Morgunblaðið - 26.03.1981, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1981
VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF
— umsjón: SIGHVATUR BLÖNDAHL
Félag viðskipta- og hagfræðinga:
Mikil gróska
framundan í
félagsstarfinu
MIKIL GRÓSKA hefur verið í starísemi Félajís viðskiptafræðinRa
og hagfræðinga i vetur ok hafa verið haldnir fjolmarKÍr fundir
um ýmis málefni. í drog að áa-tlun félaKsins kemur fram, að á
þessu ári eru áætlaðir tíu fundir.
26. marz nk. verður haldinn fyrri fundur af tveimur um tolvur
ok haKnýtinKU þeirra og verða framsoKumenn þeir Oddur
Einarsson, Páll Brajíi Kristjónsson ok Ejífíert Hauksson.
Seinni fundurinn um tölvur og
hagnýtingu þeirra verður svo
haldinn 2. apríl nk. og verða
framsögumenn þá Oddur Einars-
son og Páll Bragi Kristjónsson.
Fundur, þar sem fjallað verður
um gerð þjóðhagsreikninga, verð-
ur haldinn í Lögbergi 29. apríl nk.
og verða framsögumenn þeir Ólaf-
ur Davíðsson, Gamaliel Sveinsson
og Hallgrímur Snorrason.
í apríl er svo hugmyndin að fá
hingað erlendan gest, en ekki er
ljóst hver það verður. Einnig er
hugsanlegt, að þeirri heimsókn
verði frestað fram á haustið.
Jákvæður
hagvöxtur
í Finnlandi
TALIÐ ER. að Finnar vcrði
einir fárra þjóða i Evrópu
með jákvæðan hagvöxt á yfir-
standandi ári, en efnahags-
mál þeirra verði að öðru leyti
í svipuðum farvegi og ann-
arra Evrópuþjóða.
Á árinu 1979 var verðbólga
um 3% undir meðalverðbólgu-
stigi í Vestur-Evrópu og um
2,5% undir stiginu á síðasta
ári og á yfirstandandi ári er
búizt við, að verðbólga í Finn-
landi verði svipuð og meðal-
talsverðbólgustigið í Vestur-
Evrópu.
Dagana 17.—18. ágúst nk. verð-
ur haldið norrænt hagfræðinga-
mót í Helsingfors í Finnlandi.
Á fundi 17. september að Lág-
múla 7 munu svo Jónas Haralz og
Þráinn Eggertsson ræða um Nor-
ræna hagfræðingamótið.
Á fundi, sem haldinn verður 8.
október verður fjallað um þjóð-
hagskjarna viðskiptadeildar Há-
skóla íslands og munu kennarar í
deildinni hafa framsögu. Fundur-
inn verður haldinn í Lögbergi.
Þá er hugmyndin að verða með
fundaröð um rekstur í verðbólgu-
þjóðfélagi. Fyrsti fundurinn verð-
ur 22. október að Lágmúla 7, og
mun Hörður Sigurgestsson vænt-
anlega fjalla um fjármálastjórn.
Á öðrum fundinum, sem haldinn
verður 29. október að Lágmúla 7,
mun Eggert Ág. Sverrisson fjaila
um áætlanagerð og á síðasta
fundinum, sem haldinn verður 5.
nóvember að Lágmúla 7, mun
Ingjaldur Hannibalsson hafa
framsögu um framleiðni.
Af þessari uppRalningu er því
ljóst, að mikið verður um að vera
hjá Félagi viðskiptafræðinga og
hagfræðinga á þessu ári. Stjórn
félagsins skipa þeir Tryggvi Páls-
son, formaður, Björn Björnsson,
varaformaður, Páll Bragi Krist-
jónsson, ritari, Kirsten Flygen-
ring, gjaldkeri og meðstjórnandi
Þórður Friðjónsson. Þá er Gunn-
laugur M. Sigmundsson formaður
kjaranefndar og Pétur J. Eiríks-
son er formaður fræðslunefndar.
Rekstur Wichmann
gengur mjög vel
WICHMANN, báta- og skipavéla-
verksmiðjurnar norsku. sem m.a.
hafa framleitt mikinn fjölda véla
í íslenzk skip, lenti eins og skýrt
var frá á sínum tíma í miklum
greiðsluerfiðleikum haustið 1979
vcgna mikils og óvænts samdrátt-
ar cr varð í smíði fiskiskipa og
mikils kostnaðar, sem fyrirtækið
hafði lagt í vegna honnunar á
nýrri V-byggðri tvígengisvél.
Mikil blaðaskrif urðu um málið
hér á landi, sem í Noregi, og þá
miklu þýðingu sem þjónusta við
Wichmann-notendur hefði að
segja, þá kannski ekki sízt hér á
landi, þar sem um 70 stór fiskiskip
og togarar eru búnir vélum frá
Wichmann.
Stjórnvöldum í Noregi varð
fljótlega ljós hin mikla þýðing
þess að rekstrargrundvöllur verk-
smiðjanna yrði tryggður. Unnið
var því strax að lausn málsins og
leystist það snemma árs 1980,
þegar þrjú stærstu fyrirtæki Nor- -
egs sameinuðust um rekstur verk-
smiðjunnar og stofnuðu fyrirtæk-
ið A/S Wichmann. T
Síðan A/S Wichmann tók til
starfa hefur náðst góður árangur í
sölu véla, sérstaklega til Banda-
ríkjanna og Mið-Evrópu og þá
sérstaklega vél, er notuð er í skip
til þjónustu fyrir oll'uiðnaðinn.
í grein í „Norges Handels og
Sjöfartstidena" segir m.a., að öll
framleiðsla ársins 1981 sé seld og
mikill hluti framleiðslunnar á
næsta ári.
Sýnishorn af ullarfatnaði Hildu fyrir kvenfólk.
Noregsfréttir:
Hagstæður
viðskipta-
jöfnuður
NORSK yfirvöld tilkynntu
fyrir skömmu að loðnukvóti
norskra sjómanna við Jan May-
en á veiðiárinu 1981 —1982 yrði
83 þúsund tonn, sem er tölu-
verð minnkun frá því sem var á
síðasta ári, en þá var kvótinn
116 þúsund tonn. Samdráttur-
inn er um 28,5%.
Á síðasta ári var hlutur Norð-
manna í heildarkvótanum í kring-
um 15%, en þá var heimilt að
veiða um 775 þúsund tonn af loðnu
við Jan Mayen.
Heildarkvótinn á svæðinu við
Jan Mayen hefur nú verið ákveð-
inn 660 þúsund tonn, þannig að
hlutur Norðmanna er um 12,58%,
eða um 2,42% minnkun frá því
sem áður var.
Hagstæður viðskipta-
jöfnuður í janúar
Vöruskiptajöfnuður Norðmanna
var hagstæður um 1,657 milljónir
norskra króna í janúar sl., en
sambærilegar tölur á síðasta ári
voru hagstæður vöruskiptajöfnuð-
ur upp á 1,112 milljónir norskra
króna.
Innflutningur nam alls um 6,413
milljónum norskra króna í janúar,
en útflutningur nam alls um 8,070
milljónum norskra króna.
28% söluaukning hjá Hildu hf. á síðasta ári:
Reiknum með um 30%
aukningu á þessu ári
- segir Þráinn Þorvaldsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins
„VIÐ GERUM ráð íyrir um 30% söluaukningu, í dollurum
talið, á þessu ári miðað við söluna á árinu 1980, og gerum
við þá ráð fyrir að selja hreinlega allt það magn, sem
fyrirtækið getur annað,“ sagði Þráinn Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri Hildu hf., sem sérhæft hefur sig í sölu
ullarvarnings á erlendan markað.
„Við seljum um 80% af allri
okkar vöru til Norður-Ameríku, og
sá markaður hefur verið mjög
góður undanfarið, auk þess sem
gengisþróun hefur verið mjög hag-
stæð til viðskipta í þessum heims-
hluta. Það munaði á tímabili um
15% á Evrópugjaldmiðlunum og
dollurum og stóðum við því vel að
vígi miðað við marga aðra.
Þá er það merkilegt, að eftir-
spurn hefur aldrei verið meiri frá
nýjum viðskiptavinum í Banda-
ríkjunum og Kanada. Þetta eru þá
gjarnan viðskiptavinir, sem leitað
hafa fyrir sér í Evrópu, og verið
sagt þar, að íslenzki ullarfatnað-
urinn sé það sem koma skal,‘
sagði Þráinn.
Þráinn sagði aðspurður, að
Hilda hf. seldi á erlenda markaði
85 einstakar flíkur, og væri stöð-
ugt verið að bæta og breyta þeim.
Ein flík væri í tízku þetta árið og
önnur það næsta. Það væri því
töluverð áhætta tekin með mark-
aðssetningu hverrar flíkur.
Hilda hf. rekur eigin sauma-
stofu, auk þess sem fyrirtækið
yfirtók Max hf. á síðasta ári.
Þessar tvær saumastofur fram-
leiða um 20—25% af því magni
sem fyrirtækið selur. Hitt fram-
leiða 12 aðilar víðs vegar um
landið.
Ef spá Þráins um 30% sölu-
aukningu á þessu ári stenzt, þá er
það svipuð söluaukning og milli
áranna 1979 og 1980, eða tæplega
30%. Velta fyrirtækisins á síðasta
ári var um 8 milljónir dollara, og
var markaðshlutdeildin þá 29% af
heildinni, en 33% séu Rússlands-
viðskipti undanskilin.
Sýnishorn aí herrafatnaðinum.
Aðspurður um hugsanlegar
breytingar í rekstrinum, sagði
Þráinn, að breytingar fælust fyrst
og fremst í ýmis konar hagræð-
ingu, enda væri nauðsynlegt, að
hugsa til „mögru áranna". Það
væri augljóst að ekki væri hægt að
búast við góðæri eins og nú er um
ókomna framtíð. — „Ég tel t.d. að
við séum komnir að hættumörk-
um, hvað verðlagningu ullarvara
almennt varðar. Við höfum yfir-
leitt reynt að taka okkur hækkun
svipaða verðbólgunni í viðskipta-
löndum okkar, en ég tel útséð með,
að það verði hægt strax á næsta
ári. Mismuninn verðum við ein-
faldlega að taka á okkur hér á
landi," sagði Þráinn.
Sem dæmi um hagræðingu í
fyrirtækinu nefndi Þráinn, að
tölvuvæðing þess hefði staðið yfir
að undanförnu og væri það t.d. í
„online" vinnslu við Rekstrar-
tækni. Væru þegar komnir fjórir
skermar upp og tveir prentarar,
en heilinn sjálfur er hjá Rekstr-
artækni. Vinnan fer svo fram í
gegnum símalínur.
„Ég held, að það sé alveg
nauðsynlegt fyrir fyrirtækið, að
hagræða sínum rekstri eins og
bezt verður á kosið meðan þetta
góðæri varir. Þeir, sem það ekki
gera munu að mínu viti hreinlega
sitja eftir, þegar aukningin verður
ekki eins mikil eins og nú,“ sagði
Þráinn Þorvaldsson, fram-
kvæmdastjóri Hildu hf., að síð-
ustu.