina. 37 manna nefnd
lögreglumanna var skipuð á
staðnum til að hafa yfirumsjón
með rannsókn málsins, og eru það
bæði lögreglumenn borgarinnar
og svo lánsmennirnir frá Wash-
ington. Kostnaðurinn við þessa
rannsókn er geysimikill og kostar
hún 200.000 dollara á mánuði
umfram eðlilegan rekstur lögregl-
unnar í Atlanta. Nýjar tölvur hafa
verið keyptar mönnunum til að-
stoðar við rannsóknina, því eins og
giska má á, þá hlýtur að berast
aragrúi af gögnum og upplýsing-
um daglega vegna morðanna.
Margar getgátur og hugmyndir
um lausn málsins hafa borist
þarna suður eftir og eru þær bæði
frá ábyggilegum aðilum og svo
einnig frá alls kyns fólki hvað-
anæva úr landinu og erlendis frá.
Lögreglan verður að taka hvert
eitt og einstakt brot af þessum
upplýsingum og vinna úr þeim á
sama hátt og öllu öðru, því ein lítil
setning eða einn sjónarvottur, sem
heldur sig hafa séð eitthvað
grunsamlegt, getur leyst málið.
Lögreglan í Atlanta fékk
skyggna konu sér til aðstoðar.
Þessi sama kona hefur veitt lög-
reglunni í New York aðstoð áður,
og hefur víst stundum reynst
hjálpleg. Ekki gat hún þó komist
nær lausn málsins í þetta skiptið,
en sagði þó það að sennilega væri
þarna geðveikur maður að verki,
sem aldrei hefði áður komist í
kast við lögregluna.
Ymsir aðrir sérmenntaðir menn
í landinu hafa einnig komið fram
með getgátur og hér eru nokkrar:
1. Ónefndur sálfræðingur segir:
Einn maður eða ein kona að verki.
Ástæða: Flest börnin myrt með
því að kæfa þau.
2. Lewis Clayton, saksóknari Atl-
anta segir: Margir morðingjar.
Ástæða: Flest morðin reyndar
framin með kæfingum en þó eru
nokkur morðanna annars eðlis
sem bendir til fleiri morðingja.
Auk þess eru aðeins kynferðisleg
verksummerki í þremur morð-
anna.
3. Fyrrverandi lögreglumaður í
eiturlyfjadeild ríkislögreglunnar
segir að líklegt sé að morðin eigi
sér rætur í tengslum við eitur-
lyfjasölu og dreifingu eiturlyfja í
svertingjahverfum borgarinnar.
Fjársöínun
Mikil samúð ríkir í landinu
vegna þessa máls og fólk víðsveg-
ar um landið hefur tekið þátt í
fjáröflunarherferðum fyrir borg-
ina. Söngvararnir Sammy Davis
jr. og Frank Sinatra héldu tón-
leika í Atlanta þann 10. mars og
söfnuðust 250.000 dollarar á einu
kvöldi. Coca Cola fyrirtækið gaf
borginni 25.000 dollara og auk
þess hefur safnast stórfé frá alls
kyns einstaklingum og t.d. sendi
fangi einn í Kaliforníu 5 dollara
og einnig hefur borist fé alla leið
frá Indlandi.
Eítirköst
Svartir íbúar borgarinnar
leggja nú hart að borgarstjóran-
um, Maynard Jackson, og krefjast
lausnar á þessum morðum með
hraði. Fylgir þessu mikil tauga-
spenna hjá almenningi í borginni
og svo þreyta hjá lögreglumönn-
um Atlanta, sem finnst að þeir séu
ekki hæfir í starfi. Mikill ótti ríkir
í borginni, og er unglingum á aldri
fórnarlambanna óheimilt að vera
úti eftir kl. 7 á kvöldin.
En nú er að koma í ljós annað og
ef til vill stærra vandamál. Þetta
vandamál á rætur sínar að rekja
til hins rótgróna kynþáttahaturs
suðurríkjanna og yfirvöldin þarna
suðurfrá tala nú strax um þau
eftirköst, sem eiga eftir að fylgja
þessu máli þegar lausnin er fundin
og morðinginn eða morðingjarnir
fundnir. Spurningin er þessi: Hver
er húðlitur morðingjans eða morð-
ingjanna? Þessi spurning er geysi-
lega þýðingarmikil.
Hvað gerist ef morðinginn er
hvítur? Rís þá upp hópur svartra
öfgasinna og hyggur á hefndar-
ráðstafanir gegn hvítu yfirvaldi?
Hvað gerist ef morðinginn er
svartur? Styrkist þá hópur hvítra
öfgasinna, eins og Ku Klux Klan,
sem heldur því fram að svartir
hafi engan tilverurétt í landinu?
Þessum spurningum er nú í dag
kastað fram og þeir svartsýnustu
telja að báðar hliðarnar geti
komið af stað uppreisn á borð við
þá uppreisn sem átti sér stað í
Miami í fyrra og svo í Watts-
hverfi Los Angeles á árunum.
Mikil hræðsla hefur tekið sér
bólfestu meðal yfirmanna Georg-
íufylkis og einnig hjá þingmönn-
um í Washington. Dómsmálaráðu-
neytið í Washington fylgist vel
með framvindu þessa morðmáls,
og hefur nú þegar verið skipuð
nefnd til að hafa gætur á að lögum
og reglum verði fylgt þegar endan-
lega verður fundin lausn þessara
morða.
Erlendar bækur
YISROEL - The
Jewish Omnibus
Bókin Yisroel — The Jewish
Omnibus, er mikil og stór, enda
gefur titill hennar til kynna að
þar sé gerð vegleg úttekt á
framlagi höfunda af gyðinga-
ættum til bókmennta. Bókin
kom fyrst út 1933, um þær
mundir er Hitler hafði tekið
völdin í Þýzkalandi, nánar til-
tekið 10. maí þegar nazistar
voru í óða önn að brenna bækur
eftir gyðinga og andstæðinga
nazismans.
Bókin fékk lofsamlega dóma í
Englandi og í formála nú er
vitnað til þessara umsagna. Josef
Leftwich sem annaðist saman-
tekt bókarinnar og ritstýrði
henni 1933 hefur einnig séð um
seinni útgáfur hennar. Hann
ritaði formála að bókinni í fyrstu
útgáfu og er hann enn birtur í
þessari hinni síðustu og er ekki
síður fengur að honum, en ýms-
um köflunum og smásögunum
sem eru síðan í verkinu. Aftur á
móti ber bókin augljós merki
þess að hún hefur ekkert verið
endurskoðuð í hátt í fimmtíu ár,
hún er sem sagt rit höfunda sem
voru en fáir rithöfundar sem nú
skrifa eru þarna með, ef nokkur
þá.
En eins og sagði í upphafi er
þetta mikil bók að vöxtum og þar
eru höfundar, sem a.m.k. ég hafði
ekki hugmynd um að væru af
gyðingaættum. Bókinni er skipt
niður í kafla eftir því á hvaða
máli höfundarnir skrifa og er
jiddiski kaflinn einna lengstur,
þar eru höfundar eins og Shalom
Aleichem, Abraham Reisen,
Sholem Asch, Leo Kenig og I.L.
Peretz, svo að nokkrir séu nefnd-
ir. Nú er Nóbelsverðlaunahöf-
undurinn Isaac Bashevis Singer
einn fárra höfunda, sem skrifa á
jiddisku. Af þeim höfundum sem
eru í hebreska kaflanum má
nefna S.J. Agnon og A. Hameiro,
en um þessar mundir voru mjög
fáir skríbentar, sem tjáðu sig á
hebresku, enda var þá upplífgun
málsins ekki hafin nema að litlu
leyti.
Meðal hollenzkra höfunda má
nefna Samuel Goudsmit og í
rússneska kaflanum eiga verk
t.d. Isac Babel og Vladimar
Jabotinsku. Fjölmargir frægir
þýzkir höfundar af gyðingaætt-
um eiga verk þarna, dugar að
nefna Heine, Theodore Herzl,
Stefan Zweig og Franz Kafka og
í enska kaflanum ríður Benjamin
Disraeli á vaðið.
Josef Leftwich vann mikið
þrekvirki með útgáfu þessarar
bókar á sínum tíma því að hann
hefur einnig þýtt margar sagn-
anna og að því er virðist tekizt
það ágæta vel. Hins vegar væri
ofsagt að bókin væri aðgengileg
né spennandi í útgáfu. En margt
af innihaldi bókarinnar bætir
upp það sem er ábótavant að ytri
gerð. Og það er vitaskuld mestur
fengur.
Jóhanna Kristjónsdóttir.
„Karabíska
rúllettan"
komin út
ÚT ER komin hjá Prenthús-
inu sf. bók nr. 5 í bóka-
flokknum um SOS.
Á bókarkápu segir að það
sé skammstöfun fyrir sveit
málaliða, sem eru reiðubúnir
að berjast við djöfulinn sjálf-
an ef næg laun yrðu í boði.
Bókin heitir „Karabíska
rúllettan":
Skemmtikvöld Snæ-
fellinga og Hnappdæla
ÁTTHAGAFÉLAG Snæfell-
inga og Hnappdæla á Suður-
nesjum heldur skemmtikvöld í
Sjálfstæðishúsinu Ytri-
Njarðvík laugardaginn 28.
marz nk.
Til skemmtunar verður fé-
lagsvist og dans. Skemmtunin
hefst klukkan 20.30. Allir eru
velkomnir á skemmtun þessa.
radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
fundir — mannfagnaöir
Fáskrúðsfirðingar og
Austfirðingar á
Suðurlandi
halda sína árlegu vorskemmtun í Fóstbræöraheimillnu laugardaginn
28. marz kl. 8.30. Félagsvist, skemmtiatriöi, kaffiveitingar og dans.
Ágóöinn rennur tll styrktarfélags vangefinna á Austurlandl.
Allir velkomnir.
Viðskiptafræðingar
Hagfræðingar
Fyrri fundurinn um kynningu á tölvum og
notkun tölva í atvinnu- og viöskiptalífinu
veröur haldinn í Lögbergi, í dag, fimmtudag-
inn 26. marz kl. 8.30. Páll Jensson flytur
erindi um upphaf og þróun tölva og fjallar um
framtíöarþróunina.
Fræðslunefnd FVH.
Lögmenn
Muniö aöalfund Lögmannafélags íslands að
Hótel Sögu, hliöarsal, 2. hæö kl. 14.00 á
morgun, föstudag.
Árshóf félagsins að kvöldi sama dags aö
Hótel Sögu, Átthagasal.
Stjórnin
Hrútfirðingar
Hin árlega samkoma veröur föstudaginn 27.
þ.m. á Hótel Heklu, Rauðarárstíg 18. Komið
kl. 9. Gestir velkomnir.
Nefndm
Skemmtinefndin